Dagur - 11.07.1992, Page 12
12 - DAGUR - Laugardagur 11. júlí 1992
Dulspeki
Einar Guðmann
Hvers vegna gefum við öllu nafn?
Hugurinn vinnur á sérkennilegan
hátt þegar stríð, átök og missætti
er annars vegar. Okkur er það oft
á tíðum eiginlegt að mynda okk-
ur ákveðnar skoðanir og hug-
myndir um náungann eða ná-
grannann. Alltaf skal það svo
vera að við búum okkur til ein-
hver ákveðin hugtök eða orð yfir
það sem í kringum okkur er.
Hver skyldi ástæðan fyrir því
vera? Jú, það er mun auðveldara
að ráðast á mann sem flokkaður
hefur verið niður í huganum
undir ákveðinn hóp manna og
þar með verið merktur sem slík-
ur. Hvers vegna gefum við öllu
nafn? Tilfinningar, persónur,
fagurt blóm, öllu er þessu gefin
ákveðin merking. Ætla má að
við gefum tilfinningum ákveðið
nafn til þess að geta talað um
þær, blómunum gefum við nöfn
til þess að geta lýst þeim og per-
sónur setjum við í ákveðna
flokka eftir kynþáttum, trú,
skoðunum, þjóðemi o.s.frv. Með
því að gefa hlutunum nafn höld-
um við ef til vill að við séum
búin að skilja þá og þess vegna
þurfi ekki að skoða þá frekar.
Ef við sleppum því að gefa
einhverjum hlut nafn þá
neyðumst við til þess
að skoða hann í allt
öðru Ijósi en annars
Ef við hugsum um einhvem hlut
sem hefur ekki neitt nafn, þá
neyðumst við til þess að hugsa
mun lengur um hann og nálgast
hann á mun nánari hátt heldur en
ef við væmm búin að skilgreina
hann í huganum og gefa nafn. Ef
hugurinn hefur ekkert nafn yfir
það sem horft er á, þá er horft á
hlutinn rétt eins og hann væri
séður í fyrsta skipti. Þ.e.a.s með
augum rannsakandans.
Hugarástand sem sleppir því
að skilgreina alla hluti og flokka
er í líkingu við það að horfa á
hlut í fyrsta skipti.
Það að gefa hlutunum nafn
er einnig ákveðin leið til þess
að losa sig við þá, hvort sem
um er að rœða dauða eða
lifandi hluti
Við flokkum fólk t.d. niður í ótal
flokka. Japanir, Bandaríkja-
menn, Indverjar, íslendingar,
Færeyingar. Hvað kemur ykkur í
hug þegar þið hugleiðið hvert og
eitt af þessum nöfnum?
Jú, það er sennilega eitthvað í
líkingu við nokkurs konar að-
greiningarkennd. Það er hægt að
stimpla ýmis þjóðemi eða t.d.
hluti með ákveðnum stimpli og
hugarfarslega séð er síðan mun
minna vandamál að dæma og
losa sig við þennan ákveðna
stimpil þegar hann hefur verið
afmarkaður. Það að gefa ein-
hverjum flokki manna nafn er
auðveld leið til þess að taka þann
flokk fyrir og fordæma, afneita
eða hefja til vegs og virðingar.
Það að hugsa um mismunandi
þjóðemi er nokkuð sterkt í þessu
sambandi vegna þessað hug-
myndir okkar um ákveðnar þjóð-
ir geta verið mjög sterkar.
Ef við höfum hins vegar ekki
stimplað fólk á neinn
hátt neyðumst við hins
vegar til þess að horfast
í augu við það á allt annan
og hlutlausari hátt
Það sem ég er að fara með þessu
er að þegar við lifum ekki í and-
artakinu horfum við ekki á hlut-
ina eins og þeir raunverulega
em. Okkur hættir til að hætta að
reyna að skoða hlutina eftir að
við emm búin að sjá þá einu
sinni og gefa þeim nafn.
En hvaða afl er það innra með
okkur sem stjómar því hvemig
við flokkum hlutina niður og
dæmum? Það er einhver mið-
punktur innra með okkur sem
við miðum allt út frá en frá þess-
um kjama spretta öll okkar hug-
tök og nafngiftir. Hver er þessi
kjami?
Hann er samsafn alls þess
sem við höfum upplifað, skynjað
og gert frá upphafi. Hann er sem
sagt minnið. Þessi kjami er hins
vegar til mestu vandræða, vegna
þess að við öðlumst aldrei réttan
skilning nema við losnum úr
viðjum hans. Þessi kjami er ein-
ungis gamlar minningar um at-
vik sem við erum búin að skýra
og á vissan hátt komið okkur
undan að rannsaka til fullnustu
ineð því að gefa nafn.
En er hœgt að hugsa án
þess að nota orð?
Kviknar hugsun út frá orðum?
Eða öfugt? Oft er sagt: „Þú ert
það sem þú hugsar." Þess vegna
stoppar skilningurinn ef þú sam-
samar þig því sem þú hugsar. Ef
þú hefur þá hugmynd um sjálfan
þig að þú sért t.d rafvirki, for-
stjóri, hálfviti, kristinnar trúar,
Islendingur eða hvað svo sem þú
kallar þig, þá rekst skilningurinn
ávallt á vegg þegar þú hefur not-
að slíkar skilgreiningar til þess
að einfalda málið.
Ef þú leysir upp þennan
kjama sem sífellt er að skil-
greina og gefa hlutunum nafn,
hvað er þá eftir? Tómarúm? Já,
en þó ekki tómarúm sem hefur í
för með sér ótta, heldur ákveðna
uppleysingu og kyrrðarástand.
Það sem eftir er, er einungis til-
finningin fyrir að vera til. Hljóð-
ur hugur og engar skilgreiningar.
Orð hafa þess vegna mikinn
mátt. Þegar hugurinn er hljóður
upplifum við heiminn á nýjan
hátt. Það að ná þessu takmarki
krefst þess vitanlega að hugurinn
sé meðvitaður um sitt eigið eðli
og starfsemi og veiti sjálfum sér
eftirtekt. En þó algerlega án þess
að dæma. Það er alvöru hugleið-
ing án orða.
ÚR DAGBÓK FLAKKARA
Jens Kristjánsson
Fijósemisgyðjan holdi klædd
Tamara. Gyðja frjóseminnar.
Líkaminn fylltur losta og bros
sem bræddi ís, gneistandi, dimm-
blá augu og karlmenn höktu um
brauðfættir.
Við hittumst þar sem flökku-
dýr allra þjóða koma fyrr eða
síðar, sum í leit að hvíld, önnur í
leit að mat og rúmi til þriggja
nátta. Hún var sautján ára og það
er langt síðan.
Kom til mín einn daginn á
grasflöt, settist við hlið mér og
leit til sólar og sagði: Nú er það
hroðalegt maður.
Nú nú? hváði ég, fáum árum
eldri og hennar besti vinur. Við
höfðum þekkst í viku. Flökkudýr
bindast snöggt og skilja án tára;
það er allt sagt með einu og smá-
atriðin koma síðar. Kannski.
Já, sagði hún mæðulega. Ég er
hrein mey.
Ferlegt, samsinnti ég og benti
henni á að kunningjarnir héldu
að svo væri ekki. Að hún væri
kvenna fegurst og talin spjölluð
með eindæmum.
Hún stundi og bar þunga
heimsins á herðunum. Þessu
verður að breyta.
Tvímælalaust, sagði ég þungur
á brún og bætti við: Mannorðsins
verður að gæta.
Akkúrat.
Svo læddi ég út úr mér varlega:
Viltu ekki bíða eftir að ástin hel-
taki þig?
Láttu ekki eins og fífl var svar-
ið og þar með var málið útrætt.
Næstu dagar fóru í karlmanns-
leit. Við gengum um götur og
tún, virtum fyrir okkur karlfénað
hvar sem hann fannst og ræddum
málið í hörgul. Þessi of feitur,
þessi of mjór, þessi of gamail og
hinn of lítili en þarna var einn
sem kannski...
Þeir voru loks tveir sem koinu
til greina. Báðir um tvítugt,
svarthærðir, svarteygir og hinir
myndarlegustu á alla enda og
kanta.
Eitt kvöld þar sem við sátum
yfir bjór og horfðum á nóttina,
tók hún um hendina á mér og
sagði lágróma: Ég er hrædd.
Sígarettan glóði í myrkrinu og
hún var falleg. Ákaflega falleg.
Æskan farin í hundana
Tveimur dögum síðar kom hún
til mín geislandi, stafaði frá sér
þvílíkri birtu að mér fannst sem
dagur væri kominn um niðdimma
nótt. Hún faðmaði mig að sér og
kyssti mig á kinnina og snökti
ofan í bálsinn á mér að nú væri
hún spjölluð. Æskan farin í
hundana og hún orðin kona.
Loksins. Og svo krufði hún málið
til mergjar og hafði þótt sárt,
kveinkaði sér enn og fannst vont
að ganga en vildi gera það aftur.
Þetta, sagði hún snöktandi, var
lífið.
Næsta dag kom hún til mín
aftur, tók um hendina á mér og
teymdi mig afsíðis og sagði sínar
farir ekki sléttar: Hún hefði gert
það með hinum.
Og þannig gekk það, vikan
varð ein og tvær og fleiri og hún
sagði mér frá yfir bjórum og
brenndu víni; við ræddum ástina
og hvort hún kæmi þessu við og
hún sagði nei. Ástin kæmi síðar.
Með öðrum. Annars staðar. Hún
færi héðan og eitthvað og þeir
annað, þessir tveir sem hún deildi
með nóttunum; heimurinn var
stór og lífið stutt og það var enn
mikið að sjá og skoða. Og upp-
lifa.
En svo gerðist ljótt og við sát-
um saman og hún tók um hend-
ina á mér og sagði: Ég er komin
tvær vikur framyfir.
Hver sjálfur rótgróinn, sagði
ég rámur.
Og vandinn var sá að hún gat
ekki farið í próf, aðstæður voru
þesslegar að húsnæðið færi og
maturinn líka og það var ekki
tími til að ferðast ennþá.
Áttu þeir enga regnhlíf?
Ég talaði við kunningja sem tal-
aði við annan kunningja og því
var svo fyrir komið að tíu dögum
síðar færum við saman í rútuferð,
hún og ég, færum á sjúkrahús
langt í burtu og þar færi fram
próf. Og ef það yrði jákvætt, ef
hún væri sannarlega með barni
yrði framkvæmd aðgerð og hún
þá ekki með barni lengur. Það
var heldur ekki spurning.
Ég áræddi að spyrja: Áttu þeir
enga regnhlíf?
Nei, sagði hún og sagðist ekki
hafa pælt í því heldur.
En þú gerir það framvegis
lagði ég til og hún samsinnti og
var dauf.
Hún var dauf í níu daga. Gekk
um með hausinn á bringunni,
svaf mikið og borðaði lítið og
fórst vinnan illa úr hendi. Gneist-
inn hvarf úr augunum. Ég sá
hana þó mikið og manna mest og
stundum voru tár og reiði og svo
uppgjöf og ávítun. Hvernig hafði
hún getað verið svona vitlaus?
spurði hún í sífellu. Strax þá fór
hún og keypti tvö búnt af regn-
hlífum og hafði hjá sér.
Alblóðugur vísifingur
Níundi dagur kom og ég sat við
óheflað tréborð og sötraði bjór.
Mér leið illa. Næsta morgun
klukkan fimm færum við af stað
og yrðum lengi.
Flún birtist í dyrunum, frjó-
semisgyðjan holdi klædd, sendi
mér geislandi bros og hitabylgju
og hélt á hvítum bréfpoka.
Hlammaði sér niður á trébekkinn
með pilsaþyt og dró upp tvö glös
og Arak. Hellti í glösin, rétti mér
annað og sagði: Skál.
Fyrir hverju? spurði ég dapur
og saup á.
En hún svaraði ekki. Hendi
hvarf undir borðið og svo kom
hún upp aftur, var haldið á lofti
eins og sigurflaggi og vísifingur
alblóðugur. Þessu, sagði hún þá
og ljómaði.