Dagur - 21.09.1991, Blaðsíða 12

Dagur - 21.09.1991, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 21. september 1991 Dulspeki Einar Guðmann Það sem gerist eftir dauðann - kenningar yoga og dulvísindamanna Það er kominn tími til að ganga lengra en venjulega er gert þeg- ar spurt er sjálfan sig hvort líf sé eftir dauðann. Það sem mig langar til að ræða núna er hin stórbrotna lýsing yoganna á því sem gerist eftir dauðann. Við höfum áður rætt líkurnar á lífi eftir dauðann og tekið dæmi um það hvað það er sem gerist á sjálfu dauðaandartakinu, en hvað er það sem gerist eftir það? Ekki get ég annað sagt en að það eina vitlega sem ég hef rekist á sem lýsir á skipulegan og rökfastan hátt því sem gerist eftir dauðann er frá yogum komið. Þess vegna gæti verið forvitnilegt að velta fyrir sér því sem þeir hafa um þetta að segja. Öllum ber þeim saman í meginatriðum óháð því hvaða stefnu þeir fylgja en við skulum líta á það sem Yogi Ramac- haraka hefur um þetta að segja. Eftir að sálin hefur yfirgefið líkamann hefst rotnunin. Frum- urnar haga sér eins og fyrrver- andi þjónar vitundarinnar sem eru ekki lengur bundnar henni og byrja að leysast upp. Sálin skilur eftir hina svokölluðu „lægri“ eðlisþætti og heldur upp á annað tilverustig. Þá skilur sálin prönuna eftir í jarðlíkam- anum sem verður til þess að einstaka frumuhópar taka við stjórn hennar. Hver fruma tek- ur með sér nægilega mikið af prönu til að mynda ný efnasam- bönd og þannig viðhelst hin eilífa orkuhringrás. Sálin lifir í geðlíkamanum fyrst eftir dauðann en hversu lengi það varir fer eftir þroska mannsins. Síðan kemur að því að sálin losar sig einnig við geð- líkamann og þá byrjar hann að leysast upp rétt eins og jarðlík- aminn. Geðlíkaminn hefurekk- ert líf eða skynjun og flögrar um á lægstu sviðum geðheims- ins þar til hann leysist upp. Ein- hverra hluta vegna laðast hann mikið að jarðlíkamanum sem hann var áður í og leysist þann- ig upp um leið og hinn rotnar. Þetta er það sem skyggnt fólk sér á „sveimi“ yfir kirkjugörð- um. Þá falla menn gjarnan í þá gildru að álíta geðlíkamann vera „anda“ einhvers manns en svo er alls ekki. Geðlíkaminn getur hins vegar öðlast eins konar „líf“ um stundarsakir á miðilsfundum fyrir tilstilli prönu miðilsins og takið eftir - undirvitund miðilsins gerir þeim kleift að sýna einkenni lífs og vissrar skynsemi. Stundum get- ur geðlíkaminn meira að segja líkamnast á fundum fyrir tilstilli prönu miðilsins. Þannig tekst geðlíkamanum stundum að tala í afar slitróttum og sundurlaus- um setningum við fundarfólkið. Þarna er maðurinn sjálfur alls ekki kominn heldur aðeins geðlíkami hans sem hagar sér eins og vélræn brúða. Þetta skýrir á margan hátt hversu ótrúlega barnalegt og torkenni- legt mál er oft talað á miðils- fundum. Þó hafa dánir menn vissulega náð aftur jarðsam- bandi en það er á gerólíkan hátt. Varast ber að rugla saman raunverulegum vitsmunum sál- ar látins manns og geðlíkama hans sem tengist undirvitund miðils. En næsta skref er fólgið í því að sálin sér allt líf sitt renna upp fyrir hugrænni sjón sinni í einni andrá. Þá opnast minnið og ástæður fyrir mörgum atburð- um í jarðlífinu verða ljósar. Þannig opinberast tilgangur margra gjörða eftirá þegar sálin sér allt lífið frá vöggu til grafar sem eina heild. Nú verðum við að gera okkur ljóst að á þessu stigi er ekki um neina „staði“ að ræða fyrir sálina. Sálin dvelst ekki á einhverjum „stað.“ Öllu fremur ætti að hugsa um þetta sem „ástand“ eða „tilverustig.“ Nú er svo komið að sálin kemst í hálfmeðvitað, sæluríkt og frið- sælt ástand. Dulvísindamenn eru allri sammála um að þá sé mikilvægt að hún sé ekki trufluð á neinn hátt. Sorg og þrá ætt- ingja til að endurheimta hinn látna getur truflað þetta ástand sálarinnar. Þetta ástand varir misjafnlega lengi en það fer eftir þroska sál- arinnar. Maður sem er andlega háþroskaður er ekki lengi að losa sig við megnið af huglík- ama sínum þar til eftir standa æðstu og fíngerðustu hjúparnir sem honum tókst að þroska í jarðlífinu og eftir það stendur sálin frjáls. Lítið þroskaður maður dvelur hins vegar ekki lengi í þessu ástandi því hann er ekki lengi að losa sig við þá fáu grófu hugsana „hjúpa“ sem hann hefur. Þannig vinna menn úr því sem þeir hafa fengist við í jarðlífinu í mörgum stigum. Sálin vaknar síðan þegar hún hefur losað sig við allt sem þarf að vinna úr og hefur séð hverju hún er vaxin upp úr og hverju ekki hvað jarðlífið viðvíkur. Yogar leggja mikla áherslu á að sálin sé ekki trufluð á meðan á þessari hálfmeðvituðu „draum- leiðslu“ stendur. Hálfsofandi sálir geta komið fram á miðils- fundum og eigingjörn sorg okk- ar getur valdið þeim miklum þjáningum og tafið fyrir þroska þeirra þar sem slíkar truflanir fá sálina til að berjast gegn draum- leiðslunni. Þó þarf það auðvitað ekki að saka ef sálin hefur vitað hvernig í þessu liggur áður en hún dó og lætur ekki draga sig aftur til jarðarinnar. Það kann að valda einhverj- um misskilningi ef menn bera saman reynslu þeirra sem hafa vaknað upp eftir að hafa verið dánir einhverja stund og því sem að ofan hefur verið lýst. Raunin er nefnilega sú að ef menn deyja af slysförum eða eru drepnir þá eru umskiptin svo skyndileg að menn fara með fullri meðvitund yfir í dauðann. Þá skynja þeir og sjá allt í kring- um sig en skilja ef til vill ekki að þeir eru dauðir. Þar koma geð- rænu hjálpendurnir til sögunn- ar. Við höfum áður minnst á það þegar menn sem hafa „lifað“ af dauðann hafa sagt frá því er þeir hittu einhvern hand- an við landamærin. Þessir hjálp- endur skilja engan útundan hvort sem hann er „góður“ eða „illur.“ Þeir vita að allir eru börn Guðs og þess vegna syst- kin þeirra sjálfra. Þannig gæta þeir hins látna þar til hann fer yfir í hið hálfmeðvitaða „hvíld- arástand.“ Sálin vaknar síðan upp í geð- heiminum á því stigi sem hún hefur áskapað sér með jarðlíf- inu eftir „draumsvefninn“. Lögmál aðdráttaraflsins ræður því hvar hún lendir. Á þessu til- verusviði eru mörg svið sem tvinnast saman á margbreytileg- an hátt. Þeir sem þroskaðri eru og dvelja á „hærri“ sviðunum geta séð þá sem eru á sviðunum fyrir neðan þá, en enginn getur séð þá sem fyrir ofan sig eru. Þeir sem á lægri sviðunum eru geta ekki farið upp á hin „hærri“ svið frekar en fiskurinn getur ekki flogið þar sem það liggur ekki í eðli hans. En þroskuð sál getur hjálpað þeim sem eru fyrir neðan hana og undirbúið „lægri“ sálir fyrir næsta jarðlíf ef þær eru fúsar til að læra. Á lægstu sviðum geðheimsins eru sálir sem eru ákaflega bundnar jörðinni og geta ekki slitið sig frá henni. Þær lifa jafn- vel svipuðu lífi og þær gerðu þegar þær voru í jarðlíkama. Þessar lágu sálir flækjast um jarðneska sviðið og geta haft áhrif á fólk, sérstaklega ef það er undir áhrifum áfengis og einnig geta þær framið svoköll- uð „strákapör“ á miðilsfundum með því að þykjast vera „andar“ einhverra mikilmenna eða ætt- ingjar einhvers fundarmanna. Þessu ætti ekki að gefa gaum ef kostur er. Þessar sálir dvelja ekki lengi á milli jarðlífa, svo mikil er ásókn þeirra í jarðlífið. Þess vegna laðast þær að foreldrum og umhverfi sem þeim hæfir fyr- ir tilstilli lögmáls aðdráttarafls- ins. Þannig þurfa þessar óþrosk- uðu sálir að lifa mörg jarðlíf til þess að þokast spottakorn áfram á þroskabrautinni. Sálir á hærri tilverustigum endurfæðast sjaldnar og taka stórstígum framförum í hverju jarðlífi. Þær íhuga frekar háleit sannindi á hinum æðri sviðum og undirbúa þannig frekari framfarir í næsta lífi sínu. Þó kemur að því að sálin fer að þrá nýja reynslu fyrir tilstilli jarðlífsins og nýta þann þroska sem hún hefur öðlast eftir dauð- ann eða þá að hana langar til að verða samferða einhverri ást- kærri „lægri“ sál sem hún veit að er í þann mund að endurfæð- ast. Þannig leggur hún af stað út í „röstina“ sem ber hana út í val á nýjum foreldrum, umhverfi og kringumstæðum. Síðan sofn- ar hún smám saman aftur sálar- svefninum og „fæðist“ á ný í jarðneskum líkama. Sálin vakn- ar ekki af „blundinum" strax við fæðinguna. Bernskuárin líða í hálfmeðvitaðri leiðslu en með vaknandi vitsmunum barnsins hristir hún af sér með- vitundarleysið smátt og smátt. Flest af þessu gerist sjálfkrafa og ómeðvitað hjá óþroskaðri sálum en lögmál aðdráttarafls- ins leiðir þær þangað sem þeim ber að fara. Því meiri sem þroskinn er því meðvitaðra verður þetta ferli og endar með því að menn muna fyrri líf sín. Núna erum við búin að rekja þessa hringrás sem byggð er á kenningum dulvísindamanna og yoga. Ekki ætla ég að fara út í hvað fer að gerast þegar ofar dregur í þroskastiganum enda erfiðara að færa slíkt í skiljan- legt mál. Það sem komið er ætti þó að verða mörgum íhugunar- efni hvort sem þeir taka það trúanlegt eða ekki. Skátafélagið Elífsbúar: Buðu heim í Brekkusel - glæsilegur skáli Eilífsbúar heitir skátafélagið á Sauðárkróki og verður það að teljast með virkari skátafélög- um á landinu um þessar mundir. Virkir félagar eru lið- lega hundrað talsins og nýlokið er byggingu glæsilegs skála skammt frá Arnarstapa vestan Varmahlíðar. Eilífsbúar buðu fólki að skoða skálann og þiggja kafliveitingar sl. laugar- dag og blaðamaður Dags leit við. Saga skálans er löng því allt frá stofnun skátafélagsins Andvara, árið 1929, hefur slík bygging átt að rísa. Það var samt ekki fyrr en árið 1984 sem farið var að safna skipulega f sérstakan skálasjóð og á afmælisárinu 1989 var komin dágóð upphæð í sjóðinn og því farið að leita að stað fyrir skálann. Óskar Magnússon, bóndi að Brekku og einn af stofn- endum Andvara, bauð þá fram svæði sem hentaði prýðilega og þar var ákveðið að skálinn skyldi rísa. Samningar við Byggingafélagið Hlyn voru undirritaðir 13. mars 1990 og 23. ágúst í fyrra var skál- inn fluttur nánast fullsmíðaður frá Sauðárkróki og komið fyrir. Strax í október 1990 var farið í fyrstu útileguna í Brekkusel eftir að búið var að afhenda skátafé- laginu skálann formlega. í dag er búið að smíða stóran pall fyrir framan skálann og skóg- ræktargirðing er komin norðan við hann. Þar gróðursetti forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadótt- ir, þrjár birkiplöntur þann 23. ágúst sl. um leið og hún vígði skálann. Næstu byggingar á svæðinu eru kamrar og geymslu- skúr og er ætlunin að reyna að koma þeim upp í haust að sögn Ingu H. Andreassen, félagsfor- ingja. Öflugt skátafélag Inga segir að skálinn verði örugg- lega notaður mikið, bæði fyrir útilegur og námskeiðahald. Hún segist vonast til að í framtíðinni verði jafnvel komið það gott svæði í kringum hann að hægt verði að halda skátamót í Brekkuseli og ljóslega er áhugi fyrir skátastarfi á Sauðárkróki ekki að dofna eins og sumstaðar annars staðar. En skyldi vera ein- hver skýring á því? „Eg veit svo sem ekki hvort hún er nokkur, en e.t.v. er það vegna þess að á hverju ári er eitthvað stórt að gerast hjá okkur Eilífsbúum. Við höfum farið á mörg stór skátamót og t.d. fórum við til Danmerkur fyrir tveimur árum. Síðan er aldrei að vita nema Brekkusel hafi ákveðið aðdráttarafl, en við eigum örugg- lega eftir að starfa mikið þar enda rúmgott hús sem við sváfum í 26 saman, fyrir skömmu,“ segir Inga H. Andreassen. Dagur óskar Eilífsbúum til hamingju með Brekkusel og þakkar fyrir kaffið. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.