Dagur


Dagur - 10.12.1992, Qupperneq 11

Dagur - 10.12.1992, Qupperneq 11
Fimmtudagur 10. desember 1992 - DAGUR - 11 Frostrásin FM 98,7 mr' Útvarp á Norðurlandi með aðsetur á Akureyri. VERTU MEÐ... 10 Ijósatímar á dag ÍTOPP SÓL, 1 geisladiskurdaglegagefinntil hlustenda frá Radiónaust. Jólahúfan, fylgstu með á Frostrásinni og „I sporum jólasveinsins", sem er jólaleikur Frostrásarinnar og Radiónausts. Einnig bíómiðar, jólaöl og margt fleira. Frostrásin, sími 27687. Auglýsingasími 27691. Myndsendir 27692. Frostrásin - Gefandi stöð. Frostrásin FM 98,7 Sfmi 27687 ★ Útvarp með sál ’^ji^ „Ég var ekkert hræddur. Ég bara vildi ekki að björninn æti Barbie,“ sagði Julius litli. HÉR & ÞAR Þaö er einfalt aö versla í Vöruhúsi KEA - og ódýrt aö auki! Ilmvötn, rakvélar, jakkaföt, leikföng, kjóla, hljómtæki, gjafapappír, geisladiska, sjónvörp, potta, pönnur, hanska, gjafa- vörur, hraðsuöukatla, veiðistangir, jóla- skraut, jólakort og margt, margt fleira færöu í Vöruhúsi KEA Bjargaði systur sinni úr klóm bjamarins Hinn 5 ára Julius Rosenberg á svo sannarlega heiður skilinn fyr- ir þá miklu hetjudáð að bjarga 3ja ára systur sinni úr klóm risa- vaxins skógarbjarnar. Ekki var nóg með að hann drægi Barbie Iitlu bókstaflega úr skoltum bjarnarins, heldur öskraði hann á björninn þar til hann vék úr vegi fyrir þeim. Þetta virtist ætla að verða ósköp venjulegur dagur hjá Ros- enberg fjölskyldunni, þar sem hún dvaldi í sumarhúsi sínu við West Hawk-vatn í Manitoba í Kanada. Börnin voru að leik við vatnið og hafði móðir þeirra klætt þau í björgunarvesti í öryggisskyni. Skyndilega veit Julius ekki fyrr til en risastór skógarbjöm birtist út úr skógin- um og ræðst þegar í stað á systur hans. Þar sem hún var í björgun- arvesti náðu tennur bjarnarins ekki til að skaða litlu stúlkuna því annars hefði illa farið. Julius hafði snör handtök. Hann hljóp þegar að birninum, náði taki á öðrum handlegg syst- ur sinnar og togaði af öllu afli. Að lokum gaf björninn sig en stóð þó enn í vegi fyrir systkinun- um þannig að þau komust ekki heim í húsið. Julius greip þá til þess ráðs að hvæsa á björninn. „Ég öskraði á hann að fara frá og hvæsti eins hátt og ég gat. Hann færði sig aftur á bak eitt og eitt skref í einu og á endanum gátum við hlaupið framhjá honum og inn í hús,“ sagði Julius, er hann af mikill hógværð lýsti þessu mikla afreki. Það mátti þó ekki tæpara standa því björninn kom á hæla þeirra og náðu þau rétt að skella hurðinni á trýnið á honum. Allt fór þetta því vel þó illa horfði á tímabili. Fimmtudaginn 10. desember hefst nýtt kortatímabil í Vöruhúsinu Alls konar jólagjafir á tilboösveröi ... .... —iie—I-í--------- POSTUR OG SIMI Viö spörum þér sporin Frá Pósti og síma Póststofurnar verða opnar til kl. 18 til jóla. Laugardagana 12. og 19. des. er opið frá kl. 10-16. Síðasti skiladagur á jólapósti erfimmtudag- inn 17. des. Ath.: Munið póstafgreiðsluna í Fjölnisgötu. Stöðvarstjóri. I

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.