Dagur - 10.07.1992, Side 3

Dagur - 10.07.1992, Side 3
Föstudagur 10. júlí 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Treg rækjuveiði í júnímánuði: ,Ástand rækjustofiisins hefur lagast eftir að leggpokinn var tekinn upp“ - segir Unnur Skúladóttir, fiskifræðingur Rækjuailinn í júní var veru- lega minni en í sama mánuði sl. þrjú ár en það er reyndar árvisst að rækjuaflinn er minni seinni hluta maímánaðar og í júní en þetta tímabil virðist ætla að vera venju fremur langt nú. Einna skást hefur ástandið verið á Breiðafirði en rækja þaðan kemur lítið til vinnslu á Norðurlandi nema hjá Meleyri hf. á Hvamms- tanga „Það er að lifna yfir þessu núna en bátarnir hafa verið vestur í kanti, norður af Kolbeinsey og kringum Grímsey og út af Öxar- firði og núna hafa þeir verið út af Héraðsflóa en sl. viku hefur verið vaxandi afli á þeim slóðum“ segir Finnbogi Baldvinsson hjá Sölt- unarfélagi Dalvíkur. „Við höfum gengið á fryst hráefni af togurunum Margréti og Hjalteyri en hugmyndin var að eiga það í lok ágúst og byrjun september en höfum þurft að ganga á þær birgðir vegna lélegra aflabraga til að halda uppi vinnu í landi,“ sagði Finnbogi ennfremur. Rækjuverksmiðjan Gefla á Kópaskeri hefur nægjanlegt hrá- efni til vinnslu eins og er en vinna hófst í nýju húsnæði fyrir rúmri viku. Verksmiðjan fær hráefni af Sjöfn frá Bakkafirði sem landar á Kópaskeri og svo fær verksmiðj- an hráefni frá bátum á Húsavík en þeir landa rækjunni þar og síðan er henni ekið austur á Kópasker. Bátarnir hafa verið á veiðum djúpt norður af landinu en engin rækjuveiði hefur verið leyfð á Öxafirði síðan í lok mars- mánaðar og hefst ekki aftur fyrr en í október. „Við gerum okkur góðar vonir um það að við fáum að veiða tals- vert magn af rækju á komandi vertíð því það virtist vera mikið af góðri rækju á firðinum í fyrra- vetur og væntanlega varir það ástand út vertíðina sem væntan- lega lýkur í lok marsmánaðar,“ segir Skúli Þór Jónsson verkstjóri hjá Geflu. „Rækjuveiðin hefur verið treg á öllum miðum í óvenju langan tíma en aflinn hefur nægt til að halda uppi vinnu í landi en ekk- ert hefur þó staðið útaf en skilyrðin í sjónum eða „svartur sjór“ virðist haga sér öðru vísi og kannski heldur rækjan sig oftar ofar í sjónum en venjulega," seg- ir Ómar Þór Gunnarsson hjá rækjuverksmiðjunni Dögun á Sauðárkróki. Allgóður afli hefur verið að fást að undanförnu á Héraðsflóadýpinu og einn af bát- um Dögunar er þar nú en alls leggja þrír bátar upp hjá Dögun og sá fjórði bætist við um miðjan mánuðinn. „Verðið á rækjunni hefur held- ur verið á uppleið eftir nokkuð langa stöðnun en Norðmenn, Danir og Færeyingar fara að koma inn á markaðinn og ófyrir- Eftirlitsmenn um borð í frystitogurum: „Meiri tortryggni í garð þessara skipa en annarra“ - segir Árni Þann 22. júní sl. öðluðust gildi lög um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum. Þar er m.a. að flnna ákvæði sem kveður á um að eftirlitsmaöur eða eftirlitsmenn skuli vera um borð í flskiskipum sem hafl leyfi til fullvinnslu botnfísks fyrstu sex mánuðina eftir að leyfi séu veitt og að þeim tíma loknum þegar ástæða sé talin til hverju sinni af veiðeftirliti sjávarútvegsráðuneytisins. Út- gerðin skuli sjá eftirlits- mönnum fyrir fæði og aðstöðu meðan þeir eru um borð og greiða allan kostnað sem af veru þeirra hljótist, þar með talinn launakostnað. Árni Kolbeinsson, ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir tvennt valda því að slíkt ákvæði sé sett sérstaklega um fullvinnsluskip eða frystitogara. „Annars vegar hefur verið uppi í þjóðfélaginu meiri tortryggni í garð þessara skipa en annarra og hvort sem hún er á rökum reist eða ekki er í sjálfu sér ástæða til að halda uppi eftirliti sem kemur í veg fyrir þá tortryggni. Annað atriði sem kemur inn í þetta er að það er ekki bara verið að veiða á þessum skipum heldur einnig að vinna afurðirnar og það skiptir miklu máli að nýtingin sé sem best,“ sagði Árni. „Mér líst sjaldnast vel á það Kolbeinsson sem veldur auknum kostnaði og útgjöldum en ég er sammála því að það sé eðlilegt að liafa eftirlit með veiðunum. Mér finnst hins vegar að veiðieftirlitsmenn um borð í skipum ættu frekar að vera undantekning en regla. Ég held að það sé nauðsynlegt að það traust ríki á milli aðila að slíkt fyrirkomulag þurfi ekki að vera til frambúðar og lít því á þetta sem tímabundna ráðstöfun,“ sagði Gunnar Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, sagði ljóst að umræðan hefði ver- ið heldur neikvæð í garð frysti- togara og trúlega væri þetta að einhverju leyti afleiðing af því. „Mér líst ekkert illa á að hafa veiðieftirlitsmann um borð og geri engar athugasemdir við það. Við erum að gera góða hluti og ef menn þurfa að fá það reglulega staðfest þá er allt í lagi með það en það er ekki síður ástæða til að hafa eftirlit með öðrum veiðum. Ég held að hert eftirlit þýði þó ekki að fjölga þurfi eftirlitsmönn- um heldur mætti skipuleggja eftirlitið betur. Ef verið er að tala um að hafa alltaf menn í hverju skipi tel ég það gjörsamlega frá- leitt - það er bara atvinnubóta- vinna,“ sagði Þorsteinn Már. JHB föstudag og verður fyrst farið í Nesdjúpið og síðan austur með landinu í áföngum. Teknar hafa verið upp nýjar aðferðir í sam- bandi við ákvarðanatöku á rækjukvótanum en þar er um að ræða áhrif þorskstofnsins á rækjustofninn," segir Unnur Skúladóttir. Ákvörðun um breytingu á kvótanum er aðeins tekin að vori og því er fyrirséð að áðurnefndar tölur um kvótastærð á rækju munu verða í gildi á komandi vetri. GG Slippstöðin: Smíði Malavi skipsins sam- kvæmt áætlun Smíði fyrra Malavi-skipsins í Slippstöðinni á Akureyri geng- ur nokkurn veginn samkvæmt áætlun að sögn Jóhannesar Óla Garðarssonar, framleiðslu- stjóra Slippstöðvarinnar, en stefnt er að því að verkinu Ijúki í lok september. Smíði seinna skipsins hefst í sept- ember eða október og á að ljúka fyrir lok mars. Eins og komið hefur fram eru þessi skip frábrugðin öðrum sem stöðin hefur smíðað að því leyti að þau verða ekki afhent í heilu lagi heidur í hlutum. Hlutarnir verða síðan fluttir að Malavi- vatni í Afríku þar sem þeir verða settir saman. Jóhannes Óli segir að verk- efnastaðan í almennum viðgerð- um hafi verið mjög þokkaleg það sem af er þessu ári og ívið betri en í fyrra. Einnig hafi verið tölu- vert að gera í smærri tilboðsverk- um eins og smíði á búnaði í skip sem keypt eru erlendis frá. Hins vegar hafi verið minna um stærri tilboðsverk en venjulega og þeg- ar á heildina sé litið mætti verk- efnastaðan vera betri. JHB séð hvaða áhrif það hefur á verð- myndunina,“ sagði Ómar Þór Gunnarsson. Unnur Skúladóttir, fiskifræö- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að leyft verði að veiða 500 tonn af rækju á Öxarfirði á næstu vertíð sem er sama magn og á síðustu vertíð og á Skjálfanda verður leyft að veiða 300 tonn og á Húnaflóa 2000 tonn. „Við munum fara áður en veiði hefst og skoða svæðin en það eru nýjar reglur hér við skoðun á ungfiskinum, en það ástand hefur lagast mikið eftir að leggpokinn var tekinn upp en hann hleypir meira af smáfiskinum út aftur. Rannsóknarskipið Árni Friðriks- son er að koma úr rannsóknar- leiðangri af djúprækjumiðunum og ég er að fara með Dröfninni á Skemmtiferðaskipin koma nú eitt af öðru til Akureyrar. Þessi rússneska fleyta lá við Eimskipafélagsbryggjuna í gær. Mynd: Goiii Norður Pingeyjarsýsla: Heyskapur hefiir gengið greiðlega Heyskapur hefur gengið vel í Norður-Þingeyjarsýslu það sem af er en sláttur hófst fyrir alvöru eftir að hretið birti upp á dögunum. Grasspretta er all- góð þótt heymagn verið vafa- laust minna en á síðasta sumri. Norður-Þingeyingar áttu mikl- ar fyrningar á síðasta vori og brugðu sumir bændur á það ráð að draga úr notkun tilbúins áburðar af þeim sökum. Að sögn Benedikts Björgvins- sonar, héraðsráðunauts á Kópa- skeri, hefur heyskapur gengið greiðlega að undanförnu þar um slóðir. Bændur hefðu farið róleg af stað eftir að hretið birti upp um daginn og nú myndu flestir eða allir bændur vera byrjaðir að heyja. Grasspretta væri vel í meðallagi því þótt gras væri fremur lágvaxið sé þéttleiki þess góður. Björgvin sagði að vegna mikilla fyrninga frá síðastliðnu I væri ekki hægt að leggja sama sumri hefðu nokkrir bændur mat á endanlegan heyfeng og dregið úr áburðarnotkun og því endranær. ÞI Jafnréttisráð: Framkvæmdastj óra falið að skrifa skýrslu um mál Olmu Kæra Olmu Elísabetar Hansen til Jafréttisráös vegna ráðning- ar skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri var rædd á fundi Jafnréttisráðs sl. miðvikudag. Á fundinum voru lögð fram ítarleg gögn frá Akureyrarbæ um málið og í ljósi þeirra var Birnu Hreiðarsdóttur, framkvæmda- stjóra Jafnréttisráðs, falið að skrifa skýrslu um málið. Skýrslan verður síðan lögð fyrir næsta fund Jafnréttisráðs, sem varla er búist við að verði fyrr en síðari hluta ágúst. Þangað til mun ekk- ert gerast í málinu. óþh

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.