Dagur


Dagur - 22.06.1991, Qupperneq 12

Dagur - 22.06.1991, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Laugardagur 22. júní 1991 Matarkrókur í fyrsta sinn í matarkróknum: Kanínukjöt í rjómasoði - að hætti Maríu Behrend á Sjávarbakka María Behrend á Sjávar- bakka í Arnarneshreppi er í matarkrók vikunnar að þessu sinni. María býður upp á tvo aðalrétti og einn eftirrétt, kanínu í rjómasoði, fljótlegan pottrétt og gulrótahring. Kanínukjöt hefur ekki áður komist í matarkrókinn og mcelti María sérstaklega með þeim rétti. Pottrétturinn er fljótunninn og hentugur til að nýta matarafganga. Eftirrétt- urinn er góður fyrir þá sem hugsa um útlitið, sannkallað- ur heilsuréttur. En við skulum kíkja á uppskriftirnar hennar Maríu. Kanína í rjómasoði 1 kanína 2 dl rjómi 1 súputeningur 2 dl vatn salt pipar egg rasp Aðferð: Kanínan er soðin í 40- 50 mínútur í vatni, tekin upp úr og látin kólna. Síðan er hún skorin niður í hæfilega bita, þeim velt upp úr eggi og raspi sem búið er að blanda pipar og salti út í. Kjötið er brúnað á pönnu upp úr ólífuolíu eða smjörlíki og látið svo í eldfast mót. Súputeningur leystur upp í vatni og því hellt yfir ásamt rjómanum. Sett í ofn og látið malla í 3 mínútur. Kanínurétt- urinn er góður með hrásalati og kartöflum. Fljótlegur pottréttur 2 bollar hrísgrjón 1 laukur H2 hvítlaukur H4 hvítkál (skorið niður) 4-5 gulrœtur (skornar niður) pipar salt U2 tsk chili-duft 1 tsk engifer örlítið edik 3 egg 150 gr rœkjur 1 krukka Curry sauce 1 pakki pylsur eða kjötafgangar Aðferð: Hrísgrjónin eru hálf- soðin, vatninu hellt af og grjón- in brúnuð í ólífuolíu. Því næst eru laukur, grænmeti og krydd sett út í og látið malla smá stund. Edikinu er hellt yfir, egg- in látin út í og hrært vel í. Curry sauce og pylsur (kjötafgangar) blandað saman við að lokum. Pottrétturinn er góður með rist- uðu brauði. Gulróta-hringur 500 gr gulrætur 1 dós ananas (500 gr) 4 dl ananassafi 6 blöð matarlím 1/2 lítri rjómi Aðferð: Byrjað er á því að þvo gulræturnar og rífa þær niður. Matarlímið látið í kalt vatn í 3 mínútur. Hellið vatninu af og leysið límið upp í smá heitu vatni og blandið saman við ananassafann. Ananasinn er brytjaður niður, blandað saman við gulræturnar og sett í hringform. Safanum er síðan hellt yfir og látið stífna. Borðað með þeyttum rjóma. Aðspurð sagði María að kanínukjötið væri mjög góm- sætt og ekki mjög ósvipað kjúklingakjöti. Hún eldaði eitt sinn kanínukjöt fyrir vinnufél- aga sína í leikskólanum Síðu- seli og fékk góðar undirtektir. María Behrend á Sjávarbakka mælir sérstaklega með kanínuréttinum og hvetur fólk til að prófa. Mynd: Golli María hefur ákveðið að skora á dóttur sína, Súsönnu Hammer, í næsta matarkrók, svona til að sjá hvort hún hafi eitthvað lært af sér í elda- mennskunni! Við fáum svo að sjá að hálfum mánuði liðnum hvort svo sé. -bjb VÍSNAÞÁTTUR Jón Bjarnason frá Garðsvik Hjörleifur Jónsson á Gils- bakka kvað næstu vísur. Um ástina: Oft er meinabrautin bein bæði sveini og sprundi. Ástin hreina hún á ein helga leynifundi. Sælu ég naut við lestur Ijóðs, logaði æskublossinn þegar ég hlaut í faðmi fljóðs fyrsta ástarkossinn. Eitthvað út: Mín er sálin kreppt í kút kraftlítil að glíma, vill þó skyggnast eitthvað út yfir rúm og tíma. Á góðri stund: Brjóstið hrærist, hjartað slær, hryggðin særir eigi. Móti skærum hugur hlær helgum kærleiksdegi. Allt glatað: Andans þrek og æskufjör allt er tapað honum. Komið í staðinn eitrað ör undan sviknum vohum. Næst koma tveir húsgangar frá þeim dögum er menn vildu búa: Ef ég ætti skít í skel skyldi ég fara að búa, lifa flott og lifa vel og láta það bara fljúga. Ó, að ég væri uppi í sveit á ofurlitlum skika, ætti kindur, kú og geit og kerlingu til vika. Sigrún Fanndal á Sauðár- króki kvað: Alltaf verða einhver ráð auðs þó lækki sólin meðan gefur Guð afnáð gull á Tindastólinn. Torfi Guðlaugsson frá Bárð- artjörn minnist bernskunnar. Bæjarhóllinn: Hólinn kvarnar tímans tönn,, troða barna fætur. Busla þarna bús í önn Bárðartjarnardætur. Bræðraskeyti brell og sköll, bros og teiti mætast. Fjár í leit um fell og höll fyrirheiti rætast. Hér má finna fegurst grös, fagnar litum sólin. Ennþá finn ég ilm í nös ef ég nefni hólinn. Létt í spori lengi börn leiki stundi sína. Bæjarhóli á Bárðartjörn berið kveðju mína. Heimagerðar vísur koma næst. Til góðs vinar: Meðan fram að feigðarósi fljóta sprekin mín og þín er mér þökk í þínu hrósi, það er sálar vítamín. Enn er svo: / sveitinni hjartað á ég enn hjá ósnertum mó og grænum túnum. Bændurnir eru mínir menn og mikið ann ég þeim sveitafrúnum. Vaðlaheiði: Gleymdum bónda ennþá er eins og gefin veiði að eiga fyrir augum sér alla Vaðlaheiði. Svo kann að fara: Kunningjunum fjölga fer sem fara á dánarveginn og líklega fá þeir leiða á mér sem lafa hérna megin. Fullyrt er að næsta vísa sé ort af Eyvindi Jónssyni duggu- smið: Slyngur er spói að semja söng, syngur lóa heims um hring. Kring um flóa góms um göng glingrar kjóa hljómstilling. Pá koma vísur eftir Aðalstein Ólafsson frá Melgerði. Næturuglan: Næturuglan að mér sveif ung með duglegt takið. Ástarruglið andann hreif eins og fuglakvakið. Lánbeiðandinn: Girntist sess í gróðans reit, gott var ei til fanga. Enda var hans lánaleit langvinn píslarganga. Bónus: Hcr er bónusæðið elt, oft á bónus klifað. Fyrir bónus fjörið selt, fyrir bónus lifað. Strit: Látum góðan sveitasið sálarlífið passa. Andans þroska eflum við armlög mykjuhlassa. Sigurbjörg Björnsdóttir frá Barká kveður. Fátækt: Kringum mig var klaki og hjarn, hvergi yl að finna. Ég var ekkert óskabarn átthaganna minna. Gervivara: Áhyggjunum bylti ég bara botnlausan í gleymskuhyl. Pótt gleðin reynist gervivara gott er meðan hún er til. Úr kuldanum: Sá er kannar kuldann hér kannski verður feginn, efhann fær að oma sér við eldinn hinumegin. Blóðlaus: Hrörnandi er heilsufar, hjartað eitthvað skrýtið, bestu taugar bilaðar blóðið alltoflítið. Nú koma heimagerðar vísur. Skáldgáfan: Hoppa gegnum huga minn hin og önnur skrípi. Sumu hæfir himininn, hinu sjávardýpi. Peir sem eiga kyngikraft koma að þessu orði. Sjálfur aldrei hef ég haft hönd á væng né sporði. Skáldgáfan er stolt og stríð, stórra heima maki. Áttræður þó enn ég bíð eftir vængjablaki. Spegillinn: Unglingar sem hyggja hátt horfa í spegil löngum. Okkur gömlum finnst um fátt og framhjá honum göngum. Næturakstur: Æskan gálaus ekur hjá sem á hér strá - og rætur. Aldursháum veldur vá og vekur þá um nætur. Grímur Sigurðsson frá Jökulsá kvað. Það eyðist sem af er tekið: Reita, slíta, rífa, flá, reynist skammur fengur. Nú er ekki neitt að slá, neitt að raka lengur. Mælgin: Mælgin gerir mörgu skó og mikill handasláttur. Stundum reynist þögnin þó þessu drýgri máttur. Margt kemur skrýtið í hugann: Undan skaltu aldrei slá, eða linkind sýna. Komdu eigin klækjum á kunningjana þína. Ekki er vitað hver orti þennan gamla húsgang: Tftt ég hitti tuttugu og átta trylltarrotturþétthjá pottum. Streittust þreyttar seint til sátta, settust mettar, slettu skottum. Karl Ágústsson kvað, er maður eignaði sér vísu sem annar hafði ort: Hér á landi lyginnar lýðir standa hissa þegar andans aumingjar annarra hlandi pissa. Ármann Hólm Ingimarsson, Hálsi í Saurbæjarhreppi, kvað næstu vísurnar. Ástir: Ei skal kvarta er yndi dvín. Ástir skarta fornar. Meyjan bjarta, myndin þín mér um hjartað ornar. Ungra sveina efiist þrá. Astin reynir hjörtu. Minning hreina enn ég á um yngismeyna björtu. Myrkrið svarta flýði frá fyrsta skarti þínu. Myndir bjartar af þér á innst í hjarta mínu. Kulda vart ég kenni til þó kali skart í högum. Mærin bjarta yndisyl eykur hjartaslögum. Enn kvað Ármann: Hvílík gæði, nú er næði, nýju kvæðin yrkja má. Ljóma bæði land og flæði Ijósaglæðum himins frá.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.