Dagur


Dagur - 05.10.1990, Qupperneq 15

Dagur - 05.10.1990, Qupperneq 15
íþróttir Föstudagur 5. október 1990 - DAGUR - 15 — f Úrvalsdeildin í körfuknattleik: „Það er virkilegur hugur í liðinu“ - segir Sturla Örlygsson þjálfari Þórs en lið hans mætir UMFG í Höllinni á sunnudagskvöld Keppni í úrvalsdeildinni í körfuknattleik hefst á sunnu- daginn með fjórum leikjum. I Iþróttahöllinni á Akureyri mætast Þór og Grindavík, á Hlíðarenda eigast við Valur og Tindastóll, KR og Haukar mætast í Laugardalshöll og ÍR og Njarðvík í íþróttahúsi Selja- skóla. Allir Ieikirnir hefjast kl. 20.00. Þórsarar mæta nú til leiks und- ir stjórn Sturlu Örlygssonar en hann lék áður með Tindastól og Úrvalsdeildin í körfubolta: „Eigum góða mögu- leika í úrslit“ - segir Valur Ingimundar hjá Tindastól „Ég er hæfilega bjartsýnn, en tel okkur þó eiga góða mögu- leika á að komast í úrslit. Ég held að körfuboltinn eigi eftir að verða mjög skemmtilegur í vetur og þó að talað sé um að dómgæslan verði stíf held ég að það sé bara viðvörun,“ seg- ir Valur Ingimundarson, leikmaður Tindastóls. Tindastólsliðið er á pappírnum með sterkari liðum í úrvalsdeild- inni í ár eftir að Pétur Guð- mundsson gekk til liðs við það. Tveir aðrir nýir leikmenn eru komnir á Krókinn frá því í fyrra, Tékkinn Ivan Jonas og Einar Einarsson úr Keflavík. En hvað finnst Val um riðilinn sem Tinda- stóll er í? „Við erum í sterkari riðlinum, -en liðið hefur alla burði til að komast í úrslit fyrir því. Pétur verður mikill styrkur fyrir okkur svo lengi sem hann er í formi. Spurningin er hvernig þetta smellur saman, Pétur kemur aðeins tveimur dögum fyrir mót og það gæti tekið hann tíma að komast inn í liðið. Pau lið 'sem ég held að verði að berjast um topp- inn verða Tindastóll, Keflavík, Njarðvík, KR og jafnvel Grinda- vík,“ Fyrsti leikur Tindastóls í mót- inu er á sunnudaginn gegn Val á útivelli. Hvað heldur Valur um þann leik? „Leikurinn á sunnudaginn verður auðvitað mjög erfiður fyr- ir okkur og Pétur aðeins búinn að koma á eina æfingu. Við mætum samt til leiks ákveðnir í að gera okkar besta og sigra,“ sagði Val- ur Ingimundarson í samtali við Dag í gær. SBG Handbolti 2. deild: „Ég held að við komum ágæt- lega undirbúnir til leiks að þessu sinni,“ sagði Ásmundur Arnarsson leikmaður 2. deild- arliðs Völsungs í handknattleik en liðið hefur keppni á Islands- mótinu um helgina með tveim- ur leikjum fyrir sunnan. Á laugardag sækja þeir Kefl- víkinga heim en daginn eftir leika þeir gegn HK í Kópavogi. „Það má segja að í ferðinni til Alaborg- ar fyrir skömmu hafi liðið fyrst komið almennilega saman. Það Karatefélag Akureyrar: Æfingar að heflast Vetrarstarf Karatefélags Akureyrar er að hefjast og fyrstu æfíngarnar á þessu hausti verða n.k. mánudag. Æfíngar félagsins fara nú fram í nýrri æfíngaaðstöðu að Gler- árgötu 28 2. hæð. Boðið verður upp á byrjenda- námskeið fyrir tvo aldursflokka, annars vegar 12-14 ára og hins vegar 15 ára og eldri, auk æfinga fyrir framhaldsnemendur. Æfing- arnar verða sem hér segir: Mánudagur: Kl. 18.15 eldri fl. byrjenda. Kl. 19.30 framhaldsnemendur. Þriðjudagur: Kl. 19.30 yngri fl. byrjenda. Miðvikudagur: Kl. 18.15 eldri fl. byrjenda. kl. 19.30 framhaldsnemendur. Fimmtudagur: Kl. 18.15 yngri fl. byrjenda. Föstudagur: Kl. 18.30 framhaldsnemendur. Laugardagur: Kl. 15.30 eldri fl. byrjenda. Kl. 17.00 framhaldsnemendur. Hugsanlegt er að æfingum yngri byrjenda verði fjölgað um eina en það skýrist innan tíðar. Þjálfari Karatefélags Akureyrar er Magnús Sigþórsson. -KK Njarðvík. „Við komum nokkuð vel undir- búnir til leiks og keppnistímabil- ið leggst vel í mig,“ sagði Sturla í samtali við Dag. „Við komum til með að taka hvern leik fyrir sig en ég held að það hljóti öll liðin í dcildinni að stefna að því að komast í úrslitakeppnina." - Nú mætið þið Grindvíking- um í fyrsta leik, hefurðu séð eitthvað til þeirra? „Já ég sá þá vinna Njarðvík- inga á sunnudaginn og það er greinilegt miðað við þann leik að þeir mæta sterkir til leiks. En hvað sem því líður, þá tel ég liðs- heildina okkar sterkari.“ - Eru menn orðnir mjög spenntir fyrir því að byrja? „Já það er virkilegur hugur í liðinu og við hlökkum mikið til að vinna fyrsta leik og sýna áhorfendum hvers megnugir við erum. - Og ég skora á körfu- knattleiksunnendur að mæta í Höllina og hvetja okkur til dáða.“ Þórsarar fá Grindvíkinga heim í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar á sunnu- dag. íslandsmótið í blaki: Völsungur sendir kvennalið til þátttöku eftir nokkurt hlé - Þróttur N mætir kvennaliði KA og Völsungs „Höfum sett stefimna á úrslitakeppnina“ - segir Ásmundur v\rnarsson leikmaður Völsunga eru margir strákanna í fótboltan- um líka og það er oft erfitt að samræma þessa hluti.“ - Völsungur leikur nú í 2. deild eftir frækilega frammistöðu í fyrra. Vitið þið eitthvað um lið- in í 2. deildinni? „Nei við vitum ekkert um þau og það má segja að við rennum alveg blint í sjóinn. En við ætlum að standa okkur og markmiðið er að komast í efri hlutann og spila í sex liða úrslitakeppninni í vetur,“ sagði Ásmundur. -KK Blakvertíðin hefst fyrir alvöru um helgina en þá fara fram fyrstu leikirnir í Islandsmót- inu, bæði í karla- og kvenna- flokki. KA-menn leika tvo leiki gegn Þrótti N um helgina, á föstudagskvöld kl. 20.50 í Glerárskóla og á laugardag kl. 16 í Höllinni. Kvennalið KA leikur gegn Þrótti N í Glerár- skóla á föstudag kl. 22.10 en daginn eftir leika Þróttara- stelpur gegn Völsungi á Húsa- vík. Sá leikur fer fram í íþrótta- höllinni á Húsavík og hefst kl. 20, nokkuð óvenjulegur leik- og karlaliði KA um helgina tími það á laugardegi. Völsungur mætir nú með kvennalið til keppni í íslands- mótinu á ný eftir nokkurra ára hlé en síðast lék liðið í íslands- mótinu ’83-’84. Sveinn Hreinsson er þjálfari liðsins en hann er fyrr- um landsliðsmaður úr Þrótti R og er að kenna á Húsavík í vetur. Konan hans, Björg Björnsdóttir,1 hyggst leika með liðinu en hún þykir snjall blakmaður. Nokkrar stúlkur sem léku með liðinu árið 1984, er ennþá með og þá eru einnig í liðinu ungar og upprenn- andi blakstúlkur. KA-menn leika tvo leiki gegn Þrótti N í 1. deildinni í blaki um helgina. „Við mætum galvaskar til leiks og höfum að sjálfsögðu sett stefn- una á toppinn," sagði Ásdís Jóns- dóttir leikinaður Völsungs í sam- tali við Dag. „Við höfum æft vel síðan um miðjan ágúst en ekkert spilað nema á haustmóti BLÍ um síöustu helgi. Þá lékum við ein- mitt gegn Þrótti N og unnum þann leik 2:1,“ sagði Ásdís Jóns- dóttir. Karlalið KA mætir með nokk- uð breytt lið til leiks að þessu sinni og þá hafa einnig orðið breytingar á kvennaliðinu. Þá er keppnin í 1. karla og kvenna með öðru sniði en síðustu ár. I 1. deild karla leika sex lið fjórfalda umferð um titilinn en í 1. deild kvenna leika sjö lið fjórfalda umferð um titilinn. „Ég á von á því að við verðum með svipað lið og í fyrra og von- andi sterkara ef Fei verður lög- legur,” sagði Sigurður Arnar Ólafsson leikmaður KA í samtali við Dag. „Stelpurnar hafa misst góðan spilara og ég á von á því að vetur- inn verði nokkuð erfiður hjá þeim. Þær eru frekar ungar en eiga þó alveg að geta staðið sig,“ sagði Sigurður Arnar. -KK Handbolti 1. deild: Valur-KA á Hlíðarenda KA sækir Val heim á morgun laugardag í 1. deild íslands- mótsins í handknattleik. Leikurinn fer fram á Hlíðar- enda og hefst kl. 16.30. KA-menn leika einnig útileik í næstu umferð sem fer fram um aðra helgi en þá sækja þeir Stjörnumenn heim í Garðabæ. Næsti heimaleikur liðins fer hins vegar fram í Höllinni föstudaginn 19. okt. og hefst kl. 20.30.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.