Dagur - 30.10.1992, Side 2
2 - DAGUR - Föstudagur 30. október 1992
Fréttir________________________
Fullorðna fólkið horfir á
hlutina út frá sjálfti sér
- segir Herdís Storgaard
Herdís Storgaard, verkefnis-
stjóri hjá Slysavarnafélagi
íslands, telur að skrif sín
inni á heimilunum sem utan
ýmsar hættur fyrir börn, jafnt
inni á heimilunum sem utan
þeirra, hafi vakið fólk til
umhugsunar og það sýni mál-
inu mikinn áhuga.
Imibrot á Greni-
vík eru upplýst
Þrjú innbort sem framin voru á
Grenivík um síðustu helgi eru
upplýst.
Brotist var inn í verslun Kaup-
félags Eyfirðinga, grunnskólannn
og eina bifreið um síðustu helgi.
Unglingar voru að verki og er
þýfið komið til síns heima. ÞI
„Það sem hefur þó komið mér
mest á óvart er að við hönnun á
ýmsum hlutum fyrir börn er oft
alls ekki tekið tillit til þarfa eða
þroska barnsins. Fullorðna fólkið
horfir oft á hlutina út frá sjálfu
sér, en ekki út frá augum
barnsins," sagði Herdís.
Slys, sem börn verða fyrir, eru
að sögn Herdísar oft á tíðum
ótrúleg. Umferðarslys eru
algengust, en síðan er alltof
algengt að börn falli niður úr
byggingum eða öðru og stórslas-
ist. „Ég hef nýlega gert könnun á
drukknun barna og í ljós kemur
að í mörgum tilfellum drukkna
yngstu börnin í baði, heita pott-
inum eða jafnvel í lóni eða
drullupolli skammt frá heimilinu.
Köfnun er líka töluvert algeng og
ástæðan fyrir henni er af ýmsum
toga, t.d. að leikföng henti börn-
um ekki, sælgæti standi í koki
þeirra o.s.frv.“ óþh
KAUPLAND
Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565
BOSCH
handverkfæri
Kynningartilboð
föstudag og laugardag 30. og 31. október
20-30% afsláttur
Hefill 710W
PHO 20-82
Hefilbreidd 82 mm
Hefildýpt 0-2 mm.
Áður kr. 17.750.
Nú kr. 12.425.
Stingsög 550W
GST 60 PBE
Framsláttur á blaði.
Lykillaus blaðfesting.
Stiglaus hraðastilling.
Gráðustillanlegt aðhald.
Áður kr. 25.206.
Nú kr. 18.904.
Höggborvél 550W
CSB 550 RE
13 mm patróna.
Fram- og aftursnúningur.
Stiglaus hraðastilling.
Áður kr. 11.420.
Nú kr. 7.994.
Rafhlöðuborvél 12V
GBM 12 VES
Stiglaus hraðastilling.
Fram- og aftursnúningur.
Sjálfherðandi patróna.
Tveggja drifa.
Áður kr. 30.775.
Nú kr. 22.166.
Nýr söluaðili á Akureyri
KAUPLAND
Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565
Skautafélag Akureyrar:
Íshokkídeildin fær flárstyrk
- vélfrysta skautasvellið opnað í kvöld
í gær afhentu félagar í Skautafélagi Akureyrar, Magnúsi Einari Finnssyni, formanni íshokkídeildar
félagsins, rúmar 100 þús. krónur til styrktar deildinni. Peningunum söfnuðu félagarnir með því að
skauta á svokölluðum rúlluskautum frá Akureyri til Dalvíkur fyrir um mánuði síðan. Alls tóku 10 félag-
ar þátt í ferðinni og skautuðu þrír og þrír í senn. Þeir söfnuðu áheitum fyrir ferðina og afraksturinn var
rúmar 100 þús. kr. sem fyrr segir.
Á myndinni afhendir Kjartan Kjartansson, einn þeirra sem tóku þátt í ferðinni, Magnúsi Einari pen-
ingagjöfina.
Vélfrysta skautasvellið á Akureyri verður opnað formlega kl. 20.00 í kvöld, í fyrsta sinn á þessu
hausti. Það er því tímabært fyrir skautaáhugamenn og konur að fara dusta rykið af skautunum sínum.
-KK
Húsavík:
Fyrsta vísindaþing
íslenskra heimilislækna
- fundur 60 lækna settur síðdegis
Fyrsta vísindaþing Félags
íslenskra heimilislækna verður
sett á Hótel Húsavík í dag kl.
17 en þinginu lýkur um hádegi
á sunnudag. A Húsavík var
fyrsti vísir að heilsugæslustöð á
landinu opnaður fyrir um 25
árum síðan.
Búist er við að um 60 læknar,
víðsvegar að af landinu sæki vís-
indaþingið, auk tveggja erlendra
prófessora, Christian Borch-
grevink frá Osló og Calle Bengts-
son frá Gautaborg.
Undirbúningsnefnd þingsins
Iðnncmar
þínga í
Reykjavík
Fimmtugasta þing Iðnnema-
sambands íslands verður hald-
ið dagana 30. október til 1.
nóvember í Reykjavík. Þingið
ber yfírskriftina „Kröftug bar-
átta - betri menntun, bætt
kjör“. Olafur Þ. Þórðarson,
formaður sambandsins setur
þingið að Borgartúni 6 þar sem
þingað verður fyrsta daginn.
Daginn eftir og næsta dag
verður þinginu framhaldið á
ÍSÍ-hótelinu í Laugardal.
Á þessu 50. þingi Iðnnema-
sambands íslands munu iðnnem-
ar fjalla um kjaramál og iðn-
menntun og móta stefnu samtak-
anna í þeim málaflokkum fyrir
næsta starfsár ásamt því að fjalla
um skipulagsmál iðnnemahreyf-
ingarinnar. Kjörnir þingfulltrúar
á þetta 50. þing eru um 160 og
stefnir allt í að þetta verði fjöl-
mennasta þing samtakanna til
þessa.
skipa Lúðvík Ólafsson, Jón
Steinar Jónsson og Jóhann Ág.
Sigurðsson. f inngangsorðum
Jóhanns í dagskrá þingsins segir
að tilgangur þess sé fyrst og
fremst að kynna niðurstöður
rannsókna í heilsugæslunni.
Höfundar efnis eru bæði úr röð-
um heimilislækna og annarra
starfsstétta þessa sviðs. Dr. Gísli
G. Auðunsson á Húsavík skrifaði
ritgerð um mikilvægi þess að
heilsuverndin sé hluti af daglegu
starfi heilsugæslunnar, en ekki
eitthvað aðskilið fyrirbæri.
Jóhann telur einnig mikilvægt að
rannsóknastarfsemi verði hluti af
daglegu starfi heilsugæslunnar á
sama hátt og heilsuverndin.
Hann segir í inngangsorðunum:
„Fræðastörf verða í flestum til-
vikum ekki stunduð af einangr-
uðum grúskurum, heldur þarf til
samvinnu margra aðila. Þau
verða heldur ekki stunduð til
lengdar í frístundum."
Þátttakendur þingsins munu
heimsækja heilsugæslustöð og
sjúkrahúsið á Húsavík síðdegis í
dag. Á dagskrá þingsins kennir
margra grasa. Þar verður t.d.
fjallað um bragðskynsathugun
hjá börnum á pensilínsmixtúrum,
lækkun áhættuþátta hjarta- og
æðasjúkdóma meðal verksmiðju-
fólks, langtímahorfur kransæða-
sjúkdóma meðal íslenskra karl-
manna, arfgenga járnofhleðslu,
salmonellafaraldurinn í Búðardal
1987, hvort hægt sé að bæta þátt-
töku í leit að leghálskrabba-
meini, bráðaofnæmisrannsóknir
á Akureyri, slys á Hafnfirðingum
1990 og árangur slysavarna,
lengd brjóstagjafar hjá ungbörn-
um, offitu við utanverðan Eyja-
fjörð, áhrif sumarvinnu á heilsu-
far unglinga, öndunartruflanir í
svefni hjá börnum, og háls-
hnykki. Er þá fátt eitt nefnt sem
fjallað verður um á vísindaþing-
inu. IM
Blönduós:
Bæjarmála-
punktar
■ Bæjarráð ræddi á fundi sín-
um nýlega, um gangstéttar og
endurgerð þeirra þar sem þær
hafa verið eyðilagðar vegna
framkvæmda á viðkomandi
húsalóðum, eða þungum bif-
reiðum verið lagt á sléttirnar
og þær eyðilagst af þeim
völdum. Bæjarráð ítrekar að
viðgerðarkostnaður í þeim til-
fellum sé gerandans nema í
undantekningartilfellum.
■ Bæjarráð hefur að gefnu
tilefni, ítrekað að farið verði
eftir þeim samningum varð-
andi yfirvinnu í íþróttamið-
stöð, sem gerðir voru við
starfsfólk þar í haustbyrjun.
ítrekað er að yfirvinna verði
tekin í formi frítíma.
■ Á fundi bæjarráðs var
kynnt erindi frá Ungmenna-
félaginu Hvöt, varðandi
aðstoð við framkvæmd æfinga
í handbolta og óskað eftir
heimild til þess að Hörður
Ríkarðsson sinni verkefninu.
Bæjarráð samþykkti erindið.
■ Áfengisvarnanefnd sam-
þykkti á fundi sínum nýlega,
tillögu Snorra Bjarnasonar,
formanns, þess efnis að synja
Jónasi Skaftasyni um vínveit-
ingaleyfi. Þrír greiddu tillög-
unni atkvæði en tveir sátu hjá.
■ Veitunefnd hefur sam-
þykkt að fela veitustjóra frá-
gang samnings vegna eftirlits
með borholum á veitusvæði.
Áætlaður kostnaður vegna
þessa verkefnis er kr. 250-260
þús. vegna stofnkostnaðar og
leigugjalds kr. 60 þús á ári og
greiðist fyrst 1993.
■ Skólastjóri Grunnskólans
gerði grein fyrir starfsemi
skólans frá upphafi vetrar á
fundi skólanefndar nýlega.
Þar kom m.a. fram að nem-
endur í vetur eru 218, 16
kennarar og 2 stundakennarar
auk stjórnenda. Einnig gat
hann þess að áframhald verð-
ur á samskiptum við aðra
skóla í A-Húnavatnssýslu sem
tekin voru upp sl. vetur.