Dagur - 05.10.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 05.10.1990, Blaðsíða 16
imm, Akureyri, föstudagur 5. október 1990 Ungar blómarósir fölna í nöprum norðangarranum, en ekkert virðist bíta á hundinn. Mynd: KL Nýir réttir á villibráðarseðll Smidjunnar í livcni \iku Vinsamlegast pantið borð tínianlega í síma 21818. Dalvík: Varaargarður gaf sig í miklu brimi Brimvarnargarður, sem verk- takar á Dalvík hafa að undan- förnu unnið við að byggja, laskaðist töluvert í miklu brimi sem yfir hann gekk í norðan- veðrinu aðfaranótt fimmtu- dags. Á undanförnum vikum hefur verið unnið að því að stækka athafnasvæði hafnarinnar á Dal- vík norðan svokallaðs norður- garðs. Fylla á upp í töluvert svæði og til þess að það væri unnt þurfti að byggja brimvarnargarð í suðaustur að núverandi norður- garði. Garðurinn var ekki tilbú- inn, en orðinn bílfær, þegar brimið gekk yfir hann og sópaði töluverðu efni ofan af honum. Júlíus Snorrason, formaður hafnarnefndar, sagði í samtali við Dag að erfitt væri að gera sér grein fyrir um hversu inikið tjón væri að ræða. Hann sagðist ætla að mest af efninu hefði sópast af garðinum og inn í vikið, sem síð- ar verður fyllt upp í. Ef svo reyndist taldi Júlíus að fjárhags- legt tjón væri ekki mjög mikið, en hins vegar væri ljóst að verkið gæti af þessum sökum tafist um einhverja daga. óþh Samningar um Hafþór: Dögun með frest fram á mánudag - ráðuneytið með gagntilboð „Við gerðum þeim gagntilboð á fundi í morgun, þar sem við förum fram á ábyrgð á útborg- un og síöan hafa þeir 100 millj- ón króna veð í skipinu. Þá eru eftir 64 milljónir og við viljum fá bankaábyrgð fyrir þeim, þannig að í þessu verði engin úrelding,“ sagði Gylfi Gautur Pétursson í sjávarútvegsráðu- neytinu í gær um samningavið- ræður Dögunar um Hafþór. Forráðamenn Dögunar hf. á Sauðárkróki hafa nú frest fram á V.-Húnavatnssýsla: Allt að sexfalt verð fyrir ull í Vestur-Húnavatnssýslu er búið að stofna verkefnishóp um ullarhreinsun og pökkun hennar fyrir markaði. í fyrra tóku nokkrir bændur sig til að áeggjan Átaksverkefnisins og komu með til markaðssetning- ar um 500 kg af sérlega valinni ull, mest mislitri af haustrún- um lömbum. Hún var síðan markaðssett sem handiðnaðar- hráefni og einn bóndi fékk m.a. 47.000 krónur fyrir magn sem með venjulegri markaðs- setningu hefði gefið 7-8000 krónur. Að sögn Karls Sigurgeirsson- ar, hjá Átaksverkefninu, er ullin þvegin hjá saumastofunni Drífu á Hvammstanga úr sérlega mildum legi þannig að hluti fitu hennar verður eftir. í ár er síðan reiknað Sauðárkrókur: Hert eftirlit lögreglu Lögreglan á Sauðárkróki fór af stað með „klippurnar“ sl. mið- vikudag og þurfti að beita þeim á 25 ökutæki á Króknum sem trassað hafði verið að fara með í skoðun. Að sögn munu þeir síðan fara að líta víðar um fjörðinn, en ótrúlega mikið virðist vera um trassaskap í sambandi við öku- tækjaskoðun. Einnig er að fara af stað hjá þeim hert eftirlit með öryggis- beltanotkun og í leiðinni athugun á ljósabúnaði. SBG með að pakka ullinni einnig í V.- Húnavatnssýslu í markaðshægar umbúðir. Síðan verður hún send bæði á markaði innanlands og utan. Möguleiki er á að tog og þel verði aðskilið í einhverjum hluta framleiðslunnar. „Guðjón Hjartarson hjá Ála- fossi hefur gefið okkur góð ráð í þessu, en þetta er fyrsta skrefið í að breyta ímynd ullarinnar úr ódýru iðnaðarhráefni í verðmæt hráefni fyrir handiðnað. Náttúru- legir litir skipta miklu máli og ég tel að mislit ull í handhægum pakkningum eigi tvímælalaust fullt erindi út á hinn stóra markað,“ sagði Karl. Til að fá bestu ullina í þetta verkefni þarf að sögn Karls að rýja líflömbin um leið og þau eru tekin á hús, en þá verður að passa að minnka rúntið í kringum þau eftir rúning svo að kuldinn segi ekki til sín. Karl benti á að til þess mætti t.d. nota plast yfir krærnar. SBG Kosningadagur í Eyjafirði á morgun: Rólegt yfir utankjörfimdaratkvæðagreiðslu Rólegt hefur verið yfir utan- kjörstaðaatkvæðagreiðslu vegna sameiningarkosning- anna í hreppunum þremur framan Akureyrar sem fram fara á morgun. Hægt er að kjósa á þremur stöðum í Eyja- firði og einum stað í Reykja- vík. í Saurbæjarhreppi hafði einn kjósandi neytt atkvæðisréttar sfns utan kjörstaðar í gær og sömu sögu var að segja af skrif- stofu Sambands sveitarfélaga í Reykjavík þar sem einnig er hægt að kjósa. Hjá hreppstjóra Hrafnagilshrepps höfðu fjórir greitt atkvæði í gær en ekki náð- ist í hreppstjóra Öngulsstaða- hrepps til að fregna af kosningu þar. Líklegt er að byrjað verði að telja atkvæði í þessum kosning- um um kl. 21 annað kvöld en þó ræðst það af kjörsókninni þegar á líður daginn. Að öllum líkindum verða atkvæði talin í félags- heimilinu Laugaborg í Hrafna- gilshreppi og ættu niðurstöður úr kosningunni að liggja nokkuð fljótt fyrir. JÓH mánudag til að útvega sér banka- ábyrgð og ganga að öðrum kjör- um ráðuneytisins. Ef þeim tekst það að mestu leyti sagði Gylfi Uautur að Hafþór yrði þeirra. Takist það aftur á móti ekki verð- ur leitað til þess næsta í röðinni, sem er samkvæmt tilboðum í byrjun, Ingimundur hf. og Gjög- ur hf. með 200 milljónir króna, 50 milljónir í útborgun. Ómar Þór Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Dögunar sagði í gær að ekki væri hægt að segja það í þessari stöðu hvort þeim tækist að verða við kröfum ráðu- neytisins. Þeir væru að hugsa málið og útkoman kæmi í ljós á mánudaginn. SBG Svarfaðardalur: Tæp níu hundruð líf- lömb á 26 bæi í haust Rétt tæp níu hundruð líflömb koma í Svarfaðardal á þessu hausti, en eins og kunnugt er var þar allt fé skorið niður vegna riðu og hefur verið fjár- laust á sumum bæjum í dalnum í þrjú ár. Að sögn Jóns Þórarinssonar, fjallskilastjóra, komu 457 lömb vestan af Ströndum um síðustu helgi með strandferðaskipinu Öskju og von er á 440 lömbum austan úr Pistilfirði um eða eftir helgina. Þessi tæplega níu hundr- uð lömb deilast niður á 26 býli í Svarfaðardal. Jón sagði að flutningur lamb- anna sjóleiðina vestan af Strönd- um hafi gengið mjög vel. Askjan lagði af stað um kl. 2 aðfaranótt laugardags og lagðist að bryggju á Dalvík kl. 10 árdegis. Féð var mjög vel á sig komið. Af þessum 457 lömbum voru einungis tvö hyrnd lömb, hin voru öll kollótt. Jón sagðist telja að velflestir bændur í Svarfaðardal, sem hefðu verið með sauðfé fyrir niðurskurð, myndu taka fé aftur í einhverjum mæli. Að ári eiga allir þeir bændur í Svarfaðardal, sem skáru niður fjárstofn sinn vegna riðuveiki, rétt á að taka fé að nýju, sam- kvæmt samningi við landbúnað- arráðuneytið og Sauðfjárveiki- varnir. Nánar er fjallað um flutning líflamba af ósýktum svæðum inn á áður sýkt riðuveikisvæði í Dags-ljósi á bls. 6. óþh Lögreglan á Akureyri: Þrír réttindalausir ökiunenn teknir í gær Þrír menn sem allir höfðu misst ökuleyfíð voru teknir við akstur á Akureyri í gær, full- komlega réttindalausir. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni hefur það færst mjög í vöxt að menn aki bifreiðum án þess að hafa réttindi til þess og er hér um alvarlega þróun að ræða. „Þetta gengur ekki lengur,“ sagði varðstjórinn. „Það verður að herða á þessu því ef þessir menn lenda í tjóni þá getur kom- ið babb í bátinn hjá tryggingar- félögunum. Mennirnir voru stöðvaðir kl. 10.30, 11.30 og 14.30 í gær við akstur á götum Akureyrar. Þetta eru allt fullorðnir menn, ekki neinir unglingar í ævintýraferð- um, og tókst lögreglunni að hafa hendur í hári þeirra eftir að hafa fengið ábendingar og grunsemdir höfðu vaknað um athæfi þeirra. Að öðru leyti dró ekki mikið til tíðinda hjá lögreglunni á Akur- eyri í gær en í fyrradag voru tveir árekstrar tilkynntir til lögregl- unnar. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.