Dagur


Dagur - 09.05.1991, Qupperneq 2

Dagur - 09.05.1991, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 9. maí 1991 Legg til að ijúpan verði Mðuð í tíu ár - og alvöruvísindamenn rannsaki stofninn, - segir Guðmundur Halldórsson Miklar umræður standa nú yfir um stærð rjúpnastofnsins með- al áhugamanna, eftir að karr- arnir tóku til við vorverkin. Flestum finnst lítið sjást af rjúpu í vor en óvenjumikið af rjúpu hefur þó sést í landi Húsavíkurbæjar, alveg upp við hús í útjöðrum bæjarins. Guð- mundur Halldórsson á Húsa- vík hafði samband við blaðið eftir að það birti frétt undir fyrirsögninni „Verðum að friða rjúpuna“. Guðmundur hafði þetta að segja um rjúpnamálið: „Eg vil leyfa mér að taka undir orð Kjartans bónda í Hraunkoti í Aðaldal, sem fram komu í frétt í Degi 7. maí sl. um rjúpuna, stöðu stofnsins og hvað sé til ráða. Ég hef verið að velta því fyrir mér að minnast á þau mál einhversstaðar á opinberum vett- vangi. Fyrir nokkrunt dögum átti ég leið til Akureyrar, og á heimleið- inni rifjaðist það upp fyrir mér að þessa leið hafði ég farið á nákvæmlega sama tíma, ásamt Jóhannesi Jóhannessyni bifreiða- stjóra, fyrir allmörgum árum. Á leið okkar frá Garðsbeitarhúsum og að Laxárbrúm töldum við 236 karra á hraunhólum og klettum en í ferðinni um daginn sá ég aðeins tvo. Mér þykir það einkennileg „vísindi“ hjá þessum svokölluðu fuglafræðingum, þegar þeir reikna stöðu stofnsins eftir nokkrum rjúpum í Hrísey, sem eru þar miklu frekar eins og húsdýr. Stundum er viðkoman mikil og þær fá að lifa þegar vel árar. En þegar að harðnar og þær fljúga upp í skóginn á Svalbarðs- ströndinni eru þær skotnar unnvörpum, þá minnkar stofninn og kemst jafnvel í lægð, að mati fuglafræðinganna. Það virðist hins vegar alveg hafa farið fram hjá þeim að tímabil sem verið er að tala um, nokkra áratugi aftur í tímann, eru svo ólík. Sé tekið dæmi frá Fjöllum í Kelduhverfi, þegar Ólafur Jóns- son keypti jörðina, þá fékk hann það haustið tæpar 3000 rjúpur. Ólafur var afburða atorkumaður og skytta svo að orð fóru af. Fyrir dugnað sinn og hvað það var mikil mergð rjúpna þá, tókst honum, eftir því sem sögur segja, að greiða fyrir jörðina með rjúpu eftir aðeins eina haustvertíð við rjúpnagöngu. Afkomendur Ólafs eiga dagbækur og skýrslur yfir þessa veiði sem sanna þetta. Nú er rjúpa nánast horfin á þessum slóðum. Ég hef verið á ferðalögum í vetur, meira og minna á bílum hér og hvar. Ég sá eina rjúpu skammt frá Hrauni á Skaga í mars í vetur og aðra nokkrum dögum síðar á Tjörnesi. Pað eru einu rjúpurnar sem ég hef séð síðan í haust. Núna, frá lokum apríl hef ég séð örfáa karra á stangli. Svo koma fuglafræðingarnir og segja að veiðin hafi ekkert að segja, þrátt fyrir að hér áður fyrr takmörkuðust veiðarnar aðeins af því hvað fæturnir báru menn. Nú er farið á fjallabílum, fjór- hjólum, snjósleðum og jafnvel á flugvélum til rjúpnaveiðanna. Menn eru með margskotabyssur, slá hring um hópa ef þeir ein- hversstaðar finnast, og það er sama hvert fuglinn flýgur, það eru allsstaðar menn. Dúnninn fýkur úr á löngum færum, rjúp- urnar særast og tvístrast, hluti þeirra fellur og veiðimenn ná þeinr. En verulegur hluti flýgur dauðvona og dregst upp og drepst. En svo koma fræðingarn- ir og segja að þetta hafi ekkert að segja. Hversvegna er þá verið að tala um takmörkun á fiskveiðum. Því ekki að nota alla þá veiði- : tækni sem til er óhindrað? Margir bændur hafa fylgst með rjúpnastofninum áratugum saman, en þeirra reynsla og þekking fær ekki náð fyrir augum stofuvísindamannanna í Reykja- vík. Ég legg til að rjúpan verði frið- uð að minnsta kosti í tíu ár og alvöruvísindamenn fengnir til að rannsaka hana,“ sagði Guð- mundur. IM VopnaQörður: Batnandi atvinnuástand framundan - allt húsnæði nú fullnýtt að sögn Vilmundar Gíslasonar, sveitarstjóra Slæmt atvinnuástand hefur verið á Vopnaflrði í vetur en vonir standa til að úr því sé að rætast. Afli er farinn að berast að landi og nú er full atvinna í frystihúsinu. Mest atvinnuleysi á Austurlandi var á Vopnafirði og þar voru um 40 manns á atvinnuleysisskrá þegar mest var um síðastliðin áramót. Nú í byrjun maí hefur atvinnulaus- um fækkað niður í tuttugu og 5% staðgreiðsluafsláttur Það eina sem er undanþegið afslættí eru mjólkurvörur, kjötvörur, fiskvörur og tóbak. Okkar hraðvirka og örugga strikmerkjakerfi sér þér IVrir réttum afslætti. □□Qjn MARKAÐUR FJÖLNISGÖTU 4b Verslun allra Norðlendinga. Opin aila daga til kl. 22.00 MATVÖRUMARKAÐURINN Opið virka daga kl. 10.30 til 18.30 Opið laugardaga kl. 10.00 til 14.00 MM OPIÐ ALLA DAGA TIL KL. 22.00 EM Styrkjum norðlenskt athafnalíf! Sækjum þjónustu til heimamanna! Verið velkomin! fimm og útlit fyrir að þeim muni fækka enn frekar á næst- unni og atvinnuleysi jafnvel hverfa. Um áramótin ’89 til ’90 skapaðist mikill vandi í atvinnu- málum á Vopnafirði vegna erfið- leika í rekstri Tanga hf. Að sögn Vilmundar Gíslasonar, sveitar- stjóra, hefur nú tekist að rétta rekstur fyrirtækisins við. Fengin var aðstoð frá Hlutafjársjóði en auk þess var rekstrinum hagrætt, meðal annars með sölu eigna og breytingum á starfsemi og eru þessar aðgerðir farnar að skiia góðum árangri. Vilmundur Gíslason sagði að nú væri allt íbúðarhúsnæði fullnýtt en svo hefði ekki verið að undanförnu. Nú eru 909 íbúar í Vopnafirði og kvaðst Vilmundur búast við að þeim myndi heldur fjölga nú með bættu atvinnuástandi og Vopna- fjörður trúlega ná þeim íbúa- fjölda sem var áður en til hins verra horfði í atvinnumálum eða milli 930 og 940 manns. Nokkur loðdýrarækt er stunduð í Vopna- firði og hefur hún að mestu lifað þrengingar í greininni af að sögn Vilmundar og einnig er rekin fóðurstöð á staðnum. Búið er á um 50 jörðum f Vopnafirði og telur sveitin um 200 af rúmlega 900 íbúum svæðisins. ÞI 2. Sigurvegarar í Alfreðsmóti Bridgefélag Akureyrar. Frá vinstri: Hermann Huijbens fyrirliði, Jakob Kristinsson, Zarioh Hamadi og Anton Haraldsson. Mynd: Golli Bridgefélag Akureyrar: Úrslit í Alfreðsmótmu - Norðurlandsmót á Akureyri 24.-26. maí Síðastliðinn þriðjudag lauk Alfreðsmótinu í bridds, sem er minningarmót um Alfreð Páls- son er var um árabil félagi í Bridgefélagi Akureyrar og einn besti spilarinn þar. Spilað var þrjú kvöld, dregið saman í sveitir en einnig reiknað út sem um tvímenning væri að ræða. Aðstandendur Alfreðs gáfu vegleg verðlaun, þrjár efstu sveit- ir fengu bikara sem Aðalheiður, dóttir Alfreðs, afhenti í mótslok. Röð efstu sveita varð þessi: 1. Jakob Kristinsson, Anton Har- aldsson, Hermann Huijbens, Zarioh Hamadi. 2. Gunnar Berg, Kristján Guðj.ónsson, Ásgeir Stefánsson, Hermann Tómasson. 3. Grettir Frímannsson, Frímann Frímannsson, Stefán Vilhjálms- son, Guðmundur Víðir. 4. Stefán Ragnarsson, Pétur Guðjónsson, Smári Garðarsson, Viðar Þorsteinsson. Röð efstu para í tvímenningi: stig 1. Jakob Kristinsson - Anton Haraldsson 1092 3. 4. 5. 7. 8. 9. Páll Pálsson - Þórarinn B. Jónsson Grettir Frímannsson - Frímann Frímannsson Stefán Ragnarsson - Pétur Guðjónsson Gunnar Berg - Kristján Guðjónsson 6. Ásgeir Stefánsson - Hermann Tómasson Hermann Huijbens - Zarioh Hamadi Sverrir Þórisson - Sigurður Thorarensen Ormarr Snæbjörnsson - Stefán Sveinsson Alls spiluðu 13 sveitir, 26 pör. Keppnisstjóri var Albert Sigurðs- son. Næstkomandi þriðjudagskvöld verður einmenningskeppni að Hamri. Norðurlandsmótið í bridds, sveitakeppni, fer fram á Akur- eyri 24.-26. maí. Spilaðar verða sjö umferðir eftir Monrad kerfi. Sveitir þurfa að láta skrá sig fyrir ] 1. maí nk. og er öllu spilafólki á Norðurlandi heimil þátttaka. Mótið fer frant að Hamri. SS 1067 1058 1042 1019 1009 995 965 964

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.