Dagur - 09.05.1991, Page 4

Dagur - 09.05.1991, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 9. maí 1991 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1100 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÓSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 AflvaM atviimuþróunar „Ódýrasta leiðin, til eflingar atvinnulífs, er að greiða fólki aðgang að upplýsingum og þekkingu jafnframt því að efla sjálfsbjargarhvöt þess og framtak." Þetta segir Jón Erlendsson, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu Háskóla íslands í viðtali við Bændablaðið & Landsbyggðina nýver- ið þar sem hann ræðir um þátt þekkingar í atvinnusköpun í dreifbýlinu. Jón leggur mikla áherslu á hlutverk heima- manna og segir að öflugasta og umfram allt lífseigasta atvinnuþróunin byggi ætið á þekkingu og framtaki íbúa hvers svæðis. Hann bendir jafnframt á að misjafnlega hafi reynst að flytja atvinnufyrirtæki inn til einstakra landssvæða til lausnar bráðum atvinnuvanda þeirra. Jón segir að skortur á nauðsynlegum upplýsingum og þekkingu valdi oft vanda varðandi uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra. Sá sem sveltur sé á upplýsingum sjái oft lítið annað en hið hefðbundna í umhverfi sínu og eigi því ekki kost á að brjóta af sér viðjar vana og hefðar held- ur stóli umfram allt á þær í viðleitni sinni til framfara. Hann bendir á að stundum geti verið til góðs, ef aðstæður eru fyrir hendi, að byggja á fenginni reynslu en í öðrum tilfellum verði að feta sig inn á nýjar brautir. Svo sé raun- in hér á landi og einkum á landsbyggðinni. Hann bendir á að undirstöðuatvinnuvegir í dreifbýlinu séu þegar full- nýttir og landbúnaðurinn verði að taka á sig samdrátt vegna langvarandi offramleiðslu. í viðtalinu ræðir Jón Erlendsson um að margt renni stoðum undir þá staðhæfingu að hér á landi skorti fleiri lífvænlegar hugmyndir og einnig fleiri einstaklinga til að þróa þær. Hann kveðst hafa rætt við fjölda aðila sem starfa að ýmiskonar atvinnuþróun og flestum þeirra hafi borið saman um að fólk sé oft orðið svo vant þekkingar- legri og athafnalegri forsjá annarra að framtak þess, til að skapa hugmyndir sé orðið af skornum skammti. Jón tekur loðdýraræktina sem dæmi og segir að hún hafi fallið inn í hugmyndalegt tómarúm þar sem menn hafi á hinn bóg- inn haft áræði og lífsorku til að bera. Engin leið sé hins- vegar að fjölfalda einstakar hugmyndir á þann hátt held- ur verði fjöldi annarra hugmynda að þróast og keppa um athygli og fjármagn. Kollsteypurnar verði ekki vegna þess að menn skorti kraft heldur vegna þess hvað mögu- leikarnir séu oft einhæfir. Jón telur að þessu megi breyta með því að gera sívirka hugmyndasköpun og þekkingar- öflun að útbreiddri starfsemi fjölda einstaklinga, á grundvelli félagslegrar vakningar. Einhverjum kann að finnast að forstöðumaður Upplýs- ingaþjónustu Háskóla íslands kveði fast að orði. Gæta ber þess að hann er að fjalla um þau svið er hann þekkir og heyra hans daglegu störfum til. Vandi atvinnulífsins á landsbyggðinni fer vaxandi og svo mun áfram verða ef engar nýjungar koma til. Atvinnulíf sem sífellt verður ein- hæfara hrekur frá sér fólk með margvíslega þekkingu. Aðrir er minni möguleika eiga í fjölbreyttu umhverfi verða eftir. Þetta er viðkvæm staðreynd en engu að síður verður að horfast í augu við hana. Að öðrum kosti verður ekki um úrbætur að ræða. Öflun þekkingar og sköpun nýrra hugmynda er aflvaki allrar atvinnuþróunar. Hana verðum við að ástunda ef atvinnulíf í hinum dreifðu byggðum landsins á ekki að verða hnignun að bráð. ÞI Hólar í Hjaltadal: Skólaslit Bændaskólans í Hólakirkju - 23 nemendur brautskráðir frá skólanum Svcinbjörn Dagiinnsson ráðuneytisstjóri flutti nemendum kveðju nýs land- búnaðarráðherra og lagði í ræðu sinni áherslu á mikilvægi búnaðarnáms fyrir framtíð landbúnaðarins. Skólaslit Bændaskólans á Hól- um í Hjaltadal fóru fram í Hóladómkirkju um síðustu helgi. Að þessu sinni voru tutt- ugu og þrír nemendur út- skrifaðir frá skólanum, tíu nemendur sem fiskeldisfræð- ingar og þrettán sem búfræð- ingar. Fjöldi verðlauna var veittur fyrir góðan námsárang- ur og í þetta skiptið reyndust tveir nemendur vera efstir og jafnir á búfræðiprófi. Asdís Erla Gísladóttir frá Hofsá í Svarfaðardal og Valdimar Óskar Sigmarsson frá Sólheim- um í Sæmundarhlíð í Skaga- firði voru bæði með meðal- einkunnina 8,9 á almennu búfræðiprófi. Hæstu einkunn á fiskeldisbraut hlaut Sigurdís Samúclsdóttir frá Djúpadal Króksfjarðarnesi. Verðlaun fyrir hæstu einkunn í hrossa- rækt hlaut Bjarni Jónasson frá Reykhólum Barðaströnd en hann hlaut einnig Morgun- blaðsskeifuna og Eiðfaxabik- arinn á þessu ári. Skólaslitin hófust með helgi- stund séra Sigurðar Guðmunds- sonar vígslubiskups á Hólum. Þetta var í síðasta sinn sem Sigurður flytur helgiræðu við skólaslitin því hann lætur af störf- um um næstu mánaðamót. Flutti hann forráðamönnum skólans þakkarorð en Sigurður hefur lengi verið prófdómari við Bændaskólann á Hólurn. Að lok- inni helgistundinni flutti Kirkju- kór Hóladómkirkju nokkra sálma. Að lokinni helgistund flutti Jón Bjarnason skólastjóri Bændaskólans ræðu og flutti útskriftarnemum kveðju frá skólanum. Skólastjóri kom víða við í ræðu sinni. Greindi hann frá starfsemi skólans í vetur og rakti það sem á döfinni er hjá Bænda- skólanum. Breytt inntökuskilyrði við Bændaskólann Nokkrar breytingar eru fyrirsjá- anlegar á starfsemi skólans. Breytingar á inntökuskilyrðum verða t.d nokkrar á næstunni. Hingað til hefur nægt að hafa grunnskólapróf til að geta fengið inngöngu í Bændaskólann. Fljót- lega þurfa væntanlegir nemendur skólans að hafa lokið 65 eining- um í framhaldsskóla eða sem svarar til þriggja eða fjögurra anna námi. Einnig verður sett aldurstakmark við átján ár sem skilyrði til inntöku. Nýlega fékk skólinn heimild til að útskrifa nemendur með stúd- entspróf. Að sögn skólastjóra er ekki litið á útskrift stúdenta sem markmið skólans heldur sem möguleika fyrir nemendur Bænda- skólans til að ljúka stúdentsprófi samhliða öðru námi í Bænda- skólanum. Síðast voru stúdentar útskrifaðir frá Hólaskóla árið 1802 og því langt um liðið síðan stúdentar voru brautskráðir frá Hólum. Áhersla lögö á byggingu fjölskylduíbúða Mikil efling Bændaskólans á Hól- um hefur átt sér stað undanfarin ár. Heimild hefur fengist til stofnunar hlutafélags sem heitir Nemendagarðar Hólaskóla. Að félaginu standa Bændaskólinn, nemendafélag og starfsmannafé- lag. Markmið félagins er að reisa íbúðir fyrir nemendur skólans en húsnæðisskortur fyrir fjölskyldu- fólk hefur staðið skólanum fyrir þrifum. Fyrsta fjölskylduhúsið sem er parhús verður tekið í notkun strax í haust. Einnig hefur Bændaskólinn fengið heimild til að hefja rann- sóknir á bleikju og verður farið í það verkefni í samvinnu við Hólalax hf. og Veiðimálastofnun sem rekur útibú á Hólum. Ætlun- in er að stunda rannsóknir á bleikjustofninum með kynbætur og ræktun fyrir augum. Fiskeld- isbrautin við skólann mun njóta góðs af þeim rannsóknum sem gerðar verða en mikil ásókn er í nám á fiskeldisbrautinni. Breytingar á starfsliði skólans Næsta haust verða tekin í notkun ný og fullkomin fjárhús við Bændaskólann á Hólum. Þau leysa af hólmi gömul og úrelt fjárhús sem voru orðin ófullnægj- andi til kennslu. Með tilkomu nýju fjárhúsanna batnar aðstaða til kennslu í búfjárrækt verulega. Nýju fjárhúsin munu rúma um þrjú hundruð fjár. Nokkrar breytingar verða á starfsliði Hólabúsins næsta vetur. Grétar Geirsson lætur af störfum sem bústjóri. Nýr bústjóri hefur þegar verið ráðinn og er það Gunnar Rögnvaldsson en hann er menntaður frá búnaðarskóla í Danmörku. Einnig lætur af störf- um Valdimar Gunnarsson kenn- ari við fiskeldisbraut en hann hef- ur unnið mikið og gott starf við að samræma og velja námsefni til kennslu á fiskeldisbrautinni. Skólastjóri þakkaði öllum sem létu af störfum vel unnið starf og þá einnig sérstaklega séra Sigurði Guðmundssyni en hann hefur verið prófdómari við skólann. Tveir nemendur hæstir á búfræðiprófí Að lokinni tölu skólastjóra afhenti hann útskriftarnemend- um prófskírteini. Einnig var þeim nemendum sem skarað höfðu fram úr í námi veittar viðurkenningar. Ásdís Erla Gísladóttir Hofsá í Svarfaðardal og Valdimar Óskar Sigmarsson Sólheimum Skagafirði voru jöfn og hæst á búfræðiprófi. Þau út- skrifuðust bæði með meðaleink- unnina 8,9 og fengu þau bæði vegleg verðlaun. Valdimar Óskar fékk einnig verðlaun fyrir hæstu einkunn í bókfærslu og fleiri greinum sem lutu að bústjórn. Ásdís Erla hlaut einnig verð- laun fyrir hæstu einkunn í jarð- rækt og búfjárrækt og einnig fyrir verknám á búfræðibraut. Verð- laun fyrir besta námsárangur á fiskeldisbraut hlaut Sigurdís Samúelsdóttir Djúpadal Króks- fjarðarnesi. Hún hlaut einnig hæstu einkunn á prófi í fiskeldi, fiskirækt og fiskeldistækni. Fyrir besta árangur í verknámi á fiskeldisbraut hlaut Jón Oddur Þórhallsson Sauðárkróki verð- laun en Bjarni Jónasson fékk hæstu einkunn fyrir nám í hrossa- rækt. Nýjum búfræðingum fluttar kveðjur Sveinbjörn Dagfinnsson ráðu- neytisstjóri flutti útskriftarnem- um kveðju landbúnaðarráðherra og lagði hann áherslu á að menntun búfræðinema væri undirstaða sem landbúnaður framtíðarinnar byggði á. Gunnar Sæmundsson Hrútatungu afhenti viðurkenningar fyrir hönd Bún- aðarfélags íslands og hélt hann einnig stutta ræðu þar sem hann hvatti útskriftarnema til að halda sínu striki þó ekki blési byrlega fyrir íslenskum landbúnaði um þessar mundir. Einnig héldu framkvæmda- stjóri Trésmiðjunnar Borgar, Guðmundur Guðmundsson, og framkvæmdastjóri Hólalax hf. Pétur Brynjólfsson ræðu en bæði fyrirtækin gáfu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Skólaslitum Bændaskólans lauk með stuttu ávarpi Sigurðar Guðmundssonar vígslubiskups en hann flutti þakkir til nemenda skólans og óskaði þeim velfarn- aðar í starfi. kg verknámi á fiskeldisbraut.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.