Dagur - 21.09.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 21. september 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþróttirj,
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Áhrif bæjarstjómar
Akureyrar í atviimumálum
Atvinnumálin eru ofarlega í huga Akureyr-
inga þessa haustdaga. Margir kvíða tíman-
um framundan og telja að veturinn eigi eftir
að verða mörgum starfsstéttum erfiður.
Atvinnutækifæri eru af skornum skammti í
bænum, og reynir nú alvarlega á frumkvæði
bæjaryfirvalda til að sporna við óheillaþróun.
Það sjónarmið hefur oft komið fram að
bæjarstjórn í kaupstað á borð við Akureyri
geti ekki haft nema takmörkuð áhrif á
atvinnuþróun. Þetta má til sanns vegar færa
að ýmsu leyti, og sérstaklega vegna þess að
Akureyrarbær er það skuldsettur að hann
hefur yfir litlu fjármagni að ráða til nýfram-
kvæmda á ári hverju. í raun og veru hefur
ástandið verið þannig í allmörg ár að bæjar-
félagið hefur átt fullt í fangi með að halda í
horfinu hvað snertir eðlilega endurnýjun
húsnæðis, véla og tækjakosts stofnana sinna.
Þegar svo er komið er þess varla að vænta að
bæjarfélagið geti af eigin rammleik og fyrir
eigið fé stofnað til stórfelldrar nýsköpunar í
atvinnurekstri.
Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðubandalagið
mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar
að loknum kosningum. Þessir flokkar hafa,
eðli sínu samkvæmt, algjörlega andstæð
sjónarmið um uppbyggingu atvinnurekstrar
og hlutverk hins opinbera í honum. Sjálf-
stæðismenn hafa áratugum saman barist
gegn þátttöku ríkisins og bæjarfélaga í
atvinnufyrirtækjum. Einn af hornsteinunum í
boðskap íhaldsins er að einstaklingsframtak-
ið megi ekki drepa niður með of miklum opin-
berum afskiptum eða þvingunum. Alþýðu-
bandalagið hefur alla tíð boðað gjörólíka
stefnu. Hvernig flokkum með svo ólík sjón-
armið á eftir að farnast í samvinnu á þessum
erfiðleikatímum er ennþá opin spurning.
Þótt Akureyrarbær hafi ekki yfir miklu fé að
ráða til nýframkvæmda getur bæjarstjórnin
beitt sér fyrir eflingu atvinnulífs og greitt
götu fyrirtækja með margvíslegum hætti öðr-
um en beinum fjárframlögum. Krafa bæjar-
búa hlýtur að vera sú að kjörnir fulltrúar
þeirra beiti sér af alefli í atvinnumálunum. Þá
er mikilvægt að breikka sjóndeildarhringinn
og hafa kjark til að feta ótroðnar slóðir. EHB
hvað er að gerast
Húsavíkurkirkja:
Hljómsveit Þorvaldar Halldórssonar
með tónleika í kvöld
Þorvaldur Halldórsson og hljóm-
sveit hans Án skilyrða halda tón-
leika í Húsavíkurkirkju í kvöld,
föstudag 21. sept. kl. 20.30. Allir
eru velkomnir á tónleikana og
aðgangur er ókeypis.
í för meö Þorvaldi eru eigin-
kona hans og félagar, en þau
starfa í samtökunum Ungt fólk
með hlutverk sem er hreyfing
innan þjóðkirkjunnar. Hljóm-
sveitin er nú á ferð um landið og
mun m.a. halda tónleika á
Bakkafirði og Vopnafirði. Mark-
miö félaganna er að breiða út
kristna trú og til þess nýta þeir
hæfileika sína, að sögn sr. Sig-
hvats Karlssonar, sóknarprests á
Húsavík.
Á tónlcikunum veröur flutt létt
kristileg tónlist en ekki verður
leikið á hin hefðbundnu kirkju-
hljóðfæri, heldur bassagítar og
hljóðgervil. Þorvaldur mun einnig
tala til kirkjugesta og flytja hug-
vekju. Hljómsveitin hefur haldið
tónleika hálfsmánaðarlega í Sel-
tjarnarneskirkju og einnig ferð-
ast milli kirkna til tónleikahalds,
mest á suðvesturhorni landsins
en einnig á Austurlandi.
Gallerí AllraHanda:
Kyimingar á myndlistar-
mönnum í Bautaglugganum
Gallerí AllraHanda verður með
kynningar a myndlistarmönnum í
Bautaglugganum, áður Morgun-
blaösglugganum. viö Hafnar-
stræti í vetur. Nú eru verk eftir
Björgu Þorsteinsdóttur og Kol-
brúnu S. Kjarval til sýnis en síð-
an verða sýnd myndvcrk eftir
Valgeröi Hauksdóttur, myndlist-
armann og píanókennara.
Að sögn Þóreyjar Eyþórsdótt-
ur, eiganda Giillerís AllraHanda
verða með fund að Hótel KEA.
mánudaginn 24. sept. Ásta Júlíus-
dóttir formaöur Áglow-Reykja-
vík er ræðumaöur kvöldsins, sem
hefst með kaffiveitingum kl.
20.00. Verð kr. 400. Fundurinn
er öllum konum opinn.
Á mánaðarlegum fundum sam-
takanna hittast konur og eiga
saman ánægjulega stund, um leið
og þær lofa Guð og hlusta á vitn-
isburði. Fyrirbænaþjónusta.
Eins og áður segir eru allar
konur velkomnar og þær hvattar
til aö kynna sér starfið.
Aglow er . . .
. . . alþjóðleg saintök krist-
inna kvenna, sem hafa helgað líf
sitt Jesú Kristi, Frelsara sínum og
Drottni . . .
. . . mánaðarlegur fundur
kvenna úr fjölda kirkjudeilda og
af ðllum þjóðfélagsstigum, sem
koma saman til að tilbiðja Guö.
lofa hann og segja öðrum frá því
hvers virði Jesús Kristur er
þeim . . .
. . . sérstök þjónusta, sem
Guð notar til að snerta við lífi
þúsunda kvenna víðs vegar.
kynna þær fyrir Jesú Kristi og
hvetja til lífs í krafti heilags anda.
. . . boðunarstarf til að segja
heiminum frá fagnaðarerindi
Jesú Krists með hjálp funda sam-
Sirkus er væntanlegur til Akur-
eyrar uni helgina. Þetta er Circus
d'Espania sem skemrnt hefur við
góðar undirtektir í Reykjavík.
Umboðsmaðurinn hér á landi,
skemmtikrafturinn Jörundur Guð-
mundsson, ætlar síðan að slást í
för með sirkusnum ásamt konu
sinni.
Circus d’Espania treður upp í
íþróttahöllinni á Akureyri á laug-
bjóða átján myndlistarmenn og
sextán gler- og leirlistarmenn nú
verk sín til sýnis og sölu auk
ýmissa fleiri muna, sem listhúsiö
hefur á boðstólum.
Ákvcöið hefur verið að kynna
íslenska myndlistarmenn á veg-
um Gallerís AllraHanda í Bauta-
glugganum í vetur og hófst kynn-
ingin á því að sýna þar verk eftir
Björgu Þorsteinsdóttur og Kol-
brúnu S. Kjarval.
takanna, biblíunámshópa. fyrir-
bænahópa auk útgáfu og dreif-
ingar kristilegs lesmáls.
. . . farvegur fyrir kærleika og
kraft Guðs til heimila kvenna,
kirkna þeirra og byggðarlaga.
Dagana 22. og 23. sept. nk. fer
fram blaða- og merkjasala Sjálfs-
bjargar um land allt.
Þetta hefðbundna fjáröflunar-
átak Sjálfsbjargar féll niður á síð-
asta ári vegna landssöfnunar í
tilefni 30 ára afmælis Sjálfsbjargar
en nú munu félagar í Sjálfsbjörg
og velunnarar félagsins taka upp
þráðinn þar sem frá var horfið.
Tekjur af blaða- og nierkjasölu
Sjálfsbjargar hafa ávallt vegið
þungt á metunum og treyst
öfluga starfsemi Sjálfsbjargar um
land allt. Um það bil helmingur
af söluandvirði merkja og blaða
rennur til deilda Sjálfsbjargar
víðsvegar um landið. Að þessu
sinni mun landssambandið verja
sérstaklega hluta sölutekna sinna
til innréttingar á sérstakri endur-
hæfingaríbúð í Sjálfsbjargarhús-
inu í Reykjavík.
ardag og sunnudag kl. 15 óg 20
báða dagana, þ.e.a.s. ef sirkus-
inn kemst norður í hríðinni og
ófærðinni. Miðasala verður opin
frá kl. 10 báða dagana.
Meðal atriða má nefna loftfim-
leika, trúða, akróbatik, töfra-
brögð, jafnvægislistir og risa-
köngulóna Tarantúllu og margt,
margt fleira. Þetta er sannkölluð
fjöiskylduskemmtun.
Björg Þorsteinsdóttirer einn af
frcmstu grafíklistamönnum
landsins. Hún var meðal annars
styrkþegi frönsku ríkisstjórnar-
innar á árunum 1971 til 1973 og
hlaut starfslaun listamanna 1977
til 1978. Björg hefur haldið á
annan tug einkasýninga auk þátt-
töku í mörgum samsýningum
víða um hcim. Hún cr nýlcga
komin heim frá dvöl í Jónshúsi í
Kaupmannahöfn.
Kolbrún S. Kjarval. barnabarn
Jóhannesar S. Kjarval, er þekkt
sem leirlistarmaður. Hún hefur
starfað bæöi í Danmörku og hér
á landi, haldið nokkrar einkasýn-
ingar auk þátttöku í samsýning-
um á íslandi, í Danmörku og
Skotlandi. Kolbrún er nýkomin
heim úr þriggja mánaða náms-
dvöl í Bandaríkjunum.
Gallerí AllraHanda verður
opið á miðvikudögum og fimmtú-
dögum frá klukkan 16.00 til 18.00
og föstudögum frá klukkan 13.00
til 18.00. Einnig á öðrum tímum
eftir samkomulagi við eiganda í
síma 25774.
Slíka íbúð hefur skort í Sjálfs-
bjargarhúsið en hún er nauðsyn-
legur þáttur í endurhæfingu fatl-
aðra. í endurhæfingaríbúð er
komið fyrir sérstökum færanleg-
um innréttingum ásamt kennslu-
og hjálpartækjum. Sérmenntað
starfsfólk leiðbeinir og kennir
íbúuni endurhæfjngaríbúðarinn-
ar.
Að þessu sinni kostar blað
Sjálfsbjargar 400 kr. og merki
200 kr. en það er að þessu sinni
endurskinsmerki. Sérstakur fjöl-
skyldupoki með þremur merkj-
um kostar 500 kr.
Hótel Saga:
Ómladí - Ómlada
Eftir nokkurra mánaða fjarveru
frá Hótel Sögu hefjast skemmt-
anir Ómars Ragnarssonar, Þór-
halls Sigurðssonar (Ladda), Har-
aldar Sigurðssonar og flciri
ágætra manna aftur þann 22.
september.
Umgjörð sýningarinnar er sjó-
ferð með skemmtiferðaskipi til
sólarlanda og er farþegalistinn all
skrautlegur. Nýir karakterar
koma nú um borð, en aðrir hafa
verið skildir eftir. Þeir félagarnir
bregða sér í líki ýmissa þekktra
persóna, sem hafa orðið góð-
kunningjar fólks í gegnum árin,
og annarra sem ekki hafa sést
áður.
Tónlist er einnig mikill þáttur í
sýningunni og er hljómsveitar-
stjóri Árni Scheving.
Alþjóðleg samtök kristinna kvenna:
Fundur á Hótel
KEA á mánudag
Aglow', kristileg samtök kvenna.
Akureyri:
Sirkus í HöDinni
Blaða- og merkjasala
Sjálfsbjargar um helgina