Dagur - 12.10.1991, Page 2

Dagur - 12.10.1991, Page 2
2 - DAGUR - Laugardagur 12. október 1991 Fréttir Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Laxár hf., um gagnrýni framkvæmdastjóra Ewos hf.: í meira lagi hæpið að hluthafar standi ekki við skulbindingar sínar Lauffall í Lystigarði. Mynd: Golli Sjálfsbjörg: Félagsstarf vetrarins hafið Guðmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Laxár hf., vísar á bug þeim ummælum Árna Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra Ewos hf., í Degi og Morgunblaðinu, að Laxá hf. Þriggja manna starfshópur vinnur nú að því á Hvamms- tanga að koma á laggirnar æskulýðsmiðstöð fyrir ungl- inga staðarins. Upphaflega ætlaði hreppsnefnd að ráða einn mann til verksins, en síð- an var ákveðið að sinna þessu í hópvinnu. Bjarni Þór Einarsson, sveitar- stjóri Höfðahrepps, segir að unn- ið sé að undirbúningi af fullum krafti og starfshópurinn sé búinn Akureyri: Útvegsmenn funda Utvegsmannafélag Norðurlands efnir til aðalfundar á Akureyri á mánudag. Fundinum var frestað þegar halda átti hann fyrir skömmu en nú er gerð önnur til- raun. Fundurinn verður að Hótel KEA og hefst kl. 14. undirbjóði samkeppnisaðila sína. Guðmundur segir að ef verð hjá Laxá séu lægri en hjá Ewos sé það vegna þess að vel hafi tekist til með hagræðingu í rekstri að leggja fyrir hreppsnefnd drög að starfseminni. Æskulýðsmið- stöðin verður til húsa í gamla samkomusal Félagsheimilisins á Hvammstanga og segir Bjarni að töluverðar fjárhæðir þurfi til að koma starfseminni í endanlegt form, en ekki séu nema 500 þús. krónur til verksins á fjárhagsáætl- un þessa árs. Hann segir að sú fjárhæð verði að minnsta kosti látin renna til starfseminnar, en hvorki sé búið að taka afstöðu með eða á móti aukafjárveitingu til æskulýðsmiðstöðvarinnar. Starfshópurinn vinnur að þessu verkefni í samráði við æskulýðs- og íþróttanefnd Höfðahrepps og er stefnan að útbúa í félags- heimilinu aðstöðu til að vera með „opið hús“ þar sem unglingar geti starfað að sínum áhugamálum. „Markmiðið með þessu er að vekja áhuga unglinganna á að finna sér holl og góð áhugamál og skapa þeim aðstöðu til að vinna að þeim,“ segir Bjarni og vonast hann til að starfsemin komist sem fyrst af stað. SBG Laxár. Hann segir að vera megi að Laxá hf. bjóði lægra verð, sem sé allt annað en undirboð, enda sé Ewos hf. engin opinber við- miðun, hvorki hér heima né ann- ars staðar. „Vegna þeirra ummæla, sem framkvæmdastjóri Ewos hf. við- hefur um hluthafa í Laxá hf., skal það undirstrikað að Laxá hf. er hlutafélag og hvort Akureyrar- bær, Byggðastofnun eða aðrir eru hluthafar gefur ekki sérstak- lega tilefni til lægra verðs á vör- um félagsins. Á það má benda, að einmitt þessir fyrrnefndu aðil- ar voru hluthafar í ístess hf. og að Ewos hf. bauð þá lægra verð en ístess hf. gerði,“ segir Guð- rnundur. Hann tekur fram að Laxá hf. leigi fóðurverksmiðjuna af þrotabúi ístess hf. og því sé fullyrðing Árna um að hluthafar í Laxá hf. leigi verksmiðjuna af sjálfum sér, röng. Hluthafar í Laxá hf. stjórni ekki þrotabúinu, heldur opinber bústjóri. „Hins vegar skal á það bent, að nokkrir hluthafar í Laxá hf., sem einnig voru hluthafar í ístess hf., eiga líklega stærstan hluta krafna í þrotabúið. Ef þær kröfur fást ekki greiddar munu þessir aðilar sitja uppi með tapið og því er í meira lagi hæpið að fullyrða að þeir standi ekki við skuldbinding- ar sínar, sérstaklega sé miðað við hvernig gjaldþrot ístess hf. bar að. Það er að sjálfsögðu út í hött að segja að þeir aðilar sem að Laxá hf. standa séu að koma inn á fóðurmarkaðinn nú í samkeppni við Ewos hf. Flestir þessara aðila voru með í ístess hf., sem var á þessum markaði á undan Ewos hf., bæði hér heima og í Færeyj- um,“ segir Guðmundur Stefáns- son. óþh Sjálfsbjörg félag fatlaðra á Akur- eyri og nágrenni hefur hafið félagsstarfið á nýbyrjuðu hausti. Spiluð er félagsvist annað hvort fimmtudagskvöld kl. 20.00 í samkomusal Dvalarheimilisins Hlíð. Föndurnámsskeið hefst 12. október í félagssal Sjálfsbjargar að Bjargi, neðri hæð. Kennt verður: kortagerð, barmnælur, eyrnaíokkar, hálsmen og lykla- hringir úr svokölluðu undra- plasti. Haldinn verður almennur fund- ur í samkomusal Dvalarheimilis- ins Hlíðar laugardaginn 2. nóv. kl. 13.30. Fundarefni: heima- hjúkrun og heimaþjónusta. Gest- ir og frummælendur verða: Val- gerður Jónsdóttir, Björn Þór- leifsson og Jóhann Pétur Sveins- son. Þessi fundur er öllum opinn sem áhuga hafa á. Jólaföndur verður að Bjargi síðari hluta nóvember og hefð- bundin jólatrésskemmtun milli jóla og nýárs. Þessir liðir verða nánar auglýstir síðar. Fengist hefur afsláttur á vörum og þjónustu hjá nokkrum fyrir- tækjum á Akureyri fyrir Sjálfs- bjargarfélaga. Fá þeir félagar sem gert hafa skil á árgjöldum lista yfir gefendur afsláttar en sá listi verður gefinn út af Lands- sambandinu og er í vinnslu. Hvammstangi: Unnið að mótun æskulýðsstarfs Viðbrögð við heimsmeistaratign íslenska briddslandsliðsins Hörður Blöndal, Akureyri: Fyrirliðiim bjó til heUsteypt íið „Þessi stórkostlegi árangur íslenska landsliðsins er ekki alveg út í hött, þó manni hafi kannski þótt það fyrir viku eða hálfum mánuði síðan,“ sagði Hörður Blöndal, stjórnarmaður í Bridge- sambandi íslands í samtali við Dag. „Ef maður lítur aðeins til baka, þá varð íslenska sveitin í 4.-5. sæti á Evrópumótinu 1987 og Norðurlandameistari árið 1988. Það er viss vísbending um það að við höfum verið að koma upp með sterkt lið og þó svo að einhverjar breytingar hafi orðið á liðinu er þetta sami kjarninn. Einnig náðist mjög góður árang- ur á Evrópumótinu í ár, þannig að efniviðurinn er til staðar. Það má segja að fyrirliðanum hafi í fyrsta skipti tekist að temja spilarana og stjórna þeim en því hefur oft verið öfugt farið. í Jap- an var það fyrirliðinn sem stjórn- aði og hann bjó til heilsteypt lið og þetta virkaði sem lið en ekki sem einstaklingar og pör og það gerði gæfumuninn á þessu móti. Það sem okkur vantar í fram- haldi af þessum árangri er að gefa þessum spilurum og fleirum tækifæri á að taka þátt í mótum erlendis, bæði til þess að skólast og venjast þeirri hörku sem því fylgir. Að lokum vil ég óska landsliðinu til hamingju en þeir eru vel að þessu komnir og sköp- uðu manni ógleymanlega nótt.“ Guðmundur Hákonarson, Húsavík: Mikil lyftistöng fyrir íþróttina „Þetta er hreint stórkostlegur árangur hjá landsliðinu og ég held að þetta eigi eftir að verða mikil lyftistöng fyrir briddsíþrótt- ina í landinu," sagði Guðmundur Hákonarson í samtali við Dag. „Ég hef fylgst nokkuð vel með strákunum og vakti síðustu klst. í nótt á meðan lokaslagurinn stóð yfir. Framkoma okkar manna hefur án efa vakið mikla athygli í Japan. Þeir hafa ábyggilega verið með bros á vör og verið landi og þjóð til sóma. Ég held að menn hafi ekki átt von á þessum glæsta árangri. Menn voru að gæla við að þeir kæmust í undanúrslit, með því að t.d. að ná fjórða sæti í sínum riðli en að þeir kæmu heim sem heimsmeistarar er eitthvað sem menn ekki reiknuðu með. Þetta er sennilega besti árangur sem náðst hefur í flokkaíþrótt á ís- landi og þar er hlutur fyrirliðans ómetanlegur.“ Jón Sigurbjörnsson, Siglufirði: Frábær árangur hjá strákunum „Maður er búinn að vaka síðustu þrjár nætur og sér ekkert eftir því. Þetta er alveg frábær árang- ur hjá strákunum,“ sagði Jón Sig- urbjörnsson í samtali við Dag. „Það hafði svo sem hvarflað að mönnum að hægt væri að ná góð- um árangri með góðu og samstilltu liði, án þess þó að maður hafi þorað að vonast eftir slíkum árangri áður en lagt var af stað. En eftir fyrstu leikina var alveg ljóst að það gat allt skeð. Það hafa margir rætt bridds við mig en síðustu daga hafa allir tal- að við mig um bridds, jafnt þeir sem spila og aðrir. Hér á Siglu- firði hafa menn fylgst spenntir með framvindu mála líkt og ann- ars staðar. - Og það er alveg ljóst að áhuginn fyrir spilinu á eftir að aukast mjög mikið og því verða forsvarsmenn félaganna að standa klárir á því að taka á móti nýju fólki. Þetta er einmitt íþrótt sem menn geta stundað svo lengi sem þeir hafa eitthvert vit í koll- inum.“ Kristján Blöndal, Sauðárkróki: Sigur allrar þjóðarinnar „Þetta er frábær árangur hjá strákunum og mun betri en ég átti von á. Ég hafði gælt við að þeir kæmust í átta liða úrslit en að þeir færu alla leið hafði ekki hvarflað að mér,“ sagði Kristján Blöndal í samtali við Dag. „Þessi árangur er sigur allrar þjóðarinnar og kemur örugglega til með að auka áhuga á bridds- íþróttinni hér á landi. Það sýndi sig á tveimur mótum hér á Sauð- árkróki eftir að heimsmeistara- mótið hófst. Á fyrra mótið mættu 8 pör en á það seinna 16 og það má örugglega rekja að einhverju leyti til þeirrar umfjöllunar sem íþróttin hefur fengið að undan- förnu. Forsvarsmenn félaganna koma örugglega til með að nýta sér þá bylgju sem nú gengur yfir og von- andi eiga félögin eftir að stækka mikið á næstunni. Þegar Fisher og Spassky tefldu hér á sínum tíma, komu margir snjallir skák- menn fram á sjónarsviðið og von- andi verður j^að eins í bridds- inum.“ Unnar Atli Guðmundsson, Hvammstanga: Erfitt að finna lýsingarorð „Það er erfitt að finna lýsingar- orð yfir þennan stórkostlega árangur. Aðdragandinn hefur verið skemmtilegur og allir þeir sem hafa stáðið að þessu eiga hrós skilið,“ sagð Unnar Atli Guðmundsson í samtali við Dag. „Hér á Hvammstanga hafa menn fylgst með landsliðinu af miklum áhuga. Við höfum mik- inn áhuga á því að nýta okkur þann meðbyr sem er með íþrótt- inni nú og ætlum m.a. að bjóða upp á briddskennslu. Það hefur verið allt of lítil endurnýjun í félaginu en við munum taka vel á móti því fólki sem hefur áhuga á því að starfa með okkur.“ Unnar Atli sagði einnig að félögin á Norðurlandi vestra ætl- uðu að sameinast um að veita landsliðinu fjárstuðning. -KK

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.