Dagur - 22.07.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 22.07.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 22. júlí 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1368 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Hvað er til bjargar? Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í fyrradag létu bæj- arfulltrúar þung orð falla um skiptingu ríkisvaldsins á milljarðinum til atvinnuskapandi verkefna, en eins og kunnugt er var ekkert verkefni í þeirri skiptingu eyrnamerkt sérstaklega Akureyri. Orð Björns Jósefs Arnviðarsonar (D) vöktu nokkra athygli en hann sagði að með þessari skiptingu væri ríkisstjórnin vægt sagt að gera lítið úr atvinnuástandinu á norð- austurhorni landsins. Þá sagði hann enn einu sinni sannast að sjóndeildarhringur ráðamanna syðra næði ekki lengra en norður að Esju. Það sem fyrir norðan hana væri kæmi þeim ekkert við. í fyrradag náðist svo í ráðherrann okkar, Halldór Blöndal, landbúnað- ar- og samgönguráðherra, og var hann inntur eftir forsendum við skiptingu milljarðsins. í upphafi máls síns sagði ráðherra „að það væri auðvitað ekki hægt að horfa til aðgerða í atvinnumálum einungis út frá þessum eina milljarði og bara út frá þeim einstöku forsendum enda yrði hlutur Akureyrar af þessari upphæð einhvers staðar í kringum 50 milljónir ef við viljum nota höfðatöluregluna “. Ráðherra sagði að styrkja yrði grunninn í heild sinni og sagði síðan orð- rétt: „Ég hef meiri áhyggjur t.d. af framtíð málm- og skipasmíðaiðnaðarins á Akureyri heldur en hinu hvort Akureyringar fái 10 milljónum meira eða minna af þessu fé. Það hafa miklir erfiðleikar gengið yfir at- vinnumálin á Akureyri. Munar þar náttúrlega um það að sá mikli verksmiðjurekstur sem samvinnuhreyf- ingin stóð fyrir hefur smám saman verið að molna niður; það er skýringin á þeirri veiku stöðu sem þar er nú í atvinnumálum. “ Ráðherra nefndi gjaldþrot ís- lensks skinnaiðnaðar sem dæmi um það. Þá sagðist ráðherra hafa látið athuga þann þátt sem snýr að því að reyna að tryggja það að hráefni til skinnaiðnaðar- ins verði kyrrt í landinu og það séu auðvitað veruleg- ir hagsmunir Akureyringa að það náist fram að rekst- ur skinnaiðnaðarins geti skilað sér. En nóg um það. Orð bæjarfulltrúa, alþingismanna og ráðherra eru ósköp léttvæg fyrir atvinnulaust fólk á Akureyri. Það hafa allir heyrt svona frasa áður eins og orð Halldórs ráðherra í blaðinu í gær: „Það sem ég vil horfa á í sambandi við atvinnuuppbyggingu á Ak- ureyri er ekki einhver aðstoð í eitt skipti, heldur legg ég höfuðáherslu á að okkur takist að leggja grunn að framleiðslu og þjónustu sem sé til frambúðar og geti verið atvinnulyftistöng í þeim skilningi." Það hljóta allir Akureyringar að gera sér grein fyrir hinu alvar- lega ástandi í atvinnumálum í bænum, sem framund- an er. Það er mikill misskilningur hjá ráðherranum að það séu aðeins fyrirtæki samvinnumanna, sem eru gjaldþrota og eiga í erfiðleikum. Iðnaðurinn á íslandi á svo til allur í erfiðleikum, þrátt fyrir talsverða aug- lýsingaherferð um að velja íslenskt. Nýjasta dæmið er Sól hf. í Reykjavík, en það fyrirtæki á í verulegum erfiðleikum svo ekki sé meira sagt. Það sem við blas- ir á Akureyri er það hvort bæjarbúar vilja hægja á framkvæmdum á vegum bæjarins á næstunni en miklum peningum verði varið til endurreisnar at- vinnulífsins í bænum. Það er auðvitað neyðarúrræði því bærinn á sem minnst að skipta sér af at- vinnurekstri. En ekki er hægt að sjá að peningar komi annars staðar frá. Ekki koma þeir frá ríkisvald- inu, sem neitar alfarið að skipta sér af atvinnumálum í landinu. Um þetta ætti að kjósa í nóvember en ekki um einhverja sameiningu, sem er illa undirbúin og kemur fólki satt að segja í opna skjöldu. SO A Skýrsla Umferðarráðs 1992: Á síðasta ári slösuðust 173 í umferðinni á Norðurlandi - 45 hafa látist sl. 10 ár, enginn á Siglufirði og Húsavík Á árinu 1992 lést 21 íslendingur í 20 umferðarslysum á móti 27 í 24 slysum árið 1991. Slys með meiðslum voru 904 á síðasta ári og 1.327 slasaðir, þar af 228 al- varlega, miðað við 760 slys með meiðslum árið 1991 og 1.128 slasaða. Skráð umferðarslys með eignatjóni voru 3.470 mið- að við 3.537 árið áður. Þetta kemur fram í skýrslu Umferð- arráðs. Flest banaslys urðu í umferð- inni í Reykjavík og kostuóu þau 8 manns lífið. I Kópavogi létust 4, í Suður-Múlasýslu 2 og 1 í eftir- töldum umdæmum; Mosfellsbæ, Akranesi, Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu, Skagafjarðarsýslu, Eyja- fjarðarsýslu, Austur-Skaftafells- sýslu og Vestmannaeyjum. Ef við lítum á fjölda slasaðra í umferðinni á Noróurlandi þá slös- uðust 67 á Akureyri, þar af 4 al- varlega, 34 í Húnavatnssýslu, þar af 9 alvarlega, 25 í Skagafjarðar- sýslu, þar af 10 alvarlega, 24 í Eyjafjarðarsýslu, þar af 6 alvar- lega, 16 í Þingeyjarsýslu, þar af 5 alvarlega, 3 á Dalvík, 1 alvarlega, 2 á Húsavík, 1 alvarlega, og 2 í Olafsfirói en enginn alvarlega. Enginn slasaðist í umferðaróhöpp- um á Siglufirói á árinu 1992. Þar urðu aðeins 4 minni háttar árekstr- ar og hefur ekkert umdæmi á landinu sloppió svo vel. Flestir sem slasast á aldrin- um 17-20 ára Lítum næst á aldursskiptingu þeirra sem slösuðust eöa létust í umferöarslysum á síðasta ári. Eins og áður er slysatíðni meðal 17-20 ára ungmenna mjög há, 366 í þessum aldurshópi slösuðust eða létust á árinu. Ástandið skánar strax í aldurshópnum 21-24 ára; 151 einstaklingar. Börn 0-6 ára voru 40, 7-14 ára voru 112, 15-16 ára 94, 25-64 ára 474 og 65 ára og eldri 111. Sam- tals eru þetta 1.348 einstaklingar sem slösuðust eða létust í um- ferðinni á síðasta ári. Af þeim sem létust í umferð- inni 1992 voru 13 á aldrinum 15- 64 ára, 7 voru 65 ára og eldri og 1 barn yngra en 14 ára. Þeir sem létust voru í 10 tilvikum öku- menn bifreiða, 3 farþegar og 8 gangandi vegfarendur. Þá kemur fram að 17 ára öku- menn áttu lang oftast aðild að slysum á síðasta ári, eða 44,19% allra ökumanna. 18 ára ökumenn voru 26,83% þeirra sem áttu aóild að slysum en hlutfallið lækkar síö- an ört eftir 24 ára aldurinn. Umferðin á Norðurlandi hefur kostað 45 mannslíf á 10 árum Á síðustu 10 árum, frá 1982-1992, hafa alls 270 Islendingar látist í umferðarslysum, þar af hátt í 100 á höfuóborgarsvæðinu. Á Norður- landi hafa 45 látist á þessu tíma- bili, 8 í Húnavatnssýslu, 10 í Skagafjarðarsýslu, 4 á Akureyri, 8 í Eyjatjarðarsýslu, 2 í Olafsfirði og 13 í Þingeyjarsýslu en enginn á Siglufirði og Húsavík. Tæplega 2.000 ökumenn voru kærðir fyrir meinta ölvun við akstur á síðasta ári og eru það heldur færri ökumenn en undan- farin ár. Á Norðurlandi voru hátt í 200 ökumenn kærðir fyrir ölvun vió akstur, 93 á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu, 32 á Húsa- vík og í Þingeyjarsýslu, 28 í Skagafjarðarsýslu, 19 í Húna- vatnssýslu, 13 á Siglufirói og 9 í Olafsfirði. Aðeins á tveimur síð- astnefndu stöðunum cr um að ræða fjölgun frá árinu á undan. Margt fleira kemur fram í þess- ari skýrslu Umferðarráðs sem ökumenn og aðrir vegfarendur hefóu gott af að skoóa nánar því tölurnar geta verið sláandi og vakið fólk til umhugsunar. SS MENOR fréttir í júlí Tónleikar Tónleikaröð. Flytjendur: Kolbeinn Bjarnason, flauta og Guðrún Oskarsdóttir, sembal. Föstudagur 23. júlí, Húsavíkur- kirkja kl. 20:30 Laugardagur 24. júlí, Reykja- hlíðarkirkja kl. 21:00 Sunnudagur 25. júlí, Akureyrar- kirkjakl. 17:00 Tónleikaröð. Flytjandi Björn Andor Drage, orgel. Föstudagur 30. júlí, Húsavíkur- kirkja kl. 20:30 Laugardagur 31. júlí, Ólafsfjarð- arkirkjakl. 16:00 Sunnudagur 1. ágúst, Akureyrar- kirkjakl. 17:00 Listasumar á Akureyri ’93. Fimmtudagur 22. júlí, - Samkomuhúsið kl. 20:30 Rokktónleikar. Hljómsveitirnar Hún andar, Skrokkabandið, Limlest ég er Iimlest, Frú Roos- velt segir frá. - Akureyrarkirkja kl. 20:00 Hlíf Sigurjónsdóttir - fiðla, Símon H. Ivarsson - gítar. - Við Pollinn Tónleikar, Tríóið Dúótón en það skipa: Reynir Schiöth - píanó, Hulda Björk Garóarsdóttir - söngur, Sigurður Ingimarsson - söngur, gítar, harmonika. Föstudagur 23. júlí, Akureyrar- kirkja kl. 20:00 Pétur Jónasson leikur á gítar. Laugardagur 24. júlí, - Deiglan kl. 16:00 Áshildur Haraldsdóttir - þver- flauta. Þorsteinn Gauti Sigurðsson - píanó. - Akureyrarkirkja kl. 20:00 Nemendatónleikar. Sunnudagur 25. júlí - Akureyrarkirkja kl. 17:00 Sumartónleikar. Myndlist Listhúsið Þing. Þar stendur yfir sýning á mál- verkum Jónasar Viðars Sveins- sonar. Jónas hefur verið búsettur á Ítalíu í 3 ár og er þetta 4 einkasýning hans. Sýningin bcr yfirskriftina Tentazioni Erotiche.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.