Dagur - 05.02.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 05.02.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur Akureyri, miðvikudagur 5. febrúar 1992 24. tölublað Ve! í fö | klæddur tum frá bernhardt jerrabödiin 1 1 HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI ■ SÍMI96-26708 BOX 397 Húsavík: Toro-menn kynna sér matvælaiðnað - með samvinnu og nýtingu hráefnis í huga Tveir fulltrúar norska mat- vælafyrirtækisins Toro eru í heimsókn á Húsavík í dag til að kynna sér húsvískan mat- vælaiðnað og finna hugsanlega fleti á samstarfi við húsvísk fyrirtæki. Einnig gæti verið að við matvælaiðju á Húsavík falli til einhver þau hráefni sem nýtanlegt eru, en hafa ekki verið nýtt fram að þessu. Það er Atvinnuþróunarfélag Pingeyinga sem fyrir heimsókn- inni stendur. Fyrir hádegi munu erlendu gestirnir heimsækja Slát- urhús og Kjötiðju Kaupfélags Þingeyinga, Fiskiðjusamlag Húsavíkur, Mjólkursamlag KÞ, Svarthamar, íshaf og Höfða, í fylgd Ásgeirs Leifssonar, iðnráð- gjafa. Eftir hádegi kynna Toro- menn sér aðstæður á Húsavík og haldinn verður umræðufundur með forsvarsmönnum fyrirtækja í bænum og ráðamönnum. IM Krossanes: Fyrsta loðnan á nýju árí Krossanesverksmiðjan fékk fyrsta loðnufarminn á þessu ári í gær. Þá kom loðnuskipið Sigurður RE með um 1350 tonn til löndununar. Fyrsta loðnan á þessum vetri er væntanleg til Siglufjarðar í dag. Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóri Krossa- nesverksmiðjunnar, segir fram- boð á loðnu nú til norðlensku verksmiðjanna enda mikil veiði fyrir suðaustan land. Eini þröskuldurinn eru veðurguðirn- ir þar sem skipin leggja síður í siglingu fyrir Langanes ef vind- ur er mikill. Jóhann Pétur segir að farmurinn úr Sigurði RE verði nægjanlegt verkefni fyrir verksmiðjuna fram eftir vik- unni. Þórhallur Jónasson, rekstrar- stjóri Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði, sagði í gær að fyrsti loðnufarmurinn komi í dag, ef veður leyfi. Fyrsta skipið til löndunar þar verður Víkingur AK, sem er með fullfermi. JÓH Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar: Þrjátíu miUjóna króna lán vegna framkvæmda - skatttekjur þær sömu og í fyrra Fjárhagsáætlun Blönduósbæj- ar fyrir árið 1992 var tekin til fyrri umræðu á bæjarstjórnar- fundi á Blönduósi í gær. Sam- kvæmt henni fær hinn svokall- aði bandormur, 3,3 milljónir króna af 110 milljóna króna Halldór Jónsson, bæjarstjóri, við afgreiðslu Qárhagsáætlunar Akureyrarbæjar: „Lögguskattur" verði einungis í ár“ Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í gær var fjárhagsáætlun fyrir árið 1992 samþykkt. „Bandormurinn“ svokallaði hefur gert það að verkum að þurft hefur að skera af fjár- framlögum til nokkurra liða áætlunarinnar frá fyrri umræðu. Skatttekjur Akureyrarbæjar eru áætlaðar upp á 1,383 milljarð króna, sem er tæpum 59 milljón- um króna hærra en áætlun síð- asta árs. Sumir rekstrarliðir hafa lækkað milli umræðna og nýr liður, svokallaður „lögguskatt- Leiktækjasalamálið til lykta leitt: ur“, að upphæð 34,2 milljónir króna, kemur inn. Halldór Jónsson, bæjarstjóri lét þess get- ið í ræðu sinni á fundinum í gær að hann hlyti að vona að þessi liður verði einungis í áætlun þessa árs og ekki komi til álita að slík skattlagning verði framlengd. í bókun fulltrúa Framsóknar- flokksins vegna afgreiðslu fjár- hagsáætlunar segir m.a. að hún sé samdráttar- og kreppuáætlun og spurningin sé hvort ekki hefði verið nauðsynlegt að „sýna meiri stórhug og framtaksemi við núverandi aðstæður í þjóðfélag- inu, þó svo að þurft hefði að auka lántökur eða jafnvel að hækka útsvarsprósentuna." Þá er í bókuninni fordæmd skattlagning ríkisstjórnarinnar á sveitarfélög- in, sem valdið hafi verulegum erfiðleikum við gerð fjárhags- áætlunarinnar. óþh skatttekjum bæjarsjóðs. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyr- ir að skatttekjur breytist lítið milli ára og verði 110 milljónir króna. Áætlað er að rekstur málaflokka kosti bæinn rúmar 77 milljónir króna og er það aðeins lægri upphæð en á síðasta ári vegna þess að reynt verður að hafa viðhald í lágmarki þar sem miklar framkvæmdir verða á veg- um bæjarins. Stærstu málaflokk- arnir eru fræðslumál, aimanna- tryggingar og félagshjálp. Band- ormurinn tekur til sín 3,3 millj- ónir króna og þar af eru 2,6 millj- ónir vegna aukinnar þátttöku sveitarfélaga í löggæslu. Stærsta verkefni bæjarins á árinu verður að ljúka við bygg- ingu íþróttamiðstöðvar og gerir fjárhagsáætlunin ráð fyrir að í það fari rúmar 60 milljónir króna. Ófeigur Gestsson segir að vegna þessara stórframkvæmda þurfi bærinn að taka 35 milljóna króna lán til að rekstrardæmið gangi upp. SBG Opnunartími verður lengdur Félagsmiðstöð á Sauðárkróki: Ákveðinn kjami sem mætir - vantar fleira starfsfólk Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í gær var samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 8 atkvæðum gegn 3 að breyta lögreglusamþykkt Akureyrar- bæjar frá 1954 í þá veru að framvegis verður heimilt að hafa leiktækjasali í bænum opna frá kl. 12 til 23.30, en samkvæmt lögreglusamþykkt- inni var heimilt að hafa þá opna frá kl. 15 til 23.30. Á fundi bæjarráðs þann 19. desember sl. var samþykkt að breyta lögreglusamþykkt Akur- eyrarbæjar þannig að opnunar- tími leiktækjasalanna lengdist um þrjá tíma og yrði frá kl. 12 á hádegi. Síðan hafa komið fram hörð viðbrögð skólamanna og fulltrúa í t.d. íþrótta- og tóm- stundaráði og félagsmálaráði. Miklar umræður spunnust um málið á fundinum í gær og kom fram tillaga um að vísa því aftur til bæjarráðs, sem var felld á jöfnu. Óskað var eftir nafnakalli um breytinguna og greiddu henni atkvæði Heimir Ingimarsson (G), Björn Jósef Arnviðarson (D), Guðmundur Ómar Pétursson (D), Hólmsteinn Hólmsteinsson (D), Sigurður J. Sigurðsson (D), Þórarinn E. Sveinsson (B), Kolbrún Þormóðsdóttir (B) og Gísli Bragi Hjartarson (A). Á móti voru Sigfríður Þorsteins- dóttir (B), Úlfhildur Rögnvalds- dóttir (B) og Sigrún Sveinbjörns- dóttir (G). óþh „Nýjabrumið hefur farið af þessu, en það hefur myndast ákveðinn kjarni sem mætir reglulega. Aftur á móti hefur ekkert bæst við af starfsfólki við félagsmiðstöðina og þar af leiðandi ekki heldur ný starf- semi,“ segir Gunnlaug Ingva- dóttir, umsjónarmaður félags- miðstöðvar á Sauðárkróki. Félagsmiðstöð á Sauðárkróki var opnuð í vetrarbyrjun í hús- næði Gagnfræðaskólans og greindi Dagur á sínum tíma frá miklum áhuga unglinga fyrir aðstöðunni. Að sögn Gunnlaugar er félagsmiðstöðin orðin nokkuð vel tækjum búin hvað snertir hljómflutningstæki, en tónlist virðist vera helsta áhugasvið unglinganna sem hana sækja. Hún segir að strákar í 10. bekk og stelpur í 9. bekk séu áhuga- sömust um miðstöðina, en segir áhugann hjá þeim yngri hafa dal- að dálítið frá í haust. Aðspurður um þau orð Gunn- laugar að fleira starfsfólk vantaði við félagsmiðstöðina sagði Matthías Viktorsson, félagsmála- stjóri Sauðárkróksbæjar, að búið væri að leggja inn beiðni um að tillit yrði tekið til þess við gerð fjárhagsáætlunar. „Ljóst er að það vantar hálfa stöðu til viðbótar við félagsmið- stöðina, ef vel á að vera, til að Gunnlaug geti einbeitt sér að því að leiðbeina, en þurfi ekki að sinna gæslu eins mikið og nú. Að mínu mati mun starfsemi í félagsmið- stöðinni ekki þróast sem skyldi nema ráðinn verði annar starfsmaður í hálft starf til að aðstoða umsjónarmanninn," sagði Matthías. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.