Dagur - 11.10.1991, Blaðsíða 14

Dagur - 11.10.1991, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 11. október 1991 /----------------------------------------------------\ Subaru Legacy er með 16 ventla vél, rafmagni í rúðum, sentral- læsingum. Komið og kynnið ykkur frábæra bíla á ffóðu vrerði. Bílasýning verður í sýningarsal okkar að Bifreiðaverkstæði Sigurður Valdimarssonar, Óseyri 5, laugardaginn 12. október og sunnudaginn 13. október frá kl. 14-17 báða dagana. IMIS5AN Nissan Sunny Sedan 1600, 16 ventlavél, rafmagn í rúðum, sentral-læsingar, upphituð sæti, svo eitthvað sé nefnt á verði frá kr. 869-1135 þúsund. Komið og kynnið ykkur kjör og ræðið við framkvæmdastjóra söludeildar. BSV Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2. ðlðl HÚTEL KEA Laugardagskvöldið 12. október Hinir frábæru HERRAMENN halda uppi stuðinu frameftir nóttu. ★ Uppselt fyrir matargesti ★ í okkar glæsilegu salarkynnum bjóðum við alla aðstöðu fyrir hverslags fundar- og ráðstefnuhald, afmælis- og veislufagnaði, erfidrykkjur o.fl. Hótel KEA Fyrir vel heppnaða veislu Skjaldhamrar Jonasar slá í gegn í Svíþjóð Lánsteatern í Örebro í Svíþjóð frumsýndi í síðasta mánuði leikritið Skjaldhamra eftir Jónas Árnason og hefur sýn- ingin fengið mjög góða dóma í sænskum fjölmiðlum. Skjald- hamrar hafa farið víða en við skulum líta á hvernig frændur okkar Svíar upplifa leikritið. í Katrineholms-Kuriren skrifar Holger Wigerz gagnrýni undir fyrirsögninni „Sköldhammaren - ett masterstycke" og er umsögnin í samræmi við fyrirsögnina. Greinarhöfundi þykir verst að ekkert er fjallað um höfundinn, Jónas Árnason, í leikskránni því þar sé greinilega mjög góður rit- höfundur á ferð eins og meistara- stykkið Skjaldhamrar vitnar um. Hann getur þess hins vegar að upplýsingar um Jónas séu vænt- anlegar fyrir milligöngu íslenska sendiráðsins. Eva Westberg segir í NWT að sýningin á Skjaldhömrum hafi staðið undir stórkostlegum við- tökum áhorfenda. Eva skilur ekkert í því hvers vegna í ósköpunum verkið hafi ekki ver- ið sýnt í Svíþjóð fyrr, en sýning Lánsteatern var frumsýning á Skjaldhömrum þar í landi. Eva segir verkið margslungið, fyndið en þó alvarlegt og það snerti fólk. Sýningin er bæði róleg og spenn- andi og endirinn óvæntur. Hún gerir mikið úr góðum viðtökum áhorfenda og segist sammála konu einni sem stundi upp að sýningunni lokinni: „Þetta er sko leikhús!“ Við erum einnig með úrklippu úr KT og er Benny Abrahamsson sammála kollegum sínum um gæði Skjaldhamra. Hann furðar sig líka á því af hverju leikhúsin í Svíþjóð hafi ekki haft rænu á því að setja upp leikritið fyrr en nú. Benny segir Skjaldhamra magnað verk sem spanni allan til- finningaskalann. Húmorinn kraumar alltaf undir niðri og gýs upp á yfirborðið, ekki sem innan- tómt skop heldur ígrunduð og lævís kímni. Hann segir að leikritið hafi „chaplinskan tón“ og er þá ekki leiðum að líkjast. „Uppfærsla Lánsteatern á Skjaldhömrum er perla í gullfal- legum umbúðum,“ segir Benny í lauslegri þýðingu. Þetta eru ekki amalegir dómar fyrir Jónas Árnason, hið þjóð- kunna leikritaskáld. Verk hans hafa löngum notið mikilia vin- sælda hér á landi og sem dæmi má nefna að samkvæmt samantekt er hann eftirsóttasta leikskáldið hjá áhugaleikfélögum landsins. Og nú eru Svíarnir komnir á bragðið. SS Vái várda de stáende ovationema .ScntditaTi i Orroro b»de Í8r- i ún ídwúir hv ucxi“ tiii Vodccts Hm í De- fors. Dm'. K)-Anfina»de jrUÍHenmgen Inmde iotc ;xi- bjuda in v.D cn rraotár, óct ■ ÍAkúsii Svejjscpmmiaj för isUftdlkc íödaftarcc J^V&as oitsvrcts jriSs. ý .*• rfÖT >n*to att trpp ócnna pflr- tidigarr ár rvir atl flJrstA, n no i r den ctt verldígt \yckx>- t íör <J«n duktiga örebcocav iWea scra vál ÍSrndtar den nddca^ bertfttartcoosten fr&n ru». ú^cÁocb raytobwponna 1? ocfc i 5 drti |9 setKerabo . Aonar*, 3r dr,;>i in- ie lángl a«t bia lill Örrbo PiJ- •xn Sr vS/d 5ren dm resn Varraatolkniní’ív RegMSórcnhAr fnat slciB- nadeti njefiaii de tvi bd’ otika rirtdar hnruifpmooeiTsa koo>- mer í;An. Hai har nxcd jtœ étn- siothet f«oSnger«t fe raJrsfcliga fönmWrande draj som Svr« ðea raesi exniska cxisxcts kan Ajpc tDoraborls RoUftfrrrrm görs iympavkkt trobga. Spo- cáeíít klr blir fjrrraktareo Kor- mak i Ecke Olssom ufrnior- óenlhgt xfcicHiga rolltolbnng. Han fyön os: roed med!5mla •och beundrai.. Vfcrdig notpóS Jlr löjíoanx Snnton eOe» Cathe- en mycfcrt kocrúsk och eyrni I Tisk blyg man Spíooca, J f Marftibes ár cn lc/nt som (r? sijilk med dittatn och hui mrdar, Maior SK»nr, Ou; i.lddCn. mocbiMcn li?! vakTanrn En/úrlifjknamd' rrvlsande v3ia föcnomar nuiitSrcr ulan cnánskficVt. v’>TerríLskande' siní Historico soir. bcrattas k í de rolif. odh spfcnnanóe J2 l blrr tJock bell or3ntat och ' en stark uppJevclse tack v.l Lars-Erik Undéns eenomtJuk^ sccnofrari. Slut«xr»ens dd f har tidigare sJ-ymtat orb gi’ ett miktigi ip.tryck. óctu •TÍi'fcr i sl""^«yn. Umsögn um Skjaldhamra í blaðinu NWT mánudaginn 16. september. Sænskir fjölmiðlar lofa mjög verkið og sýn- ingu Lansteatern. Fundur norrænna kirkjuhjálparstofnana: Kyunt ný upplýsinga- tækni á geisladiskum Framkvæmdastjórar og fulltrúar upplýsingadeilda hjálparstofnana kirkna á Norðurlöndum héldu nýlega fund sinn á íslandi og sátu hann hátt í 20 manns. Rædd voru sameiginleg mál, skipst á reynslu og fréttum og greint frá ýmsum nýjungum, m.a. sýndar myndir sem spilaðar voru af geisladiski. Peter Hövring frá Folkekirk- ens Nödhjælp í Danmörku kynnti þessa nýju geisladiska- tækni. Um er að ræða geisladisk á stærð við venjulega hljómplötu og þarf því að nota sérstakan geislaspilara sem fenginn var að láni hjá Námsgagnastofnun. Hægt er að safna inn á diskinn kyrrmyndum, myndbandsupp- tökum ásamt hljóði. Danska hjálparstofnunin mun í samvinnu við breska aðila kanna í vetur hvernig þessi upplýsingatækni nýtist en líta má á geisladiskinn sem eins konar safn eða mynd- skreytt uppflettirit með hljóði. Diskur með upplýsingum hefur verið lánaður nokkrum hópum kennara sem meta eiga hvernig hægt sé að nýta hann í fræðslu- starfi. Skipst var á upplýsingum um það sem framundan er í starfi stofnananna heima fyrir. Þannig hyggst sænska hjálparstofnunin hefja mikla herferð til að freista þess að fjölga föstum stuðnings- mönnum sínum. Þeir eru nú um 15 þúsund og verður stefnt að því að hópurinn telji allt að 100 þús- und manns á næstu árum. Norska Hjálparstofnun kirkjunnar á um 40 þúsund manna stuðningshóp og fer nú fram athugun og skil- greining á því hvernig sá hópur er samansettur. Kannaður verður aldur, tekjur og fleira og upplýs- ingarnar notaðar til að reyna að fá fleiri stuðningsmenn. Á fundi framkvæmdastjóranna var rætt um stöðu mála í Eystra- saltsríkjunum og Austur-Evrópu svo og um aðstoð við hungraða í Afríku. Finnum var falið að hafa ákveðna forgöngu um samband við Eystrasaltsríkin varðandi hugsanlega aðstoð og fram kom að allar stofnanirnar eru enn að senda hjálpargögn til Afríku- ríkja. Þá var rætt um að auka og efla samstarf stofnananna á sviði neyðarhjálpar enda eru þær vel í stakk búnar til að bregðast skjótt við og koma til hjálpar svo að segja hvar sem er í heiminum. Framkvæmdastjórarnir áttu einn- ig viðræður við fulltrúa utanríkis- ráðuneytisins og voru þeir frædd- ir um helstu þætti í starfi stofnan- anna um þessar mundir. Kuldagallar á börn Stærðir 116-165. Verð kr. 7500. Kuldagallar á fullorðna Stærðir s-xl. Verð kr. 9900. Lúffur og hanskar Verð frá kr. 320. IIIEYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.