Dagur - 10.12.1992, Side 9

Dagur - 10.12.1992, Side 9
Fimmtudagur 10. desember 1992 - DAGUR - 9 ..Saniviskan bauð mér að leita mennlnnar" - segir Áslaug Borg, förðunarmeistari hjá Leikfélagi Akureyrar Áslaug Borg, snyrtisérfræðing- ur á Akureyri, hefur til tveggja ára séð um förðun hjá Leikfé- lagi Akureyrar. í haust hélt hún til London til að nema leikhúsförðun við mjög virtan skóla, Grease Paint. í tvo mánuði var hún undir hand- leiðslu tveggja virtra kennara, þeirra Júlíu M. Cuthender og Mandy Goold, sem kenndu henni undrabrögð förðunar- Iistarinnar. Áslaug er nú kom- in til starfa á ný hjá Leikfélagi Akureyrar og merki þess ættu að sjást í andlitum leikara Leikfélags Akureyrar þá þegar þeir troða upp á sýningum. „Góður förðunarmeistari get- ur gert undraverðustu hluti og nú er að sjá hvers ég er megn- ug eftir Lundúnardvölina,“ segir Áslaug er blaðamaður tók hana tali fyrir skemmstu. „Mér var orðið ljóst eftir tveggja ára starf hjá Leikfélagi Akureyrar að ég yrði að leita mér menntunar í leikhúsförðun. Sam- viska mín bauð mér að leita menntunar, þó svo að ég hefði komist skammlaust frá verk- efnum fram til þessa. Atvinnu- leikhús, sem á Akureyri, gerir miklar kröfur til leikara og svo verður einnig að vera til allra starfsmanna. Förðun leikara er og verður alla tíð mjög krefjandi starf. Öll gerfi verður að gera af kunnáttu, því hvað gagnar að leikarinn sé góður og skili hlut- verkinu með sæmd, ef gerfi hans er ekki við hæfi.“ Starfið er krefjandi og myndin talar sínu máli. Áslaug að störfum í Greas Paint skólanum í London. Fyrir og eftir. Með kunnáttu þá var þessi stúlka gerð hin snotrasta. Er ekki svo? Andlitslýti fóiks að „yrkisefni“ „Ég snéri mér til sendiráðs íslands í London og bað þá að finna fyrir mig skóla. London varð fyrir valinu, því alla tíð hef ég haft á tilfinningunni að þar væri að finna bestu kennarana. Leikhúsið í Bretlandi stendur á aldagamallri hefð og London er háborg leiklistarinnar að mínu mati. Fyrir tveggja barna móður er það mikið mál að fara til útlanda í nám. Með hjálp góðra vina og vandamanna hélt ég til London um miðjan september til að ná mér í réttindi til leikhúsförðunar. Skólinn, sem ég hafði fengið inn- göngu í, heitir Greas Paint og er mjög virtur. Fyrra nám og starf mitt sem snyrtisérfræðingur gáfu fyrirheit um að ég ætti með góðri ástundun að ná lokaprófi eftir sex vikur. Kennararnir voru fyrsta flokks og við vorum að frá því snemma morguns fram á kvöld. Fljótlega var okkur gert ljóst, að ef við skiluðum ekki góðu verki þá gætum við kvatt kóng og prest. Já, við fengum mikið aðhald, kröfurnar voru miklar. í sex vikur sat ég fyrir fram spegil- inn og málaði glóðaraugu og ör á fólk. Ungt fólk var gert fjör- gamalt og gamalt ungt. Við máluðum ekki eingöngu fyrir leikhúsið. Málað var fyrir sjónvarp og kvikmyndir þannig að víða var komið við. Nemend- urnir í þessari önn voru 17 þar af einn karlmaður. Utan skólatíma drakk ég í mig áhrif stórborgarinnar. Ég varð þess meðvituð að ég horfði á fólk með öðrum hætti eftir að ég hóf námið. í neðanjarðarlestinni gafst besta tækifærið til að skoða fólkið. Morgun einn varð mér starsýnt á mann nokkurn, sem var með mikið ör í andliti. Trú- lega hef ég horft of stíft á manninn, því hann spurði mig hvort eitthvað væri að. Ég sagði nei, skammaðist mín og fór úr lestinni á næsta stoppistað. Síðar málaði ég örið í skólanum á fagurt kvennmannsandlit. Já, þannig urðu ýmis andlitslýti fólks á förnum vegi að „yrkisefni“ þeg- ar í skólann var komið.“ í einkakennslu hjá Mandy Goold „Leikhúsföðrunarnámskeiðið var á enda. Ég stóðst lokaprófið og var því hin ánægðasta. Af orð- ræðum mínum við stjórnendur skólans frétti ég af námskeiði í tískuförðun sem halda átti í janúar. Skólastjórinn kvatti mig til að mæta á ný á nýju ári til náms í tískuförðuninni, en ég sagði strax að slíkt væri útilokað og tilgreindi ástæður. Skólastjór- inn lét hvorki laust né fast og þannig atvikaðist það að ég fékk einkakennslu í tískuförðun hjá Mandy Goold, sem er mjög þekktur og virtur kennari í fag- inu. Hálfs mánaðar nám hjá Mandy Goold var lærdómsríkt svo ekki sé meira sagt. Ég hefði viljað vera lengur en ísland kall- aði. Nú er ég komin heim reynsl- unni ríkari. Starfið hjá Leikfélagi Akureyrar er hafið. Ég finn að nú er ég mun betur í stakk búin til að takast á við öll verkefni sem að mér eru rétt. Konur á Akur- eyri ættu einnig að geta notið reynslu og kunnáttu minnar, því hér heima er ég búin að innrétta litla og snotra snyrtistofu. Þar ætla ég að halda námskeið í förð- un jafnt sem að farða konur sé þess óskað. Falleg förðun vegur jafnt sem falleg hárgreiðsla og því er ég nokkuð bjartsýn á að ég fái nóg að gera utan þess tíma sem leikhúsið á,“ segir Áslaug Borg, förðunarmeistari. ój Elli kerling hefur tekið völd. Ég varð hálf þunglynd eftir að hafa málað mig svona og var því snögg að. þvo mér er myndatöku lauk. Föstudagur Úrslit í Norður- landsmeistara- keppninni í karaoke kl. 21.00 13 keppendur keppa ura tililitm Norður- landsmeistari x karaokesöng 1993. Laugardagur Skagf irska sveiflan allsráðandi Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur f ram á rauða nótt Kjallarinn Rúnar Þór og f élagar fimmtudag, föstudag og laugardag SJALLINN

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.