Dagur - 11.07.1992, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 11. júlí 1992
Hestar
„Mót fjaUahlíðum háum hleypi ég“
Flestir hestamenn eru á einu máli um að hápunktur hesta-
mennskunnar séu ferðalög á hestum. Hestaferðalög eru eins
mismunandi og þau eru mörg. Allt frá eins dags ferðum upp
í nokkurra vikna ferðir, um byggðir eða óbyggðir. Ýmist er
einn hestamaður á ferð með hesta sína eða margir saman, allt
upp í fjölmennar hópferðir hestamannafélaga. Það er með
hestaferðalög eins og önnur ferðalög að, hollt er heilum
vagni heim að aka, eða í þessu tilfelli, heiíum hesti að ríða.
Til að svo megi verða er mikilvægt að undirbúa ferðina af
kostgæfni og að bæði hestar og menn séu í góðri þjálfun. Ef
svo er geta allir notið ferðarinnar til fulls, samvistanna við
hrossin, útiverunnar, friðsældar íslenskra fjalla og daga og
kryddað hana fjörlegum kvöldum og kraftmiklum skeið-
sprettum. Það er öllum hollt
kveðja kóng og prest og halda
og tígulegra fjallasala.
Það er að ótalmörgu að hyggja
þegar leggja á upp í ferðalag á
hestum. Hvert skal haldið? Hve
langar eru dagleiðirnar? Hvernig
eru áningarstaðirnir? Hvar er
hægt að fá náttstað fyrir hross og
menn? Á að hafa bíl með í för?
Hve margir ætla með og hvað
verða hestarnir margir? Hvaða
hesta þarf að járna? í hvernig
ástandi eru reiðtýgin, hnakktask-
an og nestið mitt!!!
Hestaferðalag, fyrir alla
fjölskylduna eða ævintýri
fyrir þaulvana reiðmenn?
Þegar í upphafi er rétt að það
liggi ljóst fyrir hvort um er að
ræða ævintýraferð þaulvanra
reiðmanna yfir fljót, urð og grjót
eða fjölskylduferð fyrir alla
krakka, konur og karla þar sem
áhersla er lögð á skemmtilegar,
hæfilega auðveldar reiðleiðir og
fagra áningarstaði. |
Ef um fjölskylduferðir er að
ræða þar sem allir sem vettlingi
geta valdið njóta þess að ríða
með og takast á við viljug hrossin
er nauðsynlegt að hver áfangi sé
viðráðanlegur, nægur tími til
áningar og brekkan hvorki of
brött né áin of djúp. Ef hins veg-
ar þaulvanir hestamenn og ferða-
garpar eru á ferð er það fyrst og
fremst geta hrossanna sem ræður
því í hvað mikið er ráðist. Fyrstu
dagleiðirnar skyldu ávallt vera
með styttra móti. Ef einhverra
hluta vegna þarf að ríða sérstak-
lega langar eða erfiðar dagleiðir
er nauðsynlegt að hvíla bæði
hross og menn og halda kyrru
fyrir næsta dag á eftir.
Að hanga á baki
Það er ljóst að sú regla gildir í
hestamennsku ekki síður en á
öðrum vettvangi að æfingin skap-
ar meistarann og getur komið í
streitusamfélagi nútímans að
vit blómlegra íslenskra sveita
veg fyrir slys. Slys gera ekki boð
á undan sér en vel þjálfaðir
hestamenn eiga síður á hættu að
detta af baki, ef eitthvað ber
útaf, en þeir sem óvanari eru. í
því sambandi mætti nefna að
þegar verið er að undirbúa hesta-
ferðalag, liðka hestana og járna
upp er mikilvægt að allir sem í
ferðalagið ætli noti tækifærið og
leggi á. Knapar sem eru hnakk-
vanir sleppa við harðsperrur,
rasssæri og aumar axlir og þá
verður ferðalagið mun ánægju-
legra. Það er sjálfsagt að óvanari
knaparnir prófi þá hesta sem þeir
hyggjast ríða á í ferðinni, athugi
hvernig þeim gengur að stjórna
þeim og sitja þá bæði á stökki og
milliferð. Það er full seint í rass-
inn gripið, þegar reksturinn kem-
ur á harða stökki niður grýttan
mel á eftir forreiðarmönnunum,
að átta sig á því að óvanur knapi
í þeirra hópi veldur hesti sínum
aðeins á milliferðartölti.
Því miður hafa allt of margir
hestamenn orðið fyrir slíkri
reynslu. Fjöldi hestamanna og að
öllum líkindum hlutfallslega mun
fleiri hestakonur en menn hafa
hætt algjörlega að stunda útreið-
ar og hestaferðalög vegna
óhappa eða slysa. Að sjálfsögðu
eru hestakonur þar ekki í meiri-
hluta vegna þess að þær eru
konur, eða hvað? Ef til vill er það
einmitt svarið á vissan hátt!
Mörgum hestakonunum rennur
blóðið til skyldunnar og á meðan
hestamennirnir þjálfa hrossin og
járna fyrir ferðina eru þær að
gæta bús og barna, taka til nesti,
sokka og plögg. Þegar lagt er upp
í hina langþráðu ferð stíga þær í
hnakkinn fullar tilhlökkunar, en
Eva var ekki lengi í paradís! Það
færist fjör í leikinn. Reksturinn
dansar niður brekkurnar. For-
ystuhestarnir taka hverja heim-
reiðina af annarri. Hestakonurn-
ar átta sig á því að þær hafa ekki
næga þjálfun til að geta stjórnað
„Óöruggir reiömenn geta smám saman öölast
öryggi, þegar riðiö er utan vega. Rétt eins og
spenntir hestar, slaka þeir fljótlega á. Hestar verða
leiðir á aö fara hring eftir hring á velli, en viö
útreiðar á víöavangi glæöist áhugi þeirra og
hlaupagleöi. Þetta er mikilvægt fyrir tamningar.
Knapi og hestur aðlagast stööugt nýjum
kringumstæðum. Þaö eykur jafnvægi beggja...
Þjálfun í fjölbreyttu umhverfi er auk þess tilvalin
leiö til aö auka þol hestsins.11
Hesturinn og reiðmennskan:
Andrea - Katharina Rostock - Walter Feldmann.
- ferðalög á hestum
Reiðhjálmur, endurskinsmerki og öryggisístöð, sjö ára hestamaður, Arnar
Þór, á leið frá Akureyri í Skagafjörð.
Ferðagarpar liðinna ára.
reiðskjótanum og fylgt honum
eftir. Rétt eins og að taka þátt í
rallýkeppni en hafa aðeins ekið
bíl á malbiki undir hámarkshraða
innanbæjar!
Heil og hestfær hetja
að kveldi
Hins vegar er fátt eins góð og
1 skemmtileg aðferð til að ná því
að verða vel hestfær eins og að
fara í hestaferðalög að ekki sé nú
talað um göngur eða smala-
mennskur. Það að vera góður
íslenskur hestamaður er ekki síð-
ur að geta snúið hesti lipurlega í
kringum hlaupandi hestahópinn,
fé á fjalli, hleypt fyrir hross og
ær, yfir læki, urð og grjót en að
ríða í hringi á völtuðum sýningar-
völlum.
Hver sá sem leggur sál sína í að
smala fé af fjalli á hesti eða halda
utan um villtan hrossarekstur
hlýtur að verða hæfari knapi að
dagsverki loknu.
Því er vissulega betur af stað
farið en heima setið en mætum
þjálfuð til leiks og gætum þess að
allur búnaður sé eins og best
verður á kosið. Þegar hleypt er
yfir stokka og Steina er vissara að
gjörðin sé ófúin, taumurinn
traustur, og höfuðleðrið og
ístaðsólarnar bregðist ekki. Því
er rétt að yfirfara þessa hluti áður
en lagt er upp. Sem betur fer hafa
hestamenn náð miklum árangri í
notkun öryggishjálma meðal
barna og unglinga í hesta-
mennsku en íhugum af alvöru
hvort það sé virkilega bara
höfuðskelin á börnunum okkar
sem ekki þolir að mæta fóstur-
jörðinni á leifturhraða?
Hestlaus á heiðum uppi
Sjaldan stólum við eins á heilsu
og getu hestanna okkar eins og á
ferðalögunum nema ef vera
skyldi í úrslitakeppnum hring-
vallanna.
í bók sinni Hestaheilsu segir
Helgi Sigurðsson dýralæknir
meðal annars að á ferðalögum
fjarri byggð liggi vandi hesta-
manna oft í því að greina hversu
alvarlegt ástand slasaðs eða veiks
hests sé. Hvort um minniháttar
erfiðleika er að ræða sem unnt er
að ráða fram úr eða hvort nauð-
synlegt sé að leita til dýralæknis
eins fljótt og auðið er.
Algengustu mein hesta á ferða-
lögum eru, að sögn Helga, helti,
ýmiss konar sár, harðsperrur og
vöðvabólga. Hestarnir misstíga
sig, togna, meiðast á grjóti, hóf-
botninn merst eða járningin hef-
ur ekki verið nægilega vönduð.
Ætíð ætti að járna minnst viku
fyrir brottför og járna hesta með
viðkvæma hófa á botna.
Þegar hestar þreytast aukast
verulega líkurnar á að þeir snúi
sig eða misstígi. Því getur góð
þjálfun komið í veg fyrir helti.
Nýlegar bólgur á fótum hesta er
gott að kæla í læk eða vatni í 30-
45 mínútur.
Harðsperrur og vöðvabólgur
eru ekki óalgengar á ferðalögum
vegna ofreynslu, ofþreytu eða
ofkælingar, hættast er ungum
óhörnuðum hrossum og hrossum
sem eru í lítilli þjálfun. Nauðsyn-
legt er að hvíla þessa hesta en
gæta þess jafnframt að þeir hími
ekki heldur hreyfa þá lítillega,
breiða yfir þá og í alvarlegum til-
vikum að leita til dýralæknis.
Ofþreyta eða ofkæling eru einnig
algengustu orsakir hrossasóttar á
ferðalögum, sveittum og þreytt-
um hestum er sérstaklega hætt.
Það verður því seint brýnt nægi-
lega fyrir hestamönnum að aðgát
skal höfð og ávallt haft vakandi
auga með líðan hvers og eins
hests. Það er of seint að kalla til
dýralækni þegar það er of seint!
Sjúkrakassinn
Að sögn Elvu Ágústsdóttur dýra-
læknis ætti hitamælir ávallt að
vera með í farangrinum á hesta-
ferðalögum. Ef hestur fær hrossa-
sótt getur hitamælirinn hjálpað
hesteigandanum að greina á milli
hvort nægilegt sé að gefa hestin-
um hrossasóttarlyf eða hvort
hann þurfi einnig fúkkalyf. Ef
hestur dregst aftur úr hrossa-
rekstrinum getur hitamælir einn-
ig hjálpað eigandanum að átta sig
á hve alvarlegt ástand hestsins er.
Hestar eiga að vera með 38 stiga
hita og ekki kommu meira.
Að sögn Elvu, verður að skilja
hesta sem örmagnast eftir og ef
þeir ná sér ekki á strik og fara að
éta verður að kalla til dýralækni
fyrr en seinna. Ef hesturinn
hímir, nærist ekki og dýralæknir
er ekki kallaður til fyrr en eftir
tvo til fjóra daga getur verið
vonlaust að bjarga hestinum.
Hann hefur þá örmagnast svo af
þreytu að það dregur hann til
dauða ef hann fær ekki viðeig-
andi meðferð og lyfjagjöf tíman-
lega. Það sama gildir um hesta
sem ofkælast og fá öndunarfæra-
sjúkdóma jafnvel lungnabólgu.
Á lengri ferðalögum er rétt að
hafa meðferðis nauðsynlegustu
lyf og sjúkragögn. í bók Helga
Sigurðssonar, Hestaheilsu, er
hestamönnum ráðlagt að hafa
eftirtalda hluti í farangrinum:
Ábreiður, bómull, sáravatn,
sárabindi, bómullarbindi, sjúkra-
hússpritt, skæri, sýkladrepandi
og þurrkandi duft (Nebacetin-
duft), sýkladrepandi og þurrk-
andi úða (Aureomycidin-spray),
sýkladrepandi og græðandi
smyrsl (Tropicinsmyrsl), pencill-
íntúpur og síðast en ekki síst
glábersalt.
„Þá riðu hetjur um héruð“
Öll tilheyrum við á einn eða ann-
an hátt einhverjum hópi. Einn
þeirra er hópur okkar hesta-
manna.
Allir skapa þessir hópar sér
ákveðna ímynd í hugum almenn-
ings, fjölmiðla og ráðamanna og
oft virðist ekki þurfa nema einn
svartan sauð til að lita fjöldann.
Því er ákaflega mikilvægt að allir
hestamenn minnist þess ætíð að
það er á okkar ábyrgð hvernig
ímynd hestamanna er. Ekki
hestamannsins í næsta húsi eða
stjórnar hestamannafélagsins
heldur okkar allra þín og mín.
Þegar við ferðumst um landið
eru nokkrar grundvallar reglur
sem við verðum að hafa í heiðri.
Reglur eins og að fá leyfi landeig-
enda til að fara um land þeirra og
til að nýta áningarstaði, að gerast
ekki sek um landníðslu, ofbeit
eða gróðurskemmdir og minnast
þess í hvívetna að umgengni lýsir
innri manni.