Dagur


Dagur - 05.10.1990, Qupperneq 11

Dagur - 05.10.1990, Qupperneq 11
Föstudagur 5. október 1990 - DAGUR - 11 hér & þar Tíu atriði í fari kvenna sem gera menn sturlaða - og ráð til að bregðast við þeim Jæja karlmenn. Nú fáið þið loks lausn á vanda ykkar í sambandi við erfiðar eiginkonur og unnust- ur. Bandarískur sálfræðingur hefur nefnilega tekið saman 10 atriði í daglegu !ífi sem konur nota til að gera karlana brjálaða. Hér kemur listi yfir þessi atriði og ráð til að bregðast við þeim. Sannarlega kærkomið lesefni fyr- ir þreytta og spælda eiginmenn. 1. Konur kaupa of mikið af fötum, jafnvel þótt þær eigi troð- fulla fataskápa. Lausn: Taktu betur eftir fötunum sem hún klæðist. Næst þegar hún segir: „Gvöð, ég á engin föt til að fara í,“ þá skalt þú segja með yfirveg- un og aðdáun: „Þú átt fullt af fal- legum fötum sem ég vil endilega að þú farir í. Mig sundlar þegar þú ert í ljósbleika kjólnum og þegar þú ert í röndóttu blússunni þá færðu hvern mann til að snúa sér við á götu.“ 2. Konur gagnrýna eiginmann sinn opinberlega. Lausn: Pakk- aðu henni fyrir hjálpina þegar hún segir að þú borðir of hratt, hlæjir of hátt o.s.frv. Segðu hvað þér finnst mikilvægt að hafa ein- hvern eins kláran og hana til að kenna þér rétta hegðun. Hún mun skilja þessi skilaboð. 3. Konur koma alltaf of seint á stefnumót og fundi. Lausn: Bentu henni kurteislega á þá staðreynd að það lýsi ekki mikilli tillitsemi að láta aðra bíða eftir sér. Ef þetta dugir ekki þá skaltu sjálfur koma of seint. 4. Konur biðja of oft um hjálp við að gera hluti sem þær geta vel gert sjálfar, s.s. að opna krukkur, hengja upp myndir o.þ.h. Lausn: Biddu hana að hjálpa þér við að þvo og bóna bílinn, slá lóðina, viðra hundinn o.fl. Hún mun þá brátt gera sér grein fyrir að hún falast of oft eftir þinni hjálp. 5. Konur taka ákvarðanir sem byggðar eru á tilfinningum frekar en skynsemi. Lausn: Ekki hneykslast eða tala háðslega um kvenlegt innsæi. Bentu henni varfærnislega á ástæðuna fyrir því að ákvörðun hennar getur verið röng og hverjar afleiðing- arnar geta verið. Skýrðu út fyrir henni kosti rökhugsunar. 6. Konur ætlast til að menn viti hvað þær eru að hugsa og hvaða tilfinningar þær bera. Lausn: Sýndu meiri áhuga á samræðum við hana, haltu tjáskiptaleiðinni opinni og taktu eftir tjáningu með svipbrigðum og hreyfingum. Innan skamms ferðu jafnvel að geta lesið hug hennar. 7. Konur ganga of langt í megrun. Lausn: Ekki hæðast að henni fyrir að vera svona upptek- in af líkamsvextinum. Hrósaðu henni oftar og segðu að hún sé aðlaðandi eins og hún er. 8. Konur vilja láta snúast í kringum sig alla ævi. Lausn: Þú getur uppfyllt þessa hvöt kon- unnar til að láta ganga á eftir sér með því að játa henni oftar ást þína. Gefðu henni líka smágjafir við sérstök tækifæri til að hún finni að hún er enn stúlkan þín. Ofurlítil tilfinningasemi getur borgað sig. 9. Konur gráta í tíma og ótíma. Lausn: Mundu að konur láta tilfinningar sínar oftar í ijós en karlmenn. Gleðitár jafnt sem sorgartár eru eðlileg viðbrögð og þú þarft ekki alltaf að halda að gráturinn sé þér að kenna. 10. Konur vilja breyta mönn- um sínum. Lausn: Já, já, vissu- lega nöldra konur oft í mönnum sínum og reyna að breyta þeim eftir sínu höfði. Reyndu frekar að beina athygli hennar að upp- byggilegum tómstundum, s.s. málun, dansi, tennis eða garð- yrkju. Meðan hún fæst við áhugamálin gleymir hún að nöldra í þér. NÚ ER HANN TVÖFALDUR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.