Dagur - 18.08.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 18.08.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 18. ágúst 1993 Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu. Stöðupróf í framhaldsskólum Stöðupróf í framhaldsskólum í byrjun haustannar 1993 verða sem hér segir: Mánudaginn 23. ágúst Þriðjudaginn 24. ágúst Miðvikudaginn 25. ágúst Fimmtudaginn 26. ágúst Enska. Spænska, ítalska. Norska, sænska. Franska, stærðfræði, þýska. Prófin hefjast öll kl. 18.00. Innritun fer fram á skrif- stofu Menntaskólans við Hamrahlíð, sími 685155. Síðasti innritunardagur er 20. ágúst 1993. Snyrtivörudeild Hagkaup óskar eftir að ráða starfsmann í verslun fyrirtækisins. Vinnutími er kvöld og helgar. Æskilegt er að umsækjendur uppfylli eftirfarandi skilyrði: Sé eldri en 20 ára. Hafi reynslu af verslunar- störfum og/eða sölu á snyrtivörum. Hafi góða og örugga framkomu. Geti hafið störf nú þegar. Nánari upplýsingar um starfið veitir Elísabet Karlsdóttir, deildarstjóri í Hagkaup, Akureyri. HAGKAUP Akureyri Svæðisskrifstofa 'd málefna fatlaðra i á Norðurlandi eystra Svæðisskrifstofan óskar að ráða fólk til starfa með fötluðum. Ekki er tekið við umsóknum frá yngra fólki en 19 ára og æskilegt er að viðkomandi hafi mennt- un og/eða reynslu er nýtist á þessum vettvangi. Um eftirfarandi störf er að ræða: Sambýli Hlutastörf (50-80%) sem aö mestu leyti er unnin síödegis, kvöld og um helgar og felast í margvíslegri aöstoö viö heimilishald íbúanna og stuöningi viö þá. Vistheimilið Sólborg Störf á íbúöardeildum við aöhlynningu íbúa. Um er aö ræöa hlutastörf og breytilegan vinnutíma (vaktavinna). 75% staöa á næturvakt. Atvinnuleit 50% staöa við atvinnuleit. Staöan veitist til eins árs frá 1. sept. nk. og er tengd Plastiðjunni Bjargi þar sem fram fer starfsþjálfun og starfshæfing til aö búa fatlaða undir störf á almennum vinnumarkaði. I starfinu felst m.a. leit að hent- ugum störfum fyrir fatlaöa og aðstoð viö þá á vinnustað. Mývatnssveit Skv. lögum skal í sérstökum tilvikum veita fötluöum pers- ónulegan stuðning (liöveislu) á eigin heimili sem felur í sér margháttaða aöstoð viö ýmsar athafnir daglegs lífs. Viö óskum aö ráöa starfsmann til aö sinna slíkum stuðningi í 50-60% stööu. Viðkomandi þarf aö hafa búsetu í Mývatns- sveit. Skriflegar umsóknir sendist Svæðisskrifstofu fatl- aðra, Stórholti 1, Akureyri, en þar eru einnig veittar nánari upplýsingar um stöður þessar. Framkvæmdastjóri. „Um 15% af hverjum árgangi ung- linga þjást af kvíða og þunglyndi, nýtist ekki skólanám og sinna ekki samfélagslegum skyldum“ - segir Áskell Örn Kárason, forstjóri Unglingaheimilis ríkisins í þjóðfélagi þar sem lífsgæða- kapphlaupið á sér oft engin tak- mörk verður ekki undan því skotist að eitthvað láti undan eða að einhver hluti þess lífs- forms sem oft á tíðum er sóst svo grimmt eftir verði alls ekki sá sem stefnt var að í upphafi. Oft gleymist í þessu kapphlaupi það sem ætti öllum uppalendum að vera mikilvægara en öll heimsins gæði, sjálf börnin. Þeg- ar svo á að snúa við blaðinu er það því miður stundum of seint, börnin hafa fjarlægst foreldr- ana og í sumum tilfellum leiðst út á glapstigu. Ekki er þó alltaf hægt að kenna foreldrum um þegar stórar brotalamir verða í uppeldinu, vandinn fylgir og eykst oft í því þjóðfélagsmynstri sem margur fullyrðir að við stefnum óðfluga að í dag, þ.e. kreppu. Atvinnuleysi er t.d. ekki einangrað vandamál fyrir- vinnu heimilisins heldur tekur öll fjölskyldan þátt í því leynt og ljóst og við slíkar aðstæður verður hegðun barna og ung- linga oft vandamál, bæði heima við og í skóla og ákveðin tengslabrestur er að verða meira áberandi milli foreldra og unglinga. Auðvitað getur geð- rænn vandi unglinga stafað af ýmsum öðrum ástæðum, og t.d. fullyrða margir að einelti sé al- gengara vandamái í grunnskól- um landsins en látið er í veðri vaka. En hvað er til ráða fyrir þetta unga fólk? Oft á tíðum kemur til afskipta Unglingaheimilis ríkisins (UHR) eftir beiðni frá t.d. skólum eða foreldrum og eru fyrstu af- skipti UHR þá þau að sálfræðing- ar og félagsráðgjafar göngudeildar ræða við viókomandi og þar er m.a. lagt mat á framhaldið. Sú starfsemi hefur verið mjög vax- andi, jafnvel allt að 100% á til- tölulega skömmum tíma og er ástæða þess fyrst og fremst sú aó skólamenn og aðrir, sem hafa dag- leg afskipti af unglingum, eru orðnir meðvitaðri um þessa starf- semi. Göngudeildin, eða unglinga- ráðgjöfin eins og hún heitir, var í upphafi sett á stofn til aö þjóna landsbyggðinni og eru ákvæði um það í reglugerð en það hefur ekki orðið reyndin nema í mjög tak- mörkuðum mæli. Sparnaður bitnar á Iandsbyggðinni Þegar sparnaðarhugmyndir eru uppi eins og nú er, bitnar þaó fyrst og fremst á ferðum og mannahaldi og þar meó á þjónustu við lands- byggðina og er þjónusta við lands- byggðina nánast nafnið tómt í dag vegna niðurskurðar. Auk þess er hægt að njóta þjónustu deildarinn- ar án milligöngu barnavernda- nefnda og er að eiga sér staö ákveóin viðhorfsbreyting. Fólk er viljugra en fyrr að Íeita aðstoðar, en áður fyrr var það mikið feimn- ismál að leita eftir þjónustu göngudeildarinnar. En hvað er Unglingaheimili ríkisins? I reglugerð fyrir UHR segir svo um hlutverk þess: „Unglingaheim- ili ríkisins er stofnun þar sem yfir- völdum ber að aðstoða unglinga^ aldrinum 12-15 ára um Iengri eóa skemmri tíma, gerist þess þörf vegna hegðunarvandamála ung- linganna, vegna alvarlegs skorts á eðlilegum aðbúnaði og aóhaldi af hálfu forráðamanna (uppalenda) þeirra eða vegna alvarlegrar rösk- unar á högum unglinganna“. Heimilt er að víkja frá þeim ald- urstakmörkunum sem cru nefndar og í reynd hafa þeir unglingar sem þar hafa fengið þjónustu verið á aldrinum 12-18 ára. „Unglinga- heimilió skal veita unglingum vió- eigandi aðbúnað. Rannsaka skal og greina vanda þeirra, veita mcð fræðslu, félagslega aðstoð og læknishjálp eftir því sem við á.“ Fjölþætt starfsemi Auk unglingaráðgjafarinnar, scm áóur er nefnd, rekur UHR móttökudeild aó Efstasundi 86 í Reykjavík sem gcgnir í fyrsta lagi bráðaþjónustu þar scm lögregla og barnaverndarnefndir geta fyrir- varalaust vistað unglinga til skamms tíma og einnig sinnir deildin rannsóknar- og meðferðar- vistunum og dvelja unglingar þar að meðaltali í 4-6 vikur. I Sólheimum 7 í Reykjavík er rckið meðferðarheimili þar sem unglingar vistast um lcngri tíma, 12 mánuði eöa jafnvcl lengur, en vandi þeirra sem þar vistast er fjölþættur, t.d. erfiðar fjölskyldu- aðstæður, tilfinningaleg vand- kvæði, erllðleikar í samskiptum og vandamál í skóla. Unglingasambýlið í Sólhcim- um 17 í Rcykjavík er uppbyggt sem fjölskylduheimili og búa hjón á staðnum með börn sín. Þar vist- ast unglingar meó félagslegan vanda, sem teljast geta sótt al- menna skóla eða vinnu með þeirn stuðningi sem þau l'á á heimilinu. Aó Tindum á Kjalarnesi er rek- ið meðferðarheimili fyrir unglinga í vímucfnavanda og byggir með- ferðin á hugmyndafræði AA-sam- takanna og er lögð áhersla á sam- vinnu vió fjölskyldur. Meðferðarheimilið að Torfa- stöðum í Biskupstungum rekur fjölskylda sem verktakar og er það styrkt beint af ráðuneytinu. Vaxandi vímuefnaneysla 1 ársskýrslu UHR 1991 varpar Askell Orn Kárason, sálfræóingur, fram þeirri spurningu hvert stefni í málefnum unglinga og hversu stór þeirra vandi er: „Svarið verður alltaf háð huglægu mati en neyslu- kannanir hafa sýnt að um 2% ung- linga á aldrinum 14-16 ára eru komin í alvarlega misnotkun vímuefna og að 6-7% eru í viku- legri neyslu, sem teljast veróur al- varlegt hættumerki. Viö þetta má bæta öðrum hópi, heldur stærri, sem misnotar ekki vímugjafa að marki, en á í miklum pcrsónuleg- um erfiðleikum, þjáist af kvíða og þunglyndi, nýtist ekki skólanám, eða gengur illa að mæta í skóla og sinna samfélagslegum skyldum, hefur afar lítil tengsl við foreldra Áskell Örn Kárasun, forstjóri Unglingaheimilis ríkisins. Mynd: DV

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.