Dagur - 12.10.1991, Side 18

Dagur - 12.10.1991, Side 18
18 - DAGUR - Laugardagur 12. október 1991 Kvikmyndasíða „Hollywood er í - segir Ed Harris Flest munum viö sjálfsagt eftir Ed Harris úr The Abyss þar sem leikstjórinn James Cameron hóf einhverskonar tækniforleik fyrir Terminator 2. Harris hefur farið nokkuð eigin leiðir í heimi kvik- myndanna og ekki sett fyrir sig að leika aukahlutverk. Hann hef- ur lýst því yfir að leiklistin sé líf hans og yndi, hvort sem hann sé í stærra eða minna hlutverki skipti ekki öllu máli svo lengi sem hann fái að reyna hæfileika sína sem leikari. í rúman áratug hefur Harris látið til sín taka í kvikmynda- heiminum en aldrei náð að hasla sér völl meðal stórstjarna, ef til vill vegna lífsskoðunar sinnar og fyrirlitningar á stjörnudýrkun Hollywood. Eftir að hann kont fyrst fram á hvíta tjaldinu í Coma (1978), þar sem Michael Douglas var aðalmaðurinn, hefur Harris leitað eftir sem fjölbreytilegust- um hlutverkum. Hann hefur vak- ið athygli í myndum eins og Under Fire, þar sem hann brá sér í gervi málaliða, sem geimfari í The Right Stuff, daðrarinn í Places in the Heart og sem held- ur óskemmtilegur eiginmaður Patsy Cline í Sweet Dreams. Af nýrri myndum Harris ber Abyss hæst en einnig má nefna bæði Jacknife og State of Grace þar sem Sean Penn og Gary Oldman létu ljós sitt skína. Nýjasta kvikmynd Harris er Paris Trout, þar sem hann leikur lög- fræðing er lítur eiginkonu (Barbara Hersey) skjólstæðings síns girndarauga. Skjólstæðing- urinn (Dennis Hopper) hefur myrt tíu ára þeldökka stúlku í trausti þess að ekkert verði aðhafst í málinu. Sjónarsviðið er Georgía þar sem löngum hefur verið grunnt á því góða með svörtum og hvítum. Fordómarnir eru gífurlegir og Hopper er sann- færður um að þeir muni bjarga honum. Enda þótt Paris Trout eigi að gerast árið 1949 segist Harris sannfærður um að boðskapur hennar eigi fullt erindi til tölvu- mannsins. „Fordómar eru enn á meðal okkar,“ segir hann, „og það getur ekki skemmt nokkurn mann að líta til fortíðar." Harris tekur Hollywood sem dæmi um ruglað samfélag, þar vaði for- dómar uppi, kvenfyrirlitning og kynþáttahatur. Kvikmyndaver- unum sé stjórnað af peninga- plokkurum en ekki listamönnum. „Kvikmyndagerð er í sífellt rík- TILKYNNING frá Félagi aldraðra á Akureyri Þeir félagar, sem þegar hafa ákveðið að kaupa íbúð í væntanlegum fjölbýlishúsum við Bugðusíðu, eru vinsamlega áminntir um að inna af hendi greiðslu á staðfestingar- gjaldi sínu hið allra fyrsta og eigi síðar en 31. október. Gjaldið skal greiða í Landsbanka íslands við Strandgötu hjá þjónustusfulltrúa, Ólafi Axelssyni. r ÚTBOÐ wvm Snjómokstur á Norðurlandi eystra. VEGAGERÐIN Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í snjómokstur á Norðurlandi eystra veturna 1991-1993. 1. Norður-Þingeyjarsýsla. 2. Suður-Þingeyjarsýsla. 3. Eyjafjarðarsýsla. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Borgartúni 5, Reykja- vík, (aðalgjaldkera) frá og með 14. október n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 21. október 1991. v Vegamálastjóri. ^ Rýmingarsala Seljum á laugardag 12. október kl. 10-15 og alla næstu viku nýja varahluti í eldri árgerðir Mazda og Ford bifreiða. Ótrúlegt úrval og verð! BSA, varahlutalager, Laufásgötu 9, Akureyri. Sími 26300. ari mæli að verða spurning um peninga, hvað sé arðvænlegt og hvað ekki.“ Harris reynir að leiða þessa óskemmtilegu þróun sem mest hjá sér, hann lítur á sig sem lista- mann og stefnir að sífellt meiri fullkomnun í grein sinni. Pening- ar skipta þar ekki máli, það eru hlutverkin sem tala. Innan tíðar mun Harris taka upp störf með Jennifer Lynch, dóttur David Lynch, við gerð Boxing Hclena; Jennifer leikstýrir og er jafnframt höfundur handrits. Raunar ættu tökur myndarinnar að vera hafn- ar en vegna brotthlaups leikkon- unnar Kim Basinger varð að fresta þeim á meðan leitað var nýrrar leikkonu í hennar stað. Ed Harris. Einnig mun Harris bráðlega birt- ast bíóförum í China Moon þar sem hann leikur einkaspæjara á móti Madeleine Stowe. Þá er nú hart barist um hlutverk í Glengarry Glen Ross en þar þyk- ir vera feitt á stykkinu fyrir hæfi- leikaríka leikara. í sambandi við aðaihlutverk eru nefndir ekki ómerkilegri menn en Al Pacino, Jack Lemmon og Alec Baldvin. Mickey Rourke, Beau Bridges og Ron Silver, sem hafa allir sóst eftir aukahlutverki í myndinni, virðast nú vera að tapa barátt- unni fyrir Ed Harris, Alan Arkin, Jonathan Pryce og Kevin Spacey. Málalok er þó erfitt að sjá fyrir og Harris er engan veginn örugg- ur um að hreppa hnossið. Terry Gíllíam aftur á stjá Leikstjórinn Terry Gilliam er ævintýrakóngur Hollywood. í Time Bandits, Brazil og The Adventures of Baron Munchaus- en hefur hann látið gamminn geisa og fest ævintýrið á filmu, hneppt hugaróra í fjötra. Gilliam hefur þurft að hafa mikið fyrir hlutunum, enginn hafði trú á Bazil og enn færri vildu setja pen- inga í Munchausen. Þar kom að hann gafst upp á baráttunni fyrir eigin hugverkum og tilkynnti að hann væri reiðubúinn að kvik- mynda verk annarra höfunda. Þá skyndilega varð gæfan hliðholl hinum þreytta leikstjóra þegar handrit Richards LaGravenese að The Fisher King barst honum í hendur. Lesturinn varð Gilliam sem hrein opinberun. „Hug- myndin, persónurnar - égskyldi þetta allt þegar í stað.“ Sérstak- lega hreifst leikstjórinn af tilfinn- ingahita persónanna. „í öðrum kvikmyndum mínum,“ útskýrir Gilliam, „er miklu meira um stórkostleg sjónarspil, sérstök á allan hátt. Persónurnar eru ekki annað en púslur í stærri mynd. í The Fisher King er þessu öfugt farið. Persónurnar eru í for- grunni, allt annað undirstrikar aðeins tilvist þeirra. Mig langaði til að athuga hvort ég réði við þessi mannlegu samskipti þannig að ég næði athygli áhorfandans án þess að beita til þess stórkost- legum sviðstökum líkt og ég hef ástundað í fyrri myndum mínum.“ Robin Williams og Jeff Bridges í The En um hvað fjallar The Fisher King? Jú, hún segir frá Jack Lucas (Jeff Bridges), vinsælasta plötusnúð New Yorkborgar sem með gáleysislegu tali veldur mikl- um harmleik. Þremur árum síðar hefur Lucas hrapað af toppi vin- sældalistans og er sestur á botninn. Þá hittir hann Parry (Robin Williams), fyrrum háskólakennara í miðaldasögu. Parry er ekki eins og fólk er flest og lifir í dularfullum miðalda- heimi til að verjast sárum minningum. Kunningsskapur tekst með þessum tveimur, þeir hafa náttúru til að hjálpa, jafnvel lækna, hvorn annan en til þess þarf nokkuö. Fisher King. Sérstæður leikstjórastíll Gilliams var mjög áberandi með- an á tökum Fisher King stóð. Hann hvatti helstu leikarana fjóra, Bridges, Williams, Mercedes Ruehl og Amanda Plummer til að leggja fram sínar hugmyndir um kvikmyndagerð- ina. Á öllum stigum kvikmyndar- innar var handritshöfundurinn, LaGravenese með í ráðum. „Ég vildi ekki gera Terry Gilliam bíó,“ segir Gilliam. „Richard er mun jarðbundnari en ég. Hann gætti þess að draga myndina aftur niður á jörðina, gera hana raun- verulega, þegar ég freistaðist til að fara út í hugaróra og spinna þráðinn í kringum ævintýrið." Kvikmyndir í burðarliðnum Father of the Bride Steve Martin reynir að fara í slóð Spencer Tracy og endurgera þessa kvikmynd leikstjórans Vincente Minelli frá 1950 um föður sem er að gifta frá sér dóttur. Diane Keaton, Kimberly Williams og Martin Short fara með aukahlutverk. Leikstjóri er Charles Shyer. Touchstone, síðla árs 1991. Hoffa Jack Nicholson leikur Jimmy Hoffa og Danny DeVito er einn- ig með og leikstýrir jafnframt. I lifanda lífi var Floffa umtalaður en í dularfullum dauða sínum breyttist hann í þjóðsögu. David Mamet hefur skrifað handritið og er forvitnnilegt að vita hvað hann gerir úr Hoffa. 20th Century Fox, síðla árs 1992. A League of Their Own Madonna og Geena Davis ryðj- ast inn á svið karla í þessari íþróttamynd um hornaboltalið kvenna er gerir það gott (eða ekki gott) á 5. áratugnum. Tom Hanks er þjálfari stúlknanna en Penny Marshall leikstýrir. Columbia, sumar 1992. Mad Dog and Glory Feimin borgarlögga (Robert De Niro) bjargar lífi skuggalegs veðmangara (Bill Murray) sem í þakklætisskyni gefur löggunni fagran kvenntann (Uma Thurman) til afnota í viku tíma. Leikstjóri er John McNaugthon sem hefur vakið mikla athygli vestan hafs fyrir myndina Henry: Portrait of a Serial Killer. Universal, síðla árs 1992. Prelude to a Kiss Norman Rene leikstýrir þessari kvikmynd er byggir á vinsælu leikriti eftir Craig Lucas. Brúð- kaupsgestur kyssir brúðina og um leið renna sálir þeirra saman. Alec Baldwin, Meg Ryan, Kathy Bates, Ned Beatty og Patty Duke fara í fylkingarbrjósti leikaraliðs- ins. Century Fox, vor 1992.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.