Dagur - 09.05.1991, Page 6

Dagur - 09.05.1991, Page 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 9. maí 1991 Kóngssonuriim kemur á mótorhjóli inn í salinn - Rætt við nokkra þátttakendur í ævintýraleiknum „í teiti hjá prinsessunni á bauninni“ sem verið er að setja upp á Raufarhöfn með þátttöku þriðjungs íbúanna Á Raufarhöfn er nú verið að setja upp ævintýraleikinn „í teiti hjá prinsessunni á bauninni“. Að sögn höfundar, G. Margrétar Óskarsdóttur, sem jafnframt er leikstjóri og kenn- ari á Raufarhöfn, er þetta leikrit jafnt fyrir fullorðið fólk rétt eins og börn. Hún segist hafa stolið og staðfært hugmyndir úr ýmsum áttum. „í teiti hjá prinsessunni á bauninni“ er sem fyrr segir ævintýraleikur sem Leikfélag Raufarhafnar stendur fyrir ásamt Foreldrafélagi grunnskólans á staðnum. Börnin leika, en foreldrarnir og félagar úr leikfélaginu sjá um alla „baktjaldavinnu“. 1 þessari uppsetningu er reynt að gera sem flestum listgreinum skil. Leiklist, dans, tónlist og myndlist. Með öðrum orðum Listahátíð. Alls starfa að uppsetningunni um 110 manns. Eflaust er þetta nokkuð gott hlutfall, miðað við hina heimsfrægu höfðatölu, því á Raufarhöfn búa tæplega 340 manns. Getur nú hver og einn reiknað út, hve margt fólk þarf til, á hverjum og einum stað, til þess að standast Raufarhafnar- búum snúning í menningarstarf- semi. Ætli margir kaupstaðir, þorp, hreppar eða höfuðborgin, geti státað af því að þriðjungur íbúanna vinni í 7 vikur, sem einn maður, með börnum sínum, barnabörnum, vinum og félögum að einu verki, þar sem börnin skipta mestu máli? Pau vilja svo oft gleymast. Rétt er að taka það fram, að hvorki börn né fullorðnir á Rauf- arhöfn hafa búið við fastmótaða leiklistarhefð eða lifað og hrærst í miklu menningarlífi á opinberum vettvangi sl. ár. Oft hafa liðið mörg ár milli leiksýninga og tón- listar- og myndlistarsýningar hafa verið mjög stopular. „Enda erum við ekki“ segir G. Margrét, leik- stjóri og höfundur, „að gera neina byltingu í menningarsögu lands okkar, heldur aðeins að leggja örlítið lóð á vogarskálina sem gerir okkur að meiri mönnum. Persónulega held ég, að sam- vinnan við mömmu, pabba, afa, ömmu og alla hina verði dýrmæt- ust í minningunni, þegar fram líða stundir.“ Einar E. Sigurðsson kíkti inn á æfingu og kippti samstundis sex börnum nær fyrirvaralaust í viðtal. Dagurinn byrjaði snemma - vorpróf í fullum gangi - og eitt fyrsta „rennslið" að rúlla. Síðan örstutt matarhlé og svo beint í viðtal. Sem sagt, erfiður dagur. Þau börn sem gáfu sér tíma heita Erna Ragnarsdóttir í 1. bekk, Björn Hólmsteinsson í 5. bekk, þaðan komu líka Björn Ragnarsson og Jón Þormar Pálsson. Úr 8. bekk er Petrína Þórarinsdóttir og úr 10. bekk er Ægir Þormar Pálsson. En látum börnin tala. - Jæja, Erna mín, hvað ert þú gömul? Erna Ragnarsdóttir: „Sex ára.“ - Nú leikur þú einn af dverg- unum sjö. Þið eruð fimm stelpur og tveir strákar, m.ö.o. allur 1. bekkur. Hvað heitir dvergurinn sem þú leikur? Erna: „Snuðra." - Myndirðu vilja leika aftur í svona leikriti á næsta ári? Erna: „Jahá! Ég ætla að verða leikkona þegar ég verð stór!“ - Hvernig leikkona viltu verða? Viltu alltaf leika dverg? Erna: „Nei, frekar stígvélaða köttinn, sem Petý leikur núna.“ - En þú, Björn Hólmsteins- son. Hvern leikur þú? Björn H.: „Eirík, þú veist, einn Bakkabræðra - Gísla, Eiríks og Helga.“ - Og hvernig finnst þér að leika hann? Björn H.: „Stundum erfitt og stundum mjög, mjög leiðinlegt." - Hvað er þá svona leiðinlegt? Björn H.: „Bara, að leika. Maður þarf að bíða og bíða eftir því að komi að manni.“ - Hvernig finnst þér Margrét leikstjóri vera? Björn H. hlær mikið: „Heyrir Margrét þettá nokkuð?“ - Nei, nei. Björn H.: „Ertu viss? Æ, ég veit það ekki. Stundum er hún leiðinleg." - Er hún þá ströng? Björn H.: „Já.“ - En er hún ekki ágæt líka? Björn H.: „Hún getur verið það.“ - Myndirðu vilja leika aftur? Björn H. dregur seiminn: „Nei, ég held varla.“ - En þú Björn Ragnarsson. Finnst þér gaman að vera í leikritinu? Björn R.: „Jú, jú, það er ágætt, en mér finnst stundum leiðinlegt." - Gætirðu hugsað þér að leika aftur í leikriti? Björn R.: „Já, já.“ - Hvernig finnst þér leikstjór- inn vera? Björn R.: „Hún er svolítið ströng." - En þarf hún ekki stundum að vera dálítið ströng? Eruð þið ekki hálfgerðir prakkarar? Björn H.: „Stundum.“ - Petrína, hváð eruð þið búin að vera lengi að æfa? Petý: „Ég veit það ekki alveg, rúman mánuð held ég.“ Björn R.: „Byrjuðum við ekki um páska?“ Petý: „Jú, við byrjuðum að undirbúa okkur um páska." - Björn Ragnarsson, nú leikur þú líka einn af Bakkabræðrum. Björn R.: „Jú, Helga." - Nú eigið þið að vera voða vitlausir. Ykkur líkar það nú vel, er það ekki? Að vera svona bjálfar? Björn R.: „Já, það held ég nú.“ - En þú Jón Þormar. Hvað leikur þú? Jónsi: „Gísla, einn Bakka- bræðranna.“ - Hvernig finnst þér að leika? Jónsi: „Stundum hundleiðin- legt, en stundum ágætt.“ - Myndirðu vilja leika aftur á næsta ári, ef þér byðist það? Jónsi: „Já, já.“ - Hvað leikur þú, Ægir Þormar? Ægir: „Ég leik Karlsson." - Þú leikur aðalsjarmörinn? Ægir: „Nei, ja, ég veit það nú ekki.“ - Hvernig finnst þér það? Ægir: „Það er svo sem allt í lagi.“ - Er ekki erfitt að vera í þessu með skólanum? Ægir: „Jú.“ - Eru ekki prófin að fara að byrja? Ægir: „Þau eru byrjuð.“ - Er ekki erfitt að vera að leika samtímis prófum? Nú ert þú í efsta bekk, er það ekki, og að ljúka grunnskóla? Ægir: „Jú en ég vona að þetta sleppi.“ - Gætirðu hugsað þér að leika einhvern tíma aftur, t.d. ef þú færir í framhaldsskóla og byðist það aftur? Ægir: „Ég veit það ekki. Það færi eftir ýmsu.“ - Hvað með þig, Petrína? Nú leikur þú aðalhlutverkið, er það ekki? Petý: „Ja, eitt af aðalhlutverk- unum.“ - Er þetta ekki stærsta hlut- verkið, sem þú leikur? Petý: „Jú, ég kem oftast fram, er lengst á sviðinu.“ - Þú þarft að tala við salinn og leiða þetta saman. Petý: „Tala við salinn, já, það er nú það! Tala við þá, sem þora að svara í salnum!“ - Hvernig finnst þér að leika? Petý: „Mér finnst það mjög gaman. Mig langaði svo sem ekk- ert til að leika í leikriti. En ég myndi hiklaust gera það aftur.“ - Hvernig finnst þér leikstjór- inn vera? Petý: „Mér finnst hún vera fín. En ég skil hana ósköp vel. Ég vildi ekki vera leikstjóri þessa leikrits." - Ertu kannski að hugsa um að halda áfram að leika, þegar þú ert búin í skóla? Petý: „Ja, ég veit það nú ekki, en það mætti vera aftur leikrit. Ekki næsta ár, heldur þarnæsta ár.“ - Já, en finnst þér ekki erfitt að vera að leika og líka að taka próf á sama tíma? Petý: „Nei, það skiptir mig svo litlu, þó ég sé líka í prófum.“ - Er það? Ertu dugleg að læra? Petý: „Maður notar tímann hvort eð er ekki til að læra, þó maður sé ekki að leika. Ekki meiri tíma að minnsta kosti.“ - Jæja, já, hvernig hefur þetta verið í skólanum undanfarin ár? Petý: „Á fyrri árshátíðum skól- ans hafa verið mörg smá leikrit. Það er skemmtilegra, að allir bekkirnir séu saman um leikrit eins og núna, í stað þess, að hver bekkur sé með sitt leikrit." - Vilduð þið hafa leikritið eitthvað öðruvísi en það er? Ægir: „Ég hefði viljað hafa þetta allt í einni senu.“ Petý: „Við leikum báðum meg- in í salnum, líka í kaffisalnum." - Áhorfendur þurfa að snúa sér við oftar en einu sinni, er það ekki? Petý: „Það er tvisvar. Það eru tvær senur, sem eru bak við.“ - Hefðuð þið viljað hafa þetta allt fyrir framan áhorfendur? Björn H.: „Það er erfitt að vera alltaf að skipta um sal.“ - En hefðu þá ekki komið inn mörg hlé? KEA Byggðavegi 98 Kynnum Tv. kakó drykki frá Kötlu föstudag frá kl. 15.00-18.00 Kynningarverð var nú Tv. kakó 30 g bréf..... 23,00 19,00 Tv. kakó 30 g bréf sl. 29,00 25,00 Tv. kakó 400 g duft.... 266,30 229,00 Tv. kakó malt heitt sl. 458,00 394,00 j Tv. kakó malt 750 g . 369,00 317,00 Tv. kakó malt heitt.... 359,00 309,00 Opið fimmtudag frá kl. 10.00-20.00 Opið mánudaga-föstudaga 9-20 Laugardaga og sunnudaga 10-20

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.