Dagur - 12.07.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 12.07.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. júlí 1991 - DAGUR - 5 Hvað er að gerast? Húsavík/Mývatnssveit/Akureyri: Barokkhópur á fyrstu sumartónleikum um helgina Fyrstu tónleikarnir af fimm í röð sumartónleika á Norðausturlandi verða haldnir um helgina og ríð- ur Barokkhópur Akureyrar- kirkju á vaðið. Hópurinn kemur fram á þrennum tónleikum, þeim fyrstu í Húsavíkurkirkju í kvöld kl. 20.30, annað kvöld í Reykja- hlíðarkirkju í Mývatnssveit kl. 20.30 og þriðju og síðustu tón- leikarnir verða í Akureyrarkirkju kl. 17 nk. sunnudag. Barokkhóp Akureyrarkirkju skipa Björn Steinar Sólbergsson, orgel, Margrét Bóasdóttir, sópran, Lilja Hjaltadóttir, fiðla, Hafliði Hallgrímsson, selló, og Rut Ingólfsdóttir, fiðla. Upphaf- lega stóð til að Sigríður Hrafn- kelsdóttir, fiðla, og Richard Korn, bassi, spiluðu í Barokk- hópnum, en af óviðráðanlegum orsökum gátu þau það ekki. I skarðið hlupu með skömmum fyrirvara þau Hafliði Hallgríms- son og Rut Ingólfsdóttir. Efnisskrá tónleikanna er að stórum hluta helguð 200 ára árs- tíð Mozarts á þessu ári. Auk þess er þar að finna sönglög eftir Áskel Jónsson, Jónas Tómasson, Jón Leifs og Jón Hlöðver Áskels- son. „Öeflords Handelssted“ í Laxdals- húsi á Akureyri Opnunartími í sumar: | fimmtudaga kl. 9-20 föstudaga kl. 9-22 laugardaga kl. 9-22 sunnudaga kl. 10-22 KEA Byggðavegi 98 Varpað ljósi á sögu verslunar á Akureyri - tónlistaruppákoma í Laxdalshúsi kl. 15 nk. sunnudag í Minjasafninu á Akureyri stend- ur yfir sýning á mannamyndum Hallgríms Einarssonar, Ijós- myndara. Sýningin er opin dag- lega frá kl. 11 til 17. í Laxdalshúsi stendur yfir sýn- ingin „Öefjords Handelssted“, brot úr sögu verslunar á Akureyri og einnig er til sýnis myndband um gömlu Akureyri. í Laxdals- húsi er boðið upp á rjúkandi kaffi. Rétt er að geta þess að nk. sunnudag, 13. júlí kl. 15, munu þau Elma Dröfn Jónasdóttir og Sigríður Rut Franzdóttir leika saman á gítar og þverflautu. Borgarflörður eystri: Kjarvalssýning í Fjarðarborg Sýningin Kjarval í heimahögum stendur nú yfir í félagsheimilinu Fjarðarborg í Borgarfirði eystra og er vert að benda þeim sem eiga leið austur á land að koma við í Fjarðarborg. Sýningin stendur yfir fram að verslunar- mannahelgi. Jóhannes S. Kjarval tluttist ungur í Borgarfjörð og ólst þar upp við einstaka náttúrufegurð sem hafði mikil áhrif á hann sem listmálara. Verkin á sýningunni eru úr safni Kjarvalsstaða í Reykjavík og má finna þar margar myndir úr Borgarfirðinum, einnig and- litsmyndir, skyssubækur og ýmsa persónulega muni Kjarvals. Sýningin í Fjarðarborg er opin daglega kl. 14-18 og hafa viðtök- ur verið mjög góðar, enda eykur það á áhrifamáttinn að sjá Kjarvalsverk í sínu rétta umhverfi. Akureyri: Rokkveisla í göngugötunni Efnt verður til heilmikilla rokk- tónleika á sviði í göngugötunni á Akureyri í kvöld, föstudaginn 12. júlí. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og standa fram eftir kvöldi, eða eins lengi og leyfi fæst til. Fram koma hljómsveitirnar Svörtu kaggarnir, Norðanpiltar, Exit, Baphomet, Helgi og hljóð- færaleikararnir, Skurk, Próflausi dúxinn og Strandaglópar. Rokkveislan hefst kl. 21, eins og fyrr sagði, og kynnir verður Áskell Gíslason. Tjaldstæði tekið í notkun á Garðskaga: Garðskagi er paradís fuglaskoðunarmanna Um síðustu mánaðamót var tekið í notkun tjaldstæði á Garðskaga. Gerðahreppur festi kaup á hús- næði sem var í eigu Björgunar- sveitarinnar Ægis og staðsett er á Garðskaga. Salerni er öðru meg- in í húsinu en hinum megin að- staða til að ná í vatn. Til leiðbeiningar fyrir þá sem ekki þekkja til, er Garður falleg- ur bær skammt fyrir norðan Keflavík, þar sem búa um 1100 manns. Fyrir norðan Garð er vit- inn á Garðskaga, sem er einn sá stærsti á íslandi. Óvíða á íslandi er betri að- staða til fuglaskoðunar en á Garðskaga, sannkölluð paradís fuglaskoðunarmanna. Fyrir ströndinni er mikið af sel. Útsýni frá Garðskaga er mjög fagurt og sérstaklega til norðurs í miðnæt- ursólinni, þar sem Snæfellsjökull gnæfir yfir flóann. Barokkhópur Akureyrarkirkju æfði í Akureyrarkirkju í gær og þar var þessi mynd tekin. Hópurinn, sem skipaður er Birni Stcinari Sólbergssyni, Lilju Hjaltadóttur, Margréti Bóasdóttur, Hailiða Hallgrímssyni og Rut Ingólfs- dóttur, kemur fram á þrennum tónleikum á Norðausturlandi um helgina. Mynd: GT Nú er TVÖFALDUR 1. vinningur • draumurinn gæti orðið að veruleika!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.