Dagur - 12.10.1991, Page 20

Dagur - 12.10.1991, Page 20
Heimsmeistarar! - íslendingar komu, sáu og sigruðu á heimsmeistaramótinu í bridds í Yokohama Það var líf í tuskunum á Ióð Menntaskólans á Akureyri í gær þegar fjórðubekkingar vígðu nýnema, busana, með formlegum hætti inn í skólann. Að venju voru busarnir tolleraðir og fengu þeir þannig ókeypis flugferð. Fjórðu- bekkingarnir voru í senn vígalegir og ógnvekjandi. Mynd: Golli Fleiri loðnuflekkir fmnast úti fyrir Vestfjörðum: Hafraimsóknastofnun sendir annað skip á miðin - „betra að hafa færri orð en fleiri þar til búið er að mæla,“ segir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar íslendingar lögðu Pólverja aö velli í löngum og ströngum 160 spila úrslitaleik um heims- meistaratitilinn í bridds í fyrri- nótt. Leiknum lauk meö 39 stiga sigri íslands sem skoraði Slippstöðin: Nýsmíðin loks að seljast? Viðræður hafa staðið að undanförnu milli Slippstöðvar- innar á Akureyri og Matthías- ar Óskarssonar, útgerðar- manns í Vestmannaeyjum, um að hann kaupi nýsmíðaskip Slippstöðvarinnar sem legið hefur nánast fullbúið við bryggju í hálft annað ár. Stöðugir fundir voru milli aðila í Slippstöðinni í gær en niður- staða lá ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Skip Matthíasar, Bylgja VE, skemmdist mikið í bruna í Skipa- lyftunni í Vestmannaeyjum í september. Hugmyndin er að Slippstöðin taki Bylgju upp í kaupverð. Sölusamningar um nýsmíða- skipið hafa verið gerðir áður og þá við Meleyri á Hvammstanga. Málið strandaði hins vegar í bæði skiptin þegar Fiskveiðasjóður hafnaði umsókn um fyrirgreiðslu. JÓH Mikið hefur borið á því að keyrt hafi verið á kyrrstæðar bifreiðar á Akureyri og tjón- valdar stungið af. Tugir bif- reiðaeigenda lenda í þessu á ári hverju og sitja eftir með sárt ennið og fjárhagslegt tjón, Helgarveðrið: Hægur vindur og úrkomulítið Norðlendingar þurfa hvorki að kvarta né kveina yfir veðurspá helgarinnar. Veðurstofan segir okkur að í dag verði hæg norð- læg átt, skýjað og lítils háttar súld eða slydda, hiti um 2 stig. Sama meinleysisveðrið mun leika um norðanvert landið á sunnudag. Hæg austan eða norð- austan átt, skýjað en að mestu þurrt. Hiti á bilinu 2-4 stig. Eftir helgi má búast við meiri óróleika. Horfur á mánudag hljóða upp á allhvassa norðan eða norðaustan átt með slyddu- éljum og versnandi veðri. SS 415 stig gegn 376 stigum Pól- verja. Þessi árangur íslenska landsliðsins er í senn stórkost- legur og óvæntur en fullkom- lega verðskuldaður. Líklegt má telja að meirihluti íslensku þjóðarinnar hafi fylgst með gengi íslenska landsliðsins síðustu daga heimsmeistaramóts- ins og fjölmargir vöktu í fyrrinótt og fylgdust með beinni útsend- ingu í sjónvarpi og útvarpi frá mótinu. íslenska sveitin tók for- ystuna þegar í upphafi úrslita- leiksins og hafði 80 stiga forskot á Pólverja þegar spilamennskan hófst í fyrrinótt. í yfirþyrmandi spennu lokaumferðarinnar náði pólska sveitin að minnka forskot- ið til muna og vann sér m.a. inn 60 stig í röð. En með góðum endaspretti tryggðu íslendingar sér sigurinn, sæmdarheitið heimsmeistarar og sigurlaunin glæsilegu, Bermuda-skálina. Nýkrýndir heimsmeistarar í bridds eru Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Örn Arnþórsson, Guðmundur Páll Arnarsson og Þorlákur Jónsson, að ógleymdum Birni Eysteinssyni, fyrirliða íslensku sveitarinnar. Björn lagði upp baráttuaðferðina hverju sinni og stjórnaði sínum mönnum eins og snjallasti herforingi. íslenska sveitin er væntanleg heim á morgun, sunnudag, og má búast við að henni verði vel fagnað. BB. nema vitni gefi sig fram. í vik- unni bættust þrír bifreiðaeig- endur í þennan hóp. Þær upplýsingar fengust hjá rannsóknarlögreglunni á Akur- eyri að þriðjudaginn 8. október hefði verið ekið á bifreiðina SO- 622, steingráa Hondu, við Ein- holt 9. Vinstri framhurð bifreið- arinnar skemmdist mikið. Þetta mun hafa gerst kl. 16.30-18. Fimmtudaginn 10. október var ekið á tvær kyrrstæðar bifreiðar. Önnur var á stæði við Verk- menntaskólann, blár Fiat Uno A-10136, og skemmdist vinstri framhurð töluvert. Sama dag var ekið á bifreiðina YZ-790, sem er blá Lada Samara, þar sem hún stóð á bílastæði við Sjúkrahúsið. Vinstri afturhurðin dældaðist nokkuð mikið. Tjónvaldar hurfu af vettvangi í þessum tilvikum og óskar rann- sóknarlögreglan eftir að hugsan- leg vitni gefi sig fram. „Þetta er mál sem er í gangi allan ársins hring jafnt og þétt og nær undantekningalaust er stung- ið af, nema vitni hafi verið til staðar," sagði Gunnar Jóhanns- son, rannsóknarlögreglumaður. SS „Það er ekki nýtt að loðna finnist í Grænlandssundi á þessum árstíma og veiðin hefur oft byrjað þar á haustin. Bát- arnir hafa fengið lóðningar en þangað til rannsóknaskipin hafa mælt hve mikið þetta er og hvort þetta er veiðanlegt er betra að hafa færri orð en fleiri. En auðvitað er maður feginn að lóðar á einhverju,“ segir Jakob Jakobsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, vegna fréttanna sem borist hafa frá leitarskipum á loðnu- miðunum út af Vestfjörðum en þar hefur orðið vart talsverðr- ar loðnu á nokkrum stöðum. Eins og fram hefur komið fannst loðnuflekkur vestur undir Grænlandi og þar hefur rann- Allgóð sfldveiði var á Horna- fjarðardýpi í fyrrinótt og náðu nokkrir bátar sem þar voru stórum köstum. Von var á Hrafninum til Grindavíkur í gær með 400 tonn og Arney KE-50 landaði 60-70 tonnum á Reyðarfirði. Þá hafði Dagur spurnir af því að Geirfugl hefði verið með 100 tonn. Að sögn Óskars Þórhallssonar, skipstjóra á Arneyju, var síldin sem bátarnir fengu í fyrrinótt mjög blönduð. „Að mínu mati er þetta léleg síld. Hún er mest á bilinu 30-33 sentímetrar. Það er lítið af stóru síldinni, yfir 33 sentímetrar," sagði Óskar. sóknaskipið Árni Friðriksson gert mælingar sem sýna að þar er um að ræða í bland yngri og eldri loðnu. Við miðlínuna milii íslands og Grænlands fannst ann- ar loðnuflekkur sem rannsóknar- skipið var að mæla í gær. Þriðji loðnuflekkurinn er djúpt norður af Horni. Jakob segir það bagalegt að leitarskipin hafi ekki veiðarfæri um borð og geti því ekki tekið sjálf sýni úr því sem þau finna. Kostnaðarmeira hafi verið að senda skipin út með veiðarfærum og fullri áhöfn en ætlunin hafi verið að senda rannsóknaskip á eftir leitarskipunum til að skoða það sem fyndist. Eitt skip hafi illa undan núna og því var tekin ákvörðun nú fyrir helgina að senda rannsóknaskipið Bjarna Hann sagðist ekki eiga von á að úr rættist að neinu marki fyrr en undir lok þessa mánaðar. „Það hefur aldrei verið neinn kraftur í þessu fyrr en í lok októ- ber og nóvember. Best er síldin í desember og janúar,“ sagði Óskar. Um 10-12 bátar voru komnir á miðin í Hornafjarðardýpinu í gærmorgun og von var á fleirum. Þar á meðal er Arnþór EA, en þegar Dagur hafði tal af Ingvari Guðmundssyni, skipstjóra, í gærmorgun var hann á hröðu stími í átt að Hornafjarðardýpinu og hafði lítið verið var við síld á leið sinni í suður með Austfjörð- um. óþh Sæmundsson einnig á miðin og heldur hann úr höfn á mánudag. Þetta segir Jakob nauðsynlegt til að staðfesta um hve mikla loðnu er að ræða og hvort hún er í veið- anlegu ástandi. JÓH Atvinnuátaksnefnd SigluQarðar: Áherlsla lögð á málmiðnað og ferðamál Ahersla veröur lögð á að finna málmiðnaðarfyrirtækjum á Siglufirði verkefni og gera átak í ferðamálum í bænum. Þetta var meginniðurstaða fyrsta fundar átaksnefndar í atvinnu- málum á Siglufirði sl. fimmtu- dag, en nú er verið að hleypa af stokkunum síðari hluta átaksverkefnis I atvinnumálum í bænum. Ólafur Marteinsson, formaður átaksnefndarinnar, segir að á þessum fyrsta fundi hafi almennt verið farið yfir stöðu atvinnumál- anna í bænum og menn hafi verið á því að áherslu bæri að leggja á markaðssetningu málmiðnaðar- fyrirtækjanna og ferðamálin. í málmiðnaðinum væru menn jafnt að horfa til markaðar innanlands sem erlendis. Ekki er ákveðið hvort ráðinn verður fastur starfsmaður fyrir atvinnuátaksverkefnið. Ólafur sagði koma til greina að ráða fleiri en einn í afmörkuð smærri verkefni innan heildarverkefns- ins. Um þetta ætti þó eftir að taka ákvörðun. Til atvinnuátaksverkefnisins, sem miðað er við að standi í eitt ár, verður varið um fjórum millj- ónum króna. óþh Ökufantar á Akureyri: Ekið á kyrrstæða bfla og stungið af - þrjú tilfelli í vikunni Allgóð síldveiði á Hornaflarðardýpinu í fyrrinótt: Léleg sfld að mínu mati - segir Óskar Pórhallsson, skipstjóri á Arneyju KE

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.