Dagur - 29.01.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 29.01.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 29. janúar 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Móðgandi framkoma Á undanförnum árum hafa íslenskir bændur stigið stór skref til þess að laga framleiðslu sína að innlendum mark- aði. Eftir mikla aukningu á framleiðslu landbúnaðar- afurða á sjöunda og áttunda áratugnum var svo komið að bændastéttin framleiddi orðið talsvert vörumagn umfram það sem þjóðin þurfti. Á sama tíma drógust möguleikar til útflutnings saman og um miðjan síðasta áratug voru þeir því sem næst horfnir þótt verulegu fjármagni væri varið til niðurgreiðslna á sama hátt og gert er í flestum löndum Evrópu. Umframframleiðsla landbúnaðarins og greiðsla útflutningsbóta mætti einnig sífellt vaxandi andstöðu á meðal margra íslendinga, sem töldu fjár- magni þjóðarinnar betur varið til annars en greiða mat ofan í útlendinga. Því var hafist handa um breytingar á þessu fyrirkomulagi. Á þessum tíma hafa bændur lagt hart að sér til að laga framleiðslu sína að þörfum hins innlenda markaðar. Þótt sú aðlögun hafi verið óumflýjanleg að flestra dómi þá hafa bændur orðið að taka á sig miklar byrðar vegna minnkandi framleiðslmnöguleika og fækkunar atvinnutæki- færa. Ekki verður annað sagt en að bændastéttin hafi sýnt mikla karlmennsku í þessu máli er hún gekk af djörf- ung til þess verks að eyða verðmætum og störfum er byggð höfðu verið upp - oft með hörðum höndum. Nú er svo komið að íslendingar hafa nálgast meira kröfur aðþjóðlegra viðskiptasjónarmiða en flestar aðrar Evrópu- þjóðir. Ríkisstjórnin sem heild hefur einnig tekið mið af undanfarandi aðlögun í þeim fyrirvörum sem samþykkt hefur verið að krefjast í væntanlegum GATT-samningum. Ef htið er til baka - htið yfir þær aðgerðir sem landbún- aðurinn hefur orðið að ganga í gegnum á undanförnum árum vegna framangreindrar aðlögunar er engin furða þótt bændur taki samningunum um landbúnaðarkafla GATT-viðræðnanna með nokkrum fyrirvara. Þótt gert sé ráð fyrir áframhaldandi innflutningsvernd með tollaígild- um og fyrirvarar af íslands hálfu eigi að vernda fram- leiðslu íslenskra bænda frekar er ahs ekki að fuhu ljóst hvað nýir GATT-samningar hafa í för með sér. Bænda- stéttin og framleiðslustöðvar landbúnaðarins þola tæp- lega mikla skerðingu og samdrátt frá því sem nú er. Mögulega er unnt að draga úr kostnaði og lækka verð. Ef til vih er það eini raunhæfi möguleikinn sem landbúnað- urinn stendur nú frammi fyrir. Því er ekkert undarlegt þótt þungt hljóð sé í mörgum sveitamanninum þegar utanríkisráðherra fer um héruð og boðar breytta tíma í landbúnaði. Ráðherrann er þekkt- ur af mörgum hvatvíslegum ummælum um íslenskan landbúnað í áranna rás og með tilliti til þess er ekki óeðh- legt að bændur treysti honum trauðla til þess að verja hagsmuni sína. En að um skipulagða ófrægingarherferð sé að ræða eins og ráðherrann hefur haldið fram er algjör firra. Spyrja má hvort sjómenn myndu ekki mótmæla lækkun sjómannafrádráttar ef þeir sætu á fundum með sjávarútvegsráðherra - eða námsmenn skertum námslán- um í svipaðri stöðu. Ekki þarf að efa að læknar og hjúkr- unarfólk hafa sitthvað við framgöngu Sighvats Björgvins- sonar að athuga, sem þeir myndu láta í ljós á fundum með ráðherranum. Með ásökunum sínum um ófrægingar- herferð bænda á hendur sér hefur utanríkisráðherra ekki aðeins hallað réttu máli heldur einnig komið fram á móðgandi hátt við heila atvinnugrein í landinu sem nú þarf að taka á erfiðum málum. ÞI Guðmundur Jónsson, arkitekt, bar sigur úr býtum í samkeppni er efnt var til um stækkun Amtsbókasafnsins og sem sjá má yrði safnið hið glæsilegasta mannvirki. A innfelldu myndinni afhendir Gunnar Ragnars, formaður dóm- nefndar og þáverandi forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Guðmundi Jónssyni sigurlaunin. Myndin er tekin í júb 1987. „Það er best að lofa að maður vill efna,“ segir Davíð Stefánsson m.a. í grein sinni. Myndir: gb. Amtsbókasafnið og afmælis- giöfin tíl bæjarbúa Almennt verður að segja um stjórnmál á íslandi, að loforð og drengskapur standi. Hitt er þó rétt að tilhneiging í aðra átt er rík, enda býður lýðræðið upp á það. Kjörtímabil kjörinna full- trúa er ef til vill of stutt til að framfylgja gefnum loforðum og almenningsálitið veitir ekki aðhald sem skyldi. En standi stjórnmálamenn ekki við gefin loforð þá á ekki að láta slíkt óátalið. Sanngjörn og réttmæt gagnrýni er af því góða. Sumarið 1987, á 125 ára afmæli Akureyrar samþykktu allir bæjarfulltrúar einróma á bæjar- stjórnarfundi, að gefa sjálfum sér og bæjarbúum góða gjöf. Bæjar- stjórn Akureyrar kom saman á sérstökum hátíðarfundi og ákvað gjöfina að vandlega athuguðu ráði. Fjölmiðlar voru kallaðir til og niðurstaðan kynnt með stolti: Akureyringar skyldu bæta úr brýnum húsnæðisskorti Amts- bókasafnsins. Hlúð skyldi að menningu og stolti Akureyringa og byggja veglega viðbyggingu við Ámtsbókasafnið, samkvæmt tillöguteikningum arkitekts, sem hafði tekið þátt í auglýstri sam- keppni og unnið til verðlauna. Þetta var gjöfin sem fyrirheit voru gefin um. Allir fulltrúar flokkanna sem aðild áttu að bæjarstjórn Akureyrar, stóðu að þessari mikilvægu ákvörðun. Ef ég man rétt, þá var ákvörðunin samhljóða og ágreiningslaus. Davíð Stefánsson. Amtsbókasafnið merk menningarstofnun Auðvitað má deila um hvort umrædd gjöf hafi verið rétt. Ýmsar hugmyndir voru uppi í umræðum þess tíma. Bendi ég meðal annars á merkilega tillögu um húsbyggingu fyrir Náttúru- fræðistofnun Norðurlands. En viðbygging við Amtsbókasafnið varð ofan á, þar var þörfin metin brýnni, sem ekki verður dregið í efa. Um það hljóta flestir að vera sammála. Amtsbókasafnið hefur verið, er og á að vera stolt Akureyringa enda ein af merkari menningar- stofnunum á Norðurlandi. Þetta er þó ekki aðalatriðið né heldur hvort umrædd gjöf hafi verið öðr- um betri. Meginatriðið er hver viðhorf þeirra aðila eru til málsins, sem þessu lofuðu fyrir rúmum 4 árum síðan. Nú standa yfir eignakaup og framkvæmdir í Grófargili á veg- um bæjarins í þágu menningar- mála, vegna svokallaðs „Lista- gils“. Um ágæti þess skal ósagt látið, en væntanlega er ljós for- gangsröð meginverkefna í menn- ingarmálum. Viðbygging við Amtsbókasafnið hlýtur að hafa forgang. Þá gjöf er gefin Væri umrætt mál ekki af stjórn- málalegum toga, þá þætti það efalítið undarlegt. I hinu daglega lífi þætti það til að mynda varla höfðinglegt að koma í fimmtugs- afmæli færandi gjafir og taka þær svo aftur að veislunni lokinni. Það er best að lofa að maður vill efna. Spurningin er því þessi. Hún er þverpólitísk og henni er beint til þeirra sem telja sig forsvarsmenn hjá Akureyrarbæ: Hvar er afmælisgjöfin sem þið gáfuð sjálf- um ykkur og okkur hinum? Davíð Stefánsson. Höfundur var einn af hundruðum afmælisgesta í Lystigarði Akureyrar á 125 ára afmæli bæjarins fyrir um fjórum árum. Stjórn Foreldra- og kennarafélags Þelamerkurskóla: „Aðför ríkisstjómarimiar rýrir kjör bama okkar“ „Stjórn foreldra- og kennarafé- lags Þelamerkurskóla lýsir þung- um áhyggjum yfir þeim áformum ríkisstjórnarinnar sem uppi eru um niðurskurð í skólum landsins og skorar á alla sem láta sig heill barna okkar varða að standa vörð um grunnskólalögin er tóku gildi 1. ágúst 1991.“ Þannig hefst ályktun sem stjórn félagsins hef- ur sent frá sér. Þar segir ennfrem- ur: „Þessi aðför ríkisstjórnarinnar rýrir kjör barna okkar og minnk- ar möguleika þeirra til náms og þroska og það getum við ekki sætt okkur við. Skólar landsins hafa verið í fjársvelti í langan tíma, náms- og kennslugögn hefur vantað á sama tíma og sífellt eru gerðar meiri kröfur til skólanna. Við skorum á háttvirtan menntamálaráðherra að beina gerðum sínum í átt að uppbygg- ingu skólanna í stað niðurrifs.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.