Dagur - 23.01.1992, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. janúar 1992 - DAGUR - 9
Sjávarútvegurinn er undirstaða þjóðfélagsins og verður að byggjast upp við hlið þjónustukerfisins.
nýta landkostina. Margfeldi
þeirra segir til um lífskjörin í
þessu landi. Þetta er byggða-
stefna framtíðarinnar. Hún
markast af nýtingu landkostanna
en ekki uppspenntum báknum.
Stöðvun álframkvæmda á Keil-
isnesi gefur þjóðinni umhugs-
unarfrest um að leiðrétta þá
nýlendustefnu í byggðalegu tilliti
að færa margfeldisáhrif orkunýt-
ingarinnar á milli landshluta, til
að verja þróunarsamfélagið á
Suðvesturlandi fyrir samdrætti.
Ný byggðastefna krefst endur-
mats á baráttuaðferðum. Veita
verður þeim landssvæðum, sem
líkleg eru til sóknar, vaxtarskil-
yrði til framþróunar er verði
vogarafl gegn efnahagskerfum
höfuðborgarkjarnans. Byggða-
stefna sem sættir sig við bjargráð-
in ein og jafnræði vandamálanna
hlýtur að mistakast. Fjárstreymi
til undirstöðugreinanna verður
að vera ráðandi afl í þjóðfélag-
inu. Atvinnuvegirnir sem tryggja
stöðu þjóðarbúsins verða að ráða
fjármagninu í landinu. Á meðan
dreifð búseta er þjóðhagslega
nauðsynleg, sem nytjastefna
landkosta, er hún um leið byggða-
stefna allrar þjóðarinnar.“
Allir eiga að vera
jafningjar gagnvart hinu
opinbera hvar sem þeir
búa
- Hvert verður jafnræði þegn-
anna ef ekki er tekið tillit til bú-
setu í landinu?
Áskell segir að þjónusta
almannavaldsins við þegnana
markist af sjónarmiðum mið-
stýrðs ríkisvalds en engan veginn
af búsetuhagsmunum atvinnulífs-
ins í landinu. Furðulegt sé að
hliðstæð þjónusta ríkisins sé til
dæmis seld á misjöfnu verði víða
um land. íbúar landsbyggðarinn-
ar verði að sækja algengustu
þjónustu til höfuðborgarinnar
með ærnum tilkostnaði og sama
megi segja um almennan atvinnu-
rekstur á landsbyggðinni. Ekki sé
vafamál að mörg þessara atriða
hafi áhrif á búsetu fólks og stað-
arval fyrirtækja. í velferðarþjóð-
félagi eigi að vera ástæðulaust að
tala um slíkan mismun því
byggðastefnan eigi að byggjast á
almennum velferðarsjónarmið-
um, þar sem allir séu jafningjar
gagnvart hinu opinbera hvar sem
þeir búi.
Undirstöðuatvinnu-
vegirnir reknir við
þurftarmörk - áhættu-
fjármagnið leitar burt
- En hvað er til ráða - hvaða afl
getur komið nauðsynlegum breyt-
ingum af stað - er stjórnkerfið
þess umkomið með hliðsjón af
þróun síðari ára?
„Stjórn- og þjónustukerfið hef-
ur byggst upp á höfuðborgar-
svæðinu - fyrst í smáum stíl en
hefur síðan átt þátt í ofþenslu
byggðanna við Faxaflóa. Þegar
líða tók á níunda áratuginn fóru
augu manna að opnast fyrir ofur-
valdi þjónustukerfisins á búsetu-
þróun í landinu og hvernig þjón-
ustugreinarnar draga til sín blóm-
ann af nýjum störfum. Menn
trúðu því hins vegar að þjóð-
félagið lagaði sig að uppbyggingu
undirstöðuatvinnuveganna en
þróunin hefur orðið í gagnstæða
átt. Undirstöðuatvinnuvegirnir
hafa ekki stýrt þjóðfélagsþróun-
inni. Stjórnsýslu- og þjónustu-
kerfið hefur byggst upp á einum
stað í gegnum miðstýringu á
stjórnun og fjármálakerfi
landsins. Erlent fjárstreymi frá
varnarliðsframkvæmdum, stór-
iðju og ekki síst með erlendum
lántökum hefur einnig komið til.
Kerfið hefur því haldið fullri
reisn þrátt fyrir misgengi undir-
stöðuatvinnuveganna en nú virð-
ist sem þessi þróun sé komin á
endapunkt. Sú stefna að halda
undirstöðuatvinnuvegunum við
reikningsleg þurftarmörk þýðir í
raun að áhættufjármagnið leitar
burt í þær atvinnugreinar, sem
eru sjálfala um arðgjöf sína.
Þetta þýðir fjárflótta þeirra sem
vilja tryggja ávöxtun fjármuna
sinna í arðvænlegri fjárfestingu
frá landsbyggðinni. Úti á landi á
sér stað fækkun í frumgreinunum
og engan veginn næg fjölgun í
opinbera og einkavædda þjónustu-
geiranum til að vega upp á móti.
Nú blasir við að í byggðalögum
með háar íbúatekjur fækkar fólki
meðal annars vegna þess að auk-
ið atvinnuval vantar í svonefnd-
um þróunargreinum."
Tilvistarkreppa
stjórnvalda gangvart
sveitarstjórnum
- Getur breyting á sveitarfélög-
um orðið liður í að móta nauð-
synlega þróun í byggðamálum?
„Sumir trúa því að með stækk-
un sveitarfélaga verði breyting í
þessum efnum að því er varðar
opinbera umsýslu. Vafalust er
stækkun sveitarfélaga brýn nauð-
syn til þess að koma á eðlilegu
jafnræði þegnanna í landinu um
hefðbundna þjónustu sveitarfé-
laga. Landfræðileg staða þeirra
verður þrátt fyrir allt víðast
þannig á landinu að hin stækkuðu
sveitarfélög verða ekki megnug
að axla í verulegum mæli ný
verkefni frá ríkinu bæði vegna
fámennis og fjárhagsstöðu þrátt
fyrir aukna tekjuöflun. í þjóðfé-
lagi þar sem þorri þjóðarinnar
býr samþjappaður í einum
landshluta eru engar líkur til að
friður fáist um verulegar fjár-
magnstilfærslur, til þess að halda
uppi sama staðli í öðrum sveitar-
félögum. Miðstýringarhugsunar-
Sæplast á Dalvík - iðnaður sem byggst hefur upp við hlið undirstöðuatvinnuvegarins og er dæmi um framleiðslu,
sem byggist á nýtingu landkosta.
háttur er mjög sterkur, bæði hjá
Alþingi og stjórnvöldum. Á móti
vegur sú árátta sveitarstjórnar-
manna að leita eftir opinberum
stuðningi hins sameiginlega
valds, neð einum eða öðrum
hætti. Þannig vilja sveitarfélögin
ráða hinu og þessu en sækja fjár-
magn sitt í sameiginlega sjóði.
Afleiðing þessa hugsunarháttar
er tilvistarkreppa Alþingis og
ríkisstjórnar gagnvart sjálfstæðri
tilveru sveitarstjórnarstigsins.
Því náum við ekki árangri í gegn-
um sveitarfélögin við að brjóta
upp miðstýringu þjóðfélagsins.
Sveitarfélögin eru ekki tilbúin til
að viðurkenna sérstaka forystu-
kjarna, sem búa við hagstæð
vaxtarskilyrði og í öðru lagi eru
alþingismenn og stjórnvöld ekki
tilbúin að afhenda forræði sitt í
hendurnar á kröfuhópum sveit-
arstjórnarmanna.“
Undirstöður þjóðfélagsins
og þjónustukerfið verða að
byggjast upp hlið við hlið
- Eru að þínum dómi þá allar
bjargir bannaðar varðandi breyt-
ingar á því kerfi sem alið hefur af
sér atvinnuvanda á landsbyggð-
inni og samþjöppun byggðar við
Faxaflóa?
„Miðstýringarkerfið verður að
brjóta upp innan frá, án þess að
áhrifavöldum hinna pólitísku afla
verði stefnt í hættu. Segjum svo
að landshlutar væru stjórnsýslu-
héröð, sem stjórnað væri af lýð-
ræðislega kjörnum þingum heima-
manna - kjörnum með sama
hætti og samhliða kjöri til
Alþingis. í hverju stjórnsýsluhér-
aði væri megin miðstöð opinberr-
ar stjórnsýslu og þjónustu. Þetta
leiddi af sér náin tengsl á milli
heimastjórnarvaldsins og þing-
manna þannig að hlutur beggja
væri í hættu ef illa tekst til á
Alþingi. Heimamenn skiptu fjár-
veitingum á milli verkefna og í
hverri miðstöð væri að finna öll
megin verkefni stofnana og ráðu-
neyta. Einnig yrði að gera upp-
skurð á velferðarkerfinu, sem
tekið hefur til sín mestan hluta
vinnuaflsaukningar opinbera
geirans. í þeim efnum eru mögu-
leikar á endurskoðun á staðarvali
í byggðalegu tilliti, án þess að
skerða starfsmöguleika viðkom-
andi stofnana. Sama er að segja
um staðarval stofnana, sem hafa
sjálfstæða starfstilveru á lands-
vísu. Engin árangur næst í þess-
um efnum nema hið pólitíska
vald heimastjórnanna hafi milli-
liðalausa tengingu við Alþingi og
meðferð mála hafi bein áhrif á
kjörfylgi alþingismanna.
Nú stendur fyrir dyrum að færa
Búnaðarbankann úr ríkisumsvif-
um. Með því fæst kjörið tækifæri
til þess að tengja hann sparisjóða-
kerfinu í landinu, þannig að hann
yrði að lánastofnun sem ætti
sterkar rætur á landsbyggðinni.
Með endurskipulagningu sjóða-
kerfis ríkisins má koma upp sjálf-
stæðum stofnunum út um land,
sem gætu jafnframt gegnt hlut-
verki fjárfestingafélaga.
Vinda verður ofan af kerfinu
sem lið í forsendum nýrrar
byggðastefnu. Uppstokkun
stjórnsýslukerfisins og þjónustu-
búskapar þjóðfélagsins er undir-
staða þess viðhorfs sem heilbrigð
byggðastefna verður að byggjast
á. Undirstöður þjóðfélagsins og
þjónustukerfið verða að byggjast
upp hlið við hlið í stað þess að
slíta þjóðfélagið í sundur eins og
nú á sér stað. Þegar slíkt tekst
verður markmiðum byggða-
aðgerða náð í þessu landi. Fjarri
öllu lagi er að treysta miðstýr-
ingarafli eins og Byggðastofnun
fyrir öllu forræði í byggðamálum.
Gera verður mun á vamaraðgerð-
um í atvinnumálum einstakra
fyrirtækja og jafnvel byggðarlaga
og framsæknum byggðaaðgerð-
um þeirra landssvæða, sem búa
yfir sóknarmætti. Reynslan sýnir
að langtíma forsjárhyggja skapar
ekki framtak sem hvetur til
sóknar. ÞI
MYNDLISTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Kaupvangsstræti 16
Almenn námskeið 3. febrúar til 20. maí
Barna- og unglinganámskeið
1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku.
2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku.
3. fl. 6-8 ára. Tvisvar í viku.
4. fl. 8-9 ára. Tvisvar í viku.
5. fl. 9-10 ára. Einu sinni í viku.
6. fl. 11-12 ára. Einu sinni í viku.
Myndlistardeild
Byrjendanámskeið. 13-14 ára. Einu sinni í viku.
Framhaldsnámskeið. 14-15 ára. Einu sinni í viku.
Kvöldnámskeið fyrir fullorðna
Teiknun
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Módelteiknun
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Málun og litameðferð
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Grafísk hönnun
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Byggingalist
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Skrift og leturgerð
Byrjendanámskeiö. Tvisvar í viku.
Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958.
Skrifstofa skólans er opin kl. 13.00-18.00 virka daga.
Skólastjóri.