Dagur - 10.12.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 10.12.1992, Blaðsíða 5
c nn *- r» i> A ft V, ,~r.U. Fimmtudagur 10. desember 1992 - DAGUR - 5 Húsnæðisnefnd Akureyrar: Reglur uin leigu á félagslegum Mðum Húsnæðisnefnd Akureyrar hefur, í samráði við Samband húsnæðisnefnda, sett reglur um leigu á félagslegum íbúð- um. Birtast reglurnar hér á eftir, að ósk Húsnæðisskrif- stofunnar á Akureyri. Með vísun til 86. gr. laga nr. 86/1988, ásamt síðari breytingum um Húsnæðisstofnun ríkisins og reglugerðar nr. 46/1991 setur húsnæðisnefnd Akureyrar eftir- farandi reglur um leigu á félags- legum íbúðum: 1. íbúðareigandi, sem óskar eftir heimild til að leigja út íbúð sína, skal sækja um það skrif- lega til húsnæðisnefndar. í umsókninni skal greina ástæð- ur fyrir beiðninni, nafn vænt- anlegs leigutaka, fyrirhugaðan leigutíma og önnur atriði er máli skipta. 2. Beiðni verður einkum tekin til greina þegar eftirfarandi ástæður eru fyrir hendi: a) Nauðsyn tímabundinnar dvalar íbúðareiganda og fjölskyldu hans á öðrum stað svo sem vegna at- vinnu, náms eða heilsu- brests. b) Bú eiganda er undir skipt- um vegna andláts, hjóna- skilnaðar eða sambúðar- slita. 3. íbúðareigandi, sem er í van- skilum með áhvílandi lán úr Byggingarsjóði verkamanna eða Byggingarsjóði ríkisins, þegar leigusamningi er ætlað að taka gildi, fær ekki leyfi til að leigja út íbúð sína. Einnig skal heimilt að líta til stöðu áhvílandi lána annarra en sem að ofan greinir. 4. Leigutíminn má eigi vera lengri en 18 mánuðir, en þó getur húsnæðisnefnd, að feng- inni nýrri umsókn, framlengt hann um allt að 18 mánuði. Leigutími getur aldrei orðið lengri en 36 mánuðir. 5. Leigufjárhæðin, fyrir hvern mánuð, má nema allt að 0,4% af framreiknuðu, fyrntu end- ursöluverði íbúðarinnar mið- að við upphaf leigutímans. Auk þess er heimilt að binda leigufjárhæðina vísitölu bygg- ingarkostnaðar eftir því sem stjórnvöld leyfa á hverjum tíma. Auk leigunnar greiðir leigu- taki rafmagn, hita og framlög í hússjóð til reksturs sameign- ar. Leigusali skal greiða fast- eignagjöld. 6. Leigusamningurinn skal gerð- ur á eyðublað félagsmálaráðu- neytisins og vera í samræmi við lög um húsaleigusamn- inga. Hann skal gerður í þrí- Lesendahornið Frábær þjónusta á Fiðlaranum Jóna Berta Jónsdóttir á Akureyri sat þing Alþýðusambands íslands í síðustu viku og vildi koma á framfæri þakklæti til veitinga- hússins Fiðlarans í Alþýðuhúsinu við Skipagötu: „Ég fór þrisvar að borða niður í Fiðlara meðan á ASÍ-þinginu stóð og fékk frábæra og fljóta þjónustu. Ég heyrði það líka á öðrum þingfulltrúum að almenn ánægja ríkti með allan viðurgern- ing. Ég vildi gjarnan koma þessu á framfæri mitt í öllum úrtölun- um.“ Okkar „Eden“ er í Eyjaflarðarsveit Mæðgurnar Linda og Sif hringdu. „Vegna greinar í DV fimmtudaginn 3.12. um að nú væru Akureyringar að eignast sitt „Eden“ með tilkomu nýbygging- ar Blómahússins í Innbænum viljum við benda á að við höfum fyrir löngu síðan eignast okkar „Eden“, sem er Blómaskálinn Vín í Eyjafjarðarsveit. Við vilj- um nota þetta tækifæri til að þakka eiganda og starfsfólki Vín- ar fyrir frábæra þjónustu og fallegt umhverfi." Kvörtun vegna snjómoksturs Vegfarandi hringdi. „Ég vil koma á framfæri kvörtun vegna snjómoksturs á Akureyri. Ég var að keyra um Höfðahlíð og þar var svo illa mokað að engu munaði að bíllinn minn rækist utan í annan bíl. Mér finnst ástandið óvenju slæmt í bænum, einkum hefur verið slælega mok- að í Þorpinu svo og á Krossanes- braut. Ég vona að bæjarstarfs- menn taki þessa ábendingu til greina og moki þannig að ekki hljótist af slysahætta." riti, eitt handa leigusala, ann- að handa leigutaka og hið þriðja handa húsnæðisnefnd- inni. Samningurinn öðlast ekki gildi fyrr en húsnæðis- nefnd hefur áritað hann. Húsnæðisnefnd getur fellt úr gildi áritaðan leigusamning, ef aðilar hafa veitt rangar upp- lýsingar eða gerst brotlegir með öðrum hætti. 7. Sé brotið gegn ofangreindum reglum og þeim lagaákvæðum og reglugerðarákvæðum er þær byggja á er heimilt að hækka vexti á áhvílandi lánum úr Byggingarsjóði verka- manna til samræmis við lán til almennra kaupleiguíbúða. Pá er einnig heimilt að rifta leigu- samningi og krefjast útburðar leigutaka sbr. 3. mgr. 86. gr. laga nr. 86/1988. 8. íbúðareigandi greiðir hús- næðisnefnd fyrir veitingu leiguleyfis kr. 2.500,- á verð- lagi október 1992 og skal gjaldið framreiknast einu sinni á ári. Nýjung i murverki á Akureyri Húsbyggjendur, verktakar og hönnuðir! Komið og skoðið nýja aðferð við múrun húsa með gipsi og hleðslu milliveggja með gipsplötum að Dvergagili 32 á Akureyri. Sjón er sögu ríkari Múrprýði sf. Hannes Óskarsson, múrarameistari, símar 25126 og 985-35979. Allír Matreiðslumeistarinn Hermann Huijbens tekur vel á móti ykkur Allt í jólasteíkína í kjötborðínu hjá okki Svínahamborgarhryggur • Bayonncskinka • Orb. kambur Hríngskorinn bógur • Hangilæri • Hangiframpartar Londonlamb • Rjúpur • Kalkúnar • Nýtt svínakjöt Jólaöl 2,51343 kr. Pepsi 21139 kr. Kók 21149 kr. Ljóma smjörlíki 99 kr. Ritzkex 58 kr. Ódýru kertin frá Iðjulundi Vikutilboð: Sænsk pylsa 498 kr. kg Qrillaðir kjúklingar alla virka daga Djúpsteíktar franskar Kynning á jólasteikinni frá Kjarnafæði fimmtudag, föstudag og laugardag NÝTT KREDITKORTATÍMABIL Matvöru- markaðurinn Kaupangi Opiö virka daga kl. 9-22 Laugardaga og sunnudaga kl. 10-22 Pantanir teknar í öllum matvöru- verslunum KEA og í Brauðgerð KEA BRAUÐGERÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.