Dagur - 22.07.1993, Blaðsíða 10

Dagur - 22.07.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 22. júií 1993 Dagdvelja Stjörnuspa * eftir Athenu Lee Fimmtudagur 22. júlí Vatnsberi (S0. jan.-18. feb.; Þetta ætti að ver&a fremur ánægjulegur dagur þegar þú hef- ur lagt aö baki minniháttar vand- ræði. Framundan eru góðir dagar þegar ástin er annars vegar. d Fiskar (19. feb.-20. mars) 3 Ef þú ert of sjálfsöruggur gætir þú vanmetið stærð verkefnisins og þurft á aðstoð að halda að lokum. Þú þarft líklega að fresta ákveðnu verki. Hrútur (21. mars-19. apríl) Óþægilegt andrúmsloft gerir að verkum að dagurinn byrjar illa og þú stendur í deilum vib samstarfs félagana. Þetta lagast meb kvöld- inu. (W Naut (20. apríl-20. mai) ) I dag munt þú bera þig saman við aðra og reyna að læra eitt- hvað af þeim. Heppnin mun sækja þig eða félaga þinn heim í dag. (s Tvíburar (21. maí-20. júni) J Þú finnur fyrir því ab enginn vill hjálpa þér og ab fólk er jafnvel á móti þér. Þetta dregur þig niður en stattu þig og reiddu þig á sjálf- an þig! ( TfvaWiÍ ^ WNc (21. júni-22. júli) J Fólk er ekki alltaf þab sem það sýnist. Gerðu ráð fyrir einhverju óvenjulegu í dag sem þessu teng- ist. Þú færb ánægjulega heimsókn frá gömlum vini. (<mápi4Ón 'N \JTVUV (25. júli-22. ágúst) J Þótt verkefnin virðist kannski erfið máttu ekki láta það draga þig niö- ur. Ef þú ert ákveðinn kemur þú ótrúlega miklu í verk. Happatölur eru 2, 24 og 33. (E Meyja (23. ágúst-22. sept D Nú er rétti tíminn til að fram- kvæma þab sem þú hefur verib ab ráðgera. Einhverrar spennu gætir í samskiptum við ástvini. Vog (23. sept.-22. okt. D Þetta ætti að verba nokkuð ánægjulegur dagur þótt hann virðist í upphafi ætla að veröa leiðinlegur. Reyndu að gera eitt- hvað óvenjulegt í kvöld. (\mC Sporödreki^ (25. okt.-21. nóv.) J Náið persónulegt samband er þér efst í huga í dag. Eldra fólk nytur mestrar ánægju frá félögum sín- um en yngra fólkið virbist róman- tískara. (Bogmaöur 'N \j^l X (22. nóv.-21. des.) J Samskipti ganga vel í dag svo ef þú ert ab bíba eftir boðum eða aréfum frá einhverjum, ættu þau að berast í dag. Vandræði koma upp sem tengjast kynslóbabilinu. r Steingeit (22. des-19. jan.) Fólk í persónulegum vandræðum leitar rába hjá þér og þú þarft sennilega að lána öxl þína til að gráta á. Happatölur eru 4, 23 og 30. Viltu fara með hann út áður en það verður slys hjá honum? o ■&i 3 -2 .2 £ ea Ég held að rauðhærða stelpan í bókhaldinu sé farin að taka eftir daðrinu í mér. \ I lyftunni í gær kom umst við í augnsam band. ©KFS/Distr. BULLS Leit hún tælandi á þig? I Nei, hún potaði bíl- lyklinum sínum í aug- að á mér. Á léttu nótunum Hjólreibamaburinn Trúboba sem ferðaðist um Amazon hugkvæmdist ab best væri ab reyna að kenna leiðsögumanninum nokkur orb á siðuðu máli. Hann byrjabi ab lýsa hinni gubsgrænu náttúru með þeim orðum er hann þekkti til. Þar til þeir komu að manni og konu í áköfum ástarleik. Þá sagði guðsmaburinn: „Maður á hjólreiðum." Sá innfæddi tók upp ör, lagði á streng og skaut manninn sem var vib iðju sfna. „Maður á mínu reibhjóli." Á komandi ári muntu ná mun meiri árangri í starfi en undanfar- in ár. Láttu ekki rólega byrjun draga úr þér. Breyting á lífi ein- hvers þér nákomins mun hafa gób áhrif á þitt líf. Vinum þínum fjölgar á árinu. Orbtakib Vera lobinn um lófana Orðtakið merkir að vera vel efn- aöur. Að baki orðtakinu virbist liggja þjóðtrú, sbr. málsháttinn: „Hönd hins ríka er loðin í lófanum". Þetta þarftu ab vita! Hættulegasta köngulóin Eremitköngulóin (Loxosceles red- usa) er sögð hættulegasta, köngulóin en eitur hennar etur sig gegnum húð þess sem veröur fyrir biti. Nú fyrst hefir tekist að framleiba móteitur í Ameríku og þab á eftir að bjarga mörgum mannslífum. Hjónabandib Réttur konunnar „Sérhver kona hefur leyfi til að skipta um skoðun mannsins sins." Okunnur höfundur. STÓRT Hneggjandi fálkar og látnir í strætóþvotti Prentvilluupúk- inn hefur oft leikið blaða- menn grátt og ótrúlegustu villur hafa farið á prent - jafn- vel í stórum fyrirsögnum. Þannig spurbi Dagur fyrir nokkr- um árum í fyrirsögn „Hneggja fálkar....?". Þarna átti auðvitað að standa „Hneggja fákar....?" En oft er þab svo ab skondnustu fyrirsagnir dagblaðanna verða alveg óvart til, ef svo má að orði komast. Ein albesta fyrirsögn síb- ari ára birtist í Degi fyrir nokkr- um árum og hljóðaði eitthvab á þessa leib: „Látnir þvo strætis- vagna á nóttunni". Þarna var blabamabur ab vísa til ummæla Sigfúsar Jónssonar, þáverandi bæjarstjóra á Akureyri, þess efnis ab til greina kæmi ab vakthaf- andi slökkvilibsmönnum yrði fengib þab hlutverk ab næturlagl ab skrúbba skítinn af strætis- vögnum bæjarins. Sigmund, hinn snjalll skopteiknari Mogg- ans, brást ab sjálfsögbu skjótt vib og teiknabi beinagrindur vib strætisvagnaþvott. • Þvaglát hunda og framhalds- skólar Bæjarfulltrúar á Akureyri komust dável á flug á fundi bæjarstjórnar Akureyrar sl. þribjudag þeg- ar til umræbu var umdeild skipting ríkisstjórnarinnar á ein- um milljarbi til atvinnuskapandi verkefna. Björn jósef Arnvibar- son komst oft skemmtilega ab orbi í eldmessu sinni. Mebal ann- ars sagbi hann ab ekki mætti hundur míga í nýju hverfi í Reykjavík svo þar væri ekki þegar í stab byggbur nýr framhalds- skóli. Þarna var Björn Jósef ab vitna til þess ab einn af umdeild- um libum í skiptingu ríkisstjórn- arinnar er 42,5 milljónir króna til byggingar nýs framhaldsskóla í (Srtffarvogi í Reykjavík. • Atvinnusköpun bæjarfulltru- anna syöra? Björn jósef dró mjög í efa, eins og ráðamenn ■hafa óspart haldib á lofti að undan- förnu, ab vega- gerð úti á landsbyggb- innl skapaði mikla vinnu fyrir landsbyggðarfólk. Benti hann máll sínu til stubnings á vega- gerð í Öxnadal. Þar væri Hag- virki-Klettur frá Hafnarfirbi meb stórt verkefni (Bakkaselsbrekk- an) og einn af forsvarsmönnum þess fýrirtækis væri bæjarfulltrúi í Hafnarfirbi (Jóhann Bergþórs- son). Annab stórt verkefni í Öxnadal væri í höndum verk- takafyrirtæklsins Klæbningar úr Garbabæ og þar væri einn af toppunum bæjarfulltrúi úr Kópa- vogi (Gunnar Birgisson, formab- ur bæjarrábs).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.