Dagur - 05.10.1990, Page 2

Dagur - 05.10.1990, Page 2
2 - DAGUR - Föstudagur 5. október 1990 fréttir r- Skagaíjörður: Deilt við Hollustuvemd um hættu á salmonellufaraldri „Það er fjarstæða sem þessir menn eru að segja um meng- unarmál tengd matvælaiðnaði í Skagafírði. Birgir segir í grein í Morgunblaðinu að salmonella hafí reynst vera í % hluta sýna teknum í Skagafírði og það hefur hann ekki dregið til baka þó að formaður heilbrigðis- nefndar, heilbrigðisfulltrúi og aðrir hafí hrakið þá yfírlýsingu og fíeira sem fram kom í um- iuæluin hans. Um hættu á salm- onellufaraldri í Skagafírði held ég að komið hafí fram að ástand- ið hér sé jafnvel betra en almenn fyrirstaða á landinu að meðaltali,“ sagði Vésteinn Vé- steinsson hjá Sláturhúsi KS á Sauðárkróki um mál sem brenn- ur nú mjög á Skagfírðingum. Þann 23. september sagði Birgir Þórðarson, hjá mengunar- vörnum Hollustuverndar ríkis- ins, í grein í Morgunblaðinu að hætta væri á salmonellufaraldri í Skagafirði sökum lélegrar eyð- Þingílokkur Alþýðubandalagsins gagnrýnir iðnaðarráðherra harðlega fyrir álmálið: Telur imdirritun áfanga- niðurstöðu fráleita Af ályktun sem þingflokkur Alþýðubandalagsins samþykkti í gær má ráða að undiralda í Hokknum varðandi málsmeð- ferð iðnaðarráðherra í álmál- inu sé þung. I ályktuninni segir að flestir þættir hugsanlegra samninga um nýtt álver þarfn- ist nánari athugunar, t.d. hvað varði umhverfísmál og meng- unarvarnir, svo og ákvæði um orkuverð, sem bersýnilega séu ekki nógu hagstæð og feli í sér mikla áhættu. í ályktun Alþýðubandalagsins er minnt á þá yfirlýsingu Stein- gríms Hermannssonar, forsætis- ráðherra, að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hafi ekki tekið afstöðu til neinna efnisatriða í samningsvinnunni. Því telur þingflokkurinn fráleitt að iðnað- arráðherra undirriti áfanganiður- stöðu í nafni ríkisstjórnarinnar með hinum erlendu samingsaðil- um þegar ekkert samkomulag liggi fyrir um málið milli stjórn- arflokkanna „og lýsir því yfir, að Alþýðubandalagið er með öllu óbundið af undirskrift ráðherrans í þessu máli. Þá liggur fyrir að Landsvirkjun hefur fyrir sitt leyti ekki fallist á drög að orkusölu- samningi og ekki veitt umboð til undirskriftar. Þingflokkurinn lýsir furðu sinni á því að ráðherrar Alþýðu- flokksins skuli hafa átt formlegar viðræður við forystulið Sjálf- stæðisflokksins unt málið, á með- an það er til umfjöllunar í ríkis- stjórninni, og harmar ef vinnu- brögð ráðherrans verða til að spilla annars ágætri samvinnu stjórnarflokkanna.“ óþh ingar úrgangs og að salmonella hefði fundist í % sýna sem tekin hefðu verið. Þetta sættu menn í Skagafirði sig ekki við og m.a. skrifaði Sveinn Guðmundsson, heilbrigðisfulltrúi á Norðurlandi vestra, grein á móti Birgi þar sem hann lýsti furðu sinni yfir því að ekki hefði verið tekið fram hvar sýnin hefðu verið tekin. Hvort þau hefðu kannski verið tekin úr matvælum og segir að svona hátt hlutfall salmonellumengunar hafi ekki fundist á Skagafjarðarsvæð- inu þau ár sem hann hefur gegnt starfi heilbrigðisfulltrúa. Sl. mánhdag var haldinn fund- ur á Sauðárkróki þar sem m.a. Birgir mætti frá Hollustuvernd og fulltrúar matvælaframleiðenda, bæjarstjórn og héraðsnefndar- menn ræddu um þessi mál. Hart var deilt á fundinum og fullyrtu matvælaframleiðendur að þessi ummæli Birgis gætu skaðað þá og báðu um opinberar yfirlýsingar frá HoIIustuvernd um að þetta stæðist ekki. En er Birgir Þórðar- son reiðubúinn að draga sín ummæli til baka? „Ég held að Skagfirðingar hafi snúið afskaplega mikið út úr þessu og ég skil vel að þeir séu reiðir. Tilgangurinn með þessu eftirliti mínu er að reyna að bæta hlutina og ástandið í Skagafirði er svo sem ekkert verra heldur en sumstaðar annars staðar. Það sem ég sá í Skagafirði núna var mjög svipað og það sem ég sá á Suðurlandi í fyrra þar sem mikið tjón varð sl. haust. Ég fullyrði að ástandið sé þannig að ýmislegt getur komið upp á, en með ákveðnum fyrirbyggjandi aðgerðum er hægt að koma í veg fyrir það og ég veit að verið er að vinna að ýmsum úrbótum í umhverfismálum í Skagafirði sem víðar. Ég sé ekki ástæðu til að draga neitt til baka af því sem ég hef sagt, vegna þess að þetta eru einfaldar staðreyndir sem menn sjá ef þeir vilja. Þó má geta þess að '/3 sýna úr frárennslisvatni var jákvæður salmonellu en ekki 2/3 eins og kom fram í grein Morg- unblaðsins. Ef maður má ekki segja sannleikann og standa við hann þá er best að hætta þessu öllu,“ sagði Birgir Þórðarson í samtali við Dag. En hvað hefur bæjarstjórinn á Sauðárkróki um málið að segja? „Mér finnst að sú umræða sem þarna fer fram sé ekki með þeim hætti að ástæða sé til þátttöku í henni. Ég geri mér fulla grein fyr- ir því að ástandið hér er ekki nógu gott í umhverfismálum almennt en í því er verið að vinna. Þær aðfinnslur sem hingað hafa komið finnast mér ekki sanngjarnar og tel að skynsam- legra hefði verið hjá Hollustu- verndinni að koma þessum athugasemdum sínum á framfæri á annan hátt en þennan," voru orð Snorra Björns Sigurðssonar, bæjarstjóra. SBG Bæjarstjórn Akureyrar: Verður ákveðið að endurbyggja Iðavöll? Málefni leikskólans Iðavallar urðu tilefni umræðu í bæjar- stjórn Akureyrar á þriðjudag. Gísli Bragi Hjartarson gagn- rýndi aðgerðaleysi félagsmála- ráðs, og kvað ekki sjáanlegt á fundargerð þess að um málið hefði verið fjallað. Gísli Bragi og Úlfhildur Rögn- valdsdóttir báru fram tillögu á Hvítasunnusöfnuðurinn á Akureyri: Unnið að stækkun byggingar saftiaðarins við SkarðshEð - 11 ný safnaðarsystkin á þessu ári I hvítasunnusöfnuðinum á Akureyri eru nú starfandi 60 manns, ungir sem aldnir og starfíð er mikið og víðtækt. A síðasta ári fjölgaði í söfnuðinum um ellefu. Hvítasunnukirkjan og Leikskólinn Hlíðarból eru við Skarðshlíð á Akureyri, en nú er unnið að stækkun bygg- ingarinnar því þröngt er orðið um starfsemina. Forstöðumað- ur safnaðarins er Vörður Traustason. Að sögn Varðar vinna safnað- arsystkinin í sjálfboðavinnu við byggingaframkvæmdina. Stækk- unin nemur um 250 fermetrum, en nokkuð þröngt er orðið um starfsemi safnaðarins og ætlunin er að koma upp plötunni fyrir veturinn. „Þessi stækkun er hluti af sjálfri kirkjunni. Með tilkomu hennar losnum við út úr leik- skólanum en þar höfum við átt athvarf með helgihaldið jafn- framt sem við getum innréttað skrifstofur fyrir söfnuðinn og nýj- ar snyrtingar. í kjallara nýju byggingarinnar fær æskulýðs- starfsemin aðstöðu svo og leik- skólinn geymslupláss. Mjög brýnt er að fá stærri sal því sífellt fleiri sækja samkomur hjá hvíta- sunnusöfnuðinum. Fólk leitar á vit trúarinnar og mátt bænarinn- ar, allar aðstæður í þjóðlífinu kalla á slíkt. Ellefu ný safnaðar- systkin hafa gengið til liðs við hvítasunnusöfnuðinn á Akureyri á þessu ári. Að mínu mati er mik- il trúarvakning á íslandi meðal ungs fó!ks,“ sagði Vörður Traustason. Á Hlíðarbóli, leikskóla hvíta- sunnusafnaðarins eru 72 börn í dagvist og starfsmennirnir eru 14. „Reksturinn er alfarið í höndum hvítasunnusafnaðarins en Akur- eyrarbær leggur fram fjármagn með hverju barni á móti foreldr- um á sama hátt og hjá öðrum dagvistunarstofnunum. Dagvist- unarmál og leikskólar eru stór málaflokkur og við viljum leggja okkar af mörkum,“ sagði for- stöðumaður hvítasunnusafnaðar- ins á Akureyri, Vörður Trausta- son. ój fundi bæjarstjórnar 18. septem- ber varðandi Iðavöll. Tillagan var á þá leið að þegar skyldu hafnar framkvæmdir við endur- bætur á Iðavelli. Tillögunni var vísað til bæjarráðs. Sigrún Sveinbjörnsdóttir kvað það ásetning félagsmálaráðs að láta dagvistunarmálin hafa forgang. Það hefði þó óneitan- lega komið eins og reiðarslag yfir ráðið þegar því var lýst yfir í júlí að Iðavallarhúsið væri stór- skemmt eða ónýtt. Tillaga Gísla Braga og Úlfhildar væri til umfjöllunar í bæjarráði, en félagsmálaráð hefði mikil áform á prjónunum um að bæta úr dag- vistunarþörfinni í bænum. Sigfríður Þorsteinsdóttir sagði að engin gögn hefðu verið lögð fram sem fengju sig til að trúa því að Iðavallarhúsið væri ónýtt. Fyrsta tillagan sem félagsmálaráð hefði gert væri sú besta, þ.e. að endurbyggja húsið samkvæmt úttekt sem gerð var, og byggja síðan við. „Það er hægt að gera við húsið í áföngum án þess að loka dagvistinni. Svo má byggja við í framhaldi af því. í mínum Hofsós: „Vantar flölbreyttari atvinnu 66 „Þessi vota tíð sem verið hefur, hefur seinkað ýmsum framkvæmdum hér. Hvorki hefur verið hægt að Ijúka við að mála kirkjuna né slökkvi- stöðina. Mannlífíð gengur samt sinn vanagang og fyrir mestu er að atvinna haldist eins og undanfarið,“ segir Jón Guðmundsson, sveitarstjóri Hofshrepps. í sumar hefur kirkjan á Hofs- ósi verið löguð að utan, en eftir er að ljúka við að mála hana. 30 ár eru liðin frá byggingu hennar og í fyrra voru endurbætur gerð- ar að innan. Afmælisins verður minnst samfara héraðsfundi sem 30 ára afmæli kirkjunnar verkinu, en vætutíðin hefur sett haldinn verðúr á Hofsósi síðar í haust. Ungmennafélagið Neisti ætlaði að gera grasvöll á Hofsósi í haust, en illa hefur gengið með þær framkvæmdir. Byrjað var á strik í reikninginn. Atvinnuástandið er að sögn Jóns sæmilegt og ekki eru nema fimm á atvinnuleysisskrá. Illa hefur samt fiskast hjá smábátun- um á Hofsósi og eru skiptar skoðanir um hvað því veldur. Sumir segja að búið sé að eyði- leggja miðin í firðinum með stórvirkum veiðiaðgerðum, en aðrir telja of snemmt að byrja línuveiði. Jón segir að ef atvinnan haldist, þá óttist þeir ekki eftir- köst frá fyrri árum í bæjarmálum, en helst þyrfti vinnan þó að verða fjölbreyttari svo að gott væri. SBG huga má dreifa framkvæmdum yfir nokkurt tímabil. Viðgerða- áætlun sú sem byggingadeild lagði fram miðast að mínu mati við viðgerðir á hlutum sem mættu sumir bíða, en annað vantar inn í sem er meira aðkallandi," segir Sigfríður. Sigurður J. Sigurðsson minnti á að bæjarráð hefði tillöguna um uppbyggingu Iðavallar til athug- unar, en beðið væri eftir upplýs- ingum um dagvistunarþörf í bæn- um og raunhæfa möguleika á að gera Iðavöll nothæfan fyrir þrjár til fjórar milljónir króna. Sigurð- ur sagði að ef Iðavöllur yrði rif- inn og annað hús byggt í staðinn, þá stæðu menn í sömu sporum að ári; dagheimilaplássum hefði ekki fjölgað. „Ég vænti þess að þetta mál verði afgreitt á næsta bæjarstjórnarfundi," sagði hann. _______________________EHB Nýir þættir í helgarblaði: Unglingasíða og baksýn Helgarblað Dags er nú smátt og smátt að taka breytingum, enda erum við að klæða það í vetrarbúning. Fastir þættir kveðja og nýir koma í staðinn, sumir fá hvíld og aðrir eru endurvaktir. Á morgun hefur ný ungl- ingasíða göngu sína undir stjórn nýrra umsjónarmanna Þessi þáttur verður hálfsmánaSarlega í helgarblaðinu í vetur. Þá er sjálfsagt að kynna þátt sem við köllum baksýn, en þar líta blaðamenn til baka yfir fréttir vikunnar og velja eina frétt til að skoða nánar. Þar verða mannleg- ar hliðar efstar á baugi. Þáttur urn menningarmál hefur verið endurvakinn og loks má nefna að Valdimar Gunnarsson skýtur upp kollinum með Amer- íkubréf, en ekki er ljóst hvort þessi bréf verði til frambúðar í helgarblaðinu. Fleiri breytingar verða kynntar síðar. SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.