Dagur


Dagur - 12.10.1991, Qupperneq 3

Dagur - 12.10.1991, Qupperneq 3
Laugardagur 12. október 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Sfldarverksmiðjur ríkisins: Hafa fengið ríkisábyrgðarlán sem léttir róðurinn töluvert - Siglfirðingar æstir í að hefja bakstur á árlegri „loðnuköku“ Síldarverksmiðjur ríkisins hafa nú fengið afgreitt ríkisábyrgð- arlán, en þeim var heimilt að taka allt að 300 milljónir króna lán til þess að létta þungbær- ustu lánunum af fyrirtækinu. AHt er til reiðu hjá Sfldarverk- smiðjum ríkisins á Siglufirði fyrir móttöku loðnu og orðaði Kristján Möller, forseti bæjar- stjórnar Siglufjarðar, það svo í samtali við Dag í gær að menn væru farnir að brjóta eggin í tertuna, en sú hefð hefur skap- ast að áhöfn þess skips, sem færir fyrsta loðnufarminn á land á Siglufirði á hverri vertíð, fær veglega rjómatertu að launum. Tíðindi um loðnutorfur úti fyr- ir Vestfjörðum koma að sögn Kristjáns heim og saman við fréttir frá fjölda skipstjórnenda í sumar og haust um loðnu á svæð- inu frá Kolbeinsey og vestur úr. „Sigluvíkin kom á dögunum af Kolbeinseyjargrunninu og hún var með þéttriðið troll af loðnu. Ég tók sýni af henni og sendi suð- ur til fiskifræðinganna. Þessi loðna var allt að sautján sentí- metrar að lengd,“ sagði Kristján. „Ég trúi ekki öðru en að verði bullandi loðna. Það verður bara að fara gefa út leyfi til að veiða hana. íslensk þjóð þarf á því að halda að fá svona lottóvinning, ef menn ætla ekki að drepast ofan í klofið á sér um allt land. Ég held meira að segja að Kringlan í Reykjavík hafi þörf fyrir að loðnuveiðar verði íeyfðar. Ég var þar í vikunni og hitti nokkra verslunareigendur að máli og þeim bar saman um að verslunin hafi aldrei verið jafn döpur. Mér finnst það vera huggun harmi gegn,“ bætti hann við. Stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins kom saman til fundar í vik- unni og fór yfir rekstrarstöðu þeirra. Að sögn Kristjáns Möller, sem sæti á í stjórninni, er nokkru bjartara yfir stöðu SR nú, enda hefur fyrirtækið loks fengið afgreitt í íkisábyrgðarlán, sem því var heimilað að taka. Lánið var nýtt til að borga þær skammtíma- skuldir, sem þyngstar lágu á rekstri SR. Þorsteinn Pálsson, sjávar- útvegsráðherra, kynnti sl. þriðju- dag frumvarp í ríkisstjórninni um að breyta Síldarverksmiðjum ríkisins í hlutafélag. Við það er miðað að þessi breyting eigi sér stað um næstu áramót, en þá rennur út umboð núverandi stjórnar Síldarverksmiðjanna. óþh Strákagöng opnuð: „Allt önnur göng“ Glerór- 'yCftfl^ götu 20 Gildir laugardagskvöld og sunnudagskvöld Veislueldhús Greifans Menu Laxatvenna m/hunangsdillsósu Léttsteiktar gœsabringur m/eplasalati og sykurgljóðum kartöflum ísdúett m/portvínslegnum perum 1.980,- ★ Frí heimsendingarþjónusta föstudags- og laugardagskvöld til kl. 04.30. aWWV^ - lýsing þó ófrágengin Strákagöng voru opnuö fyrir umferð sl. fimmtudag eftir miklar endurbætur. Þær upp- lýsingar fengust hjá lögregl- unni á Siglufirði aö umferð hefði gengið vel og ökumenn væru mjög ánægðir með göngin. Enn væri þó eftir að ganga frá lýsingu í þeim. „Þetta eru allt önnur göng og við skulum bara vona að það komi ekki upp leki eftir á. Það hefur aldrei fengist malbik þarna í lagi því það hefur alltaf rignt ofan í það. Nú hefur orðið mikil breyting," sagði lögregluþjónn sem Dagur ræddi við. Göngin voru fóðruð, frárennsl- islagnir endurbættar svo og slitlag. Ökumenn keyra því í gegnum þurr göng á sléttum vegi en lýsingin er ekki komin í endanlegt horf. Búist er við það séu nokkrar vikur í það. SS Allir eiga að sitja öruggir í bíl. Notum bílbelti - alltaf I UMFERÐAR Iráð Midaverð: 250 kr. / Attþú númer í sjóðnum? . i ./ -»

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.