Dagur - 12.10.1991, Page 9

Dagur - 12.10.1991, Page 9
Laugardagur 12. október 1991 - DAGUR - 9 Jóhann Olafur Halldórsson Gríðarlega hröð þróun í hugbúnaði og einkatölvum á síðustu árum: Nýtt í dag - gamalt á morgun Miklar sviptingar hafa verið á tölvu- markaðnum síðustu misserin sem út á við hefur sýnt sig í auglýsinga- kapphlaupi tölvuumboðanna. Verð- stríðið er mikið og hefur verulegt verðfall orðið á þessum búnaði á mjög skömmum tíma. Þróunin á tölvubúnaðinum er líka hröð og lýs- ir sér kannski best í því að það sem tölvunotendur kölluðu vinnsluhraða fyrir einu ári er hæg vinnsla í dag. Meginlínurnar eru þær að vélarnar stækka stöðugt, samfara stærri og fullkomnari forritum. Þessu fylgir jafnframt að minni tölvurnar, sem þóttu stórar og öflugar fyrir fáum árum, eru verðlítil tæki í dag. Tölv- an er að verða sjálfsagt heimilistæki þó notkun vélanna sé mismunandi frá einu heimili til annars. Framtíð- in á þessu sviði tækninnar er óút- reiknanleg þó ljóst megi vera að nýr og enn fullkomnari búnaður flæðir áfram inn á markaðinn og ryður því eldra út. Tölva sem keypt er í dag verður því strax byrjuð að úreldast á morgun. En svo einfalt er málið ekki að tölva sé bara tölva, sama hverrar tegundar hún er. Fram til þessa hafa mörg kerfi verið í gangi á markaðnum þó tvö þeirra hafi borið hæst, þ.e. IBM-samhæfðar vélar og Machintosh- vélamar frá Apple. Önnur merki má nefna til sögunnar, s.s. bresku vélamar BBC. Þessi kerfi eru ekki samhæfð en með ýmsum aukabúnaði og nokkrum tilfæringum er unnt að flytja efni milli véla. Nú liggur í loftinu samstarf milli Apple IBM sem sum- - hreint verðhrun á tölvubúnaði á Islandi síðustu mánuðina Óli Tryggvason hjá Ó.T. Tölvuþjónust- unni á Akureyri segist ekki sjá fyr- ir að sama bylt- ing verði á næstuni eins og verið hefur að undanförnu. „Það er von- laust að segja fyrir um hvað hugbúnaðar- framleiðend- ur eru með í bígerð. Möguleik- arnir eru Fyrirtæki nýta sér verð- lækkun á tölvum og hefjast handa við tölvuvæðinguna en í öðrum tilfellum hafa á- kvarðanir stjómvalda þrýst á tölvuvæðingu. Dæmi um þetta eru skattkerfisbreyting- ar síðustu ára sem gert hafa meiri kröfur um bókhald. Virðisaukaskattur hafði vart verið tekinn upp þeg- ar komin voru virðis- aukaskattsforrit á markaðinn. Bændur hafa tekið tölvur í mjög auknum mæli í sína þjónustu til að uppfylla kröfur um bókhald. Þessum breytingum fylgja kröf- ur um þekkingu fólks á tölvum og tölvunotkun enda er farið að bera á því hjá tölvusölum að m irgt miðaldra fólk fjár- festir í tölvum í þeim til- gangi að læra á þær og margir spurmng- n er um mynda- flugið en eg ekki tru a ir telja aðeins undanfara sameiningar. Slíkt myndi þýða að innan skamms tíma yrði til eitt samhæft kerfi sem auðveldað gæti tölvunotendum lífið veru- lega og vinnan yrði eins hvort heldur verk- efnin eru unnin í Machintosh eða IBM. En hvað sem vangaveltum um samstarfs- samninga líður er staðreynd að verðfall á tölvum hefur orðið mikið á skömmum tíma. Machintosh-vélamar hafa að vísu lækkað minna í verði en IBM-samhæfðu vélamar en verðlækkun er engu að síður staðreynd. Þeir tölvusalar sem blaðið ræddi við telja að verðslagnum á tölvumarkaðnum sé hvergi nærri lokið enda ráðist verðlagningin ekki einungis af samkeppninni heldur líka fjölda- framleiðslunni á tölvubúnaðinum. Verðlækkun og hröð þróun hugbúnðar Myndræn framsetning, einfaldleiki en jafnframt fjölþættari möguleikar í notkun forrita virðist það sem koma skal, um það em viðmælendur blaðsins sammála. Skrefin hafa verið stigin hratt á síðustu tveimur árum og spumingin er sú hvort á næstu ámm verða jafn miklar breytingar. „Auk verðlækkunarinnar á síðustu miss- emm stendur uppúr að hugbúnaður þróast ört, stækkar og verður öflugri og aðgengi- legri fyrir notandann. Þetta hefur um leið krafist stærri og afkastameiri véla. Þau ganga að vísu enn eldri forritin, eins og Word og Word Perfect, en eftir að glugga- vinnslan Windows kom til í fyrra þá varð gjörbreyting á markaðnum þannig að salan færðist yfir í stærri vélamar,“ segir Jón Magnússon í Tölvutækjum-Bókvali á Akur- eyri. hugbúnaðarfram- leiðendur séu þurrausnir hugmyndum," segir Óli. Framundan segir hann ekki sjáanlegar mikl- ar nýjungar, hvað varði hugbúnað og vélar, þannig að reikna megi með að markaðurinn melti nú það sem fram hefur komið að undan- fömu. Fleiri hestöfl fyrir peninginn! Um það em viðmælendumir sammála að verð á tölvubúnaði eigi ekki eftir að hækka frá því sem nú er. „Þróunin er sú að fólk er að kaupa æ fleiri hestöfl fyrir sama eða jafn- vel minni pening. Þessi tæki eiga ekki eftir að hækka í verði en þau lækka ekki meira,“ sagði Þorsteinn Thorlacíus hjá Bókabúðinni Eddu á Akureyri. Þorsteinn segir að með verðhruninu hafi opnast nýir markaðir, fleiri sjái sér nú fært að ráðast í tölvukaup en áður. I því sambandi nefnir hann unglingana sem allir eru sammála um að hafi náð góðu valdi á tölvunum sem best sjáist í að t.d. fram- haldsskólanemendur skili nú vel uppsettum og myndskreyttum ritgerðum í skólum og noti sér þannig tæknimöguleika tölvunnar. „Hlutimir hafa gerst svo hratt að undan- förnu að ástandið er hálf vandræðalegt. Það lætur nærri að þetta líkist því þegar verð- bólgan var sem mest,“ segir Jón Magnússon. „Gagnvart sölumönnunum er þetta þannig að vél sem seld er í dag er byrjuð að lækka í verði á morgun. Ef maður veit með fyrirvara að eitthvað liggur í loftinu þá hægir maður á sínum kúnnum. Þetta hefur komið fyrir." Almenn þekking á tölvum vaxandi Jón segir að þekking almennings á tölv- um sé mun meiri nú en fyrir nokkrum árum. Fyrir fimm árum hafi þótt gott að selja fáein- ar tölvur á mánuði og þá hafi sölumenn get- að gefið sér mikinn tíma með viðskiptavin- inum til að fara yfir möguleika vélanna en í dag komi viðskiptavinurinn vel upplýstur inn í búðina og viti, í mörgum tilfellum, upp á hár hvað hann vill og hvað ekki. „Almenn þekking er stórvaxandi og t.d. vita ungling- amir ótrúlega mikið um þessi mál. Forrit eru líka þannig í dag að þau teyma fólk áfram og þess vegna getur fólk sest niður og byrjað sjálft þó það geti svo síðar aflað sér þekking- ar á námskeiðum ef vill.“ Helgi Kristinsson hjá Tölvufræðslunni á Akureyri er sammála því að þekking al- mennings á tölvum hafi vaxið þó þeir finnist sem lítið kunni fyrir sér í þessum fræðum þó þeireigi tækin. „A síðustu tveimur árum hef- ur verið selt gríðarlega mikið af tölvum en við verðum varir við að margar vélar eru dýr leiktæki í heimahúsum. Við heyrum oft fólk segja: „Við eigum tölvu sem enginn kann á- krakkarnir leika sér á þetta.“ En að sama skapi vitum við að margt fólk kann á tölvur." Ákvarðanir stjórnvalda ýta undir tölvusöluna Tölvunotkun eykst stöðugt á vinnumark- aðnum, hvort heldur er til lands eða sjávar. forðast á þann hátt að verða undir á vinnumarkaðnum. Stað- reyndin er sú að þeir standa betur á vinnumarkaðnum sem hafa reynslu af tölvum. Störf verða til í heimahúsum Miðað við söluna á tölvum síðustu ár mætti ætla að slíkt tæki sé komið inn á flest heimili. En í hvaða tilgangi eru þessi tæki keypt? Svör við því eru mörg og sannast sagna eru þau tilfelli til þar sem vélamar eru lítið sem ekkert notaðar, eins og áður sagði. „Margir kaupa tölvur handa krökkunum þannig að þau geti skrifað á þær ritgerðir og unnið verkefni fyrir skólann. Sú notkun sem er á tölvum í heimahúsum er helst hjá ung- lingunum. Ég held að það séu undantekning- ar þar sem fer fram einhver vinnsla á þessar vélar,“ segir Helgi Kristinsson hjá Tölvu- fræðslunni. Hann segir þýðendur gott dæmi um fólk sem skapar sér atvinnu með heimilistölv- unni. Fleiri slík dæmi hljóti að koma fram á næstu árum. „Það hlýtur að aukast að fólk skapi sér vinnu á tölvur. Möguleikamir eru margir því hægt er að slá inn ýmis gögn heima hjá sér ekkert síður en á vinnustað úti í bæ.“ Um framtíðina segir Helgi að tölvu- vinnsla hljóti að færast lengra inn á þær brautir sem nú þegar hafa verið lagðar, þ.e. myndræna formið. Ósamhæfni milli tölvu- kerfa, sem gert hefur tölvunotendum lífið leitt, segir hann að hljóti að verða ýtt til hlið- ar. „Þessi ósamhæfni hefur kostað gríðarlega peninga og henni hlýtur að linna. Einhvem tímann bera menn gæfu til að haga sér eins og gert var t.d. í geislaspilurunum. Hvenær það verður veit maður ekki en ég held að samstarf Apple og IBM sé upphaf samvinnu sem endar í einhvers lags samvinnu, einu samhæfðu og myndrænu kerfi. Ég vona að menn sameinist á einum, skynsamlegum stað.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.