Dagur


Dagur - 17.08.1990, Qupperneq 11

Dagur - 17.08.1990, Qupperneq 11
Föstudagur 17. ágúst 1990 - DAGUR - 11 íþróttir Körfuknattleikur: „Sterkir, snöggir og áhugasamir“ - segir dr. Milan um leikmenn Tindastóls Ivan Unas. Mynd: SBG Hnokkamót í Garðabæ: „Stólarnir“ stóðu sig vel - b-liðið í 7. sæti „Þessir strákar eru sterkir og snöggir, en hafa litla leik- reynslu. Við verðum því að æfa af kappi og leika marga æfinga- leiki, en þeir eru áhugasamir og það er fyrir mestu,“ sagði dr. Milan Rozanek, þjálfari meistaraflokks Tindastóls í körfubolta, þegar Dagur hafði tal af honum. Dr. Milan og leikmaðurinn sem hann tók með sér frá Tékkó- slóvakíu, Ivan Unas, komu til Sauðárkróks um síðustu mánaða- mót og æfingar hjá liðinu hófust þá strax af krafti. Æft er á hverj- um degi í tvo til þrjá tíma og finnst Dr. Milan margir þeirra sem æfa vera mjög efnilegir, þó að þeir séu ekki háir í loftinu. Aðallega segir hann vanta meiri íþróttir Knattspyrna Föstudagur Hörpudeild: Þór-FH kl. 19 2. deild: Grindavík-Leiftur kl 19 Tindastóll-KS kl. 19 4. deild E: UMSE b-Magni kl. 19 Laugardagur 3. deild: Reynir-Þróttur R. kl. 14 Einherji-Haukar kl. 14 TBA-Þróttur N. kl. 14 ÍK-Dalvík kl. 14 Völsungur-B{ kl. 14 4. deild D: Kormákur-Neisti kl. 14 Geislinn-Hvöt kl. 14 4. deild E: Austri-HSÞ b kl. 14 Narfi-SM kl. 14 Sunnudagur 2. Ilokkur C: KS-Selfoss kl. 14 Mánudagur Hörpudeild: KA-Stjarnan kl. 19 Golf Föstudagur Suðurnes: Landsmót ungl., 72 h., flokkar Laugardagur Suðurnes: Landsmót unglinga (frh.) Akureyri: Afmælism. GA, 18 h. punktak Mývatnssveit: Einnarkylfukeppni Sunnudagur Suðurnes: Landsmót unglinga (frh.) Akureyri: Gullsmiðab., 18 h. m/án f.gj. Frjálsar íþróttir Laugardagur Mývatnssveit: Héraðsmót unglinga Sunnudagur Reykjavík: Reykjavíkurmaraþon Mývatnssveit: Héraðsmót unglinga (frh.) Handknattleikur Laugardagur Þór-Grótta kl. 14 HK-Haukar kl. 14 Sunnudagur HK-Þór kl. 20 Haukar-Grótta kl. 20 i' iiiiiu inm.i'ii. hittni, en það komi allt með tímanum og þeir séu mjög agaðir og vinni vel á æfingum. Ivan Unas, hinn tékkneski leikmaður Tindastóls, er í hópi tíu bestu sóknarleikmanna lands- ins og í landsliðshópnum þar til fyrir tveimur árum. Dr. Milan er aftur á móti búinn að vera tengd- ur körfuknattleik síðan 1952 og m.a. var hann í þjálfaraliði tékkneska landsliðsins þar til núna í sumar. Hann er því ekki alveg nýr í faginu og ætti að geta gert stóra hluti hjá Tindastól. Hið árlega Króksmót í knatt- spyrnu 5.,6. og 7. flokks verð- ur haldið á Sauðárkróki um helgina. Blönduð keppni er hjá 5. og 6. flokki, en í 7. flokki er bæði keppni A- og B-liða. í mótið eru í kvöld mæta Þórsarar FH-ing- um í 14. umferð Hörpudeildar- innar í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Akureyrarvelli og hefst kl. 19. Þarf vart að fjöl- yrða um mikilvægi þessa leiks fyrir norðanmenn, þeir hrein- lega verða að sigra til að eiga von um áframhaldandi veru í deildinni. Á mánudagskvöldið hefst svo 15. umferð og mæta þá KA-menn Stjörnunni á Akureyrarvelli. Gengi Þórsara hefur verið afleitt upp á síðkastið. Liðið hef- ur ekki skorað mark síðan 2. júlí og hefur nú tapað fjórum leikjum í röð. Liðið situr í neðsta sæti deildarinnar með 8 stig en FH- ingar eru í 8, sæti með 16 stig. Þórsarar.hafa sýnt góða knatt- spyrnu í síðustu Ieikjum - aðeins Ekki eru allir þeir leikmenn sem koma til með að leika með Tindastólsliðinu í vetur farnir að æfa. Sumir eru ennþá í fót- boltanum og Einar Einarsson úr Keflavík er ekki enn kominn norður. Dr. Milan segist lítast vel á landið, sérstaklega fjöllin, og fólkið sem hann hefur hitt komi vel fyrir. Hann segist vonast til þess að liðið verði í einhverju af fjórum efstu sætun'um og bíða spenntur eftir því að keppnis- tímabilið hefjist. SBG búin að skrá sig 26 lið af Norður- landi á svæðinu frá Húsvík til Blönduóss. Keppni hefst klukkan 10.00 á morgun og stendur fram á sunnudag. Ungmennafélagið Tindastóll sér um framkvæmd og skipulagningu mótsins. SBG mörkin hefur vantað. Nú verða þau að fara að koma og er ástæða til að hvetja knattspyrnuáhuga- menn til að mæta á völlinn og leggja sitt af mörkum til að Akur- eyringar geti áfram státað af tveimur 1. deildarliðum í knatt- spyrnu. Á mánudagskvöldið mæta KA- menn Stjörnunni og hefst sá leik- ur kl. 19. KA-menn hafa bjargað sér úr mestu fallhættunni en eru ekki öruggir enn. Störnuliðið hefur komið á óvart, er í 6. sæti með 17 stig og hefur sýnt að það getur unnið hvaða lið sem er. Með sigri geta KA-menn nánast gulltryggt sæti sitt í deildinni og nú er það knattspyrnuáhuga- manna að sýna og sanna að hægt sé að skapa góða stemmningu á vellinum þegar mest á reynir. Um síðustu helgi var haldið í Garðabæ hnokkamót þar sern 7. flokkar í knattspyrnu frá ýmsum félögum öttu saman hestum sínum. Tindastóll á Sauðárkróki var eina félagið á Norðurlandi sem sendi lið. Keppt var bæði í A- og B-Iið- um og náði Tindastóll 7. sæti í B- og 13. í keppni A-liða. í mótinu tóku þátt 16 lið bæði í 4. flokkur Tindastóls í knatt- spyrnu drengja er nú kominn heim aftur eftir tíu daga æfinga- og keppnisferðalag til Belgíu. Þar unnu drengirnir m.a. svokallað Arnórsmót, en í því tóku þátt þrjú heimalið auk þeirra. Stefán Logi Har- aldsson, einn af fararstjórun- um, segir ferðina hafa tekist vel í alla staði. Þann 3. ágúst fóru tuttugu drengir frá Sauðárkróki auk þriggja fararstjóra, utan til Belgíu. Haldið var til í Lokeren og æft á hverjum degi. Spilað var við unglingalið Lokerenliðsins, en sá leikur tapaðist. Slíkt gerðist hins vegar ekki í Arnórsmótinu, því það unnu Tindstælingar þó að við sterka andstæðinga væri að eiga. Meistaraflokkur Tindastóls hefur farið þrisvar í svipaða ferð, en þetta er í fyrsta skipti sem þeir yngri fara. Stefán Logi segir að það sé fyrst og fremst foreldrum drengjanna að þakka að fjár- magna tókst ferðina. Einnig tal- aði hann um góða skipulagningu á verunni úti, en um það sá keppni A-liða og B-liða. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Tindastóls, sagði það óheppni að Tindastóls- liðin hefðu ekki endað ofar og m.a. hefði þurft að kasta upp um það hvort að B-lið Keflvíkinga eða Tindastóls kepptu um fjögur efstu sætin. Keflvíkingar unnu hlutkestið og enduðu síðan í öðru sæti. Sigurvegarar mótsins voru Fylkismenn, en þeir unnu bæði keppni A- og B-liða. SBG Kristján Bernburg eins og meist- araflokksferðirnar. Nóg var við að vera og m.a. farið í kynnisferðir til Brussel og Antwerpen. Meðan á dvölinni í Lokeren stóð var í gangi einhvers konar hátíð og markaðstorgið, sem var steinsnar frá íverustað liðsins, alltaf troðfullt af fólki. Stefán Logi sagði alla vera ánægða með ferðina og vonandi að framhald gæti orðið á slíku, svo að fleiri ungum eldhugum gæfist kostur á að sparka í bolta á erlendri grund. SBG Golf: Giillsimdabikariim á swmudaginn .Á sunnudaginn fer fram keppni um Gullsmiðabikarinn á golfvell- inum að Jaðri á Akureyri. Leikn- ar verða 18 holur með og án for- gjafar. Skráning fer fram í Golf- skálanum að Jaðri og lýkur henni kl. 18 á laugardag. 'v." T'5' '/■1. j. .. :j■, ■, í%. r. „ .i.. i Dr. Milan segir marga leikmenn Tindastóls mjög efnilega. Mynd: sbg Króksmót í knattspyrnu: 26 líð mæta til leiks Mikilvægir leikir á Akureyrarvelli - Þór-FH og KA-Stjarnan 4. flokkur Tindastóls: Vann mót í Belgíu

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.