Dagur - 18.03.1992, Page 3

Dagur - 18.03.1992, Page 3
Miðvikudagur 18. mars 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Tækniskólanemarnir ásamt framkvæmdastjóra Gúmmívinnslunnar. Frá vinstri: Jóhann H. Bjarnason, Páll G. Arnar, Arinbjörn V. Clausen og Þórarinn Kristjánsson. Mynd: Golli Hvammstangi: Leikflokkurinn æfir Ættarmótið Leikflokkur Hvammstanga hefur hafið æflngar á Ættar- mótinu eftir Böðvar Guðmunds- son og ætlunin er að frumsýna fyrir páska, en Emil Gunnar Guðmundsson leikstýrir verk- inu. Sigurlaug Þorleifsdóttir, for- maður leikflokksins, segir að vel hafi gengið að finna leikara og m.a. sé töluvert af mannskap úr nágrannasveitunum með að þessu sinni. Leikendur í Ættar- mótinu eru nítján talsins og að sögn Sigurlaugar ganga æfingar ágætlega, en þær hófust um síð- ustu mánaðamót. Eins og flestir ættu að muna sýndi Leikfélag Akureyrar Ætt- armótið við góðan orðstír á síð- asta leikári sínu. Verkið er á gamansömum nótum og eins og gengur og gerist á ættarmótum er sungið og slegið á létta strengi. Samstarf Tækniskóla fslands og Gúmmívinnslunnar hf. á Akureyri: Hanna og prófa gúirnnímottur til notkunar á bamaleikvöllum Þrír nemendur í iðnaðartækni- fræði við Tækniskóla íslands, Jóhann H. Bjarnason, Arin- björn V. Clausen og Páll G. Arnar, vinna nú að verkefni í samvinnu við Gúmmívinnsl- una hf. á Akureyri um hönnun og prófun á gúmmímottum til notkunar á barnaleikvöllum. Fyrir liggur að innan fárra vikna verða samþykktir staðlar fyrir leikvelli, sem þýðir að kröfur til frágangs þeirra, þ.m.t. undirlags, verða hertar til muna. Þessir þrír nemendur í iðnað- artæknifræði við Tækniskólann hafa að undanförnu unnið að verkefni varðandi endurvinnslu og sem stendur beina þeir augum að framleiðslu gúmmímotta fyrir barnaleikvelli. Gúmmívinnslan hf. hefur raunar um hríð fram- leitt slíkar mottur, en með gildis- töku áðurnefndra staðla er ljóst að þær standast ekki að fullu alla þá staðla sem verða samþykktir. Verkefni þremenninganna í sam- vinnu við Gúmmívinnsluna er því að mæta þessum hertu stöðlum. Fyrst í stað beinist vinna þeirra að útlitshönnun mottanna og gera þeir ráð fyrir að henni ljúki næsta haust, en síðan þarf að huga að fallprófun á mottunum þannig að þær taki af öll högg ef börnin t.d. falla úr leiktækjum. Þremenningarnir gera ráð fyrir að verkefninu ljúki vorið 1993. Þórarinn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Gúmmívinnslunn- ar hf., segist vera mjög ánægður með að þessu samstarfi fyrir- tækisins og Tækniskólans hafi verið komið á og hann vonast til þess að Byggðastofnun taki já- kvætt í erindi um að greiða niður þann kostnað sem slíku samstarfi fylgi. Rétt er að geta þess að Gúmmívinnslan hf. er fyrsta fyrirtækið utan höfuðborgar- svæðisins, að Límtréi á Flúðum undanskildu, sem nemendur við Tækniskólann eiga samstarf við. Herdís Skorgaard, fræðslufull- trúi hjá Slysavarnafélagi íslands, sem hefur safnað miklu af upp- lýsingum um slys á börnum, segir að í vor sé að vænta útgáfu á nýj- um stöðlum sem hafi í för með verulega hertar kröfur til frá- gangs á barnaleikvöllum. „Þessir staðlar fjalla um uppsetningu leiktækja á leikvöllunum og undirlagsins. Erlendis er mælt með fjórum tegundum undirlags. í fyrsta lagi sandinum, í öðru lagi berki utan af trjám, í þriðja lagi leirkúlum, sem eru ekki ósvipað- ar og kattasandur, og í fjórða lagi gúmmí. Við erum spenntust fyrir gúmmímottunum," sagði Herdís. Herdís sagði mikilvægt að öryggis við hönnun leikvalla sé gætt til liins ítrasta. Tölur sýni að heima slasist börn innandyra, en á leikskólanum verði flest slys- anna á leikvellinum og þá við það að börnin falli úr leiktækjunum niður á harða mölina. I mörgum tilfellum verði börnin fyrir alvar- legum höfuðmeiðslum. Herdís lét þess getið að hún hafi átt mjög ánægjulegt samstarf um þetta mál við bæði nemend- urna í Tækniskólanum og for- svarsmenn Gúmmívinnslunnar hf. og hjá þeim væri greinilegur vilji til þess að leggja sitt af mörk- um til þess að leikvellir gætu í framtíðinni orðið þannig úr garði gerðir að börnum stafaði ekki hætta af. óþh „Áhugi fyrir leiklistinni hér um slóðir virðist mér vera frekar góður um þessar mundir. Eins og alltaf er fólk náttúrlega í mörgu og tíminn ekki alltof mikill, en við getum tekið sem dæmi að fólk utan úr sveitum leggur á sig allt að þriggja stundarfjórðunga keyrslu til að mæta á æfingar," segir Sigurlaug. SBG íslandsbanki: 61,7 miUjóna króna hagnaður á síðasta ári Árið 1991 var 61,7 milljóna króna hagnaður af rekstri Islandsbanka hf. Síðustu fjóra mánuði ársins var tapi, sem myndast hafði á fyrstu átta mánuðum ársins, snúið í hagnað, þrátt fyrir að framlög í afskiftareikning útlána hafl verið aukið á síðari hluta ársins. í frétt frá íslandsbanka segir að eigið fé bankans hafi numið 5,4 milljörðum króna og það hækkað um 1,4 milljarða milli ára, sem skýrist fyrst og fremst af hlutafjáraukningu síðla síðasta árs. Meðalfjöldi stöðugilda við almenn bankastörf hjá íslands- banka á síðast ári voru 862, til samanburðar við 892 árið 1990. Útibúum hefur fækkað úr 37 í 32 og notar bankinn nú 3000 fer- metrum minna húsnæði en við stofnun íslandsbanka fyrir tveim árum. óþh Fokker 50 vélar Flugleiða: Vantar festingar fyrir sjúkraböruflutmnga Sú staða kom upp á Sauðár- króki nýlega að setja varð sjúkling, sem átti að fara á sjúkrabörum með annarri hinna nýju Fokker 50 véla Flugleiða, í hjólastól til að hann kæmist með fluginu. Ástæðan fyrir þessu var sú að ekki er búið að koma fyrir sérstökum festing- um fyrir sjúkrabörur í hinum nýju flugvélum. Birgir Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Skag- firðinga, segir að nauðsynlegt sé að sjúklingar á börum geti farið með áætlunarflugi Flugleiða. Annars þurfi sjúkrahúsið að leggja út í umtalsverðan auka- kostnað vegna sjúkraflugs, því töluvert sé um að sjúklingar séu fluttir með þessu móti milli Reykjavíkur og Sauðárkróks. Að sögn Margrétar Hauksdótt- ir, hjá upplýsingadeild Flugleiða, er verið að koma fyrir þeim fest- ingum í Fokker 50 vélunum sem þurfa að vera fyrir hendi til að hægt sé að flytja með þeim fólk á sjúkrabörum. Hún segir að yfir- leitt sé vitað fyrirfram um það þegar slíkir sjúklingar eru skráðir á flug og þá reynt að senda gömlu vélarnar á þá staði. „Það er verið að ganga frá þessum festingum í nýju vélun- um, en á meðan þær eru ekki klárar reynum við að senda gömlu vélarnar í þau flug sem sjúklingar á sjúkrabörum eru skráðir í,“ segir Margrét. SBG Sjávarútvegsstefna framtíðarinnar rædd á ráðstefnu á Akureyri á laugardag: Engin hagræðing að leggja niður fiillkomnar fiskvinnslustöðvar í landi fyrir nýjar á sjó - sagði Snær Karlsson „Það ætti öllum að mega vera Ijóst að aðeins lítið brot af þeim afla sem á land hefur komið, hefði gert það ef ekki hefðu verið fyrir í landi flsk- vinnslustöðvar og flskvinnslu- fólk til að taka við aflanum og vinna úr honum. Þannig verð- ur ekki séð að þessir aðilar hafi átt minni rétt til úthlutunar aflamarks en einstök skip og útgerðir,“ sagði Snær Karls- son, starfsmaður Verkamanna- sambands íslands, á ráðstefnu Stafnbúa og Akureyrarbæjar um framtíðarstefnu í sjávar- útvegi, sem haldin var á Akur- eyri á laugardag. „Því tel ég að breyta verði þeim ákvæðum laganna, að við úthlutun veiðileyfa verði þeim aðeins úthlutað á skip og báta. Með þessu fyrirkomulagi er mis- munað hagsmunahópum í þjóð- félaginu. Þannig verða ekki allir jafnir fyrir þessari lagasetningu og það er nýtt í lagasetningu í lýð- ræðisþjóðfélögum, þegar hún er farin að mismuna þjóðfélags- þegnum með þeim hætti að hlýt- ur að leiða til sundrungar og jafn- vel átaka. Þá er tilkomið r 'tt atriði innan þessa sviðs sem eru fiskvinnsluskipin, frystitogarar og vísir að verksmiðjuskipum. Við lagasetninguna hafa menn trúlega ekki leitt hugann að þeim Snær Karlssun. breytingum í atvinnugreininni sem þeim fylgdu.“ Snær sagði hafa trú á að íslend- ingar geti í framtíðinni rekið sjáv- arútvegsstefnu sem sé lífvænleg og geti skapað atvinnugreininni eðlilega afkomu en þá verði landsmenn að vanda sig betur en fram til þess og breyta jafnframt lögum um stjórn fiskveiða. „Flestir staðir sem hafa lifað af sjósókn og fiskvinnslu geta gert það áfram ef fólk vill búa þar og una sínum hlut. Vissulega þarf að hagræða ýmsu í atvinnugreininni en það er engin hagræðing að fjölga fiskvinnslustöðvum úti á sjó en leggja niður mun full- komnari fiskvinnslustöðvar í landi,“ sagði Snær. JÓH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.