Dagur - 12.10.1991, Page 8

Dagur - 12.10.1991, Page 8
8 - DAGUR - Laugardagur 12. október 1991 Heilsupósturinn Erum Einar Guðmann við betur sett með sætuefiii? Pað fer ekki framhjá neinum sem á annað borð les að ein- hverju marki utan á umbúðir þeirra neysluvara sem hann kaupir hjá kaupmanninum á horninu að notkun svokailaðra sætuefna hefur stóraukist á undanförnum árum. Byrjað var að nota sætuefni á stríðsárunum að einhverju marki þegar skort- ur varð á sykri. Eftir það var byrjað að framleiða ýmsar teg- undir af alls kyns „megrunar- vörum“ sem reyndar voru til að byrja með fyrst og fremst ætlað- ar sykursjúkum. Þróunin varð síðan sú að almenningur tileink- aði sér jjessi efni með tíð og tíma. Astæðan fyrir því að almenningur hóf að neyta sætu- efna í auknum mæli er ef til vill fólgin í þeirri vitneskju sem smám saman skapaðist um skaðsemi venjulegs sykurs. Þar er aðallega átt við offitu, tann- skemmdir, áhrif hans á blóðsyk- ur og þá staðreynd að í sykri eru margar hitaeiningar en lítil sem engin næringarefni að fá. En er sú þróun sem við erum lögð af stað út í æskileg? Erum við eitthvað betur sett með þessi sætuefni í staðinn fyrir sykur? Ekki er hægt að neita því að nokkuð mikil umræða hefur verið um neikvæð áhrif þessara efna. Öll efnin sem eru á markaði hérlendis hafa farið í gegnum miklar rannsóknir á vegum fjölmargra nefnda og rannsóknarstofnana. Ein aðal stofnunin sem metur þessi efni meðal annars er JECFA (Joint Expert Committtee on Food Additives) en það er sérfræði- nefnd á vegum sameinuðu þjóð- anna. Þessi nefnd ásamt öðrum hefur það verk með höndum að ákvarða svokallað markgildi fyrir aukefni en það er það magn sem óhætt er talið fyrir fólk að borða án þess að ástæða sé til að ætla að það valdi heilsu- tjóni þó efnisins sé neytt alla ævi. Við skulum líta á nokkur af þeim efnum sem notuð eru einna mest hér á landi. Eitt vinsælasta sætuefnið sem hefur verið notað hér á landi í stað sykurs er sakkarín. Sakkarín er leyft til notkunar í matvælum í fjölmörgum löndum en uppi hafa verið raddir sem halda því fram að það sé hugsanlega krabbameinsvaldandi eða í það minnsta krabbameinshvetjandi. Á umbúðum hér á landi eru engar sérstakar merkingar til að vara við neyslu á sakkaríni en í Bandaríkjunum eru vörur merktar sérstaklega með aðvör- un þar sem fram kemur að neysla vörunnar geti skaðað heilsuna og að rannsóknir á sakkaríni hafi sýnt að það geti valdið krabbameini í tilrauna- dýrum. Hvað bráð eituráhrif sakka- ríns varðar hafa rannsóknir leitt í ljós að þau eru lítili. Aftur á móti hafa fengist mismunandi niðurstöður þegar rannsakaðar voru krónískar vefjaskemmdir og krabbamein. Á því sviði hef- ur ekki verið sýnt fram á að sakkarín hafi verið valdur krabbameins hjá öpum, hömstrum og músum. Hjá rott- um kom ekkert fram þegar mið- að var við einn ættlið en hins vegar hefur sakkarín valdið krabbameini í þvagblöðru hjá karlkyns rottum í tveggja ætt- liða rannsóknum. Fyrri ættlið- urinn hafði þá fengið gífurlegt magn af sakkaríni en það var um 1% af því fóðri sem þær borðuðu alla ævina. JECFA nefndin álítur að allt að 1% fóð- urs í langvarandi inntöku hafi ekki krabbameinsvaldandi áhrif. Það samsvarar um 500 mg á dag á hvert kíló líkamsþyngd- ar. Markið sem miðað er við fyrir fólk er 2.5 mg á hvert kíló líkamsþyngdar en vaninn er að hafa leyfilegt magn verulega lágt öryggisins vegna. Hins veg- ar má eflaust deila um hversu óhætt þetta magn er. Greinar- höfundi varð litið á lítinn Hermesetas pillubauk með hreinu kristalls sakkaríni í sem inniheldur 12.5 mg í hverri töflu og ætlaður er til þess að sæta kaffi, te og annað álíka en sam- kvæmt því mætti meðal maður ekki borða nema rétt rúmlega tvær töflur á dag. Það er þó ekki meira en það sem sumir nota út í einn kaffibolla. Hvað ef þessi tiltekni meðal maður sem mark- gildið er miðað við, drekkur 10 bolla af kaffi á dag og notar allt- af sætuefni? Þá er hætt við að skammturinn sé orðinn í hærri kantinum. Flcstar rannsóknir sýna þó að sakkarín veldur ekki erfðaleg- um breytingum á frumum og binst ekki DNA arfberunum á sama hátt og flest krabbameins- valdandi efni gera. Aftur á móti er sýnt fram á að efnið hefur krabbameinshvetjandi áhrif í tilraunadýrum sem þýðir að það hafi áhrif á virkni efna sem geta valdið krabbameini. En snúum okkur nú að sýkla- mati (cyklamate). Sætuefnatöfl- ur með sýklamati voru mark- aðssettar í Bandaríkjunum árið 1949 og síðan hefur notkun þess aukist verulega. En árin 1969 og 1970 voru gerðar rannsóknir á tengslum þess við krabbamein og í kjölfar rannsóknanna var það bannað þar sem sýnt var fram á að meðal annars gæti efnið valdið krabbameini í til- raunadýrum. Aftur á móti hefur því banni víðast hvar verið aflétt þar sem síðari rannsóknir bentu til þess að það ylli ekki krabbameini! Samt sem áður var það ekki leyft að nýju í Bandaríkjunum og Bretlandi. Samkvæmt þeim heimildum sem greinarhöfundur hefur ætl- uðu Bandaríkjamenn og Bretar að taka afstöðu til þess hvort leyfa ætti sýklamat að nýju árið 1987 en ekki hefur enn neitt rekið upp á fjörur mínar sem bendir til þess að það hafi verið gert. ítrekaðar rannsóknir hafa bent til þess að hugsanlegt sé að sýklamat sé krabbameinshvati eins og sakkarín en hins vegar var það ekki talið geta bundist arfberum og valdið þannig krabbameini. Þarna er greini- lega margt órannsakað en síð- ustu niðurstöður rannsókna benda í það minnsta ekki til þess að það sé krabbameins- valdandi. Aspartam er sennilega á toppi vinsældalista sætuefna hér á landi í dag en það er betur þekkt undir nafninu Nutra Sweet. Óhætt er að segja að fá efni hafa verið eins vel rannsök- uð áður en þau hafa verið markaðsett fyrir alvöru og Aspartam. Árið 1974 fékkst leyfi til að nota það sem borð- sætuefni og sem sætuefni í nokkrar tilteknar fæðutegundir en síðan komu upp á yfirborðið mótmæli sökum þess hversu lít- ið það hafði verið rannsakað. Það var því ekki fyrr en 1981 sem það var leyft að nýju eftir langar og miklar rannsóknir. Aspartam eða Nutra Sweet er byggt að hluta til úr tveimur amínósýrum og kenningar hafa skotið upp kollinum um það að mikil aukning á þessum sýrum í blóðinu geti komið fram í heila- skemmdum eða röskun á tauga- boðum sem aftur gæti leitt til breytinga á hegðun og skapgerð. Einnig hefur verið bent á að það gæti hugsanlega lækkað svokallaðan krampa- þröskuld hjá flogaveiku fólki en flogaveiki stafar einmitt af rösk- un á taugaboðum í heilanum. Það er ekki gott að sjá hvar þetta endar. Þessi sætuefni hafa ákveðna kosti umfram hinn venjulega sykur en það undar- lega er að þrátt fyrir hina gífur- legu aukningu á neyslu sætu- efna þá hefur heildarneysla íslendinga á venjulegum sykri ekki minnkað. Hugsanlega er það vegna þess að við höfum verið að elta skottið á okkur sjálfum með því að láta sætu- bragð koma í staðinn fyrir sætu- bragð og viðhaldið þannig þörf- inni fyrir að borða alltaf eitt- hvað sætt í stað þess að taka upp heilnæmari matarvenjur. Takiö eftir! Glæsilegt úrval áklæða og gluggatjaldaefna á ótrúlegu verði, frá kr. 280,- pr. m. Svampdýnur í öllum stærðum. Eggjabakkadýnurnar vinsælu! Svampur og Bólstrun Austursíðu 2, sími 96-25137. ARU Subaru Legacy er með 16 ventla vél, rafmagni í rúðum, sentral- læsingum. Komið og kynnið ykkur frábæra bíla á góðu verði. K Bílasýning verður í sýningarsal okkar að Bifreiðaverkstæði Sigurður Valdimarssonar, Óseyri 5, augardaginn 12. október og sunnudaginn 13. október frá kl. 14-17 báða dagana. NISSAIM Nissan Sunny Sedan 1600, 16 ventlavél, rafmagn í rúðum, sentral-læsingar, upphituð sæti, svo eitthvað sé nefnt á verði frá kr. 869-1135 þúsund. Komið og kynnið ykkur kjör og ræðið við framkvæmdastjóra söludeildar. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri. Ingvar Helgason hf. sævarhöfða 2. ___________________ ~~___________________/ hjá óviimnim Sofið Borgarbíó sýnir: Sofið hjá óvininum (Sleeping with the Enemy). Leikstjóri: Joscpli Kubin. Aðalhlutverk: Julia Kobcrts og Patrick Bergin. 20th Century Fox 1991. Hinar dæmigerðu kvennamyndir sem ég vil kalla minna mig alltaf á kvæðið eftir Kristján Ólason frá Húsavík: „Góða, mjúka, gróna jörð/græn og fögur sýnum,/ hví er alltaf einhver hörð/arða í skónum mínum?“ Sofið hjá óvininum er í þessum sama dúr, sjálfskaparvíti eiginkonunnar er þó gert skiljan- legra en oft áður því að snar- geggjaður eiginmaðurinn (Patrick Bergin) hótarkonu sinni (Juliu Roberts) öllu illu yfirgefi hún hann. Fljónabandinu er við- haldið með líkamsmeiðingum, ógn og einangrun. Sofið hjá óvin- inum er kvikmynd um baráttu konunnar við að losa sig undan ægivaldi karlsins. Hann virðist hafa öll ráð hennar í hendi sér en hún er slæg og leitar færis. Þegar það gefst grípur hún það, stingur af og reynir að hasla sér nýjan völl í tilverunni. Eiginmaðurinn vill þó ekki láta þar við sitja og hefur eftirgrennslan. Hann vill öllu til kosta að hafa upp á konu sinni aftur. Sofið hjá óvininum er þyngsla- leg kvikmynd. Upphafið er drungalegt og sagan spinnur sig hægt áfram. Kannski er þetta til- raun hjá leikstjóranum, Joseph Rubin, til að læða óhugnaði inn hjá áhorfandanum og fyrirlitn- ingu á eiginmanninum. Óhugn- aðurinn magnast þó ekkert að ráði fyrr en undir lok myndar þegar Rubin grípur til gamal- kunnugra Hitchcock-bragða sem hann beitir af kunnáttu. Miklu fyrr hefur Rubin þó orðið á slíkur fingurbrjótur í leikstjórn sinni að ég man varla eftir öðrum sam- bærilegum í Hollywoodkvik- mynd er státar af stórstjörnum. Til að losna undan handarjaðri eiginmannsins grípur eiginkonan tækifærið þegar þau lenda í vondu veðri á seglskútu og lætur sig hverfa í hafið. Allir halda hana drukknaða og jarðarför fer fram. Rubin heldur sig við þennan þráð; skútuferð, drukknun, jarð- arför. En þá þarf hann til baka í sögunni til að sýna hvernig eig- inkonan ekki einasta bjargaðist úr sjávarháskanum heldur einnig hvernig hún undirbjó ráðabrugg- ið, sigraðist á vatnshræðslu sinni og lærði að synda. Og til að undirstrika stílbrotið lætur hann Juliu Roberts bregða sér í gerfi sögumanns örlitla stund. Þetta er sannarlega aumleg lausn á vand- anum. Ljósi punktur Sofið hjá óvininum er leikur Juliu Roberts. Henni hefur farið mikið fram síðan ég sá hana síðast á hvíta tjaldinu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.