Dagur - 23.04.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 23.04.1992, Blaðsíða 11
Fimmtudaqur 23. apríl 1992 - DAGUR - 11 Leiklist „Ættarmótið“ á Hvaimnstanga Laugardaginn 11. apríl frum- sýndi Leikflokkurinn á Hvamms- tanga leikritið Ættarmótið eftir Böðvar Guðmundsson. Leik- stjóri er Emil Gunnar Guðmunds- son, ljósamaður Þröstur Hrings- son, hljóðmaður Þorleifur Karl Eggertsson og hönnuðir leik- myndar og búninga Gylfi Gísla- son og leikstjórinn. Uppsetning Leikflokksins á Hvammstanga á Ættarmótinu er á margan veg vel unnin. Verkið gengur hratt og lipurlega, stöður flestar ganga vel upp og afar lítið er um það, að flytjendur standi óvirkir og bíði innkoma sinna. Leikmynd er einnig vel gerð og hljóð, lýsing og búningar í góðu lagi. Hrefna Hrólfsdóttir fer með hlutverk Ingibjargar. Hún gerir hlutverkinu góð skil og er skemmtilega blæbrigðarík í túlk- un sinni'og lætur vel jafnt að túlka hina spenntu móður sem hina ástsjúku konu. Hallgrímur ráðuneytisstjóri er leikinn af Eggerti Karlssyni. Eggert gerir hlutverkinu góð skil og hið sama er um Hallmund Guðmundsson, sem leikur nafna hans, prestinn. Halla er í höndum Elínar Jón- asdóttur. Hún gerir persónunni allgóð skil og einnig er Lilja Hjartardóttir talsvert góð í hlut- verki sínu sem Jóna. Þá á Skúli A. Levý lipran leik í hlutverki Sagan um Jón í Brauðhúsum - í myndskreyttri útgáfu í tilefni af níræðisafmæli Halldórs Laxness Jón í Brauðhúsum er ein af smásagnaperlum Halldórs Laxness. Halldór skrifaði hana árið 1964 og birtist hún fyrst í Sjöstafakverinu sama ár. Vaka-Helgafell hefur nú gefið hana út á ný í stóru broti með vatnslitamyndum Snorra Sveins Friðrikssonar í tilefni af níræðisafmæli Halldórs Lax- ness 23. aprfl. í sögunni segir frá lærisveinun- um Andrisi og Filpusi sem hittast og taka tal saman við vatnsþró á torgi eftir að meistari þeirra, Jón í Brauðhúsum, er búinn að vera fjarri í meira en tíu ár. Þeir minn- ast hans og ber í engu saman um hann en báðir bíða þeir eftir „rík- inu“ sem meistarinn sagði að kæmi. Undir nýkveiktum mána skilja þeir síðan, tortryggnir og varir um sig, og halda hvor í sína áttina. Við vitum ekki hvor hefur rétt fyrir sér um fortíðina né hvort Jón í Brauðhúsum er kannski í minningunni orðinn eins og þeir vilja að hann hafi verið. Sagan veitir engin endan- leg svör í þessum efnum. Halldór kveikir efa og spurningar í huga lesandans - leyfir óvissunni að lifa. Snorri Sveinn hefur sagt um myndskreytingu sína á sögunni að hann hlusti eftir samtali þeirra Andrisar og Filpusar um samveru þeirra með Jóni í Brauðhúsum og þá djúpu reynslu sem þeir höfðu orðið fyrir. Hún breytti allri per- sónugerð þeirra og gerði þá að allt öðruvísi manneskjum en þeir höfði verið áður. Snorri Sveinn segist reyna að fanga hugblæinn í samtalinu sem bæði sé trega- blandinn og jafnframt upphafin gleði hjá þessum endurbornu mönnum. Arngríms og á verulega góða spretti. Júlíus Guðni Antonsson, sem leikur Hauk Vídalín, á vissulega góða hluti í túlkun sinni, en nær ekki ætíð takti við persónu sína og er á stundum dálítið vand- ræðalegur í hlutverki sínu. Fríða er leikin af Stefaníu S. Hinriks- dóttur. Stefanía er hress í hlut- verkinu, en hún talar iðulega talsverðu of hratt. Magnús er leikinn af Birni Sig- urvaldasyni. Mikill þróttur er í leik Björns, en hann er oft um of óhaminn í túlkun sinni á hlut- verkinu. Hreyfingar hans eru nokkuð miklar og gjarnan fremur einhæfar. Aðrir leikarar í minni hlut- verkum standa almennt vel fyrir sínu. Sérstaklega má nefna í því sambandi þær Inu Björk Ársæls- dóttur og Hafdísi Ólafsdóttur, sem leika dætur Ingibjargar og gera það skemmtilega. í heild tekið er uppsetning Leikflokksins á Hvammstanga á Ættarmótinu skemmtileg sýning og góð upplyfting. Ljóst er, .að leikstjóri hefur unnið verk sitt af talsverðri kostgæfni. Bragur verksins og hraði þess eru vænt- anlega hans verk. Einnig hefur hann gengið allvel eftir því, að leikarar væru vakandi yfir inn- komum sínum. Áberandi hlé í flutningi eru fátíð og almennt kunna leikarar vel hlutverk sín. Sviðshreyfingar eru á stundum dálítið ómarkvissar, einkum í síðari hluta verksins og sér í lagi í atriði Fríðu og læknisins í eldhús- inu. Þá eru slagsmálin, þegar Haukur Vídalín er tekinn hönd- um, ekki alveg nógu vel sviðsett. Einnig eru sum brögð notuð um of og verða dálítið einhæf, svo sem að láta menn detta, sem kemur mikið fyrir. Þrátt fyrir þær aðfinnslur, sem hér hafa verið tíundaðar, er óhætt að segja, að vilji menn leita sér glaðlegrar kvöldstundar, þar sem hláturtaugar eru kitlaðar á ljúfan máta, geta þeir átt h^na nokkuð vísa í Félagsheimilinu á Hvamms- tanga við uppfærslu leikflokksins þar á Ættarmótinu. Haukur Ágústsson. Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars, viljum við fyrir hönd Kaupfélags Eyfirðinga bjóða eftirtaldar eignir til sölu: Brekkugötu 1A: Verslunarhæð 217,5 fm, 2. hæð 219,5 fm, rishæð 57 fm. Eignin er laus í vor og selst í einu lagi. Eignarlóð. Hafnarstræti 20 - Höepfnershús: í húsinu er verslunarhæð, og 3 íbúðir-samtals 397 fm. Eignin selst í einu lagi. Laus eftirsamkomulagi. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. FASTÐGNA& M SK1PASALA3ST NORfKIRLANDS íl Glerárgötu 36, sími 11500 Opið virka daga kl. 13-17 og á morgnana eftir samkomulagi. Sölustjóri: Pétur Jósefsson Lögmaður: Benedikt Ólafsson hdl. ▼ > ► w ► > >> * Sumarkv Kaupfélag Eyfirðinga óskar félagsmönnum, starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegs sumars, og gæfuríkra daga með hækkandi sól. JÉk 4 \ nútímafyrirtæki á traustum grunni r ◄ ► A

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.