Dagur - 22.06.1991, Side 5

Dagur - 22.06.1991, Side 5
Laugardagur 22. júní 1991 - DAGUR - 5 í BRENNIDEPLI _____ Gjaldþrot Álafoss hf. . TEKJUfí OG HAGN(TAP) S.lS. Á VEfíDLAGI HVEfíS ÁRS 1981-1987 MILLJ. TEKJUfí OG HAGN(TAP) GAMLA ÁLAFOSS Á VERDLAGI HVERS ÁfíS 1981-1987 MILLJ. -200 | Rekstrart. [Hagn/Tap 1 t98t I 1982 1 1983 1984 1 1S85 1 1986 1 1987 165 226.8 394.8 631 750.1 667.6 891.1 -2.9 -7.2 18.4 1.8 -9.5 -134.3 -180.3 [ Rekstrart. Hagn/Tap Gjaldþrot Álafoss hf. markar tíma- mót í ullariðnaði á íslandi og at- vinnumálum á Akureyri. Atburða- rásin sem leiddi til gjaldþrotsins á sér margra ára langan aðdraganda, en síðustu daga og vikur hafa hlutirnir gerst hratt. Álafoss hf. hefur sungið sitt síðasta en vonandi á ullariðnað- ur á Akureyri sér ennþá framtíð þótt óljóst sé hvernig hún verður. Skýrsla Ólafs Ólafssonar, forstjóra Álafoss hf., til stjórnar fyrirtækisins sem lögð var fram í síðasta mánuði markar þáttaskil að því leyti að bent er á tvo valkosti: Að treysta framtíð og stöðu Álafoss hf., hins vegar að fara í gjaldþrot. Síðari leiðin var far- in vegna ákvörðunar ríkisstjórnar- innar um að ekki yrði meiru opin- beru fé veitt til að styrkja Álafoss hf., sem hefur að sögn forsætisráð- herra fengið á þriðju milljón króna úr opinberum sjóðum frá árinu 1987. Reyndar er ágreiningur uppi um þessa upphæð, Ólafur Ólafsson hefur mótmælt þessum tölum sem röngum. Ullariðnaður í blóma á 7. áratugnum Mikill uppgangur var í ullariðnaði hér á landi frá byrjun sjöunda ára- tugarins til ársins 1982. Á Akureyri voru Sambandsverksmiðjurnar Gefj- un, Iðunn og Hekla áratugum saman stærstu vinnustaðir bæjarins og voru á þeim tíma ein helsta rósin í hnappa- gati SÍS. Iðnaðarbærinn Akureyri stóð vel undir nafni á þessum árum, þegar um og yfir 800 manns unnu við Sambandsiðnaðinn. Verksmiðjurnar voru sú kjölfesta sem bægðu árvissu atvinnuleysi frá bæjarbúum en allt fram yfir síðari heimsstyrjöldina var það viðvarandi á Akureyri. Stórhug- ur og kraftur samvinnumanna lyfti grettistökum við uppbyggingu verk- smiðjanna á Gleráreyrum og sú starfsemi sem þar fór fram veitti miklum auði í þjóðarbúið til Bæjar- sjóðs Akureyrar og skapaði eins og áður sagði hundruðum fjölskyldna á Akureyri beint og óbeint framfæri sitt. Útflutningsverðmæti ullarafurða landsmanna hefur dregist saman um 60% undanfarin níu ár. Flest fyrir- tæki í ullariðnaði hafa verið rekin með tapi þennan tíma og prjóna- og saumastofum hefur fækkað um þrjá fjórðu síðustu sex til sjö árin. Ekki tókst að nýta góðu árin sem skyldi í skýrslu Ólafs Ólafssonar segir að fyrirtækjum í íslenskum ullariðnaði hafi ekki tekist að nýta góðu árin fyr- ir 1982 til að þróa framleiðslu sína og sækja fram á mörkuðum. Stærstu vandamálin undanfarin tíu ár hafa verið slæm efnahagsskilyrði, óða- verðbólga, fastgengisstefna og slæm samkeppnisaðstaða ntiðað við aðrar útflutningsgreinar. Harðnandi sam- keppni á erlendri grund hefur vegið að ullariðnaðinum á íslandi á flestunr sviðum. Styrkur fyrirtækjanna ofmetinn við sameininguna „Gamli Álafoss hf. og Ullariðnaður SÍS voru sameinaðir um áramótin 1987/1988. Við sameininguna var styrkur fyrirtækjanna ofmetinn og ör þróun til verri áttar á mörkuðum vanmetin. Einnig sáu menn ekki fyrir hina alvarlegu þróun sem var að eiga sér stað í efnahagsmálum þjóðarinn- ar og afleiðingum fastgengisstefn- unnar á útflutningsiðnaðinn. Sam- einingin tókst ekki í samræmi við væntingar m.a. vegna meiri sölusam- dráttar en gert hafði verið ráð fyrir of stórs efnahags miðað við getu fyrirtækisins. Sameiningin reyndist mun erfiðari og dýrari í framkvæmd en gert var ráð fyrir. Álafoss hf. hefur verið rekinn með gríðarlegu tapi allt frá sameiningu. Forverar Álafoss hf., þ.e. gamli Ála- foss og Ullariðnaður SÍS, voru einnig rekin með miklum halla fyrir samein- ingu og mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir þegar sameining átti sér stað. Verulegur árangur hefur náðst í framleiðslu Álafoss hf. frá því eftir sameiningu. Framlegð framleiðslu- deildanna hefur aukist um allt að 49%, fastur kostnaður lækkaði um 51%. Veltufjármunir hafa lækkað um 72% og fastafjármunir lækkað um 54%. Tap Álafoss hf. án afskrifta lækk- aði um 77% frá 1989 til 1990 eða úr 607,9 milljónum í 140,9. Eigendur, viðskiptabanki, sjóðir og stjórnvöld hafa komið Álafossi hf. til hjálpar með fjárhagslegum að- gerðum til að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti. Þær aðgerðir hafa ekki dugað til að tryggja stöðu fyrirtækis- ins til lengri tíma. Álafoss hf. er með um 600 millj- óna króna neikvætt eigið fé. Fyrir- tækið er komið í. þrot og verður ekki rekið í óbreyttri mynd nema með verulegum breytingum á efnahag fyr- irtækisins og rekstri. Eigendur og stjórnendur fyrirtækisins standa frammi fyrir þeim valkosti að lýsa fyrirtækið gjaldþrota eða freista þess enn að bjarga því með miklum fjár- hagslegum aðgerðum sem kunna að reynast örðugar. Varað við afleiðingum gjaldþrots Rekstarstöðvun og gjaldþrot Álafoss hf. mundi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lánardrottna fyrirtækisins, starfsmenn og sauðfjárbændur. Um 370 manns vinna hjá Álafossi hf. og um 80 manns hjá undirverktökum fyrirtækisins. í þeim þremur byggð- arlögum sem Álafoss hf. er með rekstur er fyrirtækið með 3,5% til 6,5% af vinnumarkaði bæjarfélag- anna. Ýmis fyrirtæki byggja rekstur sinn beint eða óbeint á starfsemi Ála- ígss hf.,“ segir í skýrslunni. Þannig hljómuðu orð forstjórans um stöðu fyrirtækisins rétt fyrir gjaldþrotið sem nú er orðið stað- reynd. Undanfarið hefur mikið verið rætt um tap ríkisins og annarra vegna gjaldþrotsins. Lítið hefur hins vegar verið rætt um þann mikla auð, at- vinnu og tekjur sem Gefjun, síðar Ullariðnaður Sambandsins og Fata- verksmiðjan Hekla sköpuðu áratug- um saman, fjölmörgum landsmönn- um til hagsbóta. Þann þátt er ekki unnt að slíta úr samhengi við heildar- myndina. Iðnaðardeild Sambandsins hóf út- flutning á á teppum og peysum til Sovétríkjanna árið 1960. Sovétríkin hafa verið stærsti og mikilvægasti kaupandi íslenskra ullarvara um nær- fellt þriggja áratuga skeið. Verðið sem Sovétmenn hafa greitt hefur ver- ið lægra en verð á Vesturlöndum, en magnið hefur bætt það upp. Auk þess eru framleiddar sérstakar vörur til útflutnings á þennan markað sem seljast lítið eða ekki á aðra markaði. í daglegu tali ræddi starfsfólk Heklu t.d. um „Rússapeysur." Tryggur markaður fyrir mikið magn gerði af verkum að unnt var að halda vöru- verðinu í lágmarki og tryggja um leið að hjól atvinnulífsins gátu snúist. Árið 1969 urðu þær breytingar í ullariðnaði hér á landi að markaðir fyrir íslenska ull, þ.e. vélprjónaðan fatnað, fóru að opnast á Vesturlönd- um. Einnig jókst útflutningur á handprjónuðum lopapeysum og lopa. Blómaskeið þessa útflutnings stóð nær óbreytt til 1984 en þá sner- ist dæmið við til hins verra. Hallar undan fæti Hlutur Álafoss hf. í heildarútflutn- ingi landsins á ullarvörum var 87,6% í fyrra. Mikilvægustu markaðirnir voru, fyrir utan Sovétríkin, Banda- ríkin, Bretland, Þýskaland og Kan- ada. Þessir markaðir keyptu álíka mikið, talið í tonnum, árið 1981. Síð- an hefur stöðugt hallað undan fæti. í skýrslu Ólafs Ólafssonar segir að vanda ullariðnaðarins megi að ntiklu leyti rekja til þess að efnahagsstefna íslenskra stjórnvalda miðist að stór- um hluta við hagsmuni sjávarútvegs- ins. Á níunda áratugnum versnaði samkeppnisstaða annars útflutnings- iðnaðs en sjávarútvegs um nærfellt helming, miðað við árið 1983 og næstu ár þar á eftir. „Afkoma gamla Álafoss hf. og Ullariðnaðar SÍS var slæm frá árinu 1981 allt til sameiningar fyrirtækj- anna um áramótin 1987-1988. Af- koma áranna 1985 til 1987 var þó verst en þau ár tapaði Ullariðnaður SÍS um 12,5% af veltu deildarinnar og garnli Álafoss hf. um 15,4% af veltu fyrirtækisins. Er þá búið að draga frá áhrif söluhagnaðar hjá gamla Álafossi hf. en hann seldi eig- anda sínum, Framkvæmdasjóði ís- lands, mikið af eignum á sameining- arárinu er skilaði um 114 milljóna króna söluhagnaði hjá fyrirtækinu. Til að sporna við hinni skelfilegu þróun sent verið hafði á rekstri fyrir- tækjanna og reyndar allri iðngrein- inni í landinu voru gamli Álafoss hf. og Ullariðnaður SÍS sameinaðir í eitt fyrirtæki frá og með 1. janúar 1988. Aðalmarkmið sameiningar voru að draga úr afkastagetu, lækka hlutfall fasts kostnaðar, auka markaðsþekk- ingu og endurskipulagning nýs fyrir- tækis til lækkunar fjármagnskostnað- ar. Sameiningin stóðst ekki væntingar eigenda Ljóst er að sameining fyrirtækjanna tókst engan veginn í samræmi við væntingar eigenda. Það var hinsvcg- ar ljóst strax á fyrsta starfsári fyrir- tækisins að ýmsar forsendur sem stuðst hafði verið við í undirbúningi sameiningarinnar voru ekki réttar. Er einkum átt við afkomu gamla Álafoss hf. og Ullariðnaðar SÍS árið 1987 og þróunina í efnahagsunthverf- inu en þá var fastgengisstefnan alls- ráðandi. Sá efnahagur sem Álafoss hf. fór af stað mcð 1. janúar 1988 var 140% hærri en heildarvelta fyrirtækisins árið 1988. Fyrirtækið átti alltof mikl- ar eignir miðað við umsvif reksturs- ins enda notaði það ekki stóran hluta fasteigna þess. Eignir Álafoss hf. hafa lækkað um 62,4% frá samein- ingu miðað við uppreiknað verðmæti samkvæmt byggingarvísitölu 31.12.90. Bókfærðar eignir Álafoss hf. voru svipaðar og samanlagðar eignir gamla Álafoss hf. og Ullariðnaðar SÍS árið 1987. Eignir gamla Álafoss hf. lækkuðu vegna sölu eigna til Frant- kvæmdasjóðs (bókfært verð um 157 millj.) en bókfært verðmæti eigna sem lagðar voru fram af SÍS hækkaði um 141 milljón. Segja má að allt frá upphafi hafi Álafoss hf. verið í fjárhagslegri endurskipulagningu. Eignir hafa ver- ið seldar og skuldbreytingar átt sér stað auk nýs hlutafjár. Eigendur fyrirtækisins hafa í tvígang aukið við eigið fé Álafoss hf. strax árið 1988 og einnig árið 1989, auk þess að leysa til sín viðskiptakröfur sem lagðar voru fram sem fullgildar eignir við samein- ingu. Allverulegt tap hefur myndast við sölu hinna mismunandi eigna og var stór hluti þeirra seldur á nauðungar- uppboði þar sem veðhafar leystu eign- irnar til sín. Verömæti veltufjármuna skilaði sér ekki eins og vænst hafði verið. Margar skýringar á hallarekstrinum Sameining gantla Álafoss hf. og Ullariðnaðar SÍS var mun flóknari og erfiðari í framkvæmd en gert hafði verið ráð fyrir. Álafoss hf. hefur því verið rekinn með stórfelldum halla allt frá stofnun. Kernur þar margt til utnfram þær skýringar er gefnar hafa verið varðandi sölusamdrátt og aðrar ytri aðstæður. Mikið umrót var á rekstri fyrirtækisins við sameining- una, bæði úti á mörkuðunum og eins í daglegum rekstri fyrirtækisins, og þá einkum vegna mikilla uppsagna starfsfólks. Fyrirtækin voru samein- uð á viðkvæmum tímum m.t.t. sölu og markaðsstarfs en það hefst í upp- hafi hvers árs. Fastgengisstefna áranna 1986 til 1988 knúði stjórnendur Álafoss hf. til þess að freista þess að hækka verð afurðanna, einkum fatnaðar, mjög mikið árið 1988. Erlendir ráðgjafar færðu að því sterk rök að íslenskur ullarfatnaður hefði ekki hækkað til samræmis við annan fatnað sem hann var í samkeppni við. Svo virðist sem ekki hafi verið tekið nægjanlegt tillit til þess að fatnaðurinn var á niðurleið í „líftímahring" sínunt og ollu þessar verðhækkanir enn frekari sölusam- drætti og ntun nteiri en stjórnendur fyrirtækisins höfðu gert ráð fyrir. Állur kostnaður samfara santeining- unni, lokun framleiðsludeilda og til- flutningur véla og tækja var greiddur af Álafossi hf. Það sést m.a. á því að „önnur gjöld“ í rekstrarreikningi hafa verið gríðarlega há öll árin,“ segir í skýrslunni um stöðu Álafoss hf. Margir hafa velt fyrir sér hvort sameiningin hafi verið þvinguð fram á sínum tíma. Dagur hefur heimildir fyrir því að Frantkvæmdasjóður, sem átti gamla Álafoss, ætlaði að auka hlutafé sitt í því fyrirtæki á árinu 1986 en það fylgdi sögunni að ef þessi tvö fyrirtæki sameinuðust gæti framlagið runnið til þeirra beggja. Staða Sambandsins var slík á þeim tíma að það gat ekki mætt þessu með santsvarandi hlutafjáraukningu til að styrkja sinn ullariðnað á Akureyri. Santbandið hefði orðið að loka sín- um ullariðnaði vegna erfiðleika fyrr en seinna vegna þess ástands sem skapast hafði, m.a. vegna þess að gamli Álafoss hafði kontið inn í Sovétmarkaðinn fyrir tilstilli ís- lenskra stjórnvalda. Þar varð verð- lirun í kjölfar þess að fyrirtækin tvö fóru að keppa og bjóða verð niður hvort fyrir hinu. Kunnugir menn ótt- uðust að ullariðnaðurinn myndi stór- skaða Sambandið og a.m.k. taka skinnaiðnaðinn nteð sér í fallinu að öllu óbreyttu. Fyrir sameininguna var t.d. 25% tap fyrir fjármagnsliði á Ullariðnaði Sambandsins. Þetta var svo glórulaust dæmi að áfram varð ekki haldið að óbreyttu. Skilaboðum var komið til Ullar- iðnaðar Sambandsins frá Frant- kvæmdasjóði unt að til Stæði að leggja aukið hlutafé að upphæð 350 milljónir króna í gamla Álafoss árið 1986. Þetta hefði skapað gamla Ála- fossi yfirburðastyrk til að skjóta Ullariðnað Sambandsins í kaf á skömmum tíma, þar sem Sambandið gat ekki mætt svo stóru hlutafjár- framlagi ríkisins. Hin hliðin á pen- ingnurn var sú að Sambandið hafði hvort eð er ekki bolmagn til að halda ullariðnaðinum áfrant innan sinna vé- banda. Eftir sameininguna héldu markað- irnir áfrant að dragast saman, heims- ntarkaðurinn fyrir ullarvörur hefur hrapað niðurogsnarminnkað. Gamli Álafoss reyndist einnig vera miklu skuldugri en menn héldu þegar geng- ið var til sameiningar fyrirtækjanna. Hvernig á því stóð að svo var hefur aldrei verið útskýrt. Stofnun Álafoss hf. var úrslitatil- raun til að bjarga stórrekstri í ís- lenskum ullariðnaði. Fyrsta markmið- ið var að ná framlegð upp í fjármagns- liðina og treysta því að fá mætti lán- ardrottna til að afskrifa eitthvað af skuldunum á móti framlegð. EHB

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.