Dagur - 11.10.1991, Blaðsíða 16

Dagur - 11.10.1991, Blaðsíða 16
IM® Akureyri, föstudagur 11. október 1991 Sláturtíðin: Samdráttur í slátursölu Fjölskyldutilboð Bautans sunnudagínn 13. október Rjómalöguö spergilsúpa — salatbar — grísa- og kjúklingadúett— bláberjaostakaka kr. 1 .350. Hálft gjald fyrir 6 til 11 ára. Ókeypis hamborgari eða samloka með frönskum og ís fyrir yngstu gestina. Slátursala hjá Sláturhúsi KEA á Akureyri er um 20% minni það sem af er sláturtíð en í fyrra. Óli Yaldimarsson, slát- urhússtjóri, segir að á þessu kunni að vera fleiri en ein skýr- ing en hann rekur þetta að stærstum hluta til þess að minna hafi borið á því í fjöl- miðlum í haust en áður hve sláturkaupin séu hagstæð mat- Hvíta bók ríkisstjórnarinnar: Háskólinn á Akureyri verður efldur - ný lög sett um skólann í vetur Háskólinn á Akureyri hefur meðbyr ríkisstjórnarflokk- anna, ef marka má hvítu bók- ina svokölluðu, starfsáætlun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem kynnt var í gær. í kafla bókarinnar um háskólanám segir að Háskólinn á Akureyri verði efldur á kjörtímabilinu. „Öfl- ugur háskóli á Akureyri fjölgar námsmöguleikum og getur orðið ný vagga menningar- og menntaiífs,“ eins og segir í bókinni. Haraldur Bessason, rektor Háskólans á Akureyri, fagnar þessu og segist hann hafa trú á að skólinn hafi vaxandi byr á næstu árum. Þessi yfirlýsing sýni það. „Ég tek líka eftir að í fjölmiðlum er farið að tala allt öðruvísi um skólann en áður og telja hann með í umræðunni,“ segir Harald- ur. Ný lög um Háskólann á Akur- eyri verða væntanlega samþykkt á komandi þingi en drög að frum- varpinu hafa verið unnin að undanförnu og fengið umsagnir víða. Núverandi lög um skólann renna út næsta vor. Haraldur seg- ir að stærstu atriði þessara nýju laga verði heimild til að setja á fót rannsóknastofnun við skólann. Einnig verði sjávarútvegsbraut skólans lögfest með þessum lögum. Haraldur segir að samkvæmt núverandi fjárlagafrumvarpi fái skólinn ekki fjárveitingu til rann- sóknastofnunar við skólann á næsta ári en hann segist eiga von á að mjög fljótlega rísi hún við skólann. JÓH arinnkaup. „Líka gæti verið að fólk hefði minna milli handanna en áður en að mínu mati ætti fólk að spara þessar færri krónur sem það á í betri matarkaup. Fólk er hugsan- lega líka ragara við að eyða pen- ingunum vegna óvissu framund- an. Samningar eru iausir og kannski er fólk varkárt þess vegna,“ segir Óli. Eftir að slátrað hafði verið 16000 dilkum í sláturhúsinu var meðalvigtin 15,4 kíló. Óli segist reikna með að þegar upp verði staðið verði vigtin tæp 15 kíló. Róleg sala hefur verið í nýju kjöti, að sögn Óla, en mun líflegri sala hefur verið í gömlu og frosnu kjöti. „Svo merkilegt sem það er þá virðist sumt fólk vilja þetta frekar en nýja kjötið,“ sagði Óli. JÓH Árekstur varð í Gilinu síðdegis í gær og forvitnir áhorfendur af lóð Barnaskóla Akureyrar létu ekki á sér standa. Mynd: Golli Akureyringar hafa verið drjúgir við kaup á nýjum bílum á þessu ári: Kaupa íjögurra milljóna króna bfla eins og ekkert sé - flárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir samdrætti í innflutningi nýrra bfla á næsta ári I forsendum fjárlaga fyrir næsta ár er gert ráö fyrir að fluttir verði inn hátt í tólf þús- und bílar á þessu ári saman- borið við tæplcga níu þúsund bíla á síðasta ári. Gangi þessi spá eftir er hér um að ræða þriðjungs aukningu milli ára. Þessi aukning á bifreiðainn- flutningi kemur heim og saman við hljóðið í söluaðilum nýrra bíla á Akureyri, sem Dagur hafði tal af í gær. Þeir báru sig allir vel og sögðu að þetta ár væri svipað eða betra í sölu nýrra bíla en árið 1990. í fjárlagafrumvarpinu er því spáð að bifreiðainnflutningur dragist saman um fimmtung á næsta ári og verði svipaður og árið 1990. Gert er ráð fyrir rneiri samdrætti í innflutningi atvinnu- bíla en fólksbíla. Forsendur spár- innar er óvenju mikill innflutn- ingur á þessu ári og spár um minnkandi kaupmátt á næsta ári. Samkvæmt samtölum í gær við bílasala á Akureyri hefur verið líflegt í sölu nýrra bíla á þessu ári. Að sama skapi er frantboð af notuðum bílum mjög mikið. Oddur Helgason hjá BSA, sem selur Suzuki-, Mazda- og Ford- bíla, segir að menn geti ekki ann- að en brosað út í annað vegna mikillar bílasölu á þessu ári. Arið komi mun betur út en fyrra ár. Einkunt sagði Oddur að væri mikil hreyfing á fjórhjóladrifsbíl- um um þessar mundir. Hjá Kára Agnarssyni hjá Bíla- vali, sem selur Renault og BMW, fengust þær upplýsingar að aðeins væri farið að draga úr sölunni, enda kominn sá tími að búast mætti við minni hreyfingu. Kári taldi að gamlir bílar væru teknir upp í nýja í að minnsta kosti 50% tilfella. Sigurður Valdimarsson, hjá samnefndu bifreiðaverkstæði, sem selur japönsku bílana Nissan og Subaru, bar sig vel og sagði vera jafna og þétta sölu á Nissan- bílunum. Hins vegar hefði hægt á sölu Subaru-bílanna, en fastlega mætti búast við að lifnaði aftur yfir henni þegar byrjaði að snjóa. Sigurður sagði viðbúiö að yrði samdráttur í bílasölu á næsta ári, en hann minnti á að menn hefðu spáð söluhrapi í mörg undanfarin Vegagerð ríkisins á Norðurlandi eystra: Snjómokstur á nokkrum leiðum boðinn út til þriggja ára Vegagerð ríkisins auglýsir nu um helgina útboð á snjómokstri , íþróttahús KA: I notkun eftir viku Stefnt er að því að vígja íþrótta- hús KA um aðra helgi. Eins og fram hefur komið verða áhorf- endabekkir í húsið seinna á ferðinni frá framleiðanda í Bandaríkjunum en gert hafði verið ráð fyrir og því ætla KA- menn að setja upp bráða- birgðabekki í húsið og taka það í notkun. Að undanförnu hefur lokafrá- gangur staðið yfir í íþróttahús- inu, s.s. dúklagning í salnum sjálfum. Sigmundur Þórisson, formaður KA, segir að sú hug- mynd hafi komið upp að taka húsið í notkun 18. október en þá á meistaraflokkur KA í hand- knattleik heimaleik við FH. Því hafi verið ákveðið að setja upp áhorfendabekki til bráðabirgða. Sigmundur segir að nýju bekkirn- ir komi að utan í byrjun nóvem- ber en lítil röskun eigi að verða á starfsemi hússins meðan þeir verði settir upp. JÓH á nokkrum leiðum í Norður- landsumdæmi eystra veturna 1991-1993. Um er að ræða leiðir þar sem hægt er að moka með bflum. Boðinn er nú út mokstur á fleiri leiðum en áður hefur verið gert í umdæminu og segir Sigurður Oddsson, umdæmistæknifræðingur hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri, að þetta komi í framhaldi af góðri reynslu af útboðum sem þessum á síðustu árum. í Norður-Þingeyjarsýslu er um að ræða mokstur á leiðinni frá Kópaskeri að Raufarhöfn og flugvelli við Hól. Einnig verður boðin út leiðin frá flugvellinum við Hól að Þórshöfn og út á flug- völl á Sauðanesi. I Suður-Þingeyjarsýslu verður boðinn út mokstur á leiðinni Húsavík-Kross í Ljósavatns- skarði-Fosshóll. Þessari leið fylg- ir flugvallarvegur í Aðaldal. Einnig verður boðin út leiðin frá Krossi að Víkurskarði. í Eyjafjarðarsýslu verður boð- in út leiðin frá Akureyri til Grenivíkur og hins vegar leiðin frá Akureyri að Hrafnagili en þessari leið fylgir afleggjari að Kristnesspítala. Að sögn Sigurðar munu fylgja reglur fyrir mokstur á hverri leið samkvæmt snjómokstursreglum. Tilboðum þarf að skila inn fyrir kl. 14 21. október næstkomandi. Miðað er við að verktakar hafi tekið við leiðunum fyrir 4. nóvember. JÓH ár, en það hefði ekki enn gengið eftir. Hjá Oddi Óskarssyni, sölu- ntanni hjá Höldi, sem selur m.a. Mitsubishi-bílana, hefur verið mjög góð sala að undanförnu. Einkum sagði hann að gerðirnar Colt og Pajero-jepparnir hefðu selst grimmt og fyrir lægju pant- anir í síðarnefndu gerðina til ára- móta. Oddur sagði æ algengara að menn skiptu 2ja til 3ja ára gömlum bílum upp í nýja. Sigurgeir Sigurpálsson hjá Skálafelli, sem hefur urnboð fyrir Skoda, Peugeot og Cheeroke, sagði að sala í nýjum bílurn hefði aftur tekið kipp eftir dvínandi sölu síðla suniars. Hann sagði að gífurlega mikið væri um að not- aðir bílar væru látnir upp í nýja og þessir viðskiptahættir hefðu aukist mjög. Sigurgeir sagði ganga mjög vel hjá umboðinu að selja aftur uppítökubílana. Stórholt selur Toyota-bílana. Hjá Þorsteini Ingólfssyni þar á bæ fengust þær upplýsingar að þetta ár kæmi mun betur út en í fyrra. Búið væri að selja á annað hundrað bíla það sem af er þessu ári. Þorsteinn sagði ekki hægt að merkja peningaleysi hjá fólki og nefndi í því sambandi að á einum mánuði hefði Stórholt selt nokkra ríflega fjögurra milljóna króna bíla. Kaupendur þessara dýra bíla væru allir frá Akureyri. Knútur Valmundsson, sölu- maður hjá Þórshamri, sem selur m.a. Honda, Daihatsu og Isuzu, sagði að salan væri tekin að hægja aðeins á sér eftir góða vertíð. Hann nefndi að töluvert væri um að ungt fólk keypti dýra nýja bíla með lítilli útborgun og afganginn á skuldabréfi til allt að þriggja ára. Margir kaupendur gerðu sér enga grein fyrir að greiðslubyrðin af slíkum lánum gæti numið hátt í 40 þúsund krónum á mánuði. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.