Dagur


Dagur - 15.11.1991, Qupperneq 3

Dagur - 15.11.1991, Qupperneq 3
Föstudagur 15. nóvember 1991 - DAGUR - 3 Fréttir Húsavík: Bæjarmála- punktar ■ Erindi frá Kvennaathvarf- inu í Reykjavík hefur vcrið lagt fram til kynningar á fundi bæjarráðs. Beðið var um fjár- styrk að upphæð 54 þúsund krónur. Ákveðið var að vísa afgreiöslu málsins til gerðar fjárhagsáætlunar 1992. É Tillaga að samningi milli Húsavíkurkaupstaðar og Vatnsbera um vatnstöku í landi bæjarins, kom til uniræöu á fundi Veitunefndar nýlega. Veitustjóri lagði fram og kynnti tillöguna, sem er byggð á samningsdrögum er lögð voru fram á fundi Veitu- ncfndar 11. júní sl. Veitu- ncfnd tclur nauðsynlegt að Vatnsveitan fái lögfræðing til að fara yfir tillöguna og þær athugasemdir sem komið hafa fram hjá nefndinni og að síðan verði lögð fram ný tillaga. ■ Útboðsáfanga II við Grunnskólabygginguna á Húsavík lauk 3. október en verklok voru áælluð 1. sept- ember. Verkið er því 33 dög- um á eftir áætlun. Bygginga- nefnd samþykkti að taka til greina 18 tafadagaog úrskurð- ar að dagsektum skuli beitt gagnvart verktaka sem svarar 15 dögum. ■ Á fundi í Byggingarnefnd Grunnskóla í október var talið að útboðsgögn vegna IV áfanga byggingarinnar yrðu tilbúin til afhendingar 1. nóv. Stefnt er að því að útboðsgögn vegna breytinga sem gera þarf á verknámsstofu í kjallara eldra húsnæðisins verði tilbúin 1. febrúar 1992. ■ Verktaki hefur farið fram á 2ja rnánaða seinkun á afhend- ingu íbúða að Grundargarði 6. Húsnæðisnefnd samþykkti að veita verktaka frest til að Ijúka verkinu þannig að íbúðirnar verði fullfrágengnar og tilbún- ar til atliendingar I. júní 1992, enda náist unt það samkomu- lag við kaupendur íbúða sem búið er að gera samning við. Jafnframt samþykkti nefndin að fresta verklokum á málun utanhúss og lokafrágangi lóð- ar til 30. júní 1992. ■ Á fundi Hafnarstjórnar kynnti hafnarstjóri tillögu að leigusamningi við Naustavör hf. um dráttarbraut Hafnar- sjóðs. Tillagan gerir ráð fyrir að þessi samningur gildi í þrjú ár, til að byrja með. Nausta- vör fellst á tillöguna mcö þeim fyrirvara að gerðar verði ráð- stafanir til að hefta varanlega sandburð sem valdið hefur erf- iðleikum í rekstri dráttar- brautarinnar. ■ Reglugerö um hundahald í Húsavík ásamt gjaidskrá hefur verið tekin til síðari urnræðu og samþykkt í Bæjarstjórn Húsavíkur. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að ræða við fyrirtækið Stuöul hf. um að rekstrarráðgjafi frá fyrirtækinu taki að sér að gera úttekt á rekstri bæjarins. ■ Verkalýðsfélag Húsavíkur hefur skrifað Bæjarstjórn bréf varðandi gerð sérstaks kjara- samnings milli félagsins og Húsavíkurkaupstaðar. ■ Bæjarráð hefur samþykkt aö ganga til viðræöna við félagið og tilnefndi bæjar- stjóra og Stefán Haraldsson (B) í samninganefnd af hálfu bæjarins og verður bæjarritari ritari nefndarinnar. Hafnasamlag Ólafsfjarðar og Dalvíkur í undirbúningi: Gæti orðið staðreynd um mitt næsta ár - segir Óskar Pór Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar ÓlafsQarðar Bæjarfulltrúar Ólafsfjarðar- og Dalvíkurbæjar hafa hist á fundum á síðustu mánuðum þar sem rætt hefur verið um frekara samstarf milli bæjarfé- laganna en þegar er. Milli bæj- anna er nú samvinna hvað varðar sorpmál og einnig sam- eiginlegar vaktir lækna og lög- reglu. Helst er nú horft til stofnunar hafnasamlags þannig að einn hafnarsjóður verði fyr- ir bæði bæjarfélögin. Óskar Þór Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar Ólafsfjarðar, segir að slíkt hafnasamlag Stakfell ÞH liggur við viðlegu- kant í Slippstöðinni á Akureyri til viðgerðar eftir að togarinn fékk á sig brotsjó í síðustu viku á Halamiðum. Ekki er vitað enn hvenær togarinn kemst til veiða þar sem ýmis siglinga- tæki eru ekki komin til lands- ins í stað þeirra er eyðilögðust. Að sögn útgerðarstjóra togar- ans, Magnúsar Helgasonar, er kunni að líta dagsins Ijós um mitt næsta ár. „Við hittumst á fundi í Hafna- málastofnun fyrir skömmu þar sem báðir aðilar eru að láta reikna út verkefnaáætlanir fyrir næstu ár. Nú skiptumst við á upp- lýsingum í því augnamiði að mynda byggðasamlag um hafn- irnar og á ríkið nú sinn fulltrúa í þeirri nefnd sem vinnur að þessu. Ég held að nú fari að reyna á raunverulegan vilja manna,“ seg- ir Óskar F»ór. Fyrst og fremst er rætt um að mynda sameiginlegan hafnarsjóð Stakfell ÞH við bryggju á Akureyri. Mynd: Golli flest það til í landinu er eyðilagð- ist í óhappinu. Skemmdir urðu fyrir Dalvík og Ólafsfjörð en vel kernur til greina að hafnirnar í Hrísey og á Árskógsströnd komi inn í þessa mynd. En hvað vinnst með stofnun slíks samlags fyrir Ólafsfjörð? „Við höfum verið dálítið afskiptir hvað varðar siglingar skipafélaganna og það felur í sér tap á ýmsan hátt. Höfnin hér missir tekjur vegna þessa og gildi hennar minnkar. Við viljum því koma í veg fyrir að það skipti máli hvaðan útflutningur fer fram en um leið verður ekki byggð upp aðstaða til útflutnings nema á meiri á siglinga- og stjórntækjum en ráð var gert fyrir í fyrstu. Af þeim sökum dregst enn frekar að togarinn fari til veiða. „Við höfum pantað allt sem til þarf. Nú er að sjá hvenig þetta skilar sér. Okkar björtustu vonir eru, að togarinn komist til veiða í lok næstu viku. Ekki veitir af þar sem vinna liggur niðri í frystihús- inu. Hingað berst hvorki fiskur né síld og fólk er atvinnulaust," sagði Magnús Helgason. ój öðrum staðnum, þ.e. Dalvík. Ólafsfjarðarhöfn yrði þá byggð upp sem fiskihöfn en Dalvíkur- höfn yrði vöruhöfn fyrir svæðið.“ Óskar telur að með einum hafnarsjóði sem í rynnu tekjur hafnanna verði eytt hrepparíg milli bæjarfélaganna sent gildi í þessu sem mörgu öðru. Hann segir að vinna fulltrúa bæjarfé- laganna miði nú að því að sam- eiginlegt hafnasamlag verði enda hvetji ríkisvaldið til samvinnu sveitarfélaga. Óskar segist ekki sjá verulegar hindranir í vegi fyr- ir sameiginlegu hafnasamlagi ef undan er skilinn sá 7,7 kílómetra langi vegarkafli rnilli Dalvíkurog Ólafsfjarðar setn enn er án bund- ins slitlags. Þessi kafli sé forsenda fyrir því að hafnasamlagið geti oröið að veruleika og því hafi verið rætt nú þegar við samgönguráðherra um mögu- leika á að þessi kafli verði lagður bundnu slitlagi fyrr en vegaáætl- un gerir ráð fyrir. „Við ætlumst auðvitað til þess að ríkið sýni okkur fram á, sér- staklega okkur sem erum með lakari aðstöðuna og því vfkjandi aðili, að við þurfum ekki að kvíða því að svona lagað verki neikvætt á byggðina. Þess verður að gæta að byggðirnar beri ekki 'kaða af sem ég tel að þurfi ekki að gerast,“ segir Óskar Þór. JÓH Leikfélag Akureyrar: Stakfell ÞH: Ekki séð hvenær viðgerð lýkur Stálblóm kveðja - aðsókn hefur verið þokkaleg Leikritið Stálblóm hefur feng- ið þokkalega aðsókn hjá Leik- félagi Akureyrar og eru síð- ustu sýningar á verkinu aug- lýstar nú um helgina. Söng- leikurinn Tjútt & tregi eftir Valgeir Skagfjörð er næstur á svið og verður hann frumsýnd- ur 27. desember. Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri, sagðist í samtali við Dag vera ánægð með aðsóknina miðað við að verkið hefði aðeins verið sýnt á föstudags- og laugardagskvöld- um. Hún sagði að sætanýting hefði verið allgóð á sýningum en aðsóknin að Stálblómum kannski ekki eins rífandi og hún hefði vonað og sýningin ætti skilið. Reynsla undanfarinna ára hef- ur sýnt að fyrstu sýningar Leik- félags Akureyrar að hausti fá sjaldan meira en þokkalega aðsókn. Leikhúsgestir virðast taka seint við sér og er búist við að bæði Tjútt & tregi og íslandsklukkan fái mjög góða aðsókn. Síðustu sýningar á Stálblómum verða á föstudags- og laugardags- kvöld og því vissara fyrir þá sem ekki vilja missa af sýningunni að bregðast fljótt við. SS „Spinnum þráð í velferðarvefmn": Landsfimdur Kvennalistans „Spinnum þráð í velferðarvef- inn“ er yfirskrift landsfundar Kvennalistans, sem haldinn verður í Félagsheimilinu á Sel- tjarnarnesi um helgina. Fundurinn mun eins og yfir- skriftin bendir til, snúast að veru- legu leyti um velferðarkerfið, hvers vegna það skiptir konur svo miklu máli, á hvern hátt aðgerðir núverandi ríkisstjórnar snerta hag kvenna og hvernig Kvenna- listinn vildi fremur haga málum. Fundurinn hefst með nokkurs konar forspili í kvöld. Venjuleg landsfundarstörf hefjast síðan kl. 9.00 á morgun laugardag og verð- ur frarn haldið á sunnudag. Fjöl- mörg erindi verða flutt á lands- fundinum sem lýkur um miðjan dag á sunnudag. Svanhildur tekur sætí Halldórs Svanhildur Árnadóttir (D) á Dalvík tók sæti Halldórs Blöndal, landbúnaðar- og sam- gönguráðherra, sl. mánudag. Svanhildur, sem skipaði þriðja sæti Sjálfstæðisflokksins í síðustu alþingiskosningum, hefur ekki áður setið á Alþingi. Svanhildur situr á þingi þessa viku og þá næstu í fjarveru Halldórs. óþii TILBOÐ Hamborgari m/osti og frönskum kr. 399,- Djúpsteiktur fiskur m/sósu, salati og frönskum kr. 495,- Píta m/kjúklingasalati og frönskum kr. 442,- Píta m/nautabuffi og frönskum kr. 499,- Fjölskyldupakkar ó góðu verði. ★ FRÍ HEIMSENDINGAÞJÓNUSTA ★ Það býður enginn betur!

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.