Dagur - 05.10.1990, Síða 13

Dagur - 05.10.1990, Síða 13
Föstudagur 5. október 1990 - DAGUR - 13 Þessar ungu dömur efndu til hlutaveltu á dögunum þar sem þær söfnuöu 1100 kr. og færðu Dvalarheimilinu Hlíð að gjöf. Peningarnir eiga að renna til byggingar á heitum potti við heimilið. Þessar stúlkur heita Kristín Krist- jánsdóttir (t.v.) og Katrín Harðardóttir. Mynd: Golli GRAM frystiskápar Fyrsta flokks 100 Itr. Vetrarstarf KFUM og K á Akureyri að hefjast Um þessar mundir er að hefjast vetrarstarf KFUM og KFUK á Akureyri. Er það fjölbreytt að vanda, og ættu ungir og aldnir af báðum kynjum að finna eitthvað við sitt hæfi. Aðal starfsvettvang- urinn er hús félaganna að Sunnhlíð 12, en þar hófst starf yngri deildar drengja fimmtudag- inn 4. október kl. 17.30. Yngri deild stúlkna verður með sína fundi í Sunnuhlíð á mánudögum á sama tíma í vetur. Sameiginleg unglingadeild fyr- ir pilta og stúlkur verður með fundi á þriðjudögum kl. 20.00. í Lundarskóla verða fundir hjá yngri deild drengja á laugardög- um kl. 11.00 f.h. og hefst fyrsti fundurinn laugardaginn 6. októ- ber. Yngri deild stúlkna verður með sína fundi kl. 17.30 á þriðju- dögum á þessum stað. Þá eru ótaldir fundir í eldri unglingadeild, sem eru í Sunnu- hlíð á föstudögum kl. 20.30. Einnig verða aðaldeildarfundir í Sunnuhlíð öðru hvoru í vetur. KFUM og K eru í samstarfi við kristniboðsfélögin á Akureyri, aðilar að sunnudagssamkomum í Sunnuhlíð. Þær samkomur eru að sjálfsögðu fyrir alla þá sem áhuga hafa á kristilegu starfi, hvort sem um er að ræða meðlimi í framangreindum félögum eða ekki. Fjölbreytt námskeið á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar Með komu haustsins leggja ungl- ingarnir niður sumarvinnu og búa sig undir að setjast á skólabekk á nýjan leik. Þrátt fyrir annríkið sem fylgir skólastarfinu teljum við þörf fyrir holl og þroskandi tóm- stundastörf. Eins og undanfarin ár býður íþrótta- og tómstundaráð Akur- eyrar upp á fjölbreytt úrval námskeiða og annarra tóm- stundastarfa. Áherslan er lögð á notalegt andrúmsloft, þar sem unglingarn- ir fá notið handleiðslu góðra kennara, fag- og listafólks. Gott tómstundastarf getur kveikt hugmynd að framhalds- námi eða framtíðarstarfi og virk- ar því sem starfskynning. Samvinna við fjölskylduna er dýrmæt í öllu okkar starfi. Við bjóðum foreldra velkomna til að kynnast því sem unglingarnir eru að fást við. Einnig verður boðið upp á þá nýjung að hafa opið hús síðdegis fyrir mæður ungra barna. Þar geta þær komið með börnin sín, rabbað saman og notið leiðsagn- ar í fatasaumi. Aðstaðan er ákjósanleg, umhverfið er öruggt fyrir börnin, saumavélar eru á staðnum og góður kennari. Um þessa helgi verður borinn í öll hús á Akureyri bæklingur með upplýsingum um námskeiðin og tilhögun þeirra. Innritun hefst á mánudag. Nánari uppiýsingar og innritun er á skrifstofu íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar, Strandgötu 19 b, í síma 22722. /----------------------- Tvær leiðir eru hentugar til þess að verja ungbarn í bíl Látiö barniö annaðhvort liggja í bílstól fyrir ungbörn eða barnavagni sem festur er með beltum. y UMFERÐAR RÁÐ kr. 41.990 (kr. 39.890 stgr.) 146 II kr. 49.660 (kr. 47.170 stgr.) 175 itr. kr. 49.980 (kr. 47.480 stgr.) 240 itr. kr. 58.470 (kr. 55.550 stgr.) 330 Itr. kr. 76.730 (kr. 72.890 stgr.) Góðir skilmálnr Traust þjónusta 3ja ára ábyrgð f/t Rafland hf. ^^RAFTÆKJAVERSLUN Sunnuhlíö 12, sími 25010 Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 8. október 1990 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Sigurður J. Sigurðsson og Gísli Bragi Hjartarson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum fer fram á eignunum sjálfum, á neðangreindum tíma: Ásabyggð 8, Akureyri, þingl. eig- andi Haraldur Árnason, miðvikud. 10. okt., '90. kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Islandsbanki, innheimtumaður ríkissjóðs, Gunnar Sólnes hrl„ Guðjón Ármann Jónsson hdl., Bæjarsjóður Akureyrar, Bygginga- sjóður ríkisins og Ásgeir Thor- oddsen hdl. Karlsbraut 30 b, Dalvík, þingl. eig- andi Arnvið Hansen, miðvikud. 10. okt., '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Atvinna Okkur vantar nú þegar starfsfólk í eftirtalin störf á dagvakt: Við rakgrind í vefdeild, við ýfingu í fatadeild, við aðstoð á saumalínu í fatadeild. Um er að ræða heilsdagsstörf. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma 21900 (220). / Álafoss hf. Akureyri Lagerstarf Óskum eftir að ráða starfsmann á lager. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á tölvu- skráningu. Skriflegar umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir 15. október n.k. Sími 21900 (220). Álafoss hf. Akureyri ATVINNA Krossanes hf., óskar eftir að ráða starfsmenn í eftir- talin störf: 1. Verkamenn til verksmiðjustarfa. 2. Vaktformenn. 3. Járniðnaðarmenn. Ráðið verður samkvæmt kjarasamningum viðkom- andi stéttarfélags. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni. KROSSANES Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og útför, SÉRA BJARTMARS KRISTJÁNSSONAR. Sérstakar þakkir til sóknabarna í Laugalandsprestakalli, fyrir veitta aðstoð. Hrefna Magnúsdóttir, Snæbjörg R. Bjartmarsdóttir, Ólafur Ragnarsson, Kristján H. Bjartmarsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Jónína Þ. Bjartmarsdóttir, Benjamín G. Bjartmarsson, Ólöf Steingrímsdóttir, Fanney H. Bjartmarsdóttir, Bert Sjögren, Hrefna S. Bjartmarsdóttir, Aðalsteinn Jónsson og barnabörn. Þökkum af alhug, samúð og vináttu við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR STEFANÍU STEINGRÍMSDÓTTUR, Ásgarðsvegi 16, Húsavfk. Árni Jónsson, Kristín Árnadóttir, Birgir Lúðvfksson, Steingrímur Árnason, Ragna Pálsdóttir, Sigrún Kristbjörg Árnaóttir, Sveinn Indriðason, Jón Ármann Árnason, Árdís Sigvaldadóttir, Bjarni Árnason, Þórdís Helgadóttir, Agnes Árnadóttir, Elmar Ólafsson, Sigurður Árnason og barnabörn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.