Dagur - 05.10.1990, Page 9

Dagur - 05.10.1990, Page 9
Föstudagur 5. október 1990 - DAGUR - 9 Húsavík: Sjukrahúsið til sýnis á morgun Anna og Anna, nöfnur á þriðju hæðinni. / Utfararskreytingar Kirkjuskrejlingar Kransar og krossar þeirra felst. Einnig bendi ég á dagstofuna, en fyrir tveimur árum fórnuðum við einni sjúkra- stofu til að fá dagstofu sem brýn þörf var fyrir. í raun er ekki hægt að auka rými á sjúkradeildunum nema með fækkun sjúkrarúma og það verður ekki gert nema að vel athuguðu máli. Á annarri hæð koma inn öll bráðaveikindi og þar eru miklu örari skipti á sjúklingum. Þar er almenn deild fyrir lyflækningar, handlækningar, slys, skurðlækn- ingar, sængurkonur, börn og öldrunarlækningar. Þetta ermjög fjölbreytt starfsemi og við getum átt von á hverju sem er hvenær sem er. Fæðingardeild er á hæð- inni og líklega verða þar eitt eða tvö börn á laugardag. Það er eins og börnin komi í gusum og stund- um er engin sængurkona á deild- inni og stundum margar. Á þess- ari hæð er mjög rólegt suma daga en aðra daga er allt á hvolfi, þetta er svo breytilegt. Þarna er hægt að sjá ýmis tæki, bæði eldri gerðir og nýtískuleg. Þróunin er mjög ör þannig mörg þessara tækja úreldast á mjög fáum árum. Á fyrstu hæð er heilsugæslan og á skurðstofunni verða sýnd tæki og áhöld og notkun þeirra útskýrð, en þessa hæð þekkir fólk almennt kannski frekast, nema þá skurðstofuna. En fólk getur fengið að skoða röntgenmyndir eða kíkja í smásjá á rannsókn og fengið útskýringar á notkun tækja á hæðinni. Matsalurinn í kjallaranum verður opinn og þar verða ein- hverjar veitingar á borðum. Eld- húsið verður til sýnis og ung- barnaeftirlitið, þar er svo þröngt að þá aðstöðu getur aðeins einn í einu skoðað. Svo vil ég minna fólk á sjúkra- bílana og aðstöðu þeirra, þvotta- húsið og sjúkraþjálfunina í Hvammi, og ef einhver vill líta á Sjúkrahúsið í Húsavík sf. býð- ur öUum að koma og skoða sjúkrahúsið og kynnast starf- semi þess á morgun, laugardag frá kl. 14-18. Tilefnið er að 20 ár eru liðin síðan sjúkrahúsið flutti í núverandi húsnæði. Einnig verða sýndir sjúkrabílar Rauða kross deildarinnar, bfl- skýli og aðstaða fyrir sjúkra- flutningana, en 25 ár eru liðin síðan deildin hóf sjúkraflutn- inga. Aldís Friðriksdóttir er hjúkr- unarforstjóri við sjúkrahúsið og hún tók því vel að spjalla svolítið um starfsemi sjúkrahússins og hvað fróðlegast væri fyrir gestina að kynna sér á laugardaginn. Skrifstofa Aldísar er í gamla sjúkrahúsinu, fyrstu byggingu stofnunarinnar sem tekin var í notkun í nóvember 1936 og var með 15 sjúkrarúmum. Frá 1912- 1924 var starfrækt sjúkraskýli í Vallholti og síðan í Læknishúsinu þar til gamla sjúkrahúsið var tek- ið í notkun. Auk skrifstofu Aldísar eru þar núna skrifstofur launafulltrúa og framkvæmda- stjóra og aðstaða fyrir félagsráð- gjafa og sérfræðingaþjónustu. Nýja sjúkrahúsið, afmælisbarnið, er þrjár hæðir, auk kjallara. Ver- ið er að byggja heilsugæslustöð við sjúkrahúsið. Sunnan við það stendur Hvammur, dvalarheimili aldraðra og þar er samnýtt þvottahús, aðstaða til sjúkra- þjálfunar og bókasafn. Eldhús sjúkrahússins er í kjallaranum og þar eru einnig útbúnar máltíðir fyrir heimilisfólk og starfsfólk í Hvammi. - Varð ekki mikil breyting 1970 þegar starfsemin var flutt í nýja sjúkrahúsið? „Já, þegar þetta stóra hús, að okkur fannst, var tekið í notkun. Upprunalega átti ekki að byggja efstu hæðina á húsið og þar átti aðeins að vera ein sjúkradeild á annarri hæð, en á byggingarstig- inu var ákveðið að bæta þriðju hæðinni við. Þjónusturými í hús- inu er því miðað við eina hæð og það er löngu orðið of þröngt um alla starfsemi. Við höfum eignast heilmikið af hjálpartækjum á seinni árum, tækjum sem þykja sjálfsögð í dag, en það er í raun hvergi pláss fyrir þau, þannig að plássleysi háir okkur.“ - Rýmkast ekki um þegar heilsugæslustöðin verður tekin í notkun? „Það bætist ekkert aðstaðan á deildunum en það verður rýmra um skurðstofu og skiptistofu. Það rými sem losnar við tilkomu nýju heilsugæslustöðvarinnar eru Sjúklingar og starfsfólk í setustofu á þriðju hæð. Sigríður Einarsdóttir og Kolbrún Kristjánsdóttir, hjúkrunarnemar frá Háskólanum á Akureyri. Aldís Friðriksdóttir, hjúkrunarforstjóri, Erna Oladóttir deildarstjóri á annarri hæð og Anna Þórðardóttir deildarstjóri á þriðju hæð. fjórar læknastofur, móttaka, aðstaða læknaritara og skjala- safnið, allt er þetta á fyrstu hæð. Þar verður áfram röntgendeild og rannsókn, auk skurðstofu og skiptistofu. Starfsemin sem hér fer fram í gamla sjúkrahúsinu flyst síðan yfir í heilsugæslustöð- ina, nema skrifstofa hjúkrunar- forstjóra sem verður þar áfram. Á laugardaginn verður búið að setja upp ýmsan fróðleik í aðgengilegu formi og myndir sem gestum gefst kostur á að skoða. Starfsfólk verður tilbúið til að svara spurningum, sýna lækn- inga- og hjúkrunartæki og notk- un sumra þeirra. Þeir sem vilja geta fengið mældan blóðþrýsing og myndband um hjúkrun og hjúkrunargögn verður sýnt.“ - Ef við byrjum efst, á þriðju hæðinni, hvaða starfsemi fer þar fram og hvað er forvitnilegast fyrir gesti að kynna sér? „í sjúkrahúsinu öllu eru stofur fyrir 62 sjúklinga, en þá er mjög þröngt því við viljum helst geta boðið upp á eitt einbýli á annarri hæð. Stöðugildi í sjúkrahúsinu eru 96. Á efstu hæðinni er öldr- unardeild og þar fer fram hjúkr- un langlegusjúklinga. Þar eru rúm fyrir 32. Sumir sjúklinganna eru hjá okkur langtímum saman og þetta er eins og þeirra heimili. Svo eru aðrir einstaklingar sem koma og eru hjá okkur í tvær, þrjár eða fjórar vikur, þeir eru í þjálfun og hressa sig upp en fara síðan heim aftur. Þetta köllum við hressingar- eða hvíldarinn- lagnir. Á þessari hæð vil ég benda fólki á að kynna sér hjálpartækin; lyftara, baðlyftur, hvernig hægt er að hækka og lækka baðið. Það reynir mjög mikið á bakið að starfa við umönnun fólksins en ýmis hjálpartæki eru fáanleg. Fróðlegt er fyrir gesti að kynna sér hvað gert er fyrir þessa sjúkl- inga og í hverju dagleg umönnun skrifstofuaðstöðuna hér þá er það auðvitað velkomið. í sjúkrahúsinu er mikið starf unnið, allan sólarhringinn, allt árið um kring og við viljum vekja athygli fólks á því hvað hér er verið að gera.“ - Þú nefnir oft tæki í sjúkra- húsinu, er það vel búið tækjum og hafa félagasamtök verið dug- leg að styrkja það til tækja- kaupa? „Félagasamtök hafa verið okk- ur mjög velviljuð og gefið okkur eitt og annað. Við eigum mörg góð tæki, þó að alltaf vanti eitthvað því þessir hlutir vilja fljótt úreldast." Við þökkum Aldísi fyrir spjallið, alveg ákveðin í að nota hið góða boð og heimsækja sjúkrahúsið á morgun. IM pappir og mengar þvi l|orur mun mcira. ems og sia ma • Klor helur hnkaleg ahnt a lilnkii og a onaemiskerli likamans • Við endurvmnslu »r nolað brol al þeirri orku sem er nolað við Iram- leiislu a nyjum pappir » Hvaí um imyndaðan hreinleika við Island og islenskar strendur Hvað verður el þessi imynd skekklist Til dzmis varðandi lisk og hsksolu -terðaiðnað-vatn oþ.h. 0G HOLDUM LANDINU HREINU Heildsölubirgðir HLJÓMUR HF. símar 26667, 25611. KA-handbolti Æfingar yngri flokka hefjast sunnudaginn 7. okt. samkvæmt með- fylgjandi tímatöfiu. 1990/’91 MÁNUD. ÞRIÐJUD. MIÐVIKUD. FIMMTUD. FÖSTUD. LAUGARD. SUNNUD. M.fl. ka H 18.30-20.00 S 18.00-19.00 H 20.00-21.30 S 18.00-19.00 H 19.00-20.00 2. fl. ka H 21.30-23.00 H 11.00-12.00 3. fl. ka S 19.00-20.00 S 19.00-20.00 H 12.30-13.20 4. fl. ka S 17.00-18.00 S 17.00-18.00 H 11.40-12.30 5. fl. ka H 17.00-18.00 H 10.50-11.40 6. fl. ka B 2/3 H 17.00-18.30 A 2/3 H 18.00-19.00 A H 10.00-10.50 4. fl. kv. 2/3 H 19.00-20.00 H 13.20-14.10 3. fl. kv. S 20.00-21.00 H 14.10-15.00 H: HÖLLIN S: SKEMMAN

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.