Dagur - 22.06.1991, Blaðsíða 18

Dagur - 22.06.1991, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 22. júní 1991 Möðruvellir í Hörgárdal: félags Norðurlands og Stefáns Magnússonar, bústjóra, og eru Möðruvellir með afurðahærri búum landsins. Þá er áhugi á að hefja skipulagða skjólbeltarækt og skógrækt í samstarfi við Skóg- rækt ríkisins, Landvernd og fleiri aðila.“ Núverandi rekstrarfyrirkomulag Sé litið til núverandi rekstrar- fyrirkomulags að Möðruvöllum og upplýsinga segir í skýrslum: „Þann 4. apríl 1986 gerðu RALA og Ræktunarfélag Norðurlands (RN) með sér samning um upp- byggingu og rekstur tilrauna- stöðvarinnar á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann felur m.a. í sér að RN tekur Möðruvelli á leigu með landi, húsum, tækjum og gripum.“ „RN greiðir engin leigugjöld en skuldbindur sig til að reka og bera fjárhagslega ábyrgð á búskap á jörðinni með þær búgreinar sem ákveðnar eru af stjórn stöðvarinnar í þeim til- gangi að þar séu gerðar tilraunir í landbúnaði." (1. gr.) „RALA kostar viðhald á húsum og landi eftir því sem fé er veitt af fjárlögum hverju sinni og útvegar fé til fjárfestinga sem taldar eru nauðsynlegar vegna tilrauna." (2. gr-) _ Reikningslega er búreksturinn á ábyrgð RN og RALA ber allan kostnað og reikningsskil af til- raunastarfseminni sem þar fer fram. Samningurinn er upp- segjanlegur með 12 mánaða fyrir- varar(12. gr.) í stjórn stöðvarinnar sitja nú Rögnvaldur Ólafsson, formaður, Flugumýrarhvammi (skipaður af landbúnaðarráðherra), Haukur Steindórsson, Príhyrningi (skipaður af RN) og Þorsteinn Tómasson, forstjóri, (skipaður af RALÁ). Staðhættir Nú skulum við líta til staðhátta á Möðruvöllum og helstu bygginga og enn grípum við niður í þær skýrslur er fyrir liggja. „Möðruvellir II eru með full- virðisrétt upp að 150.000 kg í mjólk. í fjósi hafa verið að jafn- aði um 35 mjólkurkýr auk upp- eldis. Ljóst er að fækka þarf kúm um allt að fimm vegna offram- leiðslu. Vonir standa þó til að með breyttum búvörusamningi eða sérheimildum stjórnvalda verði hægt að auka kvótann sem er nauðsynlegt til að gefa tilraunamönnum meira svigrúm í verkefnavali og tryggja hag- kvæmari rekstrareiningu. Ræktunarland er ríflega 60 hektarar að stærð og er fjöl- breytilegt að gerð og eiginleik- um. Landrými umhverfis fjósið er hins vegar lítið og heppilegt beitiland fyrir kýrnar af þeim sökum takmarkað. Stjórn stöðv- arinnar hefur því ákveðið að sækja eftir leigu á um 5 hektur- um, svokallaða Akurmýri, sem er í eigu Möðruvalla I. Við það gefst meira svigrúm til beitar- stjórnunar og beitartilrauna." Helstu byggingar „í tilraunafjósi er rörmjaltakerfi og básar fyrir 48 mjólkurkýr auk stía fyrir uppeldi. Framstykkin í básunum hafa reynst illa og því er nauðsynlegt að gera betrum- bætur þar á. Hugmyndin er að íslendingum öllum ætti að vera ljóst að landbúnað- ur á Islandi á í vök að verjast. Víða í sveitum lands- ins er varla hægt að tala um búskap í þess orðs fyllstu merkingu. Margt kemur til sem óþarfí er að rekja hér. Bændafólkið á landsbyggðinni er orðið langþreytt á tillitsleysi stjórnvalda og þykir sem allt snúist um þá er búa í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Þrátt fyrir að hart sé í ári hjá bændum má ekki gleyma að margt er gert til að efla landbúnaðinn á Islandi. Tilraunastöðin á Möðruvöllum í Hörgár- dal er þess glöggt dæmi. Á Möðruvöllum „Á Möðruvöllum í Hörgárdal er markmiðið að vera með öfluga tilraunastarfsemi í nautgriparækt og jarðrækt. Þetta er undirstrik- að í nýrri stefnumörkun stofnun- arinnar frá 1989. Þar var ákveðið að fjölga stöðugildum um tvö, þar af eitt stöðugildi sérfræðings í nautgriparækt. Sérfræðingar stöðvarinnar búa bæði yfir fag- legri þekkingu og starfsreynslu á vísindalegum vinnubrögðum sem Reiknivélar nýtast vel til úrlausnar á margs konar viðfangsefnum. Samvinna við aðra sérfræðinga Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, ráðu- nauta og bændur er þá ekki síður mikilvæg til að nást megi mark- viss árangur. Á Möðruvöllum verður leitast við að koma upp vinnuaðstöðu fyrir utanaðkomandi rannsókna- menn. í þessu sambandi er áhugi fyrir því að koma upp gisti- aðstöðu fyrir rannsóknamenn sem vilja dvelja í lengri eða skemmri tíma til að sinna Eggertsfjós. I byggingunni er hrútasæðingastöð RN, kalrannsóknarstofa og í sumár verður frærannsóknarstofa RALA á Keldnaholti flutt þangað inn. Dráttarvélahjólbaröar - heyvinnuvélahjólbarðar - vörubílahjólbaröar - fólks- bílahjólbarðar. Hjá GV fást hjólbarðar undir allar gerð- ir ökutækja. Gúmmívinnslan hf Réttarhvammi 1, Akureyri, s. 96-26776. Grænfóður- og túnræktartilraunir tengjast beint eða óbeint nautgriparæktinni. Tilraunastjórinn í tilraunareit að Möðruvöllum. Þóroddur Sveinsson, M.Sc., jarðræktarfræðingur og tilraunastjóri á Möðru- völlum í Hörgárdal í frærannsóknarstofu RALA. ákveðnum verkefnum, t.d. fyrir aðra starfsmenn RALA, ráðu- nauta, námsmenn og erlenda fræðimenn,“ segir í greinargerð um markmið Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins á Möðruvöll- um. Ennfremur segir: „Óhjá- kvæmilega er gestkvæmt á Möðruvöllum. Eru það hvort tveggja kirkjan og tilraunastöðin sem dregur að ferðamenn. Hópar, jafnt innlendra sem erlendra bænda, námsmanna og fræðimanna, koma til að fræðast um sögu staðarins, íslenskan landbúnað og landbúnaðarrann- sóknir. Því er mikilvægt að á Möðruvöllum sé rekið fyrir- myndarbú sem er íslenskum landbúnaði til sóma, jafnt utan dyra sem innan dyra. Verður að segjast að það hafi tekist bærilega undir styrkri stjórn Ræktunar- Vettvangur tfl að tengja betur en áður jarðræktar- og nautgriparæktartflraunir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.