Dagur - 22.06.1991, Page 7

Dagur - 22.06.1991, Page 7
Laugardagur 22. júní 1991 - DAGUR - 7 Meirihlutar og minnihlutar Stjórnmálaumræða á hverjum tíma einkennist af þeirri staðreynd að stjórnir, sveitarstjórnir og ríkisstjórnir á hverjum tíma, skiptast í meirihluta og minnihluta. Flestum finnst þetta svo sjálfsagt að þeir leiða aldrei hug- ann að því að neitt annað fyrirkomu- lag geti komið til greina, eða önnur vinnubrögð, en þau sem þessi hefð- bundna meirihluta-og minnihluta- skipting flokkanna hefur í för með sér. Bein afleiðing lýðræðislegra kosn- inga er sú að tiltekið framboð fær flest atkvæði en önnur framboð minna. Að kosningum loknum hefjast síðan við- ræður um meirihlutasamstarf, t.d. í sveitarstjórn, þar sem algengt er að tveir eða fleiri bræði saman meiri- hlutasamstarf. Þetta er allt kunnugra en frá þurfi að segja. En þetta fyrir- komulag hefur líka ýmsa stóra galla, sem oftar en ekki bitna á framkvæmd stjórnsýslunnar. Þá ber einnig að líta á það að myndun meirhluta stendur ekki í áhrifavaldi kjósenda, nema flokkarnir hafi lýst því yfir áður en gengið er til atkvæða að þeir ætli að starfa með tilteknum samstarfsflokki eða flokkum. Meirihlutamyndun að kosningum loknum er því oft ekki lýð- ræðisleg í þeim skilningi að hún er ekki í beinu valdi kjósenda nema í undantekningartilvikum. Lítum t.d. á ríkisstjórnina, fjórir kratar af hverjum tíu eru andvígir þátttöku Alþýðu- flokksins í stjórnarsamstarfinu sam- kvæmt skoðanakönnunum. Meirihlutar gera með sér málefna- samninga, og standa saman gegnum þykkt og þunnt, a.m.k. á yfirborðinu. Talað er um að meirihlutinn sé fallinn þegar einhver innan hans vogar sér að hafa sjálfstæða skoðun og greiða atkvæði eftir sinni bestu sannfæringu, þótt hún sé ekki í takt við skoðanir annarra í þessum sama meirihluta eða flokki. Meirihluta-og minnihlutamyndanir eru auðvitað óhjákvæmilegar við atkvæðagreiðslur, hvort sem er í almennum kosningum eða innan stjórna, þar sem skoðanir eru á ann- að borð skiptar. En hvers vegna þarf að rígbinda sig fyrirfram við þennan klafa meirihluta og minnihluta? Er ekki eðlilegt að fólk innan sama stjórnmálaflokks geti haft skiptar skoðanir um einstaka mál? Lýðræðis- lega kjörnir fulltrúar eru nú einu sinni fulltrúar þeirra sem kjósa þá, hvort sem er í bæjarstjórnum eða ríkis- stjórnum. Þeir hljóta að hafa sannfær- ingu sína að leiðarljósi, og reyna að miðla málum af skynsemi og ábyrgð hverju sinni. Fjölmiðlar Þröstur Haraldsson Aö lesa blöö eöa skima blöö Fyrir hálfum mánuöi fjallaöi ég á þessum staö um útbreiðslu Dags og reyndár fleiri fjöl- miöla. Þar lagöi ég út frá könnunum sem geröar voru í vor á því hversu margir „lesa reglulega1' hin og þessi blöö og hversu marg- ir lesa Dag daglega/vikulega/sjaldnar/ aldrei. Þær kannanir sem gerðar eru á fjölmiölum hérlendis takmarkast langflestar viö þaö að spyrja fólk hvort það sjái eða lesi tiltekinn fjöl- miöil. Miklu sjaldnar er spurt um efnisinnihald fjölmiðla. Þar var þó undantekning á um dag- inn þegar Félagsvísindastofnun Háskóla Is- lands spuröi fólk á hvað þaö horföi í sjónvarpi og hvernig því líkaði það sem þaö sá. Sjaldgæfara er aö gerðar séu kannanir á því hvernig fólk les blöö og hvaöa þættir þeirra þeim fellur í geö. Erlendis er það fast- ur liður í starfi allra stærri blaða aö gera reglulegar kannanir á viðhorfi lesenda til inni- halds og uppbyggingar blaöanna. Svo er reynt aö nálgast einhvern meðaltalssmekk lesenda, að sjálfsögðu með misjöfnum ár- angri. Kannanir sem þessar eru tákn um viö- leitni blaðanna til þess aö hamla gegn fækk- un lesenda, en sú þróun hefur verið nokkuö viðvarandi í flestum ríkjum hins vestræna heims. En eitt er þaö þegar fólk segist lesa tiltek- iö blaö og annaö hversu ítarlega þaö sama fólk les blöð. Erlendis er oft talað um aö raun- verulegum blaðalesendum fækki en þeim fjölgi sem láta sér nægja aö „skima" blööin, þe. renni sér í gegnum blaöiö, skoöi myndirn- ar, lesi myndatexta og fyrirsagnir, en sökkvi sér sjaldnast ofan í greinar eöa fréttir. Nýlega barst fjölmiðlakannendum liösauki þar sem var nýtt tæki sem skorðað er á höföi þátttakenda í lestrarkönnun og skráir allar hreyfingar augnanna. Tæki þetta skrásetur hvaö og hversu Jengi menn staldra við til- tekna síðuhluta. Ég rakst nýlega á niðurstöð- ur úr könnun sem gerð var með þessu tæki á bandarískum biaðalesendum. Niöurstööur voru í grófum dráttum þessar: • 80 af hundraði sáu stórar teikningar • 75 af hundraöi sáu Ijósmyndir • 56 af hundraði sáu fyrirsagnir • 52 af hundraði sáu auglýsingar • 31 af hundraði sáu styttri greinar • 29 af hundraöi sáu myndatexta • 25 af hundraði sáu meginmálstexta Þetta segir okkur aö bandarískir blaöales- endur sjá einungis fjóröung af öllu því megin- máli sem skrifaö er í blöö. Nokkur mismunur reyndist á efnisflokkum, þannig sáu 30 af hundraði textann á fréttasíðunum en einung- is 19 af hundraði lótu augum hvarfla um meginmál íþróttasíðna eftir aö hafa skoðað myndirnar og fyrirsagnirnar. Og af þessum fjóröungi alls meginmáls í blaöinu var aöeins helmingurinn lesinn til hlítar. Meö öðrum orðum: einungis 10-12 af hundraði ails meginmáls í blöðunum var les- inn. Og þaö sem meira er: blööin sem þessir tilraunalesendur fengu í hendur voru að flestu leyti læsilegri en gerist og gengur um bandarísk blöö. Enda staðfestir Gallup í Bandaríkjunum aö ofannefndar tölur séu í hærra lagi miöað viö kannanir þess fyrirtæk- is. Nú dettur mér ekki í hug að yfirfæra þess- ar niðurstöður fyrirvaralaust á íslenska blaöalesendur. Fyrir þaö fyrsta sýna flestar lestrarkannanir sem geröar eru hér á landi aö viö lesum heldur meira en aörar þjóöir. Þótt lestur sé á undanhaldi í flestum löndum hins vestræna heims þá er flóttinn frá lesmálinu ekki kominn jafnlangt hér á landi og í Evrópu og Bandaríkjunum. Viö hreyfumst í sömu átt, enda eykst hvers kyns notkun myndmiöla ört. Eöa þekkja ekki flestir lesendur þá til- hneigingu að foröast langar blaðagreinar? Föllum viö ekki æ oftar í þá treistni að láta nægja að skoöa myndirnar og renna yfir myndatexta og fyrirsagnir? Viö þessu þurfa íslensk blöö að finna and- svar, ekki síður en þau bandarísku. Nauðungaruppboð Nauðungaruppboð á lausafé verður haldið við lög- reglustöðina á Akureyri laugardaginn 29. júní 1991 kl. 14.00 og verður fram haldið annars staðar eftir ákvörðun uppboðshaldara, sem kynnt verður á upp- boðsstað. Selt veröur aö kröfu innheimtumanns ríkissjóös og ýmissa lögmanna, væntanlega lausafé þaö, sem hér greinir: Bifreiöar: A-60, A-775, A-816, A-983, A-1596, A-1626, A-1953, A-2134, A-2436, A-2468, A-2468, A-2746, A-2763.A-2798, A-3389, A-4233, A-4446, A-4960, A-6061, A-6096, A-6199, A-6899, A-7129, A-7139, A-7710, A-8263, A-8539, A-8663, A-8732, A-8983, A-9305, A-9307, A-9417, A-10175, A-10195, A-10657, A-10877, A-10960, A-11005, A-11374, A-11655, A-11697, A-11721, A-11723, A-11748, A-11814, A-12023, A-12118, A-12270, A-12309, A-12335, A-12343, A-12398, A-12469, A-12620, A-12841, A-12846, A-12882, B-699, F-243, F-705, F-820, F-974, G-4217, G-8922, G-26316, G-26455, í-3204, K-172, K-1777, P-954, R-25771, R-29593, R-45855, R-49147, R-63684, R-66844, R-77095, S-1655, S-3113, U-4422, U-4780, X-5937, Y-14112, Þ-596, Þ-2284, Þ-2521, Þ-3110, Þ-3357, Þ-3854, Þ-4503, Þ-4555, Þ-4609, Ö-8930, DN-231, FJ-842, FK-271, FL-885, FO-931, FÞ-425, FÖ-220, GH-389, GV-021, GY-067, GZ-493, HA-199, HP-218, ID-732, IE-547, KM-378, LB-329, LD-018, LE-790, OA-246, NH-608, NU-056, XM-029, ÞC-011. Annaö lausafé, m.a.: Sjónvörp, afruglarar, myndbands- tæki, hljómflutningstæki, geislaspilarar, sófasett, sófaborö, hillusamstæöur, þvottavélar, þurrkarar, ísskápar, telefax- tæki, Ijósritunarvélar, gufupressa, prufubekkur, trésmíöa- vél, löndunarspil, torfærutæki ÞE-473, vélsleöar, festivagn AT-139, sjósleöi, dráttarvélar AD-1373, AD-1589, AB-1624, AD-1627, AD-1646, heyvagn og heybindivélar. Að kröfu bússtjóra þrotabús Fiskverkunar Birgis Þórhalls- sonar hf. verður selt ýmislegt lausafé búsins m.a. lyftari, hleðslutæki, þvottakar, fiskikassar, ísskápur, vog, snyrti- borö. Ávísanir veröa ekki teknar gildar sem greiösla, nema meö samþykki uppboöshaldara eða gjaldkera. Greiðsla fari fram viö hamarshögg. Uppboðsskilmálar eru til sýnis hjá uppboðshaldara. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaður Eyjafjarðarsýslu. 20. júní 1991. Eyþór Þorbergsson, fulltrúi. Atvinna Vantar fólk vant úrbeiningu, strax. Upplýsingar á staðnum milli kl. 13 og 15. Kjarnafæði hf. Vantar starfskraft til afgreiðslustarfa í sérverslun. Þarf að hafa góða framkomu og vera vanur afgreiðslu- störfum. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt meðmælum leggist inn á afgreiðslu Dags fyrir 29. júní merkt: „Áhugasamur". PN^ Kennarar nrmr. ^_<_ Stöðu raungreinakennara, stærðfræði, eðlis- og efnafræði í 8.-10. bekk og framhaldsdeild. Kennsla í öðrum greinum, svo sem verslunar- og viðskiptagreinum, kemur einnig til greina. Upplýsingar gefur Óskar Þór Sigurbjörnsson, skóla- stjóri, skólasími 96-62134, heimasími 96-62357. Húsnæðisfyrirgreiðsla. Skólastjóri - Skólanefnd. Slys gera ekki^ ■ At r m r m okum eins og menni boo a undan ser!u

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.