Dagur - 30.10.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 30.10.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 30. október 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavíkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Verðskulduð viðurkenning í fljótu bragði mætti ætla að íslenskum konum hafi vegnað betur í jafnréttisbaráttunni en stöllum þeirra víðast hvar annars staðar. Því til stuðnings má t.d. benda á að konur eru í nokkrum æðstu embættum opinberrar stjórnsýslu hér á landi: Forseti íslands er kona, sömuleiðis forseti Alþingis svo og forseti Hæstaréttar. Ennfremur má nefna að þátttaka kvenna í atvinnulífinu er almennari hér en í nágrannalöndunum og að konum hefur orðið vel ágengt með því að stofna sérstakan stjórn- málaflokk og bjóða fram til Alþingis. Útlendingum finnst þetta allt saman réttilega mjög merkilegt og hafa gert nokkra sjónvarpsþætti um hið mikla jafn- rétti kynjanna sem hér virðist ríkja. Ef grannt er skoðað kemur hins vegar í ljós að konur eiga enn langt í land með að standa jafnfæt- is körlunum í íslensku samfélagi. Misrétti kynj- anna er sérstaklega áberandi á vinnumarkaðinum. Atvinnuþátttaka kvenna hefur vissulega vaxið jafnt og þétt á síðustu áratugum, fyrst og fremst vegna aukinnar atvinnuþátttöku giftra kvenna. Á hinn bóginn hefur lítið dregið saman með konum og körlum hvað tekjur varðar. Kjararannsóknir sýna að meðaltekjur kvenna í öllum atvinnugrein- um eru ekki nema rúm 60% af meðaltekjum karla og segir það sína sögu um misréttið. Áuk þess njóta karlar mun meiri fríðinda en konur á vinnu- markaði í flestum tilfellum. Ennfremur má nefna að erfiðlega hefur gengið að fá heimilisstörf metin til starfsreynslu á vinnumarkaðinum og bitnar sú tregða fyrst og fremst á konum. Þær eiga enn undir högg að sækja á vinnumarkaðinum og þurfa svo sannarlega að leita réttar síns. Jafnréttisráð og þær fáu jafnréttisnefndir sem starfandi eru á vegum sveitarfélaga, hafa auðveld- að konum baráttuna síðustu ár. Þau hafa smám saman verið að marka sér sess í samfélaginu og æ meira tillit er tekið til þess sem þau hafa til mál- anna að leggja. Sú ákvörðun Jafnréttisráðs, að veita ár hvert viðurkenningu til þess aðila sem að mati ráðsins hefur lagt lóð á vogarskálina til að jafna metin milli kynjanna, er vel til fundin. Þá er það mjög ánægjulegt að fyrsta viðurkenningin af þessu tagi kom í hlut Akureyrarbæjar. Ráðamenn bæjarfélagsins hafa sýnt í verki að þeir vilja koma á raunverulegu jafnrétti kynjanna. Að því leyti er Akureyrarbær fyrirmynd annarra sveitarfélaga og viðurkenningin því verðskulduð. Vonandi hvetur viðurkenning Jafnréttisráðs fleiri til dáða á þessu sviði: sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félög og einstaklinga. Ekki veitir af því mikið verk er óunnið í jafnréttisbaráttu kynjanna. BB. Helstu niðurstöður úr greinum Guðna og Hauks Ef litið er yfir þennan útdrátt úr greinum hinna þingeysku náttúru- unnenda, kemur í ljós, að þeir efast mjög um hina 10 ára sveiflu í rjúpnastofninum, einkum Guðni. Mér kemur hins vegar ekki til hugar að rengja þá kenn- ingu. Ég lít svo á að hún hafi næstum verið sönnuð með mark- tækum samanburði og tölum. Báðir, Guðni og Haukur, við- urkenna, að það séu sveiflur í rjúpnastofninum, en þær markist ekki af árafjölda, heldur af ár- ferði eða því, sem kalla mætti ferðaþrá rjúpnanna. Guðni held- ur sig fyrst og fremnst við felli í harðindum, en Haukur telur rjúp- urnar fljúga í stórum flokkum eitthvað burt og þá helst vestur af landinu eða norðvestur í íshaf. Hvorutveggja er eflaust fyrir hendi, en ég hallast miklu fremur að skoðun Hauks. Hvorugur þessara heiðursmanna víkur orði að því, að skotveiðimenn gangi um of á rjúpnastofninn, þó segir Haukur á einum stað, að banna mætti rjúpnaveiði í einn eða tvo vetur, ef rjúpur yrðu mjög fáar í öllum landshlutum. Það má einn- ig lesa út úr orðum Hauks, að mikil rjúpnaveiði geti haldið stofninum í nokkru jafnvægi og þar bendir hann á áratugina frá 1880-1900. Langlíklegasta skýringin á skyndilegri fækkun rjúpnastofns- ins er það sem Theodór Gunn- laugsson á Bjarmalandi kallar „háflug“, Haukur kallar það „langflug". Ef rjúpurnar hryndu niður af einhverri pest, eins og fuglafræð- ar hallast helst að, hlytu skrokkar þeirra að liggja í þúsunda- eða milljónatali úti í högunum. Þótt vargfugl eða refir ætu eitthvað af hinum dauðu rjúpum, éta þeir þó ekki fiðrið með og það segir alltaf til um hvar rjúpa hefur borið beinin. Mér er ekki kunnugt um að slík ummerki hafi nokkru sinni sést, nema eftir horfelli í harðindum. Veturinn 1917-1918 var með eindæmum frostharður um allt land og hér norðan lands var hann með fádæma áfreðum, svo hvergi náðist til jarðar fyrir svell- um allan seinni hluta vetrarins, nema svo hátt í fjöllum, að þar var lítinn gróður að hafa. Þegar voraði og snjórinn hvarf, mátti víða sjá breiður af hvítum dílum neðantil í hlíðunum. Það voru skrokkar af rjúpum, sem soltið höfðu í hel um veturinn. Skrokkar af sóttdauðum rjúp- um ættu að vera alveg eins áber- andi úti í högunum og skrokkarn- ir af hungurmorða rjúpunum vor- ið 1918. Þessi staðreynd stangast svo mjög á við kenninguna um rjúpnafárið, að mér finnst hún tæpast koma til greina. Aftur á móti finnst mér hugmyndin um langflugið nánast skýra alla þætti á hvarfi rjúpunnar á 10 ára fresti. Skal nú nánar athuga það. Há- eða langflug Það er vel þekkt hvað læmingjar gera, þegar komin er offjölgun í stofninn. Þeir taka þá á rás burt úr sínum heimahögum og fara á hvað sem fyrir þeim verður jafn- vel fram af hengiflugi. Á leið þeirra bætast svo aðrir læmingjar í hópinn og eftir verða aðeins læmingjafá héruð. Þessi læm- ingjaganga endar alltaf á þann hátt að flokkurinn fer sér að voða, annaðhvort í fjalllendi, stórfljótum eða hann syndir til hafs. Mér er ekki kunnugt um hvort þessar læmingjagöngur fara Angantýr H. Hjálmarsson. af stað með svipuðu millibili, en þó minnir mig að ég hafi eitthvað heyrt um það. Langflug rjúpn- anna gæti verið af sama toga spunnið. Svipaða sögu er að segja um engisprettur. Þær leggja af stað Síðari hluti við offjölgun og fara jafnvel land úr landi svo þétt að ekki sér til sólar fyrir þeim. Sumar maura- tegundir og jafnvel grasmaðkar leggja upp í langferðir af sömu ástæðum. Þannig er þetta vel þekkt fyrirbæri hjá ýmsum ólík- um tegundum í dýraríkinu. Ég vík nú aftur að háflugi rjúpnanna, sem Theodór á Bjarmalandi hefur ef til vill orðið fyrstur til að vekja athygli á og Haukur í Garðshorni lýsir svo vel í grein sinni í Degi 9. apríl 1960. Það vill svo til að ég hef sjálfur orðið áhorfand að einu slíku há- flugi. Ekki þori ég að fullyrða hvort þetta gerðist árið 1937 eða 1938, en hygg þó frekar að það hafi gerst seinna árið. Ég átti heima í Villingadal í Eyjafirði þegar þetta gerðist. Við bræðurn- ir höfðum ögn gengið til rjúpna þann vetur, en ég gerði þó lítið að því. Þá var ekki mikið um rjúpur í Eyjafirði, en samt aflað- ist alla daga eitthvað og stundum allvel. Svo var það einn stilltan góð- viðrisdag fyrir miðjan desember, að við Þorlákur bróðir minn héldum til veiða. Þorlákur fór nokkru fyrr en ég og gekk upp í hlíðina ofan við bæinn og ætlaði síðan að ganga inn eftir henni eft- ir því sem tilefni gæfist. Ég gekk aftur á móti inn flatlendið í daln- um og komst þar yfir ána og upp í hlíðina hinu megin. Til að byrja með varð ég engra rjúpna var og hélt því áfram neðst í hlíðinni. Loft var skýjað fram eftir degi, en undir kvöldið létti til í vestrinu og þar sá í heiðan himin. Eftir hádegið fór ég að verða rjúpna var. Þær kepptust við að tína í sarpinn og voru frekar órólegar, svo ég kom í mesta lagi einu skoti á hvern hóp. Þær flugu allar eitthvað lengra inn dalinn. Svo gerðist það, þegar ég var staddur í svonefndum Lambárhólum, að rjúpurnar voru alls staðar í kring- um mig og ég varð líka var við þær á flugi í hlíðinni hinu megin við ána, en dalurinn er frekar þröngur á þessum stað. Ég hafði ekki nema 22 skot með mér og þau gengu fljótt til þurrðar og þá var ég kominn inn fyrir Lambár- hólana þar sem dalurinn er víðari og með lægri brúnum að vestan- verðu. Birtu var þá aðeins tekið að bregða. Þá gerðist það, að ég heyrði geysilegan vængjaþyt í kringum mig, er rjúpurnar úr báðum hlíðum tóku sig samtímis á loft, eins og eftir gefnu merki og sameinuðust í einn ótrúlega stóran flokk sem myndaði alls konar hringi og sveipi er sífellt hækkaði í lofti. Heldur færðist flokkurinn inn dalinn og alltaf bættist í hann frá báðum hlíðum. Ég hef aldrei séð svo stóran hóp fugla á flugi, jafnvel ekki í Látra- bjargi. Ég var og er alveg örugg- ur um að rjúpurnar þarna skiptu mörgum þúsundum og kannske tugum þúsunda. Það var engin leið að áætla slíkt. Þegar flokkur- inn var kominn hátt til lofts, tók hann stefnu til vesturs yfir fjalls- brúnina, sem er þar frekar lág, og hvarf þar sjónum mínum með stefnu á birtuna í vestri. Þéttastur var flokkurinn framantil og smá- þynntist og mjókkaði aftur líkt og hann drægi gisinn hala eftir sér. Þar sem flokkurinn hvarf yfir fjallsbrúnina liggur gömul göngu- leið yfir Nýjabæjarfjall, það fjall er milli Villingadals í Eyja- firði og Austurdals í Skagafirði og er a.m.k. 10 km breitt milli brúna. Rjúpurnar hafa því haft birtu til að fljúga vestur í Aust- urdal. Þegar ég kom heim um kvöldið og sagði fréttirnar af háflugi rjúpnanna, átti fólk erfitt með að trúa slfkri sögu. Það hafði aldrei heyrt getið um slíkt. Það er af Þorláki að segja, að hann kom strax í rjúpnamergð og hafði allan daginn nóg af rjúpum kringum sig. Þær voru stöðugt á leið inn dalinn. Þess vegna settist hann bara og beið eftir því að rjúpurnar settust í námunda við hann, sem þær og gerðu öðru hvoru. Heim kom hann með eitthvað milli 50 og 60 rjúpur, sem var algert met þann vetur- inn. Ég hafði aftur á móti aðeins 28 rjúpur. Seinna fréttum við að fjöldi manna hafði verið á rjúpnaveið- um í sveitinni þennan dag og allir sáu urmul af rjúpum, einkum þeir sem gegnu í hlíðunum vest- an við Eyjafjarðará. Líklegasta skýringin á hvarfí rjúpnanna Þegar þess er gætt, að ekki var mikið af rjúpum framan af vetri og eftir þennan umrædda dag var varla rjúpu að sjá, kemur tæplega önnur skýring til greina, en þarna hafi þingeyskar rjúpur verið á langflugi og kannske hafa sumar rjúpurnar verið komnar alla leið austan úr Múlasýslum. Eyfirsku rjúpurnar virðast svo hafa slegist í hópinn með hinum eitthvað lengra vestureftir, en hvað sá flokkur hefur að lokum orðið stór og hvar sú ferð hefur endað mun aldrei verða upplýst. En hitt er víst, að þær komu aldrei til sinna átthaga aftur, því næsta vetur var afar lítið um rjúpur á Norðurlandi. Af framangreindum dæmum um há- og langflug rjúpna er augljóst að rjúpur taka sig stund- um upp af stöðvum sínum og fljúga fjöllum hærra í stórum flokkum eitthvað út í víðáttuna. Hvar þessar ferðir þeirra enda veit enginn maður, en hitt má næstum fullyrða, að þær koma aldrei til baka aftur. Ég veit ekki hversu oft þetta kann að gerast, en mig grunar, að það geti gerst á svo sem 10 ára fresti og þar sé aðalskýringin á sveiflum rjúpnastofnsins falin. Það gæti verið fróðlegt að heyra frá þeim rjúpnaveiðimönn- um, sem kunna að hafa orðið varir við rjúpnabreiður í háflugi. Þá væri æskilegt að geta fengið að vita hvaða ár það var, á hvaða tíma dagsins þetta gerðist, í hvaða átt þær flugu og hvernig veðrið var. Með því að fá sem flestar skýrslur sem víðast að mætti ef til vill komast að því, hvort þessi ferðalög standa í sambandi við hina skyndilegu fækkun rjúpnastofnsins á 10 ára fresti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.