Dagur - 24.11.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 24. nóvember 1992
Fréttir
Öxarflarðarhreppur:
Vatnsveituframkvæmdir
SkagaQörður:
Umferðar-
óhapp við
Kotárbrú
Bfll á norðurleið keyrði á
Kotárbrú í Norðurárdal á
laugardagskvöldið. Bfllinn
er talinn ónýtur, en engin
slys urðu á fólki.
Bíllinn var glænýr fólksbíll í
eigu Bílaleigu Akureyrar og
var verið að flytja hann
norður. Óhappið varð um kl.
18.30 á laugardagskvöld. Að
sögn lögreglu verða oft óhöpp
við brúna, en hún er staðsett
rétt neðan við lága blindhæð.
Bíllinn er talinn ónýtur. sþ
Alþingi:
Þjóðminja-
safli verði á
Hólum
Tómas Ingi Olrich (D-Ne)
og Páimi Jónsson (D-Nv)
hafa lagt fram tillögu til
þingsályktunar um að fela
ríkisstjórninni að undirbúa
stofnun safns þjóðminja að
Hólum í Hjaltadal er verði
helgað kirkjusögu íslands.
Þessi tillaga var flutt á síð-
asta þingi, en hlaut þá ekki
afgreiðslu.
I greinargerð með tillögunni
segir að hún miði að því að
efla „það merka uppbygging-
arstarf sem unnið hefur verið
að Hólum í kirkju-, skóla- og
menningarmálum. Enn frem-
ur miðar tillagan að því að
styrkja uppbyggingu ferða-
þjónustu á landsbyggðinni,
virkja í hennar þágu þann
mikla menningaráhuga sem
fram kemur í starfsemi minja-
safna víða um landið og stuðla
jafnframt að markvissari upp-
byggingu þessarar starfsemi
með því að sérhæfa hana í
samræmi við hlutverk og vægi
sögustaða.“
Eins og áður segir er gert
ráð fyrir í tillögunni að ríkis-
stjórninni verði falið að undir-
búa stofnun þjóðminjasafns
að Hólum er verði helgað
íslenskri kirkjusögu. Um þetta
segir í greinargerð: „Er það
gert með tvennt í huga. Ann-
ars vegar hefur ríkisstjórn
íslands sameiginlega tekið
ákvarðanir sem skipt hafa
sköpum um endurreisn Hóla
og Hóladómkirkju. í öðru lagi
ber að taka tillit til þess að það
mál, sem hér er flutt, tengist
þremur ráðuneytum, kirkju-
málaráðuneyti að því er varð-
ar Hóladómkirkju, landbún-
aðarráðuneyti að því er varðar
staðarhald og bændaskóla og
menntamálaráðuneyti að því
er þjóðminjar varðar.“ óþh
@ VEÐRIÐ
Veðurstofa (slands gerir ráð
fyrir norðaustan og norðan
stormi eða roki og jafnvel
ofsaveðri allvíða á landinu
með snjókomu eða slyddu um
allt norðanvert landið. Er líður
á daginn snýr vindur sér til
norðvestlægrar áttar. Heldur
lægir, en snjókoma verður
áfram norðvestanlands.
Á fundi hreppsnefndar Öxar-
fjarðarhrepps á miðvikudag
var samþykkt að taka vatn í
nýja vatnsveitu í landi Kata-
staða enda talinn hagkvæmasti
kosturinn. Uppi voru hug-
myndir um sjálfrennsli frá
Efri-Hólum, en það hefði kost-
að sverari lögn og mun lengri
leiðslur. Auk þess var sá kost-
ur talinn vera a.m.k. helmingi
dýrari.
Björn Benediktsson í Sand-
fellshaga, oddviti Öxarfjarðar-
hrepps, segir að það sem hafi rið-
ið baggamunin var að ná þarf um
20 lítrum/sek. en það hefði ekki
náðst með lögn frá Efri-Hólum
nema með því að hafa dælingu
líka og þá var hagræðing þess
kostar rokin út í veður og vind
vegna mikils kostnaðar.
Kópasker hefur fengið vatn í
landi Hjarðaráss sem er nýbýli
frá Snartarstöðum, en það vatn
er óheppilegt að því leyti að í því
eru svo miklar steinútfellingar og
Afmælisfagnaður Slippstöðvar-
innar hf. síðastliðinn sunnudag
tókst mjög vel og að sögn Knúts
Karlssonar, stjórnarformanns,
komu milli 400 og 500 gestir í
afmælið.
Margt var í boði í Slippstöð-
„Mér fannst leitarráðstefnan
ganga mjög vel, fólkið var
afskaplega áhugasamt og vann
vel saman. Við erum með í
höndunum mjög spennandi
verkefni eftir ráðstefnuna og
verðmætan hugmyndabanka.
Við höfum úr nægum verkefn-
um að spila fram til alda-
móta,“ sagði Elín Antonsdótt-
ir, verkefnisstjóri átaksverk-
efnisins Vaka en leitarráð-
stefna var haldin á Hrafnagili
um helgina og tóku þátt í henni
um 50 manns úr sveitarfélög-
unum fjórum, Eyjafjarðar-
sveit, Svalbarðsstrandar-
hreppi, Grýtubakkahreppi og
- vatn tekið í
er t.d. óhæft til niðursuðu vegna
kristallamyndunar og eins
skemmir það alla hitakúta.
Ástæðu þessa slæma ástands
vatnsins telur Björn vera mikla
nálægð við sjó eða að svæðið hafi
verið hitasvæði fyrr á tímum.
Framkvæmdir hefjast í maímán-
uði 1993 og er áætlað að ljúka
þeim að hausti. Kostnaðaráætlun
hljóðar upp á 16 milljónir króna,
og hefur verið sótt um lán úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til
framkvæmdanna og þar er heim-
ild fyrir hendi til að styrkja þessa
framkvæmd, en úrskurðar er
ekki að vænta fyrr en reikningar
vegna fyrirhugaðra vatnsveitu-
framkvæmda liggja fyrir. Björn
Benediktsson segir að framlag
Jöfnunarsjóðs kunni að ráðast af
því hversu mörg sveitarfélög sæki
um framlag vegna svipaðara
framkvæmda og Öxarfjarðar-
hreppur hyggst nú ráðast í.
Heilbrigðisyfirvöld telja vatnið
frá Hjarðarási hæft til drykkjar
en hafa gert athugasemdir við
inni þennan sunnudagseftirmið-
dag. Búið var að setja upp ýmis
leiktæki fyrir börnin, farið var í
skoðunarferðir og skemmtisigl-
ingar. Allir fengu að bragða á
einhverju góðgæti og derhúfur
Hálshrcppi.
í lok ráðstefnunnar höfðu sjö
verkefni tekið á sig skýrari mynd
og er framundan vinna við þau
áfram næstu mánuðina. Á leitar-
ráðstefnunni var unnið í hópum
og munu þeir hópar sem stóðu að
verkefnunum sjö við lok ráð-
stefnunnar halda áfram sinni
vinnu og vel má vera að fleiri
komi inn í þessa vinnu. Þá segir
Elín einnig alla möguleika á að
ný verkefni og nýir hópar verði til
á næstu mánuðum og því sé engin
ástæða fyrir það fólk sem ekki
tók þátt í leitarráðstefnunni að
liggja á sínum atvinnuhugmynd-
um.
landi Katastaða
verndarsvæði vatnsbólsins, en
ekki liggur fyrir hvort það er af
völdum búpenings eða nálægðar
ræktaðs lands ofan við vatnsból-
ið. Fundist hafa saurgerlar úr
sýni á Kópaskeri, en aðeins einu
sinni, en geta má þess að saur-
gerlar fundust einnig í Lundar-
skóla í Öxarfirði fyrir allnokkru,
en síðan ekki söguna meir þrátt
fyrir frekari sýnatökur. Neyslu-
vatn í Lundarskóla kemur hins
vegar úr uppspettu ofar í sveit-
inni og er leitt í sjálfrennsli til
nokkurra annarra bæja auk sum-
arhúsa í nágrenni Hafrafells-
tungu.
A hreppsnefndarfundinum var
samþykkt að styðja við atvinnu-
rekstur í hreppnum með kaupum
á hlutafé í rækjuverksmiðjunni
Geflu á Kópaskeri og laxeldisfyr-
irtækinu Silfurstjörnunni að upp-
hæð ein milljón króna hjá hvoru
fyrirtæki fyrir sig.
„Við höfum óskaplega mikinn
áhuga á því að viðhalda því góða
atvinnuástandi sem hér ríkir, því
merktar Slippstöðinni runnu út.
„Það var mikil ánægja hjá
börnunum og fjölskyldunum með
það sem í boði var og við erum
líka mjög ánægðir með hvernig
til tókst,“ sagði Knútur. SS
Verkefnin sex sem lengst eru
komin spanna vítt svið. Um er að
ræða verkefni í kornrækt þar sem
gerð verður tilraun með korn-
rækt víða á svæðinu næstkom-
andi sumar, annað verkefni snýst
um stofnun þróunarseturs fyrir
handverksfólk en þar yrði nám-
skeiðahald, kennsla og vinnsla
handverks auk útleigu á aðstöðu
til handverksfólks. Þriðja verk-
efnið snýst um sérvinnslu sjáv-
arafurða, fjórða verkefnið um
gæða- og markaðsmál, fimmta
verkefnið um fyrirtækjanet í
ferðaþjónustu og nýjungar á því
sviði og sjötta verkefnið er verk-
þáttaþjónusta í landbúnaði, þ.e.
að vori
á atvinnuleysisskrá finnst enginn.
Það á að vera meginviðfangsefni
sveitarstjórna meðan þetta óáran
í þjóðfélaginu gengur yfir. Hér er
einnig mikið rætt um það hvað
hægt sé að gera til að styðja við
bakið á bændum, því það er búið
að leika þá harðar en flesta aðra
þjóðfélagsþegna á undanförnum
árum og meðal þeirra er mikið
dulið atvinnuleysi. 40% af þeim
framleiðslurétti sem bændur hér
höfðu 1979 er horfinn. Bændur
hér standa ver en víða annarrs
staðar því bú voru fremur smá
þegar búmarkið var sett og síðan
hafa allar leiðir legið niður á við.
Rætt hefur verið um það að
koma bændum til aðstoðar með
því 'að gefa þeim kost á einhverj-
um aukastörfum, og í dag hafa
nokkrir atvinnu við laxaslátrun
hjá Silfurstjörnunni, en alls eru
um 45 á launaskrá í viku hverri
og þar af um 10 í hlutastarfi og
það munar um minna í 500
manna héraði. Launagreiðslur
eru um 30 milljónir króna á ári,“
segir Björn Benediktssoon
oddviti. GG
Akureyrarbær:
Fjárhagsáætlim
lögð fram í dag
Á fundi bæjarstjórnar Akur-
eyrar í dag verður Iagt fram til
fyrri umræðu frumvarp að fjár-
hagsáætlun Akureyrarbæjar
fyrir næsta ár.
Gert er ráð fyrir að tekjur
bæjarins á næsta ári verði tæpar
1411 milljónir króna, þar af er
miðað við að tekjur af aðstöðu-
gjaldi verði 251 miiljónir króna. í
efnahagsráðstöfunum ríkisstjórn-
ar Davíðs Oddssonar, sem
kynntar voru í gær, er hins vegar
gert ráð fyrir að aðstöðugjaldið
verði fellt niður, en ríkið bætir
sveitarfélögunum upp tekjutapið
á næsta ári að 80% miðað við
álagt aðstöðugjald á árinu 1992,
en það er nálægt því hlutfalli sem
sveitarfélögin ná að jafnaði að
innheimta af aðstöðugjaldi.
Þannig innheimti Akureyrarbær
77,25% af álögðu aðstöðugjaldi á
síðasta ári.
Stærstu útgjaldaliðir bæjarins á
næsta ári eru áætlaðir félagsmál
(263 milljónir), fræðslumál (207
milljónir) og götur og holræsi (82
milljónir). óþh
fyrirtæki sem sinnti útleigu á vél-
um til bænda, tæki að sér ýmsa
vélavinnu fyrir bændur og sinnti
einnig afleysingaþjónustu í land-
búnaði. Sjöunda verkefnið snýst
svo um sköpun gæðaímyndar
búvöruframleiðenda innan
svæðisins. Þeir sem tækju þátt í
þessu yrðu þá að uppfylla ýmis
skilyrði, t.d. hvað varðar
umhverfisvernd en fengju í stað-
inn nokkurs konar gæðastimpil
sem framleiðendur hágæðaland-
búnaðarafurða.
Loks sagðist Elín vilja koma á
framfæri þökkum til starfsfólks
Hrafnagilsskóla fyrir góða aðstoð
við ráðstefnuhaldið. JÓH
mmmm
Afmælistertan var vegleg og umfram allt bragðgóð!
Mynd: Robyn
Afinælí Slippstöðvarinnar
Leitarráðstefnan á Hrafnagili um helgina:
Erum með mörg spennandi verkefiii
- segir Elín Antonsdóttir, verkefnisstjóri