Dagur - 16.11.1991, Page 20
Úrgangur frá rækjuverksmiðjunum:
HoUustuvemd viU aðgerðir
„Ef rækjumjölsverksmiðjurn-
ar eru tilbúnar að taka við
rækjuskelinni er óskiljanleg
tregða vinnslustöðvanna að
koma þessu til þeirra,“ segir
Olafur Pétursson, hjá meng-
unarsviði Hollustuverndar
ríkisins.
Dagur greindi frá því í gær að
ríflega 10 þúsund tonnum af
rækjuskel væri dælt í sjóinn frá
rækjuvinnslustöðvum á Norður-
landi og hafa forsvarsmenn
Krossaness hf. og Tanga hf. á
Hvammstanga sent Hollustu-
vernd og umhverfisráðuneyti
bréf vegna málsins.
Verkalýðsfélag
Austur-Húnvetninga:
Heimild veitt til
verkfallsboðunar
„Ég álít að það þurfi ekki að
kosta mikið að grófsía þennan
úrgang, en auðvitað kostar
eitthvað að flytja hann frá
vinnslustöðvunum til rækju-
vinnslustöðvanna. Ég tel fulla
ástæðu til að skoða hvort ekki sé
ástæða til að gera vinnslustöðv-
unum skylt að koma úrgangin-
um til rækjumjölsverksmiðjanna
þar sem það er unnt með þokka-
legu móti,“ sagði Ólafur.
Hann sagði að þarna væri um
mikið magn að ræða og vitaskuld
væri þetta mengunarvaldandi.
„Við höfum rætt þetta mál við
umhverfisráðuneytið og menn
þar á bæ eru okkur sammála um
að á þessu verði að ráða bót. Það
verður áfram unnið að því og
reynt að finna bestu lausnina,"
sagði Ólafur. óþh
gær voru borguð út laun í Mjólkursamlagi KEA á Akureyri og þessi mynd var tekin þegar mjólkursamlagsstjóri
afhenti verkfallsmönnum launaumslögin. Svo virðist sein þessi kjaradeila sé að harðna og gera menn fastlega ráð
fyrir áframhaldandi verkföllum nk. mánudag og þriðjudag. Mynd: Golli
Verkfall í mjólkursamlögum:
Deilan að harðna og steftiir í
vandræðaástand eftir 25. nóv.
Á almennum félagsfundi
Verkalýðsfélags Austur-Hún-
vetninga sl. fimmtudagskvöld
var samþykkt að veita stjórn
og trúnaðarmannaráði félags-
ins heimild til verkfallsboðun-
ar.
Stjórn og trúnaðarmannaráð
verkalýðsfélagsins leitaði eftir
heimild til verkfallsboðunar til
þess að knýja á um gerð nýrra
kjarasamninga, en ekkert hefur
verið ákveðið hvort og þá hvenær
heimildin verður nýtt.
Á fundinn mættu á bilinu 30-40
manns af um 300 félögum í
Verkalýðsfélagi Austur-Hún-
vetninga. óþh
Færð og veður:
Bjart og kalt
fyrir norðan
- góð færð á
flestum vegum
Kalt verður á norðanverðu
landinu um helgina en búist er
við fremur björtu og stilltu
veðri. Þá er lokið við að ryðja
snjó af vegum og er fært frá
Reykjavík norður til Akureyr-
ar og áfram austur til Vopna-
fjarðar meðfram ströndinni.
Búist er við nokkru frosti
norðanlands um helgina, allt að
10 stigum við sjávarsíðuna og um
17 stiguni inn til landsins aðfara-
nótt sunnudagsins. Kuldinn staf-
ar af fremur kaldri hæð sem er
yfir Grænlandi og teygir anga
sína inn yfir ísland. Hlýjar lægðir
eru langt suður í höfum og munu
ekki hafa áhrif á veðurfar hér á
landi næstu daga. Gert er ráð fyr-
ir björtu veðri en þó má búast við
einhverjum éljum á annesjum,
sérstaklega á Norðausturlandi.
Lokið er við að ryðja snjó af
vegum og er norðurleiðin fær allt
frá Reykjavík austur til Vopna-
fjarðar. óóð færð er um Þingeyj-
arsýslur en Möðrudalsöræfi eru
lokuð. Ef helgarveðrið verður
samkvæmt veðurspám má búast
við að færðin haldist yfir helgina
en ef hvessir má búast við ein-
hverjum skafrenningi þar sem
snjór er mestur. ÞI
Verkfall iönverkafólks hjá
Mjólkursamlagi KEA á Akur-
eyri og Mjólkursamlagi KÞ á
Húsavík hófst í gær og verður
einnig við líði á mánudag og
þriðjudag eins og tilkynnt
hafði verið. Hins vegar hefur
verkafólkið verið boðað til
vinnu í dag og mun því ekki
bera á skorti á mjólkurvörum í
verslunum í þessari lotu en
deiluaðilar telja aukna hörku
komna í málið og verði það
ekki leyst fyrir 25. nóvember
sjá menn fram á vandræða-
ástand.
Fundur var haldinn með ríkis-
sáttasemjara sl. fimmtudags-
kvöld og stóð hann fram á nótt án
árangurs. Kristín Hjálmarsdóttir,
formaður Iðju á Akureyri, sagði
að næsti samningafundur hefði
verið boðaður á miðvikudag.
Hún sagði að deilan væri hörð,
vinnuveitendur vildu ekki fallast
á námskeiðsálag til handa iðn-
verkafólki í mjólkursamlögun-
um, um 3.100 kr. á mánuði, og
bæru því við að þetta fólk væri
með hærri laun en verkafólk í
öðrum matvælaiðnaði. Iðnverka-
fólkið stendur hins vegar fast á
kröfu sinni.
„Þeir vilja ekkert ræða við
okkur um námskeiðsálagið. Þeir
segja að allt verði vitlaust og
þjóðfélagið muni sporðreisast ef
verkafólkið fær þetta álag,“ sagði
Kristín.
Aðspurð um vinnuboðunina í
dag sagði hún að vinnuveitendur
gætu skikkað iðnverkafólkið til
að vinna um helgar og á stór-
hátíðum ef þeim sýndist svo. Þór-
arinn E. Sveinsson, mjólkursam-
lagsstjóri KEA, sagði að verka-
fólkið fengi fast álag á kaup fyrir
þessa vinnuskyldu. Vinna um
helgar og á hátíðum væri boðuð
með fyrirvara og að sjálfsögðu
væri fólkinu skylt að mæta. En
hvaða áhrif hefur verkfallið á
starfsemi Mjólkursamlags KEA?
„Þetta mun ekki hafa mikil
áhrif. Við keyrðum út á fimmtu-
daginn eins og um föstudag væri
að ræða. Við sækjum mjólk um
helgina og stopp á mánudag og
þriðjudag á ekki að hafa nein
áhrif á bændur. Laugardaginn
Um næstu áramót verða hrein-
ar skuldir bæjarsjóðs Siglu-
fjarðar og fyrirtækja hans um
75 milljónir króna, en í árs-
byrjun voru þær 650 milljónir.
Skuldir hafa því lækkað um
ætlum við að nota til að pakka og
keyra úl í búðir og þetta á alveg
að endast fram á þriðjudag,
nema fólk fari að hamstra," sagði
Þórarinn.
Hann sagði að hugsanlega
myndu einhverjar tegundir
SigluQarðarbær:
575 milljónir króna á árinu.
Helsta skýringin á þessum
umskiptingum í skuldastöðu
bæjarins er sala á Rafveitu
Siglufjarðar til Ramagnsveitna
ríkisins.
mjólkurvöru seljast upp en vand-
ræðaástand ætti ekki að skapast.
Hins vegar heyrðist honum að lít-
ið sáttahljóð væri í deiluaðilum
og því gæti alvara lífsins farið að
segja til sín ef ótímabundið
verkfall skellur á 25. nóvember.
SS
Á fundi bæjarstjórnar Siglu-
fjarðar sl. fimmtudag var sam-
þykkt þriggja ára framkvæmda-
og fjárhagsáætlun bæjarins. Með-
alárstekjur bæjarsjóðs eru áætl-
aðar um 180 milljónir króna,
rekstrarkostnaður 120 milljónir,
rekstarafgangur hafnarsjóðs 3
miiljónir og afborganir lána og
vaxta 16 milljónir króna.
Til ráðstöfunar í framkvæmdir
og fjárfestingar á ári eru því 47
milljónir króna, eða alls rúmlega
140 milljónir á árunum 1992-
1994. Á sama tímabili er gert ráð
fyrir að skuldir lækki að raunvirði
um rúmlega 30 milljónir króna.
Á næstu þrem árum er gert ráð
fyrir að verja 60 milljónum til
byggingar leikskóla, 30 milljón-
um til áframhaldandi fram-
kvæmda við dvalarheimili aldr-
aðra, 20 milljónum í gangstétt-
arframkvæmdir, 15 milljónum í
hafnarframkvæmdir, 14 milljón-
um í viðhald á eignum bæjarins
og 12 milljónum í holræsavið-
gerðir. Þá verður unnið að ýms-
um minni verkefnum og áætlaðar
fjárfestingar í minni tækjum og
búnaði eru u.þ.b. 10-15 milljónir
króna. óþh
Svínakjötsframleiðendur:
350-400 tonn ofan
ílandannumjólin
Kristinn Gylfi Jónsson, for-
maður Svínaræktarfélags
íslands, segist áætla að á bilinu
350-400 tonn af svínakjöti
hverfi ofan í landsmenn um
næstu jól og áramót. Að jafn-
aði er fallþungi grísanna 55-60
kíló og samkvæmt því sporð-
rennir landinn hálfu sjöunda
þúsundi grísa um jól og ára-
mót.
Óhætt er að fullyrða að svína-
kjöt sé einn vinsælasti hátíðar-
maturinn á borðum íslendinga
um jól og áramót og svo hefur
verið lengi. Kristinn Gylfi segir
að hamborgarhryggirnir, sem
eru léttreyktir, séu hvað vinsæl-
astir jóladagana, en hlutur nýs
svínakjöts á áramótamatseðli
landsmanna hafi vaxið ár frá ári á
undanförnum árum.
Kristinn Gylfi segir að vissu-
lega sé þetta gífurlega mikil
neysla, en á það beri að líta að á
síðustu árum hafi svokölluð jóla-
borð veitingahúsa um allt land
rutt sér til rúms og þar sé svína-
kjötið mjög vinsælt. óþh
Skuldir lækka uni 575
milljónir á þessu ári
- verða 75 milljónir í lok ársins