Dagur - 12.10.1991, Blaðsíða 19

Dagur - 12.10.1991, Blaðsíða 19
Popp Fjölbreytt íslensk Það er óhætt að segja að nú á haustmánuðum og allt fram til jóla muni kenna ýmissa og fjöl- breyttra grasa í íslenskri tónlist- arútgáfu. Með hinu vel heppnaða átaki, sem kallaðist Hið íslenska tónlistarsumar, virðist nú hafa skapast grundvöllur fyrir blóm- legri útgáfu allt árið, en ekki bara á síðustu vikum þess eins og raunin hefur að mestu verið áður. Er það vel og er það sömuleiðis vonandi að útgáfan beri sig þannig eftirleiðis. Hér á eftir fer yfirlit yfir megnið af því sem er að koma út þessa dagana eða er væntanlegt bráðlega frá útgáfu- fyrirtækjunum tveimur Steinum og ps músík. Listi yfir útgáfu Skífunnar birtist í næsta blaði. Steinar Útgáfa Steina hefur sennilega aldrei verið jafn stórtæk og nú. Eru allir helstu listamenn útgáf- unnar með plötur nú auk þess sem útgáfa á safnplötum, endur- útgáfur og fleira skipar veglegan sess. Karl Örvarsson - Eldfuglinn Karl þarf líklega ekki að kynna fyrir Norðlendingum, því hann var um skeið áberandi með hinu akureyrska Stuðkompaníi, ásamt bróður sínum Atla. Er Eld- fuglinn hans fyrsta sólóplata, en að henni hefur Karl verið að leggja grunninn síðastliðin tvö ár. Samhliða gerð plötunnar stofn- aði Karl svo hljómsveit sem líka kallast Eldfuglinn, ásamt þriðja bróðurnum, Grétari úr Stjórninni. Todmobile - Ópera Ekki þarf að fara mörgum orðum um Todmobile. Hljómsveitin hef- ur notið sívaxandi vinsælda og er án efa ein besta poppsveit landsins. Þriðja plata Todmobile sem ber þetta mikla nafn Ópera, mun vera áframhald til fullmótun- ar stíls sveitarinnar og er að sögn þeirra sem heyrt hafa það besta frá henni til þessa. Sálin hans Jóns míns - Sálin hans Jóns míns Sálin hans Jóns míns með þá Stefán Hilmarsson og Guðmund Jónsson í broddi fylkingar virðist nú vera komin á fullt skrið eftir ýmsar sviptingar í formi manna- breytinga m.a. (t.d. er áður- nefndur Atli Örvarsson genginn í hljómsveitina). Er þessi nýja samnefnda plata Sálarinnar sú þriðja í röðinni hjá hljómsveitinni og er efnið sem fyrr léttleikandi dægurlög með rokk/popp/soul áhrifum. Ný dönsk - De luxe De luxe er þriðja plata Ný dönsk síðan þeirfóstbræður, Jón Ólafs- son og Stefán Hjörleifsson, gengu til liðs við hljómsveitina. Fór hljómsveitin þá leið við gerð plötunnar að lögin voru æfð út í ystu æsar og síðan rokið með þau í hljóðver og tekið upp með fítonskrafti, eða linnulítið í níu daga. Eru þetta vinnubrögð ekki ólík þeim sem viðgengust fyrir einum og hálfum til tveimur ára- tugum. Bubbi Morthens - Ég er Hér er á ferðinni hljómleikaplata sem tekin var upp á tónleikum Bubba á Púlsinum í nóvember í fyrra. Þar spilaði hann ásamt Kristjáni Kristjánssyni (gítar), Þorleifi Guðjónssyni (bassi) og Reyni Jónassyni (harmonika), gömul og ný lög og voru allir tón- leikarnir hljóðritaðir. Er platan visst tímamótaverk hjá Bubba, því í ár 1991, eru liðin 15 ár síð- an hann kom fyrst fram, en það var á tónlistarkvöldi Jazzvakn- ingar árið 1976. Auk þess aö geyma mörg af þekktustu lögum Bubba eru á plötunni tvö lög sem ekki hafa komið út áður. Mezzoforte - Fortissino Fortissino mun geyma safn helstu verka Mezzoforte auk þriggja nýrra laga, Gasablanca, Later on og Better love. Það síð- asttalda kom reyndar fyrst út í sumar á safndiskinum lcebreak- ers og mun nú sömuleiðis vera að koma út á smáskífu víða um Evrópu. Er platan fyrst og fremst hugsuð fyrir erlenda markaði og hafa eldri lögin verið endurunnin í því sambandi. Hún verður þó að sjálfsögðu einnig fáanleg hér á landi. Af öðru efni sem út kemur frá Steinum má nefna safnplötu með úrvali af lögum Gunnars Þórðar- sonar sem nefnist Þitt fyrsta bros. Eru þar á meðal lög sem hann gerði með Trúbrot, Þú og ég og Ríó tríóinu. Þá kemur út annað safnið með lögum Vilhjálms heitins Vil- „Ópera“ er á leiðinni frá Andreu Gylfadóttur og félögum í Todmobile. Laugardagur 12. október 1991 - DAGUR - 19 Magnús Geir Guömundsson tónlistarútgáfa framundan Safn með mörgum af bestu lögum Gunnars Þórðarsonar er væntanlegt frá Steinum. hjálmssonar, en í fyrrasumar kom hið fyrra út sem nefndist Við eigum samleið. Hið nýja heitir hins vegar í tíma og rúmi og geymir 20 lög eins og Við eigum samleið. Stóru börnin leika sér er svo nafn á plötu þar sem fjöldi þekktra barnalaga frá ýmsum tímum eru flutt af nokkrum af þekktustu söngvurum landsins. Þar á meðal Agli Ólafssyni, Stef- áni Hilmarssyni, Andreu Gylfa- dóttur og Sigríði Beinteinsdóttur svo einhverjir séu nefndir. Að lokum má svo nefna frá Steinum að þriðja útgáfan af Aft- ur til fortíðar er væntanleg, sem einnig verður svo fáanleg með hinum tveimur útgáfunum í geisla- diskakassa. ps músík Frá ps músík, fyrirtæki Péturs Kristjánssonar, er útgáfa samtals sjö titla á dagskrá. Valdimar Örn Flygenring & Hendes verden - Kettlingar Valdimar hefur til þessa verið þekktur sem einn af betri leikur- um þjóðarinnar af yngri kynslóð- inni, en nú hyggst hann skapa sér nafn í tónlistinni líka. Á þess- ari plötu semur Valdimar öll lögin og textana sjálfur og syngur, spil- ar á kassagítar og munnhörpu á henni. Með honum í Hendes ver- den eru þeir Halldór Lárusson á trommum, Þórður Högnason á kontrabassa og Einar Pálsson á hljómborði. (Þetta eru þeir sem spila á plötunni.) Eyjólfur Kristjánsson - Satt og logið Er þetta önnur sólóplata Eyjólfs, sem án efa er einn vinsælasti söngvari og lagasmiður landsins eins og sigrar hans í Landslaginu og Eurovision bera glöggt vitni. Fyrri platan nefndist Dagar og kom út árið 1987. Semur Eyjólfur öll lög plötunnar nema eitt, sem er gamalt Óðmannalag. Geirmundur Valtýsson - Á fullri ferð Geirmundur slær hér lítið af frek- ar en fyrri daginn í skagfirsku sveiflunni, en þó munu fallegar ballöður ekki síður vera áberandi á þessari nýju plötu en sveiflan. Ýmsir - Minningar Hér er um að ræða safnplötu með sígildum hugljúfum lögum sem ekki hvað síst fólk á miðjum aldri og eldra þekkir og á minningar um. Meðal laga og flytjenda eru Diddú (Sigrún Hjálmtýsdóttir), sem syngur Hvert örstutt spor úr Silfurtungli Halldórs Laxness, Páll Óskar bróðir Diddúar syngur Til eru fræ og Ari Jónsson syngur lagið Móðurminning. KKBand-KKBand KK stendur fyrir Kristján Krist- jánsson og er það blúsinn sem ræður ríkjum hjá honum. Einnig munu vera á þessari plötu tvö bluegrass lög sem Kristján tók upp með slíkri hljómsveit í Svíþjóð, en þar í landi hefur Kristján verið búsettur um skeið. Landslagið 1991 Mun þessi plata geyma þau tíu lög sem keppa til úrslita í Lands- lagskeppninni 1991 á Hótel ís- landi þann 25. október næstkom- andi. Er hún gefin út í samvinnu ps og Stöðvarinnar (Axels Ein- arssonar). Edda Heiðrún Bachmann - Barnajól Eins og nafnið gefur til kynna er þetta jólaplata með hinni ágætu leik- og söngkonu Eddu Heið- rúnu Bachmann. Mun platan vera ólík sambærilegum plötum aö því leyti að á henni verða lög sem ekki hafa heyrst áður. Sagarblöð fyrir járn og tré Ææ 5TRAUMRÁS s.f Furuvöllum 1 sími 26988 Þar sem þjónustan er í fyrirrúmi. Auglýsing frá félagsmáiaráðuneytinu Kynningarfundir um áfangaskýrsiu nefndar um breytingar á skiptingu landsins í sveitarfélög verða haldnir sem hér segir: 15. október 1991 kl. 14.00 Hvanneyri, Bændaskólinn. 15. október 1991 kl. 20.30 Búðardalur, Dalabúð. 16. október 1991 kl. 14.00 Patreksfjörður, félagsheimilið. 16. október 1991 kl. 20.30 ísafjörður, stjórnsýsluhúsið. 18. október 1991 kl. 14.00 Snæfellsnes, félagsheimilið Breiðablik. 21. október 1991 kl. 14.00 Hvammstangi, Vertshúsið. 21. október 1991 kl. 20.30 Sauðárkrókur, Safnahúsið. 22. október 1991 kl. 14.00 Akureyri, Hótel KEA. 22. október 1991 kl. 20.30 Húsavík, Hótel Húsavík. 23. október 1991 kl. 14.00 Egilsstaðir, Hótel Valaskjálf. 23. október 1991 kl. 21.00 Höfn, Hótel Höfn. 24. október 1991 kl. 14.00 Selfoss, Hótel Selfoss. 29. október 1991 kl. 20.30 Keflavík, Flughótelið. Félagsmálaráðuneytið, 10. október 1991. MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR, Víðivöllum 8, Akureyri, er lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 5. október sl„ verður jarðsett frá Akureyrarkirkju, miðvikudaginn 16. október kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagiö. Ingvi Rafn Jóhannsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.