Dagur - 24.09.1993, Qupperneq 1
(|gi|§ |
/)T ÆÆ/Sk w MBL mM
Vandað til verks
Mynd: Robyn.
Alþýðusamband Norðurlands:
Guðmundur Ómar
verði næsti formaður
Líklegt verður að telja að Guð-
mundur Omar Guðmundsson,
formaður Trésmiðafélags Eyja-
fjarðar, verði kjörinn formaður
Alþýðusambands Norðurlands á
þingi þess á Illugastöðum á
morgun.
Fráfarandi miöstjóm Alþýóu-
sambandsins mun gera tillögu til
kjörnefndar á þinginu um Guð-
mund Omar sem næsta formann
sambandsins og veröur aö telja
allar líkur á aó
hann verði kjör-
inn.
Guðmundur
Omar hefur
gegnt embætti
varaformanns
Alþýöusam-
bands Norður-
huids undanfarin tvö ár. Kári Am-
ór Kárason hefur veriö formaöur
undangengin tvö ár. óþh
Útgerðarfélag Akureyringa:
Hlutaljárútboð í haust?
Nýtt hlutafjárútboð hefur vcrið
til skoðunar hjá stjórnendum
Útgerðarfélags Akurcyringa hf.
Gunnar Ragnars, forstjóri ÚA,
segir að heimild til hlutafjárút-
boðs liggi fyrir.
Lýstar kröfur í þrotabú ÍSI hf. 635 milljónir króna:
Ekkert fæst upp í almennar
kröfur að upphæð 332 milljónir
Skiptafundur í þrotabúi ís-
lensks skinnaiðnaðar hf. var
haldinn fyrr í vikunni. Lýstar
kröfur námu alls kr.
635.177.980 frá 335 aðilum og á
skiptafundinum var tekin af-
staða til viðurkenningar krafna
og er upphæð þcirra alls kr.
292.905.645, eða 46% af upp-
hæð lýstra krafna. Ekki var tek-
in afstaða til almennra og eftir-
stæðra krafna þar sem ekki
kemur til greiðslu slíkra krafna
sbr. 119. gr. laga nr. 21/1991.
Upphæð almennra krafna er
hæst, 332,4 milljónir króna frá 49
aöilum , og af þeim voru aðeins
5,8 milljónir króna viöurkeimdar.
Langahæst er þar krafa frá Lands-
banka Islands aö upphæð 105,8
milljónir króna en síðan koma
Samband ísl. samviimufélaga með
57.2 milljónir, Akureyrarbær með
36.2 milljónir króna, Hjörtur Ei-
ríksson 34,6 milljónir, Sýslumað-
urinn á Akureyri 23,0 milljónir,
Samskip 15,3 milljónir, Lind hf.
9.1 milljón og Kaupfélag Eyfirð-
inga 5,8 milljónir króna.
Upphæð veökrafna er 240,4
milljónir króna og voru þær allar
viðurkeimdar. Langhæst er þar
krafa Framkvæmdasjóðs íslenskra
samvinnufélaga, 122,9 milljónir
króna, en síðan koma Samvinnu-
lífeyrissjóðurinn með 18,1 millj-
ón, Iðnlánasjóður með 10,2 millj-
ónir og Iðnþróunarsjóður með
10.1 milljón.
Forgangskröfur eru að upphæð
kr. 62,3 milljónir króna og að
fjölda til flestar frá starfsmönnum
ISI hf. 45,3 milljónir af forgangs-
kröfunum voru vióurkenndar. Af
kröfum starfsmamia er 14,5 millj-
ónum hafnað að svo stöddu en
það eru bótakröfur vegna ólög-
mætra uppsagna, þ.e. laun í upp-
sagnarfresti. Það er gert þar sem
uppsagnarfresturinn er ekki liðinn
en í lok septembermánaðar mun
skiptastjórum berast gögn og þá
verða þessar kröfur samþykktar,
a.m.k. að hluta. Samþykktar kröf-
ur frá starfsmönnum cru hins veg-
ar laun og orlof frá sl. ári en við
útreikning á launakröfum er hins
vegar ekki tekið tillit til stað-
greióslu, skatta, lífeyrissjóðstill-
aga né greiðslna til stéttarfélaga.
Stærsti einstaki forgangskröfuhaf-
inn er Samvinnulífeyrisssjóðurinn
hf. með 14,5 milljónir króna.
Meðal amiara kröfuhafa er Iðja,
félag verksmiójufólks, með 1,3
milljónir, Starfsmannafél. ISI hf.
1,1 milljón, Innheimtustofunun
sveitarfélaga 562 þúsund, Félag
verslunar og skrifstofufólks 246
þúsund, Rafiðnaðarsamband Is-
íands 222 þúsund, íþróttaklúbbur
ÍSI 117 þúsund og Vcrkalýðsfé-
lagið Eining 28 þúsund.
Að sögn Þorsteins Hjaltasonar
hdl., amtars skiptastjóra þrotabús-
ins, fara fasteignir og vélar nú á
nauðungaruppboð og verður sala á
þcim væntanlega frágengin fyrir
jól en allar fasteigiúr og vélar eru
yfirveðsettar. Lokið er við að selja
allan lager, fulluiuiar og hálfunnar
vörur og mikið af kröfum. I árslok
1992 var bókfært mat fasteigna,
véla og áhalda 570 milljónir króna
en var 598 milljóiúr í árslok 1991.
GG
„Við höfum heimild upp á 50
milljónir króna. Við skoðuðum
þetta í vor og ákváðum að fresta
því og skoða hver þróunin yrði.
I>etta hefur því verið undirbúið og
við eigum aðeins eftir að taka
endanlega ákvörðun," sagði
Gumiar Ragnars.
Aðspurður segir haiui að ef af
yrði þá gætu bréf komið á markað
seinl í haust. Hann sagði jafn-
framt aö yrði útboóið ákveðið þá
verói heimildin fullnýtt, þ.e. 50
núlljónir króna að nafnvirði. JOH
Kornræktin í Miðgerði í Eyjafjarðarsveit:
Útlitið með uppskeru ekki
lakara en í fyrra
Kornrækt var nú í sumar reynd
á nokkrum stöðum við Eyja-
fjörð, bæði á nýjum stöðum svo
og hjá þeim aðilum sem hafa
verið að fikra sig áfram síðustu
ár. I Miðgerði í Eyjafjarðarsveit
eru horfurnar ekki síðri en í
fyrra, að sögn Oskars Kristjáns-
sonar, bónda í Grænuhlíð, og
eins þeirra sem að kornræktinni
í Miðgerði standa. Og þrátt fyr-
ir að liðið sé á septembermánuð
er kornið enn að þroskast.
Hafandi í huga hve sumarið var
kalt og sólarlítið þá vaknar sú
spuming hvaða lærdóm megi
draga af ástandinu á korninu núna.
„Þetta segir okkur að það er
sennilega næstum alltaf liægt aó
rækta hér korn. Það scm getur gert
okkur óleik er frost í ágúst og þcss
vegna þarf að hafa akrana á þeim
stöðum þar sem er minni frost-
hætta, þ.e. upp um hlíðar. Auðvit-
að geta konúö frost sem skenuna
fyrir en rok og rigning virðast
ekki skemma fyrir hér. Fyrst aó
það er hægt að rækta kom þetta ár
þá held ég að það sé nánast alltaf
hægt,“ sagði Oskar.
Iæir bændur scm standa aö
kornræktimii í Miðgerði byrja að
slá næstu daga og reyna að slá
með hléum fram eftir október-
mánuði. Oskar lauk á dögunum
vió að slá kornakra á Hrafnagili
og segir ræktina þar hafa komið
Akureyri:
Bautabúrið flytur í nýtt húsnæði
- opnar eina fullkomnustu kjötvinnslu landsins
Bautabúrið á Akureyri flytur
um helgina í nýtt og glæsilegt
600 ferm. húsnæði að Dalsbraut
1 og opnar á nýjum stað á
mánudaginn. Hjá fyrirtækinu
hafa starfað 12-15 manns en
stefnt er að því að fjölga þeim í
20 á næstunni.
Fyrirtækið hefur til þessa verið
í þröngu og óhentugu húsnæði við
smábátaliöfiúna, gegnt Slippstöð-
inni-Odda. I nýja húsnæðinu hcfur
verið sett upp ein fullkomnasta
kjötvinnsla landsins, samkvæmt
ströngustu kröfurn, innlendum
sem erlendum. I tilefni þessara
tímamóta, mun fyrirtækió fjölga
vöruflokkum og setja á markað ný
vörumerki.
Þá hefst í næsta mánuði vinnsla
á hrossakjöti fyrir Japansmarkað
og er gert ráö fyrir þeirri viimslu
næstu 4-5 mánuði. KK
ágætlega út. Það er því aó verða
Ijósara eftir því sem meira cr rcynt
að ágætur möguleiki er fyrir
bændur að spara sér kjarnfóður-
kaup með kornrækt. JOH
Norðurland:
Jarðskjálftamælar
settír upp
Innan tveggja mánaða á að vera
búið að koma upp fjórum nýj-
um jarðskjálftamælum á Norð-
urlandi. Mælarnir verða við
flugvöllinn á Sigluflrði, í Gríms-
ey, Leirhöfn og Gilhaga í Öxar-
fjarðarhreppi og Granastöðum í
Köldukinn.
Gunnar Guðmundsson, starfs-
maður jarðskjálftadeildar Veður-
stofu Islands, segir að auk þessara
nýju öflugu mæla sé mælir á Ak-
ureyri og hugsanlegt sé aö honum
verði fundinn nýr staður út meö
Eyjafirði.
Gumiar sagói að nýju jarö-
skjálftamælamir gæfu möguleika
til mun betra eftirlits með jarð-
skorpuhreyfingum hér nyrðra.
Mælamir verða beintengdir við
tölvur Veðurstofunnar og því
verður unnt að fylgjast mun betur
en áður með gangi mála undir
yfirborði jarðar á Norðurlandi.
óþh