Dagur - 14.04.1993, Blaðsíða 14

Dagur - 14.04.1993, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 14. apríl 1993 Minning tJón Eðvarð Jónsson Fæddur 11. apríl 1908 - Dáinn 19. ianúar 1993 Látinn er á Akureyri Jón Eðvarð Jónsson rakarameistari, 84 ára að aldri. Hann hafði átt við nokkurt heilsuleysi að stríða hin síðari ár, en var þó jafnan hress í bragði eins og honum var farið. Hann var sonur merkishjón- anna Aðalbjargar Benediktsdótt- ur og Jóns Baldvinssonar, smiðs og síðar rafveitueftirlitsmanns á Vinningstölur laugardaginn (T)(iT) (Ilj(2 10. apríl '93 Ús'KÖ 9)" (34) : VINNINGAH | UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 I 0 2.362.553.-, 2. iTséfr 1 410.718,- 3. 4af 5 | 201 3.524,- 4. 3a!5 I 3.424 482,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.131.963.- upplýsingar:SImsvari91 -681511 lukkuiIna991002 GLERÁRGÖTU 36 SÍMI 11500 A söluskrá: * Áshlíð: 4ra herb. neðri hæð ásamt góð- um bílskúr og lítilli íbúð í kjallara. Eignin er í mjög góðu lagi. Áhvíl- andi húsn.lán um 2.3 millj. Skipti á minni eign hugsanleg. + Rimasíóa: 5 herb. einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr samtals um 182 fm. Áhvílandi húsn.lán um 2.7 millj. Skipti á eign í Reykjavík hugsanleg. * Aðalstræti: 5 herb. neðri hæð ásamt miklu rými í kjallara samtals um 160 fm. Eignin er mikið endurnýjuð. Áhvilandi húsn.lán um 4.5 millj. Laus eftir samkomulagi. * Tjarnarlundur: |2ja herb. íbúð á 4. hæð um 46 fm. Áhvílandi húsn.lán um 2.0 millj. * Háilundur: 4ra-5 herb. einbýlishús ásamt garðstofu samtals um 140 fm. Bílskúrsréttur. Áhvílandi húsn.lán um 2.7 millj. Laust eftir samkomulagi. * Norðurbyggð: 6 herb. raðhús á tveimur hæðum samtals um 152 fm. Skipti á 3ja- 4ra herb. eign á Reykjavikur- svæðinu hugsanleg. FASTÐGHA& M mMstusa; NORMNtlANDS O Glerárgötu 36, sími 11500 Opið virka daga frá kl. 9.30-11.30 og 13-17. Sölustjóri: Pótur Jósefsson Lögmaður: Benedikt Ólafsson hdl. If apríl 1908 - Dáinn 19. janúar 1993 Ég átti því láni að fagna að daglegur heimagangur hjá Húsavík. Aðalbjörg var dóttir Benedikts Jónssonar frá Auðn- um, en Jón sonur Baldvins Sig- urðssonar í Garði í Aðaldal, svo að styrkir þingeyskir stofnar stóðu að Eðvarð í báðar ættir. Foreldrar hans voru raunar náskyld, bæði barnabörn Jóns Jóakimssonar á Þverá í Laxárdal. Eðvarð var fimmti í röðinni í stórum systkinahópi. Alls eign- uðust foreldrarnir níu börn. Tvær dætur dóu á unga aldri, en upp komust sjö: Benedikt, bókavörð- ur og listmálari á Húsavík; Baldvin, rafélaviðgerðarmaður og uppfinningamaður í Reykja- vík; Guðný, saumkona og síðar verslunarkona, sem lengi bjó með móður sinni og bræðrum, bæði í Reykjavík og á Húsavík; Eðvarð, sem hér er minnst; Ásmundur, iðnverkamaður; Þorgeir, læknir og Egill, klarin- ettuleikari. Af þeim eru nú að- eins tvö á lífi, Guðný og Þorgeir. Eðvarð hefur reist sér og fjöl- skyldu sinni óbrotgjarnan minn- isvarða með því að rita dálitla bók um endurminningar sínar frá bernsku- og æskudögum á Húsa- vík á fyrstu áratugum aldarinnar og frá síðari hluta ævi sinnar eftir að hann settist að á Akureyri. Endurminningarnar nefnir hann Loftspeglanir frá liðinni tíð. Hann átti því láni að fagna að fá í vöggugjöf fjölhæfar gáfur, bjartsýni og glaða lund. Hann átti ekki langt að sækja margvís- lega listhneigð, því hún var rík í báðum foreldrum hans. Einkum unnu þau ljóðlist og tónlist, og í bókinni Þingeysk ljóð eiga þau bæði nokkur falleg ljóð. Eðvarð lýsir því á eftirminnilegan hátt hvernig foreldrar hans lifðu í heimi ljóða og tóna og léttu sér þannig margvíslega erfiðleika og fátæktarbasl. Merkilegt er að lesa um það hve glöggskyggn hann var á unga aldri og skilningsríkur á margvíslegar hugrenningar full- orðna fólksins. Hann hafði óþrjótandi áhuga á öllu í kring- um sig - náttúrunni, fegurð him- insins, gróðri jarðar og lífi dýr- anna jafnt sem athöfnum manna og orðum. Átakanleg er frásögn hans af því þegar foreldrar hans verða að láta allar eignir sínar upp í skuldir. Jafnvel orgelið varð að fara, orgelið sem þau höfðu lengi þráð að eignast af því að þau unnu tónlistinni svo mjög. Loksins höfðu þau keypt þetta hljóðfæri af naumum efnum og síðan lært mest af sjálfum sér að spila á það. Og nú voru börnin tekin við að hlusta og leika. Drengurinn grætur þegar orgelið er flutt á brott, en huggast þegar móðir hans lofar honum nýju orgeli seinna; það á að vera fal- legra og betra, með gylltum kertastjökum. Hann lýsir líka söng þeirra hjónanna er þau stilltu saman raddir sínar, og síð- ar tóku systkinin undir svo að úr varð margradda kór. Það er líka unun að lesa frásögn hans af því þegar ung stúlka framan úr sveit, sem send hafði verið til móður hans að læra að sauma, huggar hnugginn fimm ára svein, segir honum sögur úr sveitinni og býð- ur honum svo að koma með sér nokkra daga fram í dal, hann geti setið á hnakknefinu fyrir framan hana. Hann Iýsir reiðferð þeirra á Gránu gömlu fram Aðaldalinn og úr þessu verður síðan áratugar sumardvöl hjá þessu góða fólki í Glaumbæ, Jóni bónda og Lilju húsfreyju og Fanneyju dóttur þeirra. Hann lýsir margs konar ævintýrum sveitadrengsins, sem gerist með tímanum sláttumaður og fjáreigandi og fer í göngur langt fram í afrétt. vera þessu ágæta fólki, Aðalbjörgu og Jóni og börnum þeirra, í æsku minni á Húsavík. Náinn vinskap- ur var með þeim og fósturforeldr- um mínum, Agli Þorlákssyni kennara og Aðalbjörgu Pálsdótt- ur, og ótal ljóslifandi minningar standa mér fyrir hugskotssjónum frá þessum árum. Alltaf voru þau systkinin glöð og hress í bragði, og bræðurnir höfðu jafnan marg- vísleg gamanmál og skringilyrði á vörum. Eðvarð var einkar barn- góður, kunni að lýsa ýmsum merkilegum hlutum og segja sög- ur sem luku upp furðuheimum fyrir unga og barnlega vinkonu hans. Eðvarð hleypti heimdraganum 22 ára gamall og fluttist til Akur- eyrar í leit að menntun og starfi. Réð hann sig til náms í rakaraiðn og setti síðan upp rakarastofu á Akureyri. Fyrst rak hann stofuna með öðrum, síðan einn í allmörg ár og loks með syni sínum Reyni, sem rekur stofuna enn í dag. Hann kvæntist 17. júní 1937 Ingi- björgu Sigurðardóttur frá Siglu- firði, sem nú sér á bak ástkærum eiginmanni. Hin síðari ár áttu þau indælt heimili í litla húsinu sínu í Lögbergsgötu 9. Börn Jóns Eðvarðs eru fjögur og eiga öll heima á Akureyri: Eðvarð er framkvæmdastjóri fyrir prjóna- stofunni Glófa; Reynir stýrir rakarastofu eins og fyrr segir; Sigurður er skrifstofumaður og Aðalbjörg fæst við verslunar- störf. Barnabörnin eru 18 og barna-barnabörnin 9. Við Eðvarð áttum eftir að endurnýja vináttu okkar þegar ég lluttist til Akureyrar á unglings- árum mínum. Ótal ógleymanleg- ar stundir áttum við, ég og fóst- urforeldrar mínir og elsti sonur á heimili þeirra Edda og Ingibjarg- ar, við spjall, tónlist og góðar veitingar. Þá var gjarna gripið í spil, Eddi og Egill pabbi minn sögðu sögur og rifjuðu upp vísur og gamanmál og hlátrasköllin glumdu svo að undir tók. Ævistarfið átti að mörgu leyti vel við Eðvarð. Á stofuna sína fékk hann marga merkilega menn og gat spjallað við þá um heima og geima meðan hann rak- aði og klippti. Ég veit að sú stund leið fljótt bæði fyrir hann sjálfan og viðskiptavininn. Auðvitað var hann oft þreyttur að kvöldi dags, en þá kom hans létta lund og fjöruga hugmyndaflug að góðu haldi. Sakir fátæktar fékk hann ekki að njóta langrar skóla- göngu, en af eigin rammleik varð hann fjölmenntaður í besta lagi. Hann iðkaði margvísleg og holl tómstundastörf sem veittu yndi, ekki aðeins honum sjálfum held- ur einnig fjölskyldu hans og vinum. Hann var slyngur lax- veiðimaður og glímdi þá helst við sjálfa drottningu íslenskra veiði- áa, Laxá í Aðaldal. Um veiðar sínar skrifaði hann nokkrar snjallar og listfengar greinar í tímaritið Veiðimanninn. Hann var áhugaljósmyndari og kunni að framkalla myndir sínar með góðum árangri. Áhugi hans og þekking á ljósmyndun kom einn- ig fram í því að hann verslaði með ljósmyndavörur á rakara- stofu sinni. Hann átti fallcgt og valið bókasafn og batt bækur sín- ar sjálfur af meðfæddum hagleik. Af ljóðskáldum mat hann mest Stephan G. Stephansson, en af skáldsagnahöfunum Halldór Laxness, og kunni mörg verk þeirra nálega utanbókar. I garð- inum sínum reisti hann lítið gróð- urhús, en þar ræktaði hann skrúðrósir og varð fjölfróður um tegundir þeirra og heiti. Og síðast, en ekki síst, var hann frá- bærlega músíkalskur eins og hann átti kyn til. Á Akureyri eignaðist hann fljótlega píanó og lék á það sér og öðrum til yndis- auka allt til hinstu stundar. Hann sótti hljómleika hvenær sem færi gafst og hlýddi á verk meistar- anna í hljómtækjum heima í stof- unni sinni. Við hjónin sendum Ingibjörgu og barnahópnum hennar innileg- ar samúðarkveðjur. Með Eðvarð er genginn einn af kærustu og tryggustu vinum okkar og fjöl- skyldu okkar. Við þökkum alla vináttu hans, hjálpsemi og skemmtun á glöðum stundum. Minning hans lifir í hugum hinna mörgu vina hans og vandamanna og mun lýsa til eftirbreytni um ókomnar stundir. Sigríður Kristjánsdóttir. Mig langar með örfáum fátækieg- um orðum að minnast vinar míns, Jóns Eðvarðs Jónssonar, eða Edda, eins og við kölluðum hann alltaf. Mörg minningarbrot leita á hugann. Lítill drengur stendur hugfanginn við hlið píanóleikarans og heyrir hann töfra fram undurfagra tóna, sem brenna sig varanlega inn í barns- sálina. Þannig er fyrsta minning mín um heimsókn á heimili Edda og Ingibjargar með afa og ömmu, Agli Þórlákssyni og Aðalbjörgu Pálsdóttur. Unglingur nýtur leið- sagnar reynds áhugamanns um völundarhús ljósmyndatækninn- ar. Minningin er þó ekki bara um tónlist eða ljósmyndir eða klipp- ingu á rakarastofunni, heldur einnig og ekki síður um hlýju, glaðværð og vináttu sem stafaði frá Edda og Ingibjörgu, sem allt- af kom fram hvort sem spilað var á píanó, spiluð var vist, skoðaðar rósir eða skyggnst inn í töfraheim ljósmyndanna. Eddi var mikill hagleiksmaður og listamaður á öllum þessum sviðum sem víðar. Mér er efst í huga þakklæti fyr- ir að fá að kynnast honum og njóta leiðsagnar og lærdóms um áhugamál hans um leið og ég færi Ingibjörgu, börnum og allri fjöl- skyldunni, innilegar samúðar- kveðjur. Egill B. Hreinsson. Ý Hallgrímur Björnsson frá Sultum Ég vil hér með nokkrum orðum minnast tengdaföður míns Hall- gríms í Sultum. Hallgrímur var fæddur í Garði í Kelduhverfi 26. febrúar 1915. Fyrir 33 árum varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að verða tengdasonur Hallgríms og Önnu í Sultum. Anna lést fyrir tæpum tveimur árum eftir 17 ára dvöl á sjúkrahúsi. Blessuð sé minning hennar. Það er margs að minnast frá þessum árum. Fyrir 10 árum réðst ég til vinnu í Kelduhverfi og var eftir það meira og minna til heimilis í Sultum hjá Hallgrími, sem þá var að mestu orðinn einn á jörðinni. Hallgrímur var ekki mikill um sig eða hár í lofti, en hann var mikill persónuleiki. Það var aðdáunarvert hvað hann var vel heima í öllum málum, hvort sem það var hér á landi eða úti í heimi. Hann fylgdist svo vel með öllu sem var að gerast og hafði sínar skoðanir á því og lá ekkert á þeim. Hallgrímur var mikill náttúruunnandi og vildi að nátt- úran sæi um sín mál, og sem minnst yrði tekið fram fyrir hend- urnar á henni. Hann unni landi sínu og sveit af alhug, en þó fannst mér tveir staðir vera hon- um kærastir. Það var fram á svo- kölluðum Hnykklabrekkum, sem eru skammt suður í heiðinni og svo út með Björgunum. Ég man alltaf mína fyrstu sjó- ferð með Hallgrími. Hann átti bát er hét Skutull og fór öðru hverju á sjó til að draga björg í bú. Við fórum frá Lóni um kl. 2 að nóttu. Var haldið út lónin gegnum ósinn, síðan út með björgum út á læki. Lýsti hann fyr- ir mér öllum kennileitum á mið- um og örnefnum þar í kring. Fiskiríið var heldur tregt en veð- ur dásamlegt. Við fórum í land rétt innan við Brimnesið og vor- um þar í þann mund er sólin var að koma upp. Hallgrímur var að fræða mig um næsta umhverfi, en setti svo hljóðan, horfði yfir land og sjó sagði síðan: „Er þetta ekki dýrðleg sjón?“ Sólin speglaðist í sjónum og sendi gullinn roða á björgin, þetta var stund sem aldrei gleymist. Hallgrímur var fjárbóndi af lífi og sál; fóru þar saman natni, glöggskyggni og hugsjón. Síðustu árin sem hann var með búskap, var ég honum til aðstoð- ar eftir því sem tími og geta leyfðu. Þá fyrst kynntist ég Hall- grími og hans eiginleikum. Hann þekkti allar ær sínar með nöfnum, kosti þeirra og galla og ekki vantaði ættartölu ef því var að skipta. Það voru ófáar stund- irnar er við sátum í eldhúsinu í Sultum yfir sauðburðinn og horfðum á lambærnar út um gluggann. Þarna var bóndinn í Sultum á heimavelli. Þarna fékk ég fræðslu um hverja kind er var í sjónmáli. Þarna komst ég í mjög nána snertingu við bóndann og búsmalann. Það eru þessar stundir er koma upp í hugann er ég minnist Hallgríms. Að sitja og hlusta á hann segja frá atburðum liðinna ára, sjá í svip hans gleði og trega, allt eftir því hvernig gekk í lífs- baráttunni. Ég vil þakka það að fá að kynnast Hallgrími og vera með honum þennan tíma á lífs- leiðinni, af honum lærði ég margt. Ég minnist hans með söknuði og kveð hann með virð- ingu. Ég sendi systkinum hans, börnum, tengdabörnum, barna- börnum og barnabarnabörnum mínar bestu samúðarkveðjur. Brynjar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.