Dagur - 17.08.1990, Page 6

Dagur - 17.08.1990, Page 6
6 - DAGUR - Föstudagur 17. ágúst 1990 Útimarkaður! Auglýsing frá ungmennafélögum Skriðuhrepps og Möðruvallasóknar. Hinn árlegi útimarkaður félag- anna verÖur haldinn í Freyjulundi laugardaginn 18. ágúst kl. 13.00. Nánari uppl. og básapantanir veita eftirfarandi: Gísli í síma 24882, Atli í síma 21962 og Þórður í síma 26791 á milli kl. 19.00 og 21.00. Tilboð óskast í þessi ökutæki, sem skemmst hafa í umferðar- óhöppum. Peugeot 309 GTi............. árg. 1989 Subaru Elo de luxe ......... árg. 1988 Subaru 1800 GL 4WD ......... árg. 1987 MMC Tredia 4WD ............. árg. 1986 Toyota Corolla GT........... árg. 1985 Ford Escort 1300 LX......... árg. 1984 Mazda E 1600 pick up........ árg. 1981 BMW 518 .................... árg. 1980 Kawasaki ZX-10 bifhj........ árg. 1988 Kawasaki GPX 550 bifhj....... árg. 1985 Ökutæki þessi verða til sýnis í Tjónaskoðunar- stöð VÍS að Furuvöllum 11, Akureyri, mánud. 20. og þriðjud. 21. þ.m. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 16.00 þriðjud. 21. VATRYGGINGAFELAG Nrfií ÍSLANDS HF Svæðisskrifstofa Akureyri. Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti fimmtudags- og föstudagskvöld ★ Laugardagskvöldið 18. ágúst Jasstríó Ingimars Eydal í léttri „dinner" sveiflu ★ Síöan leikur Hijómsveit Ingimars fyrir dansi ★ Borðapantanir fyrir matargesti í síma 22200. ÍL Hótel KEA fyrir vel heppnada veislu i Góðviðri og ný at- viimutækni flýta heyskap - kýrin er þó vanaföst Heyskap er nú að Ijúka. Nokkrir bændur höfðu raunar lokið við að heyja upp úr miðj- um júlímánuði en stöðug grasspretta hefur fengið þá til að taka heyskapartækin fram að nýju og slá seinnislátt eða há eins og margir nefna upp- sláttinn. Heyskaparlok eru óvenju snemma á ferð ef miða má við þau „meðalár“ sem íslenskir bændur hafa búið við á umliðnum tímum. Heyfeng- ur er ekki eingöngu verulegur að vöxtum heldur einnig vel verkaður. Vissulega hefur sumarið verið bændum hag- stætt en er það eingöngu veðurfarið sem flýtir heyskap bænda á þessu sumri? Eiga tækiniframfarir og breyttir atvinnuhættir ekki einnig nokkurn þátt í styttri hey- skapartíð? Sú var tíðin að bændur áttu allt sitt undir sól og regni. Þótt vél- væðing hafi stöðugt aukist og tækninýjungar sífellt verið að koma til hafa þær litlu um það breytt ef frá er talin súgþurrkunin sem flestir bændur komu sér upp þegar sveitir Tandsins rafvæddust á sjötta og sjöunda áratugnum. Votheysgerð hefur aldrei orðið útbreidd hér á landi þótt ýmsir bændur hafi verkað vothey með góðum árangri. Vélar og tæki, sem flutt hafa verið inn til hey- skapar, hafa að mestu miðast við þurrheysverkun og hirðingu þess af velli. Þau hafa létt störfin, fækkað höndum sem til þurfti og því orðið bændum að liði í búháttabreytingum seinni ára, er fært hafa einyrkjann til öndvegis í íslenskum búrekstri. En lengi urðu engar grundvallarbreytingar sem leystu bændur undan duttl- ungum sólar og regns við heyann- ir. Hey í lofttæmdum ,■ umbúðum Fyrir nokkrum árum tók ný heyskaparaðferð að ryðja sér til rúms hér á landi. Aðferðin felst í því að þjappa heyinu í stórar rúllur. Rúllurnar eru 1,2 til 1,7 metra þykkar og vega frá 400 kg til um 800 kg, eftir því hvað gras- ið er gróft og hvað það er þurrk- að mikið. Unnt er að pakka þess- um rúllum í filmu úr plastefni (polythenefilmu) sem útilokar að loft komist að því. Við þær aðstæður þarf þurrefnisprósenta heysins ekki að vera hærri en 40% á móti 60% til 80% þegar um venjulega þurrheysverkun er að ræða. Nokkrir bændur hafa tekið þessa rúllu- og innpökkun- araðferð alfarið upp við heyskap. Öllu fleiri nota hana að meira eða minna leyti með eldri aðferð- um. Einn megin kostur við rúllurn- ar er hvað lítið þarf að að þurrka heyið á velli. í sæmilegri tíð er auðvelt að slá grasið að morgni, snúa því einu sinni til tvisvar yfir daginn og rúlla það síðdegis. Ef heyinu er pakkað inn í filmu er unnt að geyma það í nokkurn tíma á túninu og flytja það heim þegar ekki viðrar til þurrkunar eða eftir öðrum hentugleikum. Bóndi sem notar rúlluaðferðina á því auðveldara með að skipu- leggtja vinnutíma sinn án tillits til veðurfars og í mörgum tilfellum getur hann stytt heyskapartím- ann jafnframt því að minnka vinnuaflsþörf. Bóndi með einn aðstoðarmann á auðvelt með að heyja fyrir meðal bú með skynsamlegum vinnutíma. Rúllu- aðferðin auðveldar mönnum að hefja slátt snemma, ná þannig heyjum á meðan gras er í sprettu og slá síðan í annað sinn. Það er ein af undirstöðum þessarar hey- skapar- og heygeymsluaðferðar að ná sem bestri nýtingu heysins og eiga þannig kost á að spara fóðurbæti auk vinnusparnaðar á sumrum því stofnkostnaður við að skipta frá eldri heyskaparhátt- um er þó nokkur á mælikvarða þeirrar fjármagnsveltu sem venjulegt meðalbú á íslandi hefur. Hún er sælkeri en lætur sér síðsumargróðurinn vel líka.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.