Dagur - 30.11.1990, Blaðsíða 15

Dagur - 30.11.1990, Blaðsíða 15
fþróttir Föstudagur 30. nóvember 1990 - DAGUR - 15 NESKAUP HAUGANESI Verslun í alfaraleið Tilboð á bökunarvörum og niðursoðnum ávöxtum og grænmeti ★ Tilboð frá Kjarnafæði Snitzel í raspi 1129 kr. kg Lambakótilettur 649 kr. kg ★ Brauð frá Einarsbakaríi Smákökur á 600 kr. kg Tökum pantanir í laufabrauö. ★ Undir sama þaki: Keramikverkstæði Kolbrúnar Ólafsdóttur. Málsháttaplattar, kerta- og blómaskreytingar á verkstæöisveröi. Tilvaldar jólagjafir. ★ Kaffiterían opin allan daginn! ★ Bændur athugið! Erum með bláu nóturnar. NESKAUP HAUGANESI Opið mánud.-föstud. 10.00-18.00 og 20.00-22.00. Laugard. og snnud. 14.00-18.00 og 20.00-22.00. 3 Risarnir koma! - hvað gera Þórsarar gegn meistarakandídötum Tindastóls? Á sunnudagskvöldið verður sannkallaður stórleikur í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik á Akureyri. Þá taka Þórs- arar á móti hinu umtalaða liði Tindastóls frá Sauðárkróki og hefst Ieikurinn kl. 20. Mikil stemmning virðist vera á Akureyri fyrir þennan leik og spá þeir sem gerst þekkja til fullu húsi og fjörugum leik. „Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum leik og það er mikil stemmning í liðinu,“ sagði Sturla Örlygsson, þjálfari Þórs. „Við spiluðum vel gegn Val um daginn og erum komnir með sterkan heimavöll. Við hefðum allt eins getað unnið leikinn gegn Tinda- stól á Króknum og nú er komið að okkur. Þeir eru búnir að vera í lægð og ef við náum að stöðva Val Ingimundarson þá vinnum við leikinn,“ sagði Sturla Örlygs- son. „Við bíðum spenntir og búumst við hörkuleik," sagði Pétur Guðmundsson, risinn í liði Tindastóls. „Við áttum í erfið- leikum með þá í leiknum fyrir vestan enda spiluðu þeir mjög vel þar. Peir hafa verið óheppnir og herslumuninn hefur vantað hjá þeim en þetta er greinilega lið sem ekki borgar sig að vanmeta. Við höfum ekki verið sannfær- andi í síðustu leikjum enda höf- um við verið að átta okkur í toppbaráttunni. En við missum ekki flugið og ætlum okkur sigur því annars verður þetta ekkert jólafrí fyrir okkur,“ sagði Pétur. Þórsarar verða með ýmislegt óvenjulegt í tengslum við leikinn. Sérstakur kynnir verður til staðar og tónlistarmenn sjá um að halda uppi fjöri í höllinni. Þá verður tískusýning í leikhléi. Knattspyrna: Guðmundi gengur vel hjá Stuttgart - Eyjólfur í byrjunarliði Guömundur Benediktsson, knattspyrnumaöur úr Þór, dvelur um þessar mundir við æfingar og keppni hjá þýska liðinu Stuttgart. Hann lék æf- ingaleik með liði Stuttgart, sem skipað er leikmönnum 16-18 ára, á miðvikudag og átti ágætan leik. Stuttgart sigraði í leiknum 6:3 og skoraði Guðmundur eitt marka liðsins og fiskaði auk þess tvær vítaspyrnur. Forráða- menn Stuttgart eru mjög hrifnir af Guðmundi og hafa mikinn áhuga á því að bjóða honum einhvers konar samning við félagið. Guðmundur kemur heim til íslands á sunnudag en hvað tek- ur þá við hjá honum, er ekki vitað á þessari stundu en trúlega verður hann hvíldinni feginn. Úrvalsdeildarlið Stuttgart mætir 2. deildarliði í þýsku bikarkeppninni um helgina og samkvæmt heimildum Dags ætl- ar Cristoph Daum, hinn nýi þjálfari félagsins, að stilla upp óbreyttu liði frá síðasta leik. Það þýðir að Eyjólfur Sverris- son mun leika í fremstu víglínu liðsins eins og gegn Köln um síðustu helgi. Ná Jón Örn Guðmundsson og félagar að stöðva spútnikliðið frá Króknum? Enska knattspyrnan: fþróttir BLAK í kvöld mætast Völsungur og Víking- ur í 1. deild kvenna á Húsavík kl. 20. Á morgun leika KA og Fram t 1. deild karla á Akureyri kl. 16 og KA og Víkingur í 1. deild kvenna strax að þeim leik loknum. HANDKNATTLEIKUR Þór og Afturelding mætast í 2. deild íslandsmótsins á morgun. Leikurinn fer fram í íþróttahöllinni á Akureyri og hefst kl. 14. Á sunnudag leika svo Völsungur og Afturelding á Húsavík kl. 14. ' KÖRFUKNATTLEIKUR Þór og Tindastóll leika í Iþróttahöll- inni á Akureyri og hefst leikurinn kl. 20. SUND Desembermót Óðins hefst á morgun í Sundlaug Akureyrar. Mótinu verður fram haldið í vikunni og lýkur um næstu helgi. JÚDÓ Svcitakeppni Júdósambands íslands fer fram í Grindavík á morgun. KA- menn verða nteðal þátttakenda og senda 3 sveitir til leiks. Nafn Man. Utd. komið á deildabikarimi? í vikunni fóru fram leikir í 4. umferð deildabikarsins á Eng- landi og þar urðu mörg athygl- isverð úrslit sem sjá má. Arsenal-Manchester Utd. 2:6 Aston Villa-Middlesbrough 3:2 Coventry-Nottingham For. 5:4 Oxford-Chelsea 1:2 Q.P.R.-Leeds Utd. 0:3 Sheffield Utd.-Tottenham 0:2 Sheffield Wed.-Derby 1:1 Southampton-Crystal Palace 2:0 • Stórsigur Utd. á útivelli gegn Arsenal hefur orðið til þess að nú spá menn liðinu sigri í keppninni, en í síðustu umferð varð Liver- pool fyrir barðinu á Utd. Lee Sharpe 3, Clayton Blackmore, Maríc Hughes og Danny Wallace skoruðu mörk Utd., en Alan Smith skoraði bæði mörk Arsen- al. • Deildabikarmeistarar Notting- ham For. eru úr leik eftir 5:4 tap gegn Coventry. Nigel Clough 3 og Garry Parker skoruðu fyrir Forest, en Kevin Gallacher skor- aði þrjú af mörkum Coventry og Steve Livingstone gerði sigur- mark liðsins. • Ian Ormondroyd, Tony Daley og David Platt víti skoruðu fyrir Aston Villa, en Bernie Slaven skoraði bæði mörk Middles- brough. • Gordon Durie skoraði bæði mörk Chelsea gegn Oxford. • Gary McAllister, Chris Fair- clough og Lee Chapman skoruðu mörk Leeds Utd. á útivelli gegn Q.P.R. og komu þau á fyrstu 19 mín. leiksins. • Paul Stewart og Paul Gas- coigne skoruðu mörk Tottenham á síðust 12 mín. leiksins gegn Sheffield Utd. eftir að Paul Walsh hafði komið inn á sem varamaður hjá Tottenham. • Matthew Le Tissier og Alan Shearer skoruðu mörkin fyrir Southampton gegn Crystal Pal- ace. • Sheffield Wed. og Derby verða að mætast að nýju, Dean Saund- ers tryggði Derby annað tækifæri með jöfnunarmarki Derby. • í gær var síðan dregið til fjórð- ungsúrslita sem verða leikin um miðjan janúar og þá leika: Southampton-Man. Utd. Leeds Utd.-Aston Villa. Chelsea-Tottenham. Coventry-Sheff. Wed./Derby. Þ.L.A. 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Jafntefli hjá feðgunum Feðgarnir Eiríkur Eiríksson og Elmar Eiríksson skildu jafnir í síöustu viku. Úrslit urðu nokkuð óvænt sem sést e.t.v. á því að hvor um sig hlaut aðeins 3 rétta. Þeir mætast aftur í þessari viku. Sjónvarpsleikurinn verður á sínum stað kl. 15 á laugardag og að þessu sinni mætast Everton og Manchester United á Goodi- son Park í Liverpool, heimavelli Everton. Everton hefur gengið illa það sem af er þesu kepþnistímabili en hefur þó verið að sækja í sig veðrið. Howard Kendall hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri félagsins á nýjan leik og reynir ákaft að rífa félag- ið upp úr ládeyðunni. United þarf ekki að kynna enda eitt af frægustu liðum Bretlands og á stóran hóp fylgismanna hér á landi. Elmar: Aston Villa-Sheff. Utd. 1 Chelsea-Tottenham 2 Crystal Palace-Coventry 1 Everton-Man. Utd. 2 Leeds-Southampton 1 Man. City-Q.P.R. X Norwich-Wimbledon 1 Nott. Forest-Luton 1 Sunderland-Derby 1 Leicester-Newcastle X Swindon-Blackburn 1 Watford-Barnsley X Eiríkur: Aston Villa-Sheff. Utd. 1 Chelsea-Tottenham X Crystal Palace-Coventry 1 Everton-Man. Utd. 2 Leeds-Southampton 1 Man. City-Q.P.R. 1 Norwich-Wimbledon X Nott. Forest-Luton 1 Sunderland-Derby 1 Leicester-Newcastle X Swindon-Blackburn 1 Watford-Barnsley 2 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.