Dagur


Dagur - 10.12.1992, Qupperneq 7

Dagur - 10.12.1992, Qupperneq 7
Fimmtudagur 10. desember 1992 - DAGUR - 7 Nýjar bækur______________ Minn hlátur er sorg Iðunn hefur gefið út bókina Minn hlátur er sorg - Ævisögu Ástu Sig- urðardóttur. Friðrika Benónýs er höfundur bókarinnar. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Ásta Sigurðardóttir var listamaður sem bjó yfir miklum hæfileikum. En Ásta Sigurðardóttir var umdeild manneskja sem ekki fór troðnar slóðir. Hún haslaði sér völl sem rit- höfundur, en ljós og skuggar tókust á um líf hennar og sál og hennar biðu um síðir bitur örlög.“ Fjarri hlýju hjónasængur Út er komin hjá Máli og menningu bókin Fjarri hlýju hjónasængur - öðruvísi íslandssaga eftir Ingu Huld Hákonardóttur. Þetta er bók um hjónabandið og ástina og þær samfélagslegu skorður sem henni hafa verið settar um aldir. Víða er leitað fanga, svo sem í annálum, lagasöfnum, skáldskap og æviminningum. I. hluti bókarinnar greinir frá tímabilinu frá heiðni til siðbótar. II. hluti segir frá Stóradómi sem settur var á Alþingi árið 1564. í III. hluta er fjallað almennt um hjónabönd í aldanna rás, en í IV. og V. hluta um ástir utan hjónasængur, frillulífsbrot og sifjaspell. VI. hluti snýst um tímabilið eftir að tekur að draga úr dauðarefsingum, en VII. hluti ber yfirskriftina „Landshagir, mann- fjöldi og siðaboð". Bókin er 320 bls. Alda Lóa Leifs- dóttir hannaði kápu og sá um útlit og myndritstjórn. Ljósmyndir eru eftir Guðmund Ingólfsson, en auk þess eru í bókinni myndefni úr gömlum heimildum. Bókin kostar kr. 2.980. Dómsmála- ráðherrann - saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu Iðunn hefur gefið út bókina Dóms- málaráðherrann - saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Guðjón Friðriksson sagnfræðing- ur er höfundur bókarinnar. Þetta er annað bindið í verki hans um Jónas frá Hriflu, en áður hefur komið út bókin Með sverðið í annarri hendi og plóginn í hinni. I kynningu útgefanda segir m.a.: „í þessari nýju bók fjallar höfundur um það tímabil sem Jónas sat í ríkis- stjórn landsins sem dómsmálaráð- herra. Hann gefur lifandi og sanna mynd af þeim átökum sem þá áttu sér stað í þjóðlífinu og varpar að mörgu leyti nýju ljósi á þennan sérkennilega stjórnmálamann, sem ýmist var dáður eða hataður. Jónas Jónsson dómsmálaráðherra var mikill athafnamaður, hann var ákveðinn og óvæginn og fór eigin leiðir til að hrinda áformum sínum í framkvæmd. En andstæðingar hans beindu spjótum sínum að honum. Markmið þeirra var að bola honum frá völdum og þar var beitt hinum óvenjulegustu aðferðum..." Menntaskólinn á Akureyri: Tónleikar með Megasi í kvöld Hinn stórskemmtilegi tónlist- armaður, Megas, heldur tón- leika í Menntaskólanum á Akur- eyri í kvöld kl. 20.30, nánar til- tekið í Möðruvallarkjallara. Það er TÓMA, tónlistarfélag Menntaskólans, sem stendur fyrir tónleikunum. Megas mun vænt- anlega leika lög af nýjasta geisla- diski sínum og svo eldra efni. Miðaverð er kr. 500. Puntrófur og pottormar Puntrófur og pottormar nefnist barnabók sem útgáfufyrirtækið Fróði hf. hefur nú gefið út. Bókin er eftir Helgu Möller og er þetta henn- ar fyrsta bók. Puntrófur og pottormar fjallar um ósköp venjulega krakka og ævintýri þeirra. Þegar Lísa, sem er aðalsögu- hetja bókarinnar, fer í sumarbústað með frænku sinni kynnist hún pott- ormum sem finnst í meira lagi gam- an að stríða stelpu úr Reykjavík og gefa henni m.a. kræsingar sem fáir hafa prófað. Og það gerist margt á einu sumri...“ Búi Kristjánsson teiknaði kápu bókarinnar og myndskreytti hana. Sögustund Komin er út hjá Máli og menningu bókin Sögustund, 365 valdir kaflar úr íslenskum barnabókmenntum, sem hefur að geyma hæfilega langa lestra fyrir hvert kvöld ársins og aukalestur á hlaupári. Hér eru í fyrsta skipti á einum stað sýnishorn af því besta sem íslenskir höfundar hafa skrifað fyrir börn frá fyrstu tíð fram yfir 1985, auk fjölda sígildra ævintýra og þjóð- sagna í endursögn Silju Aðalsteins- dóttur sem valdi efnið. Sögustund er ætlað að koma til móts við þá sem lesa upphátt fyrir börnin og minna á höfunda og verk sem vert er að kynna sér betur. Bókin er 750 bls. og í henni eru myndir eftir flesta þekktustu barna- bókateiknara okkar. Rafiðnaðarmenn Akureyri Fundur í Alþýðuhúsinu 4. hæð kl. 20.30 í kvöld, fimmtudag. Umræður um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Upp- sögn kjarasamninga. Mætið vel og stundvíslega. Rafvirkjafelag Norðurlands, Rafiðnaðarsamband íslands. - Ji SUNNUHUÐ VHRSLUNARMIÐSTÖÐ — SHOPPING CENTER — Munið opið á laugardögum til kl. 16.00 Laugardagur í Sunnuhiíð Kl. 14 leikur tríó, skipað Gunnari, Júni og Katli, jólalög Kl. 1B koma fjórir júlasveinar í heimsúkn og syngja og sprella syngur nokkur lög og áritar bók sína, Lífssaga Ragga Bjarna, í Sunnuhlíð laugardag kl. 15-17 GEISLADISKAR í þúsundatali • Nýju myndböndin með —/ - _ Guns'n' Roses komin. iUmBúom Ynja s. 25977 - Slétt og fellt s. 27224 - Ljósmyndabúðin s. 11030 - Samson s. 27044 - Tónabúðin s. 22111 Rafland s. 25010 - Pálína s. 27177 - HABRÓ s. 11119 - Trygging s. 21844 - Markaður s. 27586 Möppudýrið s. 26368 - Brauðbúð Kristjáns s. 25904 - Vaggan s. 27586 - Saumavélaþjónustan s. 11484 Blómabúðin Laufás s. 26250 - Búnaðarbanki íslands s. 27600 - Kjörbúð KEA s. 30387 Velkomín í Sunmihlíð

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.